Ríki - 18.08.1911, Qupperneq 1

Ríki - 18.08.1911, Qupperneq 1
1. árg. Keykjavík, 18. ágúst 1911. ^X\b%n%%zkr,í%h % !\ % síSasta Eftir Einar Hjörleifsson. V. Rýmkun kosningarrjettarins. Mjer finnst eðlilegt, að um þá stjórnarskrárbreyting síðasta þings verði skiptastar skoðanirnar. Mjerfinnst óeðlilegt, að menn verði ekki sæmilega sammála um breyting- arnar á afstöðunni til Danmerkur. Mjer finnst sjálfsagt, að alment vilji menn fjölga ráðherrum, til þess að að tryggja sjer betri og fullkomnari stjórn, ef það verður ekki gert með ókleifum kostnaði. Og jeg get ekki hugsað mjer, að alþýða manna vilji fara að setja á iaggirnar þá efri deild, sem að minnsta kosti sumir Heimastjórnarmenn berjast fyrir, stofn- un, sem gerði afar torsótt að fá þjóðar- viljanum framgengt, og hleypt gæti þeirri sundrung í þingið, er til vand- r*ða horfði. Og ekki þykir mjer held- ur líklegt, að þeir sem bera þjóðar- valdið mest fyrir brjósti muni, þegar þeir fara að hugsa sig vel um, hafna þeirri efri deild, sem samþykt var á síðasta þingi, og er að minnsta kosti skapleg, og leggja út í þá hættu að fá ef til vill annað fyrirkomulag, sem væri óskaplegt og stórhættulegt. En um kosningarrjettinn hefirávalt verið deilt, hvar sem rýmkun hans hefir verið á dagskrá. Breytingar síðasta þings á kosn- ingarrjettinum eru þessar: 1. Konur fá kosningarrjett jafnt og karlar. 2. Hjú fá kosningarrjett eins og aðrar s.tjettir. 3. Kosningarrjetturinn er ekki bund- inn við neina aukaútsvarsgreiðslu. 4. Hlutfallskosningarrjettur til efri deildar er bundinn við minnst 30 ára aldur. . Víðtækast og merkilegast þessara atriða er að sjálfsögðu kosningarjett- ur kvenna. Erlendis er því máli stöðugt að þoka áfram. í Norðurálfunni hafa konur nú kosningarrjett til löggjafarþinganna í Noregi og Finnlandi. Og allar horfur virðast á því, að þær fái hann á Eng- landi.á næstaári. Við atkvæðagreiðslu um málið í síðastliðnum maímánuði í fulltrúamálstofu brezka þingsins reyndust 316 með konunum, en 151 á móti. Af þessum 316 voru 174 úr frjálslynda flokknum, 79 íhaldsmenn, 31 írar og 32 verkmannafulltrúar. Peir sem greiddu atkvæði móti breyt- ingunni voru 48 úrfrjálslynda flokkn- um, 86 íhaldsmenn og 9 írar; en enginn verkmannafulltrúi. Svovirðist sem nokkurn veginn trygging sje fengin þess, að málið verði samþykt í fulltrúamálstofunni, og að líkindum í báðum niálstofum, á næsta ári. Ut- an Norðurálfunnar hefur þessi breyt- ing komist á í 5 Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku og f Ástralíu. t>ar sem reynd er komin á hana, virðist hún mælast mjög vel fyrir, og al!s ekkert hefur gerst, sem ástæða sje til að líta á sem viðvörun gegn málinu. Meðal annars hefur forsætisráðherra Astralíu haldið ræðu um það fyrir nokkrum vikum á Englandi, og lauk hinu mesta lofsorði á konur sem kjósendur þar. Svo að þetta er engin ný nje óreynd nje eingöngu íslenzk firra. Allt of langt yrði það blaði yðar að fara að gera þess alls grein, sem færa niá til og fært hefur verið til sem ástæður með og móti kosningar- rjetti kvenna til alþingis. Jeg læt mjer nægja að benda á það, að um ekkert mál hafa komið jafn miklar áskoranir til þingsins. Und- ir þær hafa ritað margar þúsundir kvenna. Svo að hjer er sýnilega að tefla um töluvert áhugamál þeirra. Að hinu leytinu hafa engar áskor- anir komið til þingsins gegn mátinu, nje heldur neinar samþyktir verið gerðar gegn því á þingmálafundum, nje annarstaðar, svo að kunnugc sje. Og mjer virðist allörðugt að verja það, að.