Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 09.02.1907, Blaðsíða 1

Reykjavík - 09.02.1907, Blaðsíða 1
1R e $ k j a v tk. Ið löggilta blað til stj órnarvalda-birtinga á íslandi. VIII, 10 | | Laugardag 9. Febrúar 1907. | A,t,it;it?"iÍob0*,‘um | VIII., 10 ALT FÆST 1 THOMSENS WAGASlHl. *gg>3S Oína og eldavélar selur Krisiján Þorgrimssoo. Ofnar og eldaTélar „REYKJ AYlK“ Árg. [60—70 tbl.] kostar iimanlands 2 kr.; erlendis fer. 3,00—3 sli.— 1 ftoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Auglgsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,60; 3. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 83*/»°/« hærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri: «J ón Olaígson. Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum. Ritstjórn: ---„ stofunni. Telefónar: 29 ritstjóri og afgreiðsla. 71 prentsmiðjan. I. Pláz 0,50 Börn Gleymiö ekki að s]á inar DL Pláz 0,25 i Reyldavilur Börn I. Pl. 0,25 BiograMer II, PL 0,15 verður fullprentað i næstu viku, og mega innanbæjar áskrifendur, sem skuldlausir eru við blaðið, vitja þess á afgreiðslustofu blaðsins næsta Laugardag'. Danmörk og Island. sagði, sem satt var, að dönsk blöð gerðu alt of mikið úr flagg-málinu. Kvað fyrir llestum vaka að eins hugs- un um staðarlegt flagg, eins og fálka- flaggið hefði verið óátalið notað lengi, en ekki um hitt, að útrýma inu lög- lega verzlunarflaggi og herflaggi. Auð- vitað hefir hann dregið hér heldur úr, því að flaggbarátta „strákapólitíkur- innar“ fer öll í þá átt, að íitrýma al- ríkisflagginu hér. „Politiken" svarar (og hefir þar nokk- uð til síns máls), að hór só um meira að ræða, en staðarlegt einka flagg. Og hún endar á þessum orðum, sem eru eftirtektarverð, ekki sízt í hennar munni: „í stað þess að reyna að draga fjöð- ur yfir það sem fram hefir komið í þessu máli, ætti inn heiðraði sýslu- maður heldur að reyna að sannfæra landa sína um, með hverja fjarstæðu þeir fara í þessu máli. Og hann gæti vel bætt því við, ef hann kynti sér tilfinningar manna í Danmörku, að framkoma íslendinga í þessu máli mun naumast hafa hott áhrif fyrir þá við samninga þá sem til er hugsað að reyna“. Biaðið vissi eðlilega ekki, að hr. L. H. Bj. hafði þegar (í grein í ,,Rvík“) bent löndum sínum á, hve fjarstætt þetta flagguppþot væri, og jafnframt látið í Ijósi ótta sinn við, að þessi gauragangur myndi áreiðanlega spilla samkomulagsfýsi Dana. í>á gerðu stjórnfjendabiöðin hér háð að þessu, sögðu það hugarburð einn úr sýslumanninum; það gæti aldrei komið til mála. Nú sjá þeir, hvað ritstjórn útbreidd- asta vinstri-blaðsins í Banmörku segir. Nú sjá allir, hvort það hefir verið uppspuni eða hjartveiki úr L. H. Bj., að þessi gauragangur skaðaði málstað vorn. Dönsk blöð fá fregnir hóðan, einkum „Politiken“, símaðar frá sérstökum fregnritum. Og einn airæmdur ísiend- ingur í Höfn laumar einnig fregnum inn í „Extrabladet" og önnur blöð, og eru þær ýmist beint frá sjálfum hon- um, ýmist frá bréfrita hóðan, en ávalt nafnlausar. Þessar fregnir eru ávalt frá þjóðræðismönnum hér og fara með sannleikann eins og þeim er títt. Lárus sýsium. Bjarnason hefir stund- um tekið svari íslands, eða leiðrétt villandi öfgar, í blöðum í Höfn. Þannig reit hann í „Dannebrog“ og Ekki eralt gull, sem glóir. (Eftir ,,Vínlandi“). (Frh.) ---- Skilnaðarhugmyndin hefir enn ekki náð því gildi að hún geti talist með þeim, sem erú „markmið íslenzkrar stjórnarbáráttu“. En þess er vert að geta, að allir sannir íslendingar óska þess af heilum hug, að ísland verði sjálfstætt; en þeir sjá það flestir í hendi sér, að þjóðin er enn þá of smá og þróttlítii til þess að ráðast í það stórræði, að stofna sjálfstætt lýðveldi, V erzlunin Edinborg. Þrjár ástœður ættu kaupendur ávalt að hafa í huga þegar þeir gera innkaup sin: 1. Að vér höfum úr stœrstu vörubirgðum að velja. 