Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 41

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 41
ÓÐINN 41 vinsæll meðal kunningja sinna og námsfjelaga frá yngri árum. Á hann ýmsar minjar um það í gamanbrjefum og Ijóðum frá sumum þeirra, sem ekki eru ætluð almenningi til lesturs. — Þegar þeir stúdentarnir frá 1884 áltu 45 ára af- mæli, vorið 1929, gat sjera ólafur ekki komið á mót, sem þeir hjeldu hjer syðra, en sendi þeim kveðjuskeyti á latínu, sem þeir svöruðu með eftirfarandi simskeyti, og voru þeir þá í Arnarbæli í Ölfusi hjá sjera Ólafi Magnússyni: »Præposite Olave Bjarnanesensis venerabilissime, orator. eloqventissime, navigator impavidissiine, eqvestribus artibus eruditissime, in rebus agri- culturae efíicatissime, te sex sodales, Arnarbæli pro tempore manentes, salutant, et tibi felicitatem usqve ad urnem optant. — ólafur Magnússon, Porleifur H. Bjarnason, A. V. Tulinius, Svein- björn Egilson, Páll Stephensen, Skúli Skúlason«. Sumarið 1929 lenti sjera Ólafur i þrætumáli út af einni af jarðeignum Bjarnanessprestakalls. Þáverandi dómsmálaráðherra snerist mjög ein- dregið á móti honum í því máli, en prófastur taldi sig hafa lög að mæla, og fór svo, að af því að hann vildi ekki beygja sig og segja af sjer prestskap var honum vikið frá embætti án eftirlauna. Hann var þá farinn að eldast og lýjast og hefði að líkindum ekki verið við prest- skap mörg ár eftir það, þótt þelta hefði ekki komið fyrir. En hann fór í mál út af eftirlaun- unum og vann það. Voru honum dæmd full eftirlaun frá 1. ágúst 1929. Síðan hækkaði Al- þingi 1931 eftirlaun hans að töluverðum mun, eftir tillögum bískups, og ljet þannig í Ijósi, að hann hefði orðið fyrir órjetti. Sama kom fram í yfirlýsingu frá fjölda af safnaðarmönnum hans, og sjómennirnir í Höfn sendu honum þakkar- ávarp fyrir starfsemi hans í þeirra þágu. 1930 fluttist sjera ólafur, ásamt konu sinni og nokkrum börnum, suður að Auðnum, og hefur dvalið þar síðan. Um eitt skeið þjónaði hann Kálfatjarnar-prestakalli, í veikindum sjera Árna heitins Björnssonar. Nú siðustu missirin hefur hann þjáðst af veikindum. * Stefán skðld frá Hvítadal orti þessa vísu skömmu fyrir andlát sitt: Siglan feld og fallinn byr; feigðarveldin toga. Glaðir eldar, eins og fyr, undir kveldið loga. Guðný Ólafsdóttir frá Gilstreymi. Þann 18. ágúst 1931 andaðist Guðný Ólafs- dóttir frá Gilstreymi I Borgarfirði. Pað kom enginn hjeraðsbrestur við andlát hennar, og saga hennar er eins og gerist um sögu flestra einstaklinganna. Þeir smátýna tölunni; en heild- in varir samt og fer sinna ferða. Saga Guðnýjar verður sennilega aldrei skrifuð, enda yrði hún aldrei annað en sagan um kon- una, sem altaf gerði skyldu sína, var altaf þar, sem hún átti að vera, og var altaf lil- búin að leysa af hendi verstu verk- in, og krafðist einskis fyrir sjálfa sig, nema að sjá verk sín bera á- vöxt. Guðnýheitin var fædd 7. nóvember 1857 í Hlíðarhús- um í Reykjavik og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Ólafur Guðlaugsson útgerðarmaður, er lengi bjó í Hlíðarhúsum, og kona hans Sesselja Guð- mundsdóttir. Af systkinum Guðnýjar er Þórð- ur prófastur einn á lífi. Gift var Guðný Krist- geiri Jónssyni. Þau bjuggu lengstaf í Gilstreymi í Borgarfirði. Börn Guðnýjar eru fjögur: Sveinn verslunarmaður f Canada, Kristrún og Jón í Reykjavík og Grímur á ísafirði. Síðustu ár æfi sinnar dvaldi hún á ísafirði hjá syni sinum, en kom suður til Reykjavíkur rúmum mánuði fyrir andlát sitt til þess að sjá ættingja og vini. Þá var hún hress og ljett í anda. Tók hún þá snögglega það mein, er leiddi hana til bana eftir miklar þjáningar. Þannig atvikaðist það, að hún var til moldar borin á æskustöðvum sínum. Þegar á unga aldri kendi hún heilsuveilu og varð upp frá þvi mikinn hluta æfi sinnar að berjast við þrálát veikindi; en lífskjör hennar voru þannig, að hún gat ekki tekið tillit til þess sem skyldi. Varð hún því oft með framúrskar- > V- Guðný Ólafsdóltir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.