Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 20.05.1911, Blaðsíða 2

Reykjavík - 20.05.1911, Blaðsíða 2
82 REYKJ AVÍK að standa, en nú hefir þaS loks verið aíráðið, að hún verði látin standa framan við hinn almenna menntaskóla, á götunni, miðja vegu frá læknum að skólanum, en gatan breikkuð þar, svo að gengið verði beggja megin við myndina. * * En hvað líður samskotunum ? íslendingar í Ameríku ákváðu þegar í vetur, að safna 10,000 kr. meðal landa þar, og samskotin þar hafa gengið svo greiðlega, að hú um síð- ustu mánaðamót var komið nokkuð á tíunda þúsundið. Blöðin þar, „Hkr." og „Lögb.", auglýsa jafnóðum, á sinn kostnað, nöfn gefendanna, og hvað mikið hver maður gefur, og samskotin þar eru svo almenn, gefendurnir svo margir, að nöfn þeirra hafa venjulega fyllt tvo til þrjá dálka í blöðunum í hverri viku síðan um nýár í vetur. En hjer heima? Það getur vel skeð, að samskotin hjer gangi ágætlega. Samskotanefndin er ekkert að skýra almenningi frá því. Hún lætur ekkert á sjer bæra opin- berlega, ekki svo mikið sem vart verði við að hún ýti við aðstoðarmönnum sínum, er safna eiga samskotunum. En mjög sennilegt, að hún starfi þess meira í kyrþey, og að allt gangi að óskum. Skemmtilegra væri fyrir al- menning, að fá að vita, hvað sam- skotunum líður. * * Minnismerki, stein mikinn, ætla ísfirðingar að reisa Jóni Sigurössyni í vor, og verður hann afhjúpaður 17. júní á Eafnseyri í Arnarfirði, fæðingar- stað forsetans. í framhlið steinsins verður greypt andlitsmynd Jóns Sig- urðssonar, er Einar Jónsson mynda- smiður hefir gert. Mannfagnað mikinn og hátíðahöld hafa ísfirðingar þann dag að Rafnseyri. Minningarsjóð, er bera á nafn Jóns Sigurðssonar, eru ísfirðingar að mynda. _____ Hungursneyðin i Kína er í engri rjenun. Nýlega hafa vatna- vextir orsakað flóð á hörmungasvæð- inu og gert stórskemmdir og aukið á hörmungar vesalings fólksins, — gert meðal annars illmögulegt að ná í hjálparstöðvar fyrir vegleysum. Hungrið sverfur nú svo að fólkinu að það er reiðubúið, að gefa börn sín hverjum sem er fyrir matarbita. í bæ einum skammt frá Shanghai voru sextíu full- vaxnar stúlkur boðnar til sölu á markaðstorginu, en enginn vildi kaupa, vegna þess, að fæðan sem ambáttirnar neyta, var álitin meira virði en þær sjálfar. Liggur því ekkert nema op- inn hungursdauðinn fyrir þessum vesalings stúlkum. — Frá annari borg berast þær frjettir, að yflr 100 stúlkur hafi verið seldar auðugum verksmiðju- eiganda, fyrir 1 dal hver, og þótti verksmiðjueigandinn sýna mannúð mikla í þeim kaupum, því þó stúlkur þessar verði ambáttir hans til æfiloka, og þræli á verksmiðjunum eða verði öðrum seldar — þá er lífi þeirra borgið frá hungursdauða, og eins þeirra, sem seldu, því 1 dalur er drjúgur búbætir fyrir Kínverja á þessum hörmunga- tímum - flestar menningarþjóðir heims- ins hafa sent hjálp, og reynt að bæta úr hinni brýnustu neyð, en þrátt fyrir það fellur fólkið undvörpum niður úr hungri. [Heimskr.]