Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 31

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 31
Ó Ð I N N 31 vorum, »er æva skyldi*. Frá þeim er orð þetta komið. Einhver hefur rekist á það í fornriti eða orðabókum, en misskilið það herfilega og leitt það síðan afbakað og rangskilið inn í daglegt mál og ritmál. Ef vjer athugum orð þetta í fornritum og notkun þess þar, þá sjáum vjer, að það er jafnan notað forsetningar- laust, en með ákveðnum greini og kemur aldrei fyrir í öðru falli en þágufalli. I fornritum er það notað í merkingunni: síðast, sem er þveröfugt við það, er nú er það látið merkja: innan skamms. Orðmyndin: »næst- unni« er mjög fátíð í fornum ritum og kemur þar nær því aldrei fyrir. ]eg hef að eins rekist á hana á einum stað. Sá staður er í Helga þætti Þórissonar, er fylgir sögu Ólafs konungs Tryggvasonar hinni meiri, og hljóðar svo: »En því fóru vér svá skjótt í brott næstunni, at þeir Orímar höfðu eigi náttúru til at drekka þann drykk, er þér létut signa« (nfl. Ólafur konungur). Eins og áður er sagt, er engin forsetning höfð hjer með umræddu orði, og er það notað sem at- viksorð (adverbium). Hver maður með fullri greind sjer og þegar, að á tilvitnuðum stað hjer að ofan er merkingin = síðast, en ekki = bráðlega, innan skamms. Sje orðmynd þessi »næstunni« og notkun hennar athuguð nánar, þá kemur það þegar í ljós, að hún er svo sjerstæð, afkáraleg og óvenjuleg, að óðar fær maður grun um, að orðið sje afbakað og fært úr lagi, annaðhvort fyrir rangritun í handriti eða sakir rangs lestrar úr handriti. Nú vill svo vel til, að atviksorðið næstum er nákvæmlega sömu merkingar (= síðast), vantar að eins tvo örlitla drætti eða smástrik í endann, til þess nákvæmlega að verða sama orðið, og er að lokum það orðið, sem langoftast er notað í merking- unni: síðast, í fornum ritum og líkri orðaskipan. ]eg færi hjer að eins tvö dæmi af ótal máli mínu til sönnunar. Önnur tilvitnunin er tekin úr Njálu, en hin úr Eglu. Er Qunnar frá Hlíðarenda biður Höskuld um Hallgerði langbrók til kvonfangs, og er hann spyr hann, hverju hann muni svara, lætur Njála Höskuld mæla: »VeI, ef þér er þat athugat, en svá skildu vit næstum, at mörgum myndi þat þykkja líklegt, at hér myndi ekki samband verða«. Sbr. Njála, kap. 33, bls. 74, Rvík 1894. í Egilssögu Skallagrímssonar er Eiríkur konungur blóðöx látinn mæla til Egils þessum orðum, er þeir hittast í ]órvík suður: »Hví vartu svá djarfr, Egill, at þú þorðir at fara á fund minn? Leystist þú svá heðan næstum, at þér var engi ván lífs af mér«. Sbr. Nordalsútg. kap. 59, bls. 179, Rvík 1933. Á báðum þessum tilvitnuðu stöðum er orðið næst- um atviksorð. Það er myndað á sama hátt og atviks- orðin: forðum, lengstum og bráðum og merkir: seinast. ]eg hef þá leitt nægileg rök að því, að minsta kosti hinar sterkustu líkur, að orðmyndin næsta (sem nafnorð), í þágufalli næstunni, sje annaðhvort ritvilla á atviksorðinu næstum eða rangur lestur úr óglöggu hándriti á því orði. Fornir sagnaritarar leyfðu sjer eigi að brjóta lög tungu sinnar. Engir gættu laga málsins betur en þeir, og engir hafa ritað fegurra, hreinna og snjallara mál en þeir. Hvernig átti þeim að koma sú fjarstæða og firra í hug að mynda nafn- orð af hástigi eins lýsingarorðs, en annara ekki ? Nafnorðið næsta er því ekki til í fornum bókment- um og er rjettlaust með öllu. Þá er að minnast lítið eitt á orðmyndina „nýverið“. Nú er tekið að nota hana sem atviksorð í merking- unni nýlega, fyrir skömmu. Verið er hluttaksorð liðins tíma, sem fyr er sagt, með ný- skeytt framan við. Þótt það sje óvenjulegt að snúa hluttaksorðum og sagnbótum í atviksorð, þá er það þó ekki eins frá- leitt og hitt, því atviksorð eru mynduð á svo margan hátt. Þetta er að vísu álappaleg, en meinlítil sjerviska, er ekki verður þó sagt um, að þverbrjóti beint lög tungu vorrar, en ólíkt er hið forna og góða atviks- orð nýlega eða fyrir skömmu viðkunnanlegra og mýkra á tungu. Enn fremur verða úr því »undur og skrípi«, ef það er látið stangast við sjálft sig í setn- ingu, eins og t. d. þessari: ]eg hef nýverið verið í Reykjavík. Látum því báðar þessar orðmyndanir róla fyrir ætternisstapa og safnast þaðan til feðra sinna. »Þat mun vera maklegast, at fari alt saman, karl ok kýll«. Óskum þessum skrípaorðmyndum og öðrum af líku tægi sömu endalyktar og víkingarnir óskuðu Önundi trjefæti forðum: »Tröll hafi trjefót allan, tröllin steypi þeim öllum«. Kæru landar! Verndum tungu vora gegn spillingu, engu miður en forfeður vorir. Aldrei hef jeg fundið til þess ljósara en nú, er jeg dvel með erlendri þjóð, hve mál vort ber af öðrum tungum. Þegar vjer höf- um fjarlægst fósturjörð vora, munum vjer skýrast sjá, hve heitt vjer unnum henni, og hve móðurmálið vort góða, hið mjúka og ríka er yndislega fagurt. Ef vjer verndum það vel, munu Frónbúar um aldaraðir geta tekið undir með ]ónasi: »Orð áttu enn eins og forð- um oss yndið að veita*. Flekkjafirði á Ögðum 27. mars 1936. Hallgr. Thorlacius. (D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.