Reykjavík - 30.10.1909, Blaðsíða 1
1R e £ fc j a v t h.
X, 51
Utbreiddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
Laugardag 30. Október 1909
Áskrifendur í b æ n u m
yfir 1000.
X., 51
ALT FÆST I THOMSENS MAGASlNL
Ofna Ojs? eldavélar selur Kristján Porgrímsson.
Baðbúsið virka daga 8—8.
Biskupsskrifstofa 9—9.
Borgarstjóraskrifstofa 10—8.
Bókasafn Alp.lestrarfél. Pósthússtr. 14, 5—8.
Bréfburður um bæinn 9 og 4.
Búnaðarfélagið 12—2.
Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7.
Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 5—7.
Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7.
Forngripasafnið opið liv. virkan dag kl. 11—12.
Islandsbanki 10—21/’ og 5'/2—7.
Lagaskólinn ók. Ieiðbeining 1. og 3. Id. 7-8 e.in.
Landakotsspítalinn lOVs—12 og 4—5.
Landsbankinn lO'/a— 2’/>.
Landsbókasafnið 12—3 og 5—8.
Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1.
Landsjóðsgj.k. 10-2, 5-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 5-7.
Landssiminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og4—6.
Læknaskólinn ók. lækning þrd. ogfsd. 11—12.
Náttúrugripasafnið sunnud. l1/s—2'/2.
Pósthúsið 8—2 og 4—7.
Stjórnarráðið 10—4.
Söfnunarsjóður 1. md. í mán. kl. 5.
Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12.
„REYKJ AVÍK“
Árf?. [minnst fiO tbl.] kostar innanlandt 3 kr.; erlendi*
kr. 8,50—4sli.—1 doll. Sé borgað fyrir l.JAlí, 1 kr. afsl.
Auglýsingar innlendar: & 1. bl». kr. 1,50;
3. og 4. bls. 1,35 — Útl. augl. S3’/»°/0 —
Afsláttur að mnn, of mikið or auglýst.
Hlutafólagið „Reykjavík“.
Ábyrgðarm. Jón Olafsson, alþingism.
Lindargotu 28. Telefóu íiö.
yíjgreiðsla ,Reykjavíkur‘
er á Smiöjnstííí 7.
Afgreiðslum. blaðsins er áreiðanlega
að hitta þar Itl. ÍO—II l'. m-
ogf —4 e. m. — Telcfón 199.
Ritstjóri er til viðtsls virka
daga, nema Mánudaga, kl. 4—5 síðd.,
Lindargötu 28.
Ráðherrann, blað hans og
sannleikurinn.
11. þ. m. var í „Rvík“ vitnað til
ummæla ráðherrans, er hann hafði í
vetur í Kaupmannahöfn, og kafli úr
þeim tilfærður orðrét.t eftir „Kriste-
ligt Dagblad".
15. s. m. vondskaðist ráðherra-blað-
ið út af þessu og segir, að orð þau
sem „Reykjavík“ hafði effcir ráðherra,
hafði hann aldrei talað, og færir því
til sönnunar kafla úr bréfi ti.l ritstj.
frá þeim danska blaðamanni, er ritað
hafði upp samtalið við ráðherrann, og
er sá danski blaðamaður þar látinn
drótta því að „Kristeligt Dagblad", að
það (blaðið) hafi umturnað samtalinu
á óheppilegan hátt.
Yér þóttumst þegar vita, að ráð-
herra-blaðið fór hér með ósannindi,
en svöruðum þó engu að sinni, kusum
heldur að leita áreiðanlegrar vitneskju
frá þeiin mönnum, er hór áttu hlut að
máli. Því vóru báðar greinarnar,
„Reykjavíkui “ og ráðherra-blaðsins,
sendar inum danska fregnrita, og rifc-
stjóra „Kristeligt Dagblads" til um-
sagnar. Fregnritinn, hr. L. Th. Arn-
skov, ritar af þessu tilefni á þessa
leið (dags. 5. Okt. 1909):
„Samtalið ritaði ég upp og notaði í
sameiginlegt fregnbréf til fjölda utan-
bæjar-blaða, og þannig orðað, eins og
það var hjá mér, viðitrkendi ráðherr-
ann það rétt að vera að öllu leyti.
Starfsmaður einn við blaðaslcrifstofuna
fPressehureauetJ „Centralen" tók eftir-
rit af handriti mínu handa „Kristeligt
Dagblad". í þessu eftirriti misritaðist
„Herregaard" (höfðingjasetui) i stað-
inn fyrir „Hovedgaard" (höfuðból) —
og var þetta alls ekki af ásetningi gert.
til að rangfæra neitt. Einnig hafði í
þessu eftirriti skot.ist inn orðið „kun“
(að eins), og ruglaði það meiningu,
enda stóð það ekki í handriti mínu.
En að frá skildum þessum smávill-
um, sem virðast. mættu alveg óveru-
iegar í augum almennra lesenda, þá
er frá samtalinu í heild sinni alveg
rétt skýrt.
En með því að nokkrir íslenzkir
stúdentar og nokkur af íslenzku blöð-
unum réðust ail-þunglega á efni sam-
talsins eins og það var þannig prent-
að, þá bað herra [Ó.] Björnsson, sem
nú er orðinn ritstjóri, mig um það, að
skýra frá, hvernig í þessu iægi, í bréfi
til Islands-ráðherra (sem þá var lagð-
ur á stað til íslands). Þetta gerði ég,
Því miður tók ég ekki endurrit af
bréflnu, því að mér gat ekki komið
til hugar. að nuðið yrði að gera nokk-
urt númer úr þessu. En ég held ekki
að þessir kaílar úr bréfl míuu, sem
slitnir eru út úr samhenr/i1), séu al-
veg samkvæmir því orðalagi, sem
standa í frumritinu. Þegar einn þýðir
á íslenzku og annar aftur á dönsku,
geta og auðveldiega skotist inn smá-
tilbrigði í orðalagi, sem breyta nokk-
uð blænnm.
Það sem ég staðhæfði í bréfinu, var,
að þá er ráðherrann í grein, þeirri er
hann ritaði til að bera af sér, fullyrti
að hann liefði ekki notað orðið „Herre-
gaard" heldur „Hovegaard", þá hefði
hann þar alveg rétt að mæla, og að
orðið „kun“ væri að eins eftirritsvilla
— eins og ég hefi skýrt frá hér að
framan. En Innsvegar iagði ég áherzlu
á það, að ráðherrann hefði sannaiiega
talað setninguna um, að Island væri
hvorki að menningu né efnum vaxið
því að mynda þjóðveldi, og í samtali
við mig, rétt áður en hann fór af
stað, játaði ráðherrann að vera mætti,
að hann hefði haft þessi orð“.
í bréft dags. 6. þ. m. iýsir ritstjóri
' „Kristeligt Dagblads" yfir því, að rit-
stjórn blaðsins haft ekki nokkra minstu
1) Einkent af höf.
LÁRUS FJELDSTED,
yflrréttarmálftflntiiingsniaðnr
Lælijargata 3.
Heima kl. 11—12 og 4-5.
breytingu gert á handriti því af sam-
talinu, sem blaðinu barst í hendur.
Af þessum skilríkjum má sjá:
1. að hr. Arnskov heflr ekki skrif-
að ritstjóra ráðherra-blaðsins hréf það
sem blaðið tók úr kafla, heldur hefir
bréfið verið til föður hans. Þetta
stendur auðvitað á litlu, en eins vel
gat blaðið sagt satt um þetta litla at-
í'iði.
2. að einu villurnar í „Kristeligt
Dagblad" vóru „herragarður" fyrir
„höfuðból", sem vit.anlega stendur á
engu, og orðið „að eins“, sem litlu
máli skiftir í því sambandi, sem hér
er um að ræða (auk þess var þetta
orð haft í svigum í þýðingunni í
„Rvík“).
3. að kaflinn, sem ráðh.bl. tilfærir,
er slitinn i'it úr samhengi, og slept úr
því sem mestu máli skifti; en það var
4. að ráðherrann á skriðferð sinni
eða skreiðarferð hefir haft þau um-
mæli, að vér séum hvorki að menn-
ingu né efnum vaxnir þvi að stofna
lýðveldi; vér viijum það ekki;vérget-
um einskis betra óskað oss en að vera
í sambandi við Danmörku; hjá Dön-
um vitum vér oss óhulta.
Yér erum ekkert að lá honum, að
hann sagði þetta. En það sem vér
láum honum er, að hann skuli vera
að láta blað sitt skrökva og bera á
móti þessu.
Og orðin um „höfuðbólið" og „hjá-
leiguna" láum ver honum. Það var
skriðdýrshát.tur að segja þau; því að
þau eru ósönn. Réttarafstaða vor er
öll önnur.
Skömmu eftir þinglok átti að heita
svo að skjalaparturinn væri fullprent-
aður. Þó var sá galli á, að ýmis
allra-merkustu stjórnar-frumvörpin
vantaði í þau, þar á meðal sambands-
/aya-frumvarpið, stjórnarskrár-frum-
varpið, frv. mn samábyrgð þilskipa
o. fl. — Þó höfum vér frétt, að það
sé að eins i þau eintök tíðindanna,
sem alþingismenn fá, að þetta vantar.