. Ðanskur leikeníaflokkur í Reykjavík. Annað kvöld byrjar danskur leikenda- flokkur að sýna sjónleika í Iðnaðar- mannahúsinu hjer í Reykjavík. Leik- endur eru 8 alls, og er Fritz Boesen foringi þeirra. Hann er þaulvanur leikari og mjög mikilhæfur, og hefir hann um nokkur ár verið formaður leikflokks þessa, er getið heflr sjer á- gætis orðstír í Danmörku. Flokkur þessi ætlar að leika hjer 9 leikrit alls, hvert þeirra i tvö kvöld. Leikritin eru þessi: Et Dukkehjem eftir H. Ibsen, Hosmerholm eftir sama, En fallit eftir Björnstj. Björnson, En Skandale eftir Otto Benzon, Lynggaard & Co. eftir Hj. Bergstram, Jeppe paa Bjærget eftir L. Holberg, Hr. Alphonze eftir Alex. Dumas, En Forbryder eftir Sv. Lange og Den gode Borger eftir H. Nathansen. Árni Cííslason leturgraíari. Hann andaðist 4. þ. m., eins og áður hefir verið frá skýrt. Árni sál. var fæddur 18. okt. 1833 í Kaldárholti í Rangárvallasýslu, sonur hjónanna þar, Gisla Árnasonar frá Rauðalæk, og Ingibjargar Erasmus- dóttur prests á Skúmsstöðum. Árni heitinn flutti sig til Reykjavíkur 1859, og dvaldi hjer eftir það til dauðadags. Lögregluþjónn varð hann þegar eftir að hann kom til bæjarins, og því starfi gegndi hann þar til árið 1875. Segja gamlir menn, að engum hafi tekizt betur en honum að halda uppi friði og spekt í bænum — honum hafi alt af tekist svo aðdáanlega vel, að „fá menn góða". Eftir að Árni sál. ljet af lögreglu- þjónsstörfunum, gaf hann sig nær ein- göngu við leturgrefti. Hafði hann tam- ið sjer þá list þegar frá barnæsku, og var meiri snillingur í leturgerð, heldur en nokkur maður annar hjer á landi, og þótt víðar væri leitað. Hann var Ijúfmenni mesta og eink- ar vinsæll, virtur og elskaður af öll- um, er kynni höfðu af honum. Hann var ákaflega grandvar í orðum, og mátti aldrei heyra öðrum hallmælt. Til bökunar. Florians ekta búðingsduft 10 aura. Florians eggjaduft, jafngildir 6 eggjum, 10 aura. Vanille bökunarduft 4 og 8 aura. Venjulegt bökunarduft 4 og 8 aura. V* pd. Sukkade f'yrir 18 aura. Bezta Vanilla í stöngum 10 og 15 aura. Kirseberja, Sitrónu, Vanillu, Hindberja Karde- mommu og Möndludropar frá 15 aurum. Byrgðir af allskonar kryddi. Lyftiduft, Vanillusykur o. s. frv., o. s. írv. fœst t>ez;* og- óclýrast í I Í5*ápiiliiísiiiix og ^sYpvilyiíOiiiiii -A.«stnrs!treBti VY, Laugaveg 40. I Það sjezt á þessu, að það eru engir smá-gamanleikar, sem flokkur þessi býður Reykvikingum að horfa á, heldur eru það úrvalsleikrit ýmsra helztu leikritahöfunda; enda mun hr. Boesen og flokkur hans fylgja sömu reglu og Leikfjelag Reykjavíkur, að leika því nær eingöngu leikrit, er hafa bók- menntalegt gildi. Það er Brúðuheimilið (Et Dukkehjem) eftir Ibsen, sem leikið verður annað kvöld, og leikur kona leiksrjórans, frú Anna Boesen, þar aðal-hlutverkið, frú Noru. Óhætt er að fullyrða, að það muni verða bæði fróðlegt og skemmtilegt að sjá ieika þessa, enda þarf víst ekki að efa, að þeir verði vel sóttir. Og svo brjóstgóður var hann, að hann mátti ekkert aumt sjá. Hann var al- vörumaður að eðlisfari, en þó fjörugur og skemtinn í samræðum. Stillingar- maður mikill var hann og háttprúður vel. Hann var prýðilega hagmæltur, og eru ýms ljóðmæli eftir hann, frum- kveðin og þýdd, prentuð í „Iðunni", „Snót" og víðar; en fremur lítið mun hann hafa notað þá gáfu sína. Á fyrstu áruin Goodtemplararegl- unnar hjer í Reykjavík, gekk Árni sál. í stúkuna „Pramtíðin" og var í henni unz hún var lögð niður. Þá gekk hann í stúkuna Verðandi, og var hann úr því meðlimur hennar til dauðadags. Yélritun á ýmsum málum. Rannveig Þorvarðsd.. Þingholtsstræti 28. Starfaði hann mjög mikið í Reglunnar þarfir, bæði innan stúku sinnar og ut- an, og var um nokkur ár regluboði stórstúkunnar. Bindindismálið var hans mesta hjartansmál, og varð hon- um meira ágengt í því máli, en mörgum öðrum, vegna Ijúfmennsku hans, brennandi áhuga á málefninu, og öruggu trausti á sigur þess. Hann var vel máli farinn, og voru ræður hans ætið skemmtilegar og hjartnæm- ar í senn, Ijósar og sannfærandi. Kona Árna sál. hjet Guðlaug og var Grímsdóttir, ættuð úr Reykjavík. Missti hann hana fyrir nokkrum árum, og höfðu þau þá búið saman yfir 40 ár. Þau eignuðust tvö börn, og dó annafr þeirra á unga aldri, en hitt, Gísli'gull- smiður, er í Ameríku. Sonarsonur Árna sál., Árni Gíslason læknisfræðingur, var hjer hjá afa sínum. Jarðarför Árna sál. fór fram þriðju- daginn 16. þ. m. að miklu fjölmenni viðstöddu. Fylgdu Templarar honum í skrúðgöngu til grafar, og sömuleiðis Iðnaðarmannafjelagið, því að meðlim- ur þess mun hann hafa verið frá því er það varð til. Síra Haraldur Níels- son flutti húskveðjuna, síra Friðrik Friðriksson hjelt ræðu í Goodtempl- arahúsinu, og síra Jóhann Þorkelsson í dómkirkjunni. Við húskveðjuna var sungið kvæði það eftir Þorstein Er- lingsson, sem hjer fer á eftir: Við munum það lengur og vel hver hann var, þótt vinur sá lokaði bránum, því gott var við ylinn um ævina þar, og enn er það hjá honum dánum. Hans Ijúfmenskan vann honum vináttu þá, hans vantraust á almanna rómi, og mannúð og einurð, sem minti' okkur á þá málsbót, sem gleymt var í dómi. Á fágæta snild vann hann lofstír síns lands — en lokið er því sem hann grefur, því braut er frá glugganum höfuðið hans; hann háttaði þi'eyttur og sefur. A aldanna flóði vjer fljótum svo skamt, sjálf frægðin þar sökkur og gleymist, en dýrindis perla' er nú dulin þar samt í djúpinu, hvar sem hann geymist. Svo heill komstu, vinur, um hretin, af þvi þú hvíldist við Hstina' og óðinn; og trygglunduð sat hún við hlið þjer og hlýT þótt háreystið þaggaði Ijóðin. Þeir þakka þjer, Arni, sem þú hefir leitt, og þú hefir örmunum vafið, og þá máist eitthvað, ef þar sjest ei neitt, sem þú átt á hjörtunum grafið. Og vertu nú sæU. Það fer vel um þig nú, og vorgyðjan o'n á þig breiði, og sætt er það þreyttum að sofa' eins og þú með sólskin á minning og leiði. ígripnkírsla frá meiri hluta rannsóknarnefndar efri deildar alþingis um gerðir landsstjórnarinnar í Lands- bankamálinu m. m. |Niðurl.|. Pá má það og teljast mjög ó- heppilega ráðið, að láta hr. Tulin- íus eftir helming af birgðum þeim, er hann hafði unnið úr námunni en ekki selt, áður en leigutimi hans var á enda. Hr. Tulinius átti að minsta kosti ekki heimting á meiru en helming söluverðs af þeim birgð- um. Landsstjórnin hjelt því jafn- vel fram, að hann ætti ekkert í

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.