Óðinn - 01.01.1936, Side 38

Óðinn - 01.01.1936, Side 38
38 Ó Ð I N N Jeg vildi ekki og stóð innarlega í ganginum, a’llur fannbarinn. Flygenring kvaðst þá skyldi sækja brjefin og á meðan talaði jeg við frúna og var að sannfæra hana um að mjer væri óhætt, jeg gæti ekki vilst. Svo kom Flygenring og sagði við konu sína: »Farðu nú upp og búðu um gestarúmið. Jeg hef aflæst öll- um dyrum, svo að hann getur ekki sloppið út«. Svo sagði frúin, að hún mundi ekki festa blund, ef jeg færi út í þetta veður. Ljet jeg þá undan og var þar nóttina og langt fram á næsta dag í besta yfirlæti. — Þetta var eina nóttin, sem jeg gisti í Hafnarfirði á þeim árum. — Jeg hafði mikið yndi af að koma til Og- mundar Sigurðssonar, skólasfjóra, og var hús hans mjer ávalt opið. Það var bæði lærdómsríkt og skemti- legt að siíja á tali við hann, því hann var vel að sjer í bókmentum, og fór jeg aldrei þaðan svo, að jeg lærði ekki eitthvað. Voru þau hjón mjer bæði afar- góð og vildu alt fyrir mig gera. Jeg hafði svo góðan fíma til þess að heimsækja fólk á mánudögunum, þar sem jeg hafði ekkert að gera funda milli, frá kl. 1 fil kl. 8. — Hjónin í húsinu, þar sem jeg leigði, Jón Lauga og Ingveldur kona hans, reyndust mjer framúr- skarandi vel, og varð Jón seinna fjelagsmaður og velgerðamaður fjelagsins á marga lund. Sumurin 1912 og 1913 voru mjer einnig sjerlega unaðsleg. Jeg tók mikinn þátt í knattspyrnustarfinu; hafði tvö fjelög, »Val« og »Hvat«, í Reykjavík, og var á flestum æfingum, og ungt fjelag í Hafnarfirði. Það kom mjer í góðar þarfir, að jeg var þá fyrir skömmu (1910) búinn að læra að nota reiðhjól; hafði mjer verið gefið ágætis reiðhjól og varð það mjer bæði til gagns og skemtunar. Jeg fór einu sinni á því austur að Þjórsá, til þess að sjá ána og brúna. Jeg gisfi þá á Eyrarbakka hjá Guðmundi Guðmundssyni og Ragnheiði, vinkonu minni frá Kornsá, dóttur Lár- usar Blöndal. Þótti mjer skemtilegt að sjá allan drengjahópinn þeirra. Þó þótti mjer á vanta, að elsti sonur þeirra, Björn, var í sveit, en hann hafði jeg ekki sjeð síðan hann var barn, eins og getið er um áður. — A útmánuðunum 1912 varð jeg þess var, að nokkrir piltar voru farnir að æfa sig í að leika á lúðra; voru það sumir áhugamestu piltarnir í knatt- spyrnumálinu og öðrum framfaramálum fjelagsins. Jeg fjekk þá, sem áhuga höfðu fyrir þessari list, til að sameina sig í flokk og hafa reglulegar æfingar, og varð þeíta úr, og fengum vjer Hallgrím Þorsteinsson fil þess að kenna. Lagði hann við það mikla alúð. Hljóðfæri voru útveguð, en sum þeirra voru skrifli og sitt úr hverri áftinni. Svo var fjelagið stofnað á háfíðarfundi á sumardaginn fyrsta, og kallað »Sumar- gjöfin«. Á fundinum ljeku þeir tvö lög, sem þeir höfðu best æft. Var nú þar á eftir gengið með kappi og áhuga að æfingunum. Mjer fanst, að framför flokksins mundi hindrast, ef hljóðfæri væru Ijeleg, og rjeðist í að panta um 20 hljóðfæri frá Þýskalandi, og kostuðu þau um 1000 krónur. Jeg fjekk bankalán til þess að borga þessi hljóðfæri, og gerði við bankann þann samning, að á hverjum mánuði yrðu borgaðar 50 kr., en það var hin mánaðarlega afmælisgjöf mín. Annað- ist Júlíus Árnason þá innborgun, fór með peningana þangað, í staðinn fyrir til mín, þann 25. í hverjum mánuði, því að jeg þorði ekki að fá þá sjálfur í hendur, af ótta fyrir því, að þeir eyddust þá í annað, og þannig fann jeg ekki til þyngsla skuldarinnar. — Mikill var nú fögnuðurinn, er þessi ágælu hljóðfæri voru lögð fram og æfingar með þeim byrjuðu. Varð flokkurinn síðar til gagns og skemtunar í fjelaginu á marga lund. Á útmánuðum vetrarins 1913 var hið mesta fjör í fjelagsstarfinu í öllum deildum; hinir yngri menn úr Unglingadeildinni færðu líf og fjör með sjer inn í aðalfjelagið (A D) og fundir voru vel sóttir, unglinga- deildin var í blóma og yngsta deildin ætlaði að sprengja stóra salinn. Var það að þakka fjörmiklu starfi »Úr- valsins*. Þorvaldur bóksali Guðmundsson flutti oft sína skemtilegu og fróðlegu fyrirlestra, og mikið var af ýmsum sjerfundum, bæði meðal ýmissa stjetta og í sjerstökum starfsgreinum fjelagsins. Islendingasög- urnar voru mikið lesnar og oft talað um þau efni. Svo fór að koma til tals meðal »ÚrvaIsins« og pilta, sem voru sjerlega handgengnir því, að stofna sjerstaka grein fyrir drengi, og líkja eftir »Frivillig Drenge- forbund* í Danmörku og skátahreyfingunni á Eng- Iandi, en byggja það starf á föstum kristilegum og þjóðlegum grundvelli. Jeg hjelt erindi um þetfa um páskaleytið í U D og lýsti hugsjónum mínum; vakn- aði þá svo mikill áhugi fyrir þessu, að hreyfingunni varð ekki haldið í skefjum, og var samt í mjer eins og einhver hrollur og kvíði, að leggja út í það. En hinir yngri starfsbræður mínir voru fullir af áhuga og hrundu málinu fram. Var nú farið að undirbúa alt til stofnunar þessari grein. Konur úr K. F. U. K. sátu við að búa til bún- inga. Þeir voru sniðnir eftir fornaldar sniði, en gæta varð þess samt, að þeir yrðu svo ódýrir sem kostur var á. Það var blár kyrtill eða stakkur, með hvítum brydd- ingum og belti fyrir rýting, þar yfir rauð skikkja, með hvítu loðhlaði og krækju uppi í hálsmálinu með spennu. Á höfði var hjálmhúfa rauð og blá, með hvítum skúf framan í, og var hún í laginu sem bátur

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.