2. Að vér seljum að mun ódgrara en aðrir, þegar kegpt er mikið í einu. 3. Að þegar vér gerum okkar innkaup erlendis, leggjum vér aðal-áherzluna á gœðin. Par af leiðandi er hvergi betra að verzla en við verzl- unma EDINBORG“. OOOOOOOCOOOOOOOOOOOOOOOOQQOOOOOO og vilja því láta það bíða betri tíða, og fara þess ekki á leit að svo stöddu. Þeir berjast nú fyrir því, að ná öllu því sjálfræði, er þeir frekast geta feng- ið, án þess að slíta sambandi við Dan- mörku eða brjótast undan yfirráðum Danakonungs. Fyrir meiru en þessu vilja þeir ekki ráð gera að sinni. Guðm. læknir Hannesson (og fáeinir aðrir?) er þar hrein undantekning. Hann vill — eða hefir viljað til skamms — að ísland segi nú skilið við Danmörku, og gerist sjálfstætt lýðveldi sem fyrst. Hann hefir rætt það mál af kappi miklu og djörfung, og málstað sinn ver hann oft með rökum, er enginn getur hrakið, enda hlýtur sá málstaður að vera hverjum sönnum Islending geðþekkur í raun og veru; — en hann sér ekki, eða vill ekki sjá verstu tor- færurnar, sem á vegi eru. Þar skilur með honum og þjóðinni. Nú tekur ritstj. Breiðablika að sór, að flytja mál^þetta fyrir Vestur-íslend- ingum. Skilnaðarmálið er aðalumræðu- efnið í grein hans, þeirri er áður var nefnd, og þykir oss þörf að athuga nokkuð hvernig hann fer þar á stað. Hann hefur máls á því, að kröfurn- ar séu djarfar, og hætt sé við að langt líði áður þeim verði framgengt. — „En um það má aldrei hugsa“, segir hann. Þau orð sýna mæta vel hvernig hann tekur í strenginn. Hann spyr: „Hvað gæti þjóð vor tekið til bragðs ef Danir beitti hana valdi?“ En svo gerir hann ráð fyrir að aldrei muni til þess koma, og svarar ekki spurningunni. Þykir honum lík- legast, að þeir myndi skella skolleyr- unum við þeim kröfum, „hlæja að þeim eins og keipum óþekkra krakka og ekki gera nokkurn skadaðan hlut“. En hvað íslendingar ættu þá til bragðs að taka, lætur hann ósagt. f'ví næst fer hann að ræða um síð- ustu viðskifti íslendinga og Dana; til- slökun Dana í stjórnmálum; „heimboð íslenzkra þingmarma til Danmerkur síðastliðið sumar“, og „huglátssemi ýmsa, er þá kom fram við íslenzka þingmenn, svo ekki varð á betra kosið“. En nú fer honum ekki að lítast á blikuna. Fingmannaför þessi verður voðaleg i augum hans. „Hún ætti“, segir hann, „að hafa opnað augu þjóðar vorrar allrar fyrir því, hvar flskur ligg- ur undir steini með Dönum. Óbland- inn ofurlítilli eigingirni er naumast allur þessi kærleikur þeirra til íslend- inga“. Og svo gerir hann grein fyrir því, hvernig þessi „ofurlitla eigingirni" Dana muni koma fram í viðskiftum þeirra við íslerxdinga. Hann fullyrðir, að þeir ætli sér „að færa sér landhelgi og öll hlunnindi landsbúa í nyt“, og þá muni „danskir botnvörpungar umkringja strendur landsins", en „íslendingar mætti þá eins vel öllum sjávarútveg hætta og leggja árar í bát. Og ið sama“, segir hann „myndi uppi verða á ten- ing með aðrar auðsuppsprettur, er opnast kynni, og arðsamleg fyrirtæki. Meir og meir eru þeir (Danir) líklegir að færa sig upp á markið“ o. s. frv. Eðlilegt myndi flestum virðast að

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.