Alþýðublaðið - 19.04.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.04.1921, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Barnadagurinn Sumardaginn íyrsta. * Kl. 12Vz. Skrúðganga úr Barnaskólagarðinum ofan á Aust- urvöll, HornabUstur og Ræða. Kl. 2l/2. Nýja bíó: Hljóðfærasláttur, Söngur, Fyrirlestur. Kl. 5. Iðnó: LeiUfimi, Upplestur, Listdanz, Barnaleikur. Kl. ZV2—11. Goodtemplarahúsið: Barnadanzleikur. Aðgöngumiðar seldir í Bákaverzlunum frá því í dag. hafði hann áður notað hana. Sama er að segja um það, sem hann sagði um sjálfan sig, við víkjandi atorku sinni, það hefir hann sagt í hverjum fyrirlestri, sem hann hefir haldið. En Guðm hugsar kannske sem svo, að góð vísa sé aldrei of oft kveðin, það er að segja, meðan menn nenna að hlusta á hana. K. fýlyndi og ræfllsháttnr í meira lagi, má það teljast, þegar þeir menn, sem sjálfir vinna fyrir kaupi, taka málstað atvinnurek- enda gegn verkalýðnum. Það er skiljanlegt að atvinnurekendur Sjálfir haldi fram sínum málstað, þó rangur sé. En hinir hafa enga afsökun. Járnslá og hengilás var I dag fyrir húsinu, þar sem auglýst hafði verið að væri skrifstofa Þjóðhjálparinnar sáluðu. Það á víst enginn að fá að sjá náinn. Fyrirlestur Guðm. Friðjóns sonar var afarilla sóttur í gær- kvöldi. Hvaða þjóð! Hvaða þjóð var það, sem Þjóðhjálpin sálaða átti að hjálpa? Hún átti að hjálpa einstaka útgerðarmanni, sem ekki tfmdi ' að borga verkamönnum rétt kaup fyrir eítirvinnu, eftir þvi sem félagið hafði sett taxtann, svo eftir því eru það þessir fáu útgérðarmenn, sem efu þjóðin, sem hjálpa átti. En hvað heitir þessi nýja þjóð? íslenzka þjóðin er það ekki, því almenningur er íslenzka þjóðin. En hvað heitir hún þessi nýja þjóð? Hvað kalla þeir hana sjálfir þessi ofurmenni, sem eru svo miklir, að þeir telja sig ekki til ísl. þjóðarinnar? Norshur togari kom hingað í fyrradag. Á hann að stunda hér veiðar, en óvíst um hvar hann leggur aflan upp. Skipshöfnin verður að mestu leyti íslenzk og skipstjórinn er Gunnlaugur IHuga- son. Togarinn er nýr og smfð- aður í Englandi. Suðurland fer á morgun til Vestfjarða. Figkiskipin. í gær komu Egill Skallagrímsson með 114 föt. í morgun Ingólfur með 150 Kári með 73 og Belgaum með 124 föt. Jón forseti kom í morgun með ágætan afla Draupnir kom í gær morgun með 85 föt. Til Hafnarfjarðar kom .Menja" í gær eftir rúmlega 4 daga úti vist með 63 föt og bilaða vindu. Einnig kom Vínland með á- gætan afla. E.s. ísland fer á morgun vest ur og' norður nm land og svo til útlanda. Hjálparstöð Hjúkrunarfélagsins Likn er opin sem hér segir: Mánudaga. . . kl. n—12 f. h. Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. h. Miðvikudaga . . — 3 — 4 e. h. Föstudaga.... — 5 •— 6 e. h. Laugardaga ... — 3 — 4 e. h. Til Mog’ga. Þegar eg Ias í. .Mogga": ,Al- þýðuleiðtogarnir kúga verka• menn?“, þá duttu mér þessar ljóðlfnur í huga: Eitt er djúp, sem ekki er hægt að brúa, „auðugra og snauðra, milli búa", mammonsgreipar gulli saman hrúga, greinum „Mogga* enginn skyldi trúa, ber þar mest á megnum andans- fúa, mjög er honum stundum gjarnt að Ijúga, margir vilja öllu 'öfugt snúa ef þeim ekki sjálfum tekst að Mga. Knútur hertogi. Hjólhestar gljábrendir 02 nikkel- húðaðir í Fálkanum. Menn, komið beint í verzl- unina Von og fáið ykkur skorið tóbak, vindil f munninn, sigareitu, skro eða sælpæti. Konur, komið einnig og fáið ykkur kaffi í könn- una, Konsum-súkkulaði, rúgmjöl, haframjöl, hrísgrjón, sðgógrjón, kartöflumjöl, kartöflur, salt, lauk, þurkaðan saltfisk, hangikjöt, smjör, saltkjöt, tólg, rikiing og harðfisk. Mæður, munið að hafa hugfast að spara saman aura fyrir lýsi handa börnunum ykkar, svo þau verði hraust. — Eitthvað fyrir aila. — Komið því og reynið viðskiftin í Von. Vinsaml. Gunnar S. Sigurðss. Fundur í bifreiðarstj.félaginu „Br ú ” 21, apríl kl. 7lþ e. h. í Alþýðufélagshúsinu. Nýir meðlimir gefi sig fram. Stjórnin. »Fanney« viija öll börn eiga. verður haldinn miðvikudag kl. 8 síðd. í Templarahús- inu. Áríðandi málefni. Félagar, fjölmennið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.