Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 25

Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 25
Ó Ð I N N 25 og var Köln ekki eftirbálur annara borga í Rínar- löndum með fagnaðarlætin. Eigi verður um það sagt með vissu, hver muni hafa gert frumuppdrættina að Kölnardómkirkju. Telja sumir líkur fyrir því, að Albertus Magnus muni hafa gert þá, en aðrir tilnefna »meistara Gerhard*, er var hinn fyrsti byggingameistari við kirkjusmíðina. En talið er víst, að sá, sem uppdrættina gerði, muni hafa verið vel kunnugur frönskum kirkjubyggingum. Eink- um eru talin áberandi skyldleikaeinkenni með hinni gömlu og frægu dómkirkju í Amiens í hjeraðinu Somme í Frakklandi og dómkirkjunni í Köln. »Meist- ari Gerhard« er dáinn fyrir 1279, og eftirmaður hans sem byggingameistari við kirkjusmíðina varð einhver »meistari Arnoid* (d. 1301), og tók sonur hans, »meistari ]óhannes« (d. 1330), við af honum, og lauk hann við að byggja kórinn, og vígði Heinrich erki- biskup frá Birneburg hann 27. sept. árið 1322, og var kórinn síðan notaður til guðsþjónustugerða og tíðasöngs, og voru þá helgir dómar vitringanna frá Austurlöndum fluttir þangað í hinu dýrmæta skríni ásamt ýrnsuin öðrum gersemum. Margt misjafnt hefur drifið á daga kirkjunnar, síð- an fyrst var farið að rota hana til guðsþjónustuhalds, og hefur hún verið saurguð og vanhelguð. Þrisvar sinnum hefur þurft að fjarlægja og fela hina ýmsu dýrgripi kirkjunnar, og þegar frönsku stjórnarbylting- armennirnir komu til Köln og höfðu náð borginni á sitt vald, gerðu þeir kirkjuna að fangelsi og hest- húsi. En ekkert hefur megnað að granda tign henn- ar og göfgi. Sandsteinninn, sem kirkjan er einkum bygð úr, er fluttur langan veg, bæði frá Eifelfjöllunum og úr Sjö- fjöllunum, eða fjöllunum sjö, sem Mjallhvít fór yfir. Er það milli 40 og 50 km., og hefur vafalaust verið erfitt verk og mörgum erfiðleikum bundið að flytja efnið þessa Iöngu leið. Viðhald kirkjunnar er öllum hlutaðeigendum hið mesta áhyggjuefni, því kostnað- urinn, sem er því samfara, er svo gífurlegur. Sand- steinninn er meyr og svo mótstöðulítill, að til stór- vandræða horfir, og vinnur því alt af mikill fjöldi manna að eftirliti og endurbótum á því, sem lagfæra þarf. Allar þessar viðgerðir eru framkvæmdar með stökustu vandvirkni og nákvæmni, og þess sem vendi- legast gætt, að stílsamræmið raskist ekki hið minsta. En viðhaldið er svo kostnaðarsamt, að komið hefur til orða, að ógerningur muni vera að halda því áfram. En ef sú skoðun kynni að verða ofan á, er tiltölulega skamt að bíða þess, að Kölnardómkirkjan, þetta fræga og glæsilega listaverk, muni hrynja í rústir. Sagt er, að einhverju sinni hafi útlendir ferðamenn komið upp í annan turninn á Kölnardómkirkju, og sáu þeir aldraðan mann, er var að höggva hinar feg- urstu myndir út í sandsteininn með vandvirknislegri alúð og nákvæmni, og spurðu þeir manninn, hví í ósköpunum hann væri að vanda sig við þetta verk, þar sem varla nokkur maður sæi það hvort eð væri. Maðurinn svaraði mjög hævesklega: »En guð sjer það«. Drógu útlendingarnir sig þá þögulir í hlje og fundu, að maðurinn hafði rjett fyrir sjer. Það er oft talað um það í innfjálgum vandlætingartón, hversu miklum auðæfum sje varið í hinar ýmsu kaþólsku kirkjubyggingar. En það er einmiít þessi sama hugs- un, sem alstaðar kemur fram, að guðshúsið beri að vanda eftir föngum, ekki fyrst og fremst til augna- gamans fyrir menn, heldur til dýrðar og vegsemdar drotni á hæðum. — Það var þessi hugsun, sem var þess megnug að lyfta hinum ótrúlegustu Grettistök- um á miðöldunum, þegar ráðist var í að byggja hinar dýrlegu kirkjur víðs vegar um lönd, sem nútímamenn virða fyrir sjer agndofa af hrifningu. Fyrir utan dómkirkjuna er mesti sægur af öðrum kirkjum í Köln; eru sumar þeirra allmerkar og myndu teljast fullsæmilegar, hvar sem væri; eiga þær marga góða og verðmikla gripi og langa og viðburðaríka sögu. En frægð og tign dómkirkjunnar hefur þokað þeim nokkuð til hliðar, svo flestir þeir ferðamenn, sem til borgarinnar koma, gefa þeim engan veruleg- an gaum. Skamt frá dómkirkjunni er hið mikla og stórfeng- lega mannvirki, Hohenzollern brúin. Hún er bygð á árunum 1907 — 1910. Er hún 417 metrar á lengd, og breiddin er heldur ekki neitt smáræði, sem marka má af því, að fjögur járnbrautarspor liggja þar hvert við hliðina á öðru, og auk þess er 16 metra breið akbraut yfir brúna. Tvær stórar og mikilfenglegar standmyndir eru við hvorn enda brúarinnar. Fyrir handan ána, fjær Köln, eru þeir Friðrik Vilhjálmur 4. Prússakonungur og Vilhjálmur 1. keisari. En Kölnar- megin eru þeir keisararnir: Friðrik 3. og Vilhjálmur 2. Ríða þeir allir geyst á glæsfum fákum og bera sig ærið mannalega. Fyrir utan Hohenzollern-brúna eru tvær aðrar brýr, sem liggja yfir Rín hjá Köln. Ráðhúsið í Köln er talið vera hin merkilegasta by99>n9- Er það frá 14. öld. En vegna stöðugra við- by99>n9a og breytinga er það ærið sundurleitt, og einkennileg blöndun af öllum mögulegum tegundum byggingarstíls. Hið innra er ráðhúsið sfórfenglegt og fagurt, stórir og skrautlegir salir, með máluðum og höggnum listaverkum úr þróunarsögu borgarinnar. Há-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.