Reykjavík - 19.08.1904, Blaðsíða 3
147
N° 10
REYNIÐ
N° 10
N° 10
N° 10
B5 m wmsm
og þér munuð eigi vilja aðra tegund.
Selt hjá öllum helztu kauþmönnum á íslandi
og um allan heim.
===== N° 10 ======
N° 10
í hvert sinn; en nýverið kom bátur-
inn til Stykkishólms og með honum
m. a. farþegi 26 ára gamall (er vænt-
anl. hefði átt að geta fengið misling-
ana, er þeir gengu síðast); hann fór
áleiðis til Dalasýsiu, en lagðist veik-
nr í mislingum, er hann kom á
Skarðströndina. Auðvitað var hann
einangraður þegar i stað; en
óvíst er enn, hvort hann hefir sýkt
nokkurn í Stykkishólmi eða á ferð-
inni þaðan.
r Firðrita-málið.
„Hefði ísland [verið sambandsland
Noregs nú, í staðinn fyrir Danmerk-
ur, þá stæði það nú í firðrita-sam-
bandi við umheiminn“, ritaði Bjern-
stjerne Bjornsson í bréfi til ritstj.
|>essa blaðs sumarið 1870.
Nú eru 84 ár síðan, og vér erum
lirðritalausir enn í dag.
Bjemson gat þess þá í bréfinu,
að Noregsstjórn hefði lagt íirðrita
(télegraf) norður á landsenda, og að
engum manni dytti í hug að ætlast
til að tekjurnar af honum borguðu
nokkru sinni kostnaðinn. „Bn til
þess ætlumst vér, að flskveiðar vor-
ar hafi áilega það gagn af firðritan-
um, að margfaldlega svari kostnað
inum.“
Og það hefir ræzt.
Það er óhætt að segja, að vart
muni annað mál á dagskrá nú, er
meiri þýðingu hefir fyrir atvinnuvegi
®g efnalega framför þessa lands, en
firðrita-málið. Það hefir lengi verið
á döfinni, en harðla lítið verið gert
af hálfu landstjórnar vorrar, til að
hrinda þvi áleiðis, fyr en nú að vér
fengum innlenda stjórn.
í 20 — 30 ár, sem mál þetta hefir
verið á döfinni, má segja, að því hafi
varía þokað hænufeti nær takmarki
sínu.
En eftir að hr. Hannes Hafstein
hefir verið við völd eitt missiri, er
máiið komið í það horf, aö telja má
■nokkurneginn víst,, að vér fáum né
firðritasamband við ídVónd, og öll
likindi áj að byrjaö verði á lagning-
unni þegar nœsta ár — án frekara
fjárframlags af íslands hendi, en ráð
hefir verið fyrir gert, og án þess að
fyrirtœhiö veröi háð því, sem hing-
að til hefir einlægt ráðgert, verið,
aö þaö jái nokkurn styrk jrá neinni
ntanríkisþjóð.
Takist þetta, sem nú er ófyrirsjá-
anlegt að bregðist, þá má fullyrða,
að þótt hr. Hannes Hafstein hefði
©kki átt, sem hann þó vitanlega hefir
átt, mestan og beztan þáttinn í að
afla oss þeirrar heimastjórnar, sem
nú er fengin, og þótt ekkert iægi
eftir hann sem ráðherra, er hann
fer frá völdum, annað en þetta eina,
þá væri það ærið nóg eitt sér, til þess
að ávinna honum ævinlega þökk
þjóðarinnar og halda nafni hans uppi
í sögu vorri.
Yér skulum nú víkja stuttlega að
sögu þessa máls og skýra frá, hversu
þvi horfir nú við. Því að fyrir góð-
vild ráðherrans höfum vér átt kost
á að kynna oss málavöxtu alla.
Yér skulum hér alveg ganga fram
hjá fyrstu bollaleggingum um firð-
rita tii íslands (Cyrus Field, McClin-
tock), þar sem ísland var auka-at-
riðí, millistöð ein hugsuð í lengra
firðrita-sambandi (álfanna milli). Vér
viijum byrja með því, er hugsað er
til að leggja hingað firðrita sakir
landsins sjálfs.
Það er þá 1880 — 82 að Tietgen
etazráð, formaður fyrir „Store Nor-
diske TelegrapJi-Selskab“ („St. N. “),
meðfram víst eftir hvötum frá veð-
urfræðis-stofnuninni dönsku, fer að
gera tilraun til að koma íslandi í
firðrita-samband við umheiminn. Þá
fer hann þess á leit við ýmsar þjóð-
ir, að þær leggi samtals £ 20,000
(= 360,000 kr.) árlega til fyrirtæk-
isins í 20 ár. Af þessari upphæð
var Danmörk ætlað að ieggja fram
54,000 kr. árlega. Bretastjórn neit-
aði þegar fyrir sitt leyti allri hlut-
töku (en henni var ætlað einna hæst
tiliag útlendra þjóða); frá öðruni þjóð-
um komu engar undirtektir, og við
það féll málið í dá að sinni. „St.
N.“ virðist þá helzt hafa haft í huga,
að fá stjórnir landanna til að leggja
fram svo mikið fé, að félagið þyrfti
í raun réttri litlu sem engu til að
kosta.
Svo liggur máiið í salti, þar til
alþingi skorar á stjórnina 1891 og
1893 að reyna að gera eitthvað til
að koma íslandi í firðrita-samband
við umheiminn. Þetta er fyrsta
sinni, sem nokkur tilraun kemur frá
íslandi sjálfu til að hreyfa við mál-
inu.
En vor danska stjórn leitaðist
hvergi fyrir, nema hjá „St. N.“, og
er sem henni hafi þótt óhæfa að
neinir aðrir en Danir ættu við þetta
fyrirtæki. „St. N.“ þóttist þá ekki
sjá sér fært að gera neitt í því.
Af þessum málaleitunum alþingis
mun það að likindum hafa leitt, að
at.hygli á málinu vaknar í útlöndum,
svo að 1895 sækir enskur maður
um einkaleyfi til Danastjórnar, til
að leggja hingað firðrita. Stjórnin
snýr sér undir eins til „St. N.“,sem
þá „fer að hugsa málið á ný.“ „St.
N.“ lætur stjórnina vita, að sakir
fyrri undirbúnings (!) og svo fyrir
þjóðernisins sakir (!) þykist það standa
næst að fá einkaleyfi þetta. Svo
kemur málið svona undirbúið fyrir
aiþingi 1897. Þingið veitir þá (í
fjárl. f. 1898-99) 35,000 kr. á ári
sem fyrstu árstillög af 20 ára jafn-
stórum árs-tillögum. Og danska rík-
isþingið veitir 1898 54,000 kr. árs-
tillag (1. af 20 jafnstórum) til fyrir-
tækisins. Við þetta hvarf Englend-
ingurinn úr sögunni með sitt tilboð,
og svo lognaðist málið út af á ný,
því að þegar búið var að bola Bret-
anum frá, þá sá „St. N.“ sér ekki
fært að gera neitt; því að það hafði þá
ætiað (eins og áður) upp á tillög frá
öðrum ríkjum, sem auðvitað vóru
enn jafn-ófáanleg sem fyrri.
En svo kemur Marconi-uppfundning-
in til sögunnar. Hún verður þess
valdandi, að þá er alþingi endurtekur
fjárveiting sína til firðrita, þá orðar
það hana svo, að hún geti eins veitt
orðið fyrir loftritasamband eins og
fyrir sæsíma.
Ekki verður þó vart við neina
hreyfing hjá „St. N.“, fyrri en þeir
Arntzen og Warburg fara að mynda
danskt Marconi-félag, er kaupi réttinn
til að koma á loftritun milli íslands
og útlanda af Marconi-félaginu í
Lundúnum, og sækja til dönsku stjórn-
arinnar um einkaleyfi til firðritasam-
bands við ísland.