Hvort svo er, skal ósagt látið. En
hvers eiga alþingismenn að gjalda?
Eða eru það að eins minni-hlutans
þingmenn, sem verða fyrir þessari ó-
náð forsetanna?
Auðsjáanléga hafa þessi mikilsverðu
frumvörp gleymst úr lestinni einhvern-
eginn, því að blaðsíðutal er alt áfram-
haldandi, og engin eyða í þau fyrir
frumvörpum þessum, því að stjórnar-
frumvörpin eru látin enda á 192. bls.,
og þingmannafrumvörp byrja á 193. bls.
Skjalapartinum fylgir titilblað og
yfirlit efnisins. En yfirlit þetta byrjar
svo :
„Stjórnarfnimvörp.
(Bls. 1.—192-1-192'—192?í, eins og
þau voru lögð fyvir Alþingi)“.
Þetta bendir á, að fmmvörp, þau
sem vantar, liafi gleymst úr lestinni
Iðnaðarmenn I
Munið efUr að ganga »Sjúkrasjóð Iðnaðarmanna.t
Sueinn Jónsson gjk.
Heima kl. G e. m. — Róklilöðuslig 10.
fyrst, en nppgötvast síðan og verið
prentuð upp siðar — með þessu
vandræða-blaðsíðutali.
Skrifstofa Alþingis er vön að sjá um
útgáfu skjalapartsins, og svo mun án
efa verið hafa í ár, og er henni þá um
að kenna þetia hneyksli. En ábyrgðin
fyrir það hvílir á forsetum deildanna —
þeim og engum öðrum, því að þeir
ráða menn á skrifstofuna og bera því
ábyrgð á að þeir menn sé vaxnir því
starfi, sem þeim er ætlað.
„Yfirlitið“ framan við skjalapartinn
er frábrugðið öllum fyrri yfirlitum
sams konar í því, að eftir þessu yfir-
liti er ekki auðið að finna nokkurt
stjórnar-frumvarp, og sumum er al-
gerlega slept úr yfirlitinu og látin
vanta. Þannig t. d. ekki ómerkara
mál en stjórnarsltrár-frumvarpið, sem
meiri-hlutinn svæfði í nefnd. Enginn
maður, sem þetta „yfirlit" les, get.ur
nokkurstaðar í því séð það nefnt, eða
nokkur merki þess, að slíkt frumvarp
hafi legið fyrir þessu Aiþingi!!!
Áðui' hefir jafnan veilð vandi að
vísa nm hvert frumvarp, þar sem það
er nefnt í yfirlitinu, til þeirrar blað-
siðu í skjalapartinum, sem það er
prentað á.
Þetta er hvergi gert í þessu yfirliti.
Þetta er hrein handaskömm. Það
er brýn nauðsyn og hein skylda for-
setanna að prenta nýtilegt yfirlit þegar
í stað, svo að það verði bundið inn
með tíðindunum. Yfiriitið, sem nú er
við skjalapartinn, er gersamlega ónýtt
— og miklu verra en alls ekkert.
€ggert Claessen,
yflrréttarmálaflntningsmaftnr.
Póstluisstr. 17. Talsími 10.
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.
Lögbrot og ósvinna.
Hrakfalla-saga Þriðjudagsins.
Ég segi hrakfalla-sögu mína þennan dag,
af því að þar get ég frá því sagt, sem ég
sannreyndi, af því að það kom fram við
inig. — En því að eins geri ég hana að
umtaisefni, að það sem fram kom við mig,
snerti flciri en mig. Og cg sá og heyrði
þess næg merki, að ég var ekki sá eini,
sem sætti sömu meðferð þennan dag af
sömu stofnunum.
Snemma i September hafði ég beðið um
veðdeildarlán í Landsbankanum fyrirhrepps-
nefnd á Austurlandi (fyrir barnaskóla*hús
hreppsins). Féð var þá eigi til, ekki fyrri
en lögin frá síðasta þingi næðu gildi og ný
veðdeildarbréí væru prentuð; en Jáninu var
mér lieitið og öll skjöl, er að því lutu, vóru
gild og góð og í vörzlum bankans.
A Mánudagskvöldið fónaði bankastjórinn
til mín og lét mig vita, að nú mætti ég
vitja lánsins. Þetta kom sér ve), því að
þótt ég hefði mist af öllum öðrum ferðum,
þá átti nú „Elóra“ að fara næsta dag, og
með því að meiri hluti upphæðarinuar átti
að sendast til Seyðisfjarðar (útibú ísl.b. þar).
þótti mér vænt að geta sætt ferðinni og
sent peningana.
Eg bý austarlega í bænum, svo að það
tekur venjulega 15—20 mínútur að ná frá
mér niður 1 banka eða pósthús. Nú stóð