Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 53

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 53
ÓÐI N N 53 góða og gamla vini þar í bænum, Pálma Pálmason, sem jeg hafði þekt sem dreng norður í Húnavatns- sýslu; hann var, að mig minnir, uppeldissonur Rósu Erlendsdóttur, systur Jónasar bónda á Tindum, ömmu- bróður míns. Tómas J. Zoega var annar. Hann var einn af mínum fyrstu ungu vinum í Reykjavík, eftir að jeg kom heim 1897, hinn mesti inndælispiltur og mjer því mjög kær. Þriðji fornvinur, sem jeg hitti fyrir á Norðfirði, var Jón Jónsson, húsbóndi minn, þá er jeg reri á Mjóafirði árið 1891. Allir þessir tóku mjer opnum örmum, og gerðu mjer dvölina þar í bænum sjerlega skemtilega. Sunnudaginn 6. ágúst var veður mjög hvast. Jeg fór út í ein tvö Norðmannaskip nýlega inn komin, og bauð skipverjum til messu. Síðan hjelt jeg tvær messur, á norsku og íslensku. Engir Norðmenn komu frá Hellisfirði vegna hvassviðris og rigninga. En næsta dag sendi Buhl mótorbát eftir mjer og var mjer tekið með virktum. A stöðinni var tilbúinn fund- arsalur og voru þar allir viðstaddir, þeir Norðmenn, er þar unnu. Seint um kvöldið sendi Buhl bát með mig til Norðfjarðar. Á miðvikudag fór jeg frá Norðfirði með skipi norður á Mjóafjörð. Jeg leitaði þegar í stað á fund prestsins, sjera Þorsteins Halldórssonar. Hann var í brautbúnaði og ætlaði eitthvað norður, en hann tók við mjer með mikilli vinsemd, og kvað mig skyldu dvelja þar meðan jeg væri á Mjóafirði. Hin ágæta kona hans, er hafði gert heimilið svo unaðslegt, er jeg kom þangað fyrst, sumarið 1891, var nú dáin fyrir nokkrum árum, en vinir voru þar fyrir, Halldór og Olafur, synir prestsins. Halldór þekti jeg að sunnan og var hann góður vinur minn, bæði fyrir þá við- kynningu og eins vegna þess, hve hændur hann var að mjer sem þriggja ára drengur, sumarið sem fyr er um getið. Hjá sjera Þorsteini var þá og bróður- dóttir hans, Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir. Hún var ung ekkja, og var hin skemtilegasta kona, gáfuð og vel að sjer. í þessum hóp varð jeg fljótt sem heima. Daginn eftir komu mína riðum við Halldór inn á fjarðarenda, en þar var Hvalveiðastöð mikil. Hana átti Berg sá, er lengi hafði verið á Vestfjörðum og var mjög mikilsvirtur maður. Hann var Islandsvinur hinn mesti og höfðingi mikill. Hann tók hið besta á móti okkur Halldóri, sýndi okkur stöðina og dvöld- um við þar lengi dags í miklu yfirlæti. Þar var hið skemtilegasta heimili; voru þær kona hans og dætur mjög vingjarnlegar, og var erfiðara að komast af stað en að koma. Enga samkomu hjelt jeg þar um kvöldið, en Berg kvaðst mundu koma með alla sína menn til kirkju næsta sunnudag. Löngu eftir dýrindis kvöld- verð lögðum við Halldór af stað heimleiðis og fórum hægt. Höfðum við margt um að tala og komum ekki heim fyr en á miðnætti. Síðan fór jeg næsta dag yfir að Asknesi. Þar var einnig mikil hvalveiðistöð. Eigandinn, Ellefsen, var ekki heima, jeg held í siglingu, en bróðursonur hans, Fridthjof Ellefsen, veitti stöðinni forstöðu. Þar voru ekki all-fáir íslendingar við vinnu, og þar á meðal nokkrir úr K. F. U. M. í Reykjavík. Sigurjón Jóns- son var þar, og urðu fagnaðarfundir með okkur. — Hinn ungi Ellefsen tók mjer kurteislega, og kvað mönnum sínum heimilt að fara til kirkju næsta sunnu- dag. Ekki man jeg hvort jeg hjelt þar samkomu um kvöldið eða ekki. Sunnudagurinn 13. ág. var einn merkilegasti dagur ferðar minnar, því þann dag átti fram að fara at- kvæðagreiðsla um endilangan Noreg um skilnaðarmál Norðmanna og Svía. Fjöldi Norðmanna kom til kirkj- unnar og var málefni þjóðar þeirra þeim ríkt í huga. Það hvíldi því mikil alvara yfir öllum. Jeg sveigði talið að þessu í ræðu minni, og einkum í fyrirbæn- inni, og ljetu margir Norðmenn mjer í ljós þakkir sínar á eftir. Berg bað mig um að koma næsta dag til sín og halda samkomu á Hvalveiðastöðinni. Var mjer það mjög ljúft, og reið þangað á hesti frá Þing- hól. Jeg var nú einn á ferðinni og fanst mjer vegur- inn ærið togandi, en gleymdi því, er þangað var komið; svo ljúfmannlega var mjer tekið. Berg hafði látið skreyta stórt herbergi á stöðinni, og var þar mjög vistlegur fundarsalur. Fyrirfólkið var alt viðstatt og fann jeg þar góða athygli,og varð þetta mjer ógleyman- leg stund. Jeg var þar um nóttina og var alt gert mjer til unaðar. Mjer fanst heimilið vera einkenni- lega íslenskt í anda. — Síðan hef jeg í Danmörk kynst dóttur Bergs, sem gift er í Randers; er það heimili mjer ávalt opið, bæði af því, að jeg er Islend- lendingur og vegna starfs þeirra hjóna að kristin- dómsmálum meðal æskulýðsins. Mjer til mikillar gleði kom sjera Þorsteinn heim áður en jeg fór af Mjóafirði, svo að jeg gat notið lítillar samveru við hann eftir alt það, sem fyrir mig hafði verið gert á heimili hans. Jeg heimsótti líka ýmsa gamla kunningja, frá gömlu dögunum, þar á firðinum, og jók það á nautn dvalarinnar. Frá Mjóafirði fór jeg gangandi yfir til Seyðisfjarðar. Jeg fór mína gömlu leið upp Brekkuskarð og kom niður að Hánefsstöðum; en því valdi jeg þá leið, að jeg vildi heimsækja frændfólk mitt þar. Var jeg þar í miklu yfirlæti, og vildi það fólk alt bera mig á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.