Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 54

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 54
54 ÓÐINN höndum sjer. Bjuggu þau þar Vilhjálmur Árnason frá Hofi og Björg, frænka mín, dóttir Sigurðar Stef- ánssonar, sem þar hafði áður búið. Drengirnir þeirra, einkum þeir elstu, hændust vel að mjer, og varð mjer dvölin þar einkar Ijúf. Niðri á Hánefsstaðaeyrum bjó systir Sigurðar, dóttir Stefáns í Stakkahlíð Gunnars- sonar, Arnbjörg; hún var þá ekkja og átti tvö börn, dreng og stúlku. Arnbjörg var mjög gáfuð kona og hafði jeg mikið yndi af að tala við hana um andleg mál, enda þótt við værum ekki vel sammála um alt. Hún fór seinna til Ameríku. Síðan hjelt jeg inn í Seyðisfjarðarkaupstað og ætlaði jeg mjer að dvelja þar all-langa stund, því þar var margt af Norðmönn- um, bæði í kaupstaðnum og víðar út með firði. — Mjer þótti leitt að Jóhannes sýslumaður ]óhannesson var ekki heima. Hann var á þingi. En Jósefína kona hans, dóttir Lárusar Blöndals sýslumanns, var mjer kær sem systir, frá Kornsárdögum mínum. Var jeg boðinn og velkominn á sýslumannssetrið, og hafði mikla unun af að leika mjer við Lárus litla, son þeirra hjóna. Hann var þá kornungur, og mjög skemtilegur. Jeg hjelt til á gistihúsi Kristjáns Hallgrímssonar þá stund, er jeg var inni í bænum. Eftirminnilegur er mjer einn af fyrstu dögunum, sem jeg dvaldi á Seyðisfirði. Þá kom þar skip inn, norskt seglskip. Hafði það laskast í hafi og komst nauðuglega inn á höfn. Jeg man óglögt þau atvik, er lágu til þess, og eigi heldur man jeg með vissu, hvert ferð skipsins var heitið. En á skipinu voru 4 hásetar fyrir utan yfirmenn; þar að auki voru 5 far- þegar, sem áttu að fara til Siglufjarðar. En er þessi skipshöfn kom í land, varð jeg til að leiðbeina þeim á ýmsan veg; höfðu þeir spurt, að jeg væri þar sem trúboði fyrir norska sjómenn, og leituðu þeir mig því uppi. Jeg fylgdi þeim á sýslumanns skrifstofuna og talaði máli þeirra hjá sýsluskrifara, sem þá fór með sýslumannsstörfin. Það var Árni Jóhannsson, síðar bankaritari. Ekki man jeg hvers þeir þurftu við. — Þennan dag var blíðskaparveður og skein sól í heiði. Skip kom þá að sunnan, mig minnir að það væri »Vesta«, og með henni voru ýmsir kunningjar. Jeg gekk einu sinni út á Búðareyri, þar, á óbygðu svæði milli Oldunnar og Búðareyrarinnar, rakst jeg á Norðmennina mína og voru þeir þar komnir í áflog og talsvert »blekaðir«. Jeg stilti til friðar og grensl- aðist eftir ágreiningi; fjekk jeg að vita, að þeim hafði lent saman, hásetum og farþegum, og báru þeir sakir hvorir á aðra. Hásetar sögðu farþegana vera mestu þorpara, sem á allri ferðinni hefðu beitt háseta mikl- um ójafnaði og yfirgangi. Farþegar báru á háseta líkar sakargiftir. Einn þeirra var særður í viðskiftun- um og hafði fengið svöðusár all-mikið í greip vinstri handar, milli þumalfingurs og vísifingurs. Blóðið lag- aði úr því. Jeg hafði með mjer sáraumbúðir nokkrar og bjó um hendina til bráðabirgðar. Meðan jeg var að þessu, bar þar að tvo menn. Þeir heilsuðu mjer og kendi jeg annan þeirra, en hinn var mjög nafn- kendur maður, prestur frá Noregi, sjera Stórjóhan að nafni. Hann var nokkuð hniginn að aldri en þó enn hinn röskasti. Hann hafði verið einn af frum- kvöðlum sjómannatrúboðsins í Noregi og mikill fram- kvæmdarmaður, ötull og óvæginn nokkuð í trúmálum, og næsta harðhentur á villum »nýju guðfræðinnar*. Jeg þekti hann vel af spurn og varð jeg feginn fundi okkar. Jeg skýrði honum frá deilumálum landa hans og las hann yfir þeim tekstann. Jeg sendi svo hinn særða á læknis fund til frekari viðgerðar. Það, sem eftir var dagsins, var jeg svo með sjera Stórjóhani og skýrði honum frá ferðum mínum o. s. frv. Um kvöldið skildum við með góðri vináttu, er hann fór áleiðis með skipi sínu. Hann hafði komið til íslands að kynna sjer kristilegt starf í landinu. — Næstu dag- ana átti jeg annríkt, því að Norðmennirnir ljetu mig aldrei í friði, og varð jeg þrisvar að fara út á. skip þeirra til þess að miðla málum milli skipstjóra og manna hans. Klastrað var eitthvað við skipið, svo að það gæti haldið til Siglufjarðar, en sjómennirnir voru tregir til að fara og sögðu, að það væri ósjófært og mesti manndrápsbolli. Hásetarnir heimtuðu að jeg rannsakaði skipið og úrskurðaði það ófært. Jeg sagði þeim, að jeg hefði alls ekkert vit á þessu, og hefði heldur ekkert vald til að kveða upp neinn dóm. En þeir jöguðust við mig sí og æ. Jeg sagði þeim einu sinni, að þeir gætu eins vel tekið til dæmis hann hjeppa þarna (og benti á hund er hljóp eftir götunni) eins og mig; það kæmi að sama gagni. Loksins bað skipstjóri mig að koma út á skip. Hann fór með mig í ýmsa afkima og rak hníf í viðina og spurði, hvort nokkuð væri fúinn viðurinn. Mjer fanst hann ágætur. Þar á efíir dró einn af hásetum mig með sjer fram í klefa þeirra hásetanna og rak hníf í viðinn og spurði, hvort mjer ekki sýndist, að þetta væri grautfúinn dallur. Jeg sagði, að svo mætti vel vera, en jeg bæri ekki skyn á slíkt. — Loksins lagði nú skipið af stað og varð jeg feginn að losna við alt þetta þjark, enda þótt mjer í aðra röndina þætti það hálfbroslegt og hafði gaman af. Nokkru seinna heyrði jeg, að það hefði komist með herkjum til Siglufjarðar. Jeg hjelt samkomur, íslenskar og norskar, bæði úti á Búðareyri og Vestdalseyri. Jeg fór eitt sinn út að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.