Skeggi - 27.10.1917, Blaðsíða 1
Fyrstu sporin.
Heiðruðu lesendur!
þetta er í fyrsta sinni að ráð-
ist er í það að gefa út b!að hjer
í Vestn'iannaeyjum. Hefur að vísu
verið stoínað til þess áður, þó
eigi hafi orðið úr framkvæmdum
tyr en nú. Menn munu ef til
vill segjaað talsverða dirfsku þurfi
til að ráðast í slíkt fyrirtæki á þess-
um tímum, þegar bæði samgöngur
og atvinna er í aumu ástandi.
En til þess er því að svara, að
raðstafanir um fyrirtækið voru
gerðar áður en það versta dundi
á, og svo hinu, að einmitt það
ástand sem nú ríkir, er hvass
spori á fyrirtækið. því meir
sem málin vandast, því meiri á-
stæða er til að gefa þeim alvar-
lega gaum.
Enn munu menn scgja þat), aö
nóg sje til af blöðunum, og er
síst fyrir það þrætandi. En þá
má heldur ekki gleyma því að
mörg blöðin starfa í alveg sjer-
stökum tilgangi, sum þeirra vinna
mest megnis fyrir ákveðin mál-
efni t. d. stjórnmálastefnur eða
atvinnuvegi, önnur fyrir sjerstök
hjeruð. Sá siður fer nú mjög
vaxandi í heiminum að bæir og
sveitir koma sjer upp blöðum
fyrir sín sjerstöku málefni, eins
fyrir því þó nóg sje til fyrir af
landsblöðunum. þessi siður er
líka að færast í vöxt hjer á landi.
Og víst er eitt, að þar sem blað
er komið, þar vilja menn gjarnan
hafa það áfram.
það segir reynslan.
Og nú munu menn þá spyrja
um erindið, en af því er það
skemst að segja, að blaðið gæti
ekki annað betra fyrir sig kosið
en að vera bæði til gagns og
skemtunar. Að vísu eru efnin
lítil til hvorstveggja; veldur ólagið
á S2mgöngunum þar nokkru um.
En eigi því síður verður reynt
eftir föngum að afia blaðinu sem
áreiðanlegastra upplýsinga úr sem
flestum áttum. Gætu góðir vinir
blaðsins hjálpað nokkuð til [ þeim
efnum, og þá eigi síður með því
að leggja til greinar, þó stuttar
væru, um eitthvað það er al-
menning varðar.
| Samfjelag mannanna blessast
1 svo best að hver styðji annan.
þeir sem fyrir því hafa gengist,
; að koma prentsmiðjunni og biað-
! inu á fót, hafa litið svo á, sem
að því mætti verða nokkur menn-
1 ingarauki, hjer sem hvarvetna
annarsstaðar, ef sæmilega væri
j áhaldið. Premlistin hefur nú
þegar í nokkrar aldir verið að
sýna hvað hún má sín, et henrii
er beitt. Vandinn er þá sá að
finna verkefnið og vinna með
lagi. Og verkefnið ætti ekki að
skorta. Hin mestu málefni þjóðar
vorrar eru þannig vaxin að það
veitir sannarlega ekki af að
fylgjast með í- því sem er að
gerast innan lands og utan. Menn-
irnir eru nú einu sinni svona
gcröir aö peim nasgir ekki að
friða munn og maga þann og
þann daginn, þá væri líka til
lítils lifað.
Verkefnín eru mörg og stór,
hvort sem litið er á hag þjóðar-
innar í heild sinni eða á hag
þessa bygðarlags eingöngu. Blaðið
mun reyna að ræða um hvort-
tveggja og hvetja menn til um-
hