Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 48

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 48
r 48 ÓÐINN Skógræktar-bletturinn á, að sjálfsögðu, að vera eign sveitarinnar, og girtur traustri girðing. Það ætti að fela hann unglingum og börnum á skóla- aldri til hirðingar og ræktunar. Sveitin á að kosta trjáplöntur og trjáfræ, sem með þarf, leggja til verkfæri við gróðursetninguna og halda við girðingunni. Alla vinnu við að planta eiga börnin og unglingarnir að leggja til ókeypis. Æskufólkið á að starfa að þessu undir stjórn barnakennarans í sveitinni, eða annars manns, sem er fær um að standa fyrir verkinu. Hið verklega starf, sem börnin eru látin inna þarna af hendi, ætti að vera liður í þeirri skyldu- fræðslu, sem þau eiga að njóta í skóla og á heimilum. Til þessarar vinnu á að taka 1—3 daga á ári, og nefna þá skógræktar- eða trjá- ræktar-daga. Skógræktarstarfinu má ekki haga svo til, að það verði þvingun eða þreytandi kvöð, fyrir þá sem leysa það af hendi, heldur kappkosta að gera það svo ánægjulegf, sem kostur er. Barn, sem byrjar gróðursetningar- starf 10 ára gamalf, eða yngra, ætti á fermingar- aldri að vera búið að planta minst 1000 trjá- plöntum, annars skyldi það látið halda áfram að planta næstu árin, þangað til þessi upphæð er fengin. Má vera að bjer sjé fengið eitt ráð til að glæða áhuga manna á skógrækt, að íá þá á unga aldri til að taka þátt í gróðursetningu. Þegar lokið er við að undirbúa trjáræktar- stöðina, girða hana og friða og tryggja henni trjáplöntur, er kominn tími til fyrir sveitastjórn og skólanefnd, að ákveða einn eða fleiri skóg- ræktardaga á ári, og skylda öll börn á skóla- skyldu-aldri í dalnum, að taka þátt i gróður- setningunni. Varla þarf að taka fram, að skilyrði fyrir trjárækt munu tæplega vera miklu betri annar- staðar en í Vafnsdal, vegna þess væri mönnum óhæft að leggja hönd á plóginn. Einstöku bænd- ur í dalnum hafa sýnt lofsverðan áhuga á, að rækta trje nálægt bæjum sínum. Trjáræktar- tilraunir þeirra hafa gefist mæta vel, þó ekki hafi verið kostur á, að velja plöntunum bestu skilyrðin, sem fáanleg eru í dalnum. 1 skógræktar-blettinn skyldi safna öllum villi- jurtum, á einn stað, sem vaxa í dalnum, og bæta nýjum við, eftir því sem kringumstæður leyfa. — Þarna gæti orðið samkomustaður, og skemtistaður Vatnsdæla undír beru lofti. Eftir, á að giska, 150 ár mætti gera ráð fyrir, að kominn væri svo mikill og þroskaður skógur í dalnum, að hann byrgði Vatnsdæli upp með eldivið og húsavið á ári hverju um óákveðinn tíma, með áframhaldandi ræktun. Með aukinni skógrækt, friðun og annari rækt- un, endur-heimtist aftur nokkuð af hinum fornu gæðum — »grösum og skógum«, sem Vatnsdalur geymdi í skauti sínu á Landnámsöld. Hollvættir dalsins munu þá enn, um langan aldur, standa við mynni hans og sópa skýjum frá sól, svo að ávextirnir af skini hennar beri með sjer, að hún fái óhindruð að lauga hann og verma með geislum sínum. Guðm. Davíðsson. & Sjera Friðrik Friðriksson: Starfsárin. Ferð um Austurland. Þannig leið nú tíminn stóratburðalaust fram lil sumarsins 1905. Á því vori fjekk jeg beiðni frá norsku sjómanna- fjelagi um að taka mjer ferð á hendur til Austfjarða til þess að halda samkomur fyrir norka sjómenn, sem væru á víð og dreif um firðina. Á því sumri var mesti sægur af Norðmönnum á Austfjörðum. Hingað og þangað voru menn að síldveiði og svo eitthvað um 300 fiskimenn frá Lófóten, er komið höfðu með róðrarbáta sína til útræðis. Þar að auki voru það sumar 4 hvalveiðistöðvar þar eystra: ein á Fáskrúðs- firði, ein á Hellisfirði og tvær á Mjóafirði. ]eg tókst fúslega þessa ferð á hendur, og það því fremur sem einn af mínum góðu vinum úr Latínuskólanum, Magn- ús Qíslason frá Búðum í Fáskrúðsfirði, hafði boðið mjer að dvelja þá stund, er jeg yrði á Fáskrúðsfirði, hjá foreldrum sínum. Magnús var mjög vel gáfaður og góður piltur og var mjer einkarkær. Lagði jeg af stað frá Reykjavík með »Hólum«, er gekk í strand- ferðir sunnanlands. Sigldum vjer sunnudaginn 9. júlí og voru margir viðkomstaðir. Keflavík var fyrsti á- fanginn, og næsta dag lágum vjer lengi fyrir utan Stokkseyri í rjómalogni en töluverðum undirsjó. Svo var haldið til Vestmannaeyja og þaðan til Víkur í Mýrdal. Það var nokkurt brim í lendingu, og gátum vjer í sjónauka sjeð hreystilegar aðfarir sjómanna þar, er þeir rjeðu bátnum gegnum brimið í land. Þar næst komum vjer til Hornafjarðar og komumst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.