Óðinn - 01.01.1936, Page 52

Óðinn - 01.01.1936, Page 52
52 Ó Ð I N N Vatneyrar-feðgar, Ólafur Bjarni Jóhannesson, konsúll, og Kristinn Ó. Jóhannesson á Patreksfirði. In memoriam. Vantar nú í vinahóp, völt er lífsins glíma, þann, er yndi’ og unað skóp oss fyrir skemstum tíma. Þannig kvað Malthías um vin sinn, Hristján skáld jónsson, látinn. Sömu tómleikatilfinninguna finn jeg í hjarta, er jeg hugsa til vinar míns, Ólafs Jóhannes- sonar, sem fyrir skemstu hló og fagnaði með oss hjer. Sætið er autt, en jeg sje hann í anda, glaðan og fyndinn og geislandi lífi. — ]eg sje hann brosa, hinn siifurhærða. Það er gáski í rómnum, en augun leiftra, ljós og snör. Þau geyma enn ofurhita æskunnar og eldmóð hugsjónamannsins. Og alt fer þetta svo vel undir hinum hvítu hárum. Handtakið er hlýtt og fast, og það, ásamt kveðjuorðunum »blessaður og sigursælU, skilur eftir eitthvað það, sem ekki gleymist. Giaður með glöðum, en hryggur með hryggum, svo var hann jafnan, en þó aldrei æðrufullur nje kvíðandi, heidur öruggur og stiitur, eins og sá, er veit sig studd- an því valdi, sem engum bregst, er á það trúir. Við- kvæmur sem blóm; ákafur og örgeðja, en sáttfús eins og saklaust barn, ef honum fanst hann hafa sært ein- hvern eða stygt. Þannig kom hann mjer fyrir sjónir. Óvin gat hann ekki hugsað til að eiga daglangt, ef hann fann að hann átti sjálfur sök í óvildinni, og það mun ósjaldan hafa komið fyrir, að hann símaði eða sendi þegar í stað eftir þeim, er honum hafði sinnast við, til að jafna alla misklíð. Og það, sem einu sinni var jafnað, var ekki vakið upp aftur. Það var gleymt. Og þá var fögnuður í rómnum og hlýja í handtakinu, er sættir voru fengnar. Hann var vinur tryggur þeim, er hann batt vináttu við, en þungur á báru hinum, er að ósekju sýndu honum ójöfnuð eða rangsleitni. En þó ætla jeg, að hann hefði orðið fyrsti maður til að rjetta öfundar- og mótgerða- manni sínum hjálparhönd, hefði hann vitað hann líða. Viðkvæmara hjarta en hans hef jeg ekki þekt til þessa. Hann þoldi ekki að vita, að nokkrum liði illa. Mátti ekkert aumt sjá. Þessu lík er myndin, sem minningin geymir um hann. Svona reyndist mjer hann vera, er jeg kyntist honum fyrst, og svona var hann, er hann kvaddi mig síðast. I. Ólafur Bjarni ]óhannesson var fæddur að Sveins- eyri í Tálknafirði 8. dag nóvembermán. 1867, sonur hjónanna ]óhannesar Þorgrímssonar, dannebrogs- manns, ]ónssonar á Kvígyndisfelli, Þórðarsonar, og þriðju konu hans, Kristínar Bjarnadóttur, Ingimundar- sonar á Kvígyndisfelli. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum á Sveinseyri. Bar snemma á góðum gáfum hjá honum og var hon- um komið fyrir til náms hjá sjera Ólafi ]ohnsen, pró- fasti á Stað á Reykjanesi. Var hann þá á barnsaldri, 10 — 11 ára. Síðar var honum komið til sjera Lárusar Benediktssonar í Selárdal. Var hann þá innan við fermíngu. Hjá honum lærði hann undir skóla. Var það meining foreldra hans, að hann læsi síðar guð- fræði og gerðist prestur. Gekk hann inn í Latínu- skólann árið 1884, en hætti námi effir fjögra ára skólaveru. Bar á því þegar í skóla, eins og líka síðar reynd- ist, að á mannfundum öllum var hann »hrókur alls fagnaðar*. Þar gat aldrei úlfúð nje önuglyndi þrifist, sem Ólafur var nærri. Hann var gleðinnar barn til hinsta dags. Hvar sem hann kom, var sem Ijetti yfir, því að hann var fyndinn og skemtinn með afbrigðum. ]afnvel fram á fullorðinsár var hann fullur ærsla þeirra, er æskunni tilheyra aðallega. En öll var gaman- semi hans græskulaus. Og hann var ávalt heill í gleði sinni. Man jeg hve hjartanlega hann söng þessar lat- nesku ljóðlínur: „E, e, e. Ite, miseriae. Ite, miseriae. Tempus est laetitiae" o. s. frv. Þrátt fyrir gleði sína var hann þó fullkominn al- vörumaður. Hann komst ekki hjá því, frekar en aðrir, að horfa á hinar alvarlegu hliðar lífsins, enda þótt hann, alla æfi, mætti heita gæfumaður. Þau ár, sem hann var í skóla, vann hann á sumr- um hjá Sigurði Bachmann, kaupmanni á Vatneyri. Vann hann öll algeng búðarmannastörf, jafnt pakkhús- vinnu sem skrifstofustörf. Vandist hann þannig snemma á alian rekstur og gang víðtækrar sveitaverslunar, því að viðskiftin á Vatneyri voru þá aðallega við sveita- menn, með því að kauptúnið, Patreksfjörður, hafði að eins fáa íbúa, og auk þess var önnur verslun þá á staðnum, Geirseyrarverslun, sem mikil skifti voru við. Einnig var allmikil verslun við frakkneska fiski- menn, sem komu þá á Patreksfjörð, á fjölda mörgum skútum, árlega. Gafst þá verslunarmönnum gott tæki- færi til að æfa frönsku-kunnáttu sína. Enda var það svo í þann tíð, að margir alþýðumanna á Vestfjörðum gátu talað frönsku og skilið Frakka.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.