Þess rná geta hér, að Danastjórn
kveðst „ávalt hafa gengið að þvi
vísu, að fyrirtæki þetta væri ekki
sérstakt íslenzkt mál, heldur sam-
eiginlegt, mál íslands og Danmerkur,
og að leyfið yrði því veitt af innan-
ríkis-ráðgjafanum, eða nú af ráðgjafa
allsherjar starfsmála“. Mun þetta
vera bygt á því, að fyrirtækið er
hugsað að styðjist við fjárframlög frá
báðum löndunum, og þó meira frá
Danmörku. En auðvitað dettur Dana-
stjórn ekki í hug að gera neitt í
málinu nú nema með fullu samþykki
frá íslands hálfu. — Hitt er annað
mál, að gæti og vildi ísland koma á
firðritasambandi við önnur lönd án
tillags frá Danmörku, þá yrði það
víst einvörðungu íslenzkt mál. Þó
yrði stjórn vor að nota meðalgöngu
utanríkisráðgjafa Danaveldis, ef semja
þyrfti við útlend ríki á einhvern hátt
(t. d. við Bretastjórn um áleiðis-send-
ing ísl. loftritsskeyta).
En þeir Arntzen og Warburg gátu
ekki fullnægt þeim skilyrðum, sem
einkaleyfis-veiting hlaut eðlilega að
vera bundin. Þeir gátu ekJci skuld-
bundið sig til að koma fyrvrtœkinu
í framkvœmd. Þeir œtluðu að rnynda
hlutafélag, en sögðu framkvæmdir
undir því komnar, að þeim tækist
að fá fjárframlag frá öðrum útlend-
um ríkjum. En þetta var „St. N.“
búið að fullreyna að var ókleift.
Svo leysist þetta danska Marconi-
félag sundur aftur.
En svo er stjórnarskrárbreytingin
staðfest og vér fáum íslenzkan ráð-
herra hér í landinu.
Þá hefjast bréfaskriftir milli stjórn-
arráðsins hér og Marconi-félagsins í
Lundúnum — fyrirspurnir á aðra hlið,
upplýsingar og tilboð á hinn.
Þess má geta., að Marcoui fél isrið
heldur nú uppi stöðugum loftskeyra-
sendingum (fyrir hvern, sem vill,
fyrir borgun) milli Cape Breton í
Canada og Cape Cod í Bandaríkjun-
um, en þar er 800 enskra mílna
fjarlægð á milli (300 yfir land, 500
yfir haf), og er það munum meiri
fjarlægð, en til íslands. Yfir höfuð
mun næg reynsla fyrir því, að fé-
lagið getur unnið örugt og stöðugt
á stærri fjarlægðum, en hér þarl á
að halda.
En kjör Marconi-félagsins, sem það
hefir boðið, eru í stuttu máli þessi,
ef það komi á fii ðritasambandi milli
íslands og Bretlands: 14 ára einka-
rétt; £ 20,740 (= 373,320 kr.) eitt
skifti fyrir öll og £ 2000 (= 36^000
kr.) árlega. Fyrri upphæðin fyrir að
reisa áhöld og stöðvar og halda þeim
við. Síðari upphæðin uppfundning-
argjald (royalty). — Fyrir að leggja
til menn til að reka starfið, 8 stund-
ir á dag, vill fél. fá £ 1200 (21,600
kr.) á ári; en landssjóður eignist all-
ar tekjur og ráði því einn orðsend-
inga-gjaldi.
Fél. vildi helzt að sambandið yfir
land yrði lagt með þræði (síma).
Kvað sig skorta reynslu í landi með
fjöllum og frorti, til að geta gefið
áætlun um kostnað við loftritun. En
kvaðst fúst að gefa nægar tilraunir,
ef það fengi 36,000 kr. styrk til
þeirra, og koma svo fram með á-
kveðin tilboð. En yrði loftstöð fyrst
sett í Reykjavík, kvaðst það geta gert
nægilegar tilraunir á landi fyrir að
eins 2700 kr. styrk.
Nú fórog „St. N.“ aðvakna. Ráð-
herrann leitaði og tilboða frá því
fyrir milligöngu danska ráðaneytis-
ins), og gekk nú alt liðugra á þá
hönd. Er eigi ólíklegt að það hafi
haft góð áhrif, er „St. N.“ vissi, að
ráðherra íslands var jafnframt í mála-
leitunum við Marconi-félagið í Lund-
únum. Nokkuð er það, að 30. Marz