þeim konum sjeneitað um kosningarrjett, sem hug hafa á að taka þátt í kosningum. Jeg get ekki sjeð nokkurt rjettlæti íþví. Pær kon- ur eru sjálfsagt margar enn, sem ekk- ert iangar til að kjósa. En þær verða ekki heldur til þess neyddar. Og áhugaleysi þeirra á landsmálum á ekki að hafa rjettindi af hinum, sem annan veg eru skapi farnar í þessu efni. Og auðvitað vex áhuginn óð- um hjá konunum, þegar þær hafa fengið rjettindin — alveg eins og hjá öðrum flokkum manna. Reyndin hefur verið sú með karlmönnum, að áhugi þeirra hefir ekki alment vaknað á stjórnmálum fyr en eftir að þeir hafa fengið kosningarrjettinn. Pað er í mínum augum íslendingum sæmd, ef þeir verða á undan flestum Norð- urálfuþjóðunum með að vinna það rjettlætisverk að veita konum jafnrjetti við karla í stjórnmálum. Ogjeg get ekki látið mjer skiljast, að af því stafi landi eða þjóð nokkur hætta. Pá er kosningarrjettur hjúa. Um hann var meira deilt á þinginu en um kosningarrjettkvenna; ogvel get- ur verið, að svo verði líkaútiámeðal þjóðarinnar. Sjálfsagt tel jeg, aðýmsir þingmenn hafi greitt atkvæði með þessari breyt- ingu vegna hjúanna — að þeim hafi þótt það ósanngirni, sem þeir hafi enga ábyrgð viljað hafa á, að neita mönnum um kosningarrjett fyrir það eitt, að þeir fást til að vera í vist. En grunur minn er sá, aðýmsir þeirra hafi ekki síður verið með málinu vegna bœnda — enda sóttu sumir bændur það af kappi, að vinnuhjúin yrðu ekki sett hjá. Þeir litu svo á, að það gæti verið beinlínis hættulegt landbúnaðinum, að lausafókið hefði kosningarrjett en vinnuhjúin ekki — að löggjafarvaldið verðlaunaði það með rjetfindaauka að vera ekki í vist, og svifti menn rjettindum fyrir það að gerast vinnuhjú. Lausamenn hafa þegar fengið kosningarrjett, og eng- um þótti gott afspurnar að fara að taka hann af þeim. Afleiðingin varð sú með meiri hluta þingmanna — og með rjettu að því er mjervirðist — að vinnumenn urðu líka að fá hann, og vinnukonur sömuleiðis, úr þvíað konum er veittur kosningarrjettur á annað bórð. Og eins og til hagar hjer á landi, er það líka sjálfsagt eðlilegast — eins og það er sanngjarnast — að kosn- ingarrjetturinn sje sem allra almenn- astur. Þjóðin er öll á svo líku menn- ingarstigi. Bændur, Iausamenn og vinnumenn hafa allir fengið sams konar uppeldi. Og Jang-algengast er það, að vinnukonan hafi fengið álíka tilsögn ogallt af haft svipuðum störf- um að gegna eins og húsmóðirin. Hvers vegna þá vera að hreykja einum upp yfir annan í rjettinda- veitingunum? Um fæsta skiptir mjög miklu máli, hvort 4 kr. aukaútsvar er gert að skilyrði fyrir kosningarrjetti eða ekki. Nú er víðast farið að leggja aukaút- svar á alla, sem nokkurs eru megn- ugir. Helzt er sleppt bláfátækum fjölskyldumönnum. Og mikið virð- ist mæla með því, að þeir sjeu ekki sviftir kosningarrjetti, þó að þeir sjeu ekki taldir aflögufærir — að þjóðfje- Iagið hegni þeim ekki með missi borg- aralegra rjettinda fyrir það að þeir leggja því til börnin, og eiga fyrir þá sök í vök að verjast með efnahaginn. Loks er 30 ára aldurstakmarkiðfyr- ir hlutfallskosningarrjettinum til efri deildar. Pað er auðvitað sett í því skyni að gera efri deild nokkuru íhalds- samari. Hugsanlegt er, að sú ráðstöfun hafi einhver áhrif — að fólkið, sem er ekki nema 25—29 ára, kunni að verða eitthvað bráðlátara eða breyt- ingagjarnara en þeir sem eldri eru, svo að með þessu vinnist einhver trygging íhaldinu. En ólíklegt þyk- ir mjer samt, að svo mikil brögð verði að þeim mismun, að veruleg ástæða sje til að óttast þessa tak- mörkun frá sjónarmiði þeirra manna, sem einkum bera framsóknina fyrir brjósti. Yfirleitt má segja, að á kosningar- rjettinum hafi verið gerð sú rýmkun, að um stórfeldar rjettarbætur er að tefla, sem mjer finst að öllum frjáls- lyndum mönnum ætti að þykja vænt um. En ekki vildi jeg ráða neinum til að þiggja þær rjettarbætur, ef sá bögg- ull ætti að fylgja skammrifi, sem sum- ir Heimastjórnarmenn eru að halda að okkur — ef efri deijd yrði svo fyrir komið, að kosningarrjetturinn yrði að niiklu leyti tái og deildirnar hvor annari andstæðar, hver veithve lengi, og það ef til vill, þegar þjóð- ini væri einna mest alvaran. Ekki væri kaupandi kosnjngarrjettur nein- um til handa því verði, að í lófa yrði lagið, mörgum árum saman, að virða vilja meiri hluta kjósenda vett- ugi. VI. Aðrar brejdingar. Um aðrar breytingar, sem síðasta þing gerði á stjórnarskránni, skal eg fara fljótt yfir sögur. Ein þeirra er sú, eins og eg hefi áður vikið að, að breyta megi með einföldum lögum því ákvæði 45. gr. stjskr., að hin evangeliska lúterska kirkja 'skuli vera þjóðkirkja á íslandi, og að hið opinbera skuli að þvíleyti styrkja hana og vernda. Breytingin var samþykkt f því skyni að taka til greina þær raddir, sem kormð hafa fram um afnám þjóðkirkjunnar. Komi það í Ijós, að þjóðinni sje í raun og veru áhugamál um þau mikilvægu umskipti, þá getur hún fengið þau, án þess að jafnframt þurfi að breyta stjórnarskránni, ef frumvarp síðasta þings verður að stjórnarskipunarlög- um. Annað merkilegt atriði, sem stjórn- arskrárfrumvarp síðasta þings ætlast til að fá megi framgengt með ein- földum lögum, ef þjóðin óskar þess, er alþýðuatkvœði um lög þingsins. »Með sjerstöku lagaboði má kveða á um, að þeim lagafrumvörpum, er alþingi hefur samþykkt, megi skjóta til leyni- legrar atkvæðagreiðslu alþingiskjós- enda annaðhvort til samþykkis eða synjunar«, segir í frumvarpínu. Þá koma skilyrði þau, er þessi heimild er bundin. Og loks eru undanþeg- in þessari atkvæðagreiðslu fjárlögog fjáraukalög, og sömuleiðis þau lög, er öðlast skulu gildi áður en 4mán- uðir eru liðnir frá því, er þau voru afgreidd frá þinginu. Breytingin mundi efla alþýðuvald- ið að mun. Þingmenn mundu finna hjá sjer ríkari hvöt til þess að fara eftir vilja kjósendanna. Og kjósend- ur gætu mikið betur en nú tekið í taumana, ef þingmenn virtu vilja þeirra vettugi. Fyrirkomulagið hefur um langan aldur tíðkast í Sviss; og í tveim Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur það komist á á þessari ðld, í Oregon 1902 og í Montana 1906. Gjörbreytingamenn í Danmörk hafa sett það á stefnuskrá sína. Ogíhalds- menn og verkmannaflokkurinn eru því hlyntir á Englandi. Petta alþýðu-atkvæði, sem hjer | hefur verið minnst á, yrði, eins og

x

Ríki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ríki
https://timarit.is/publication/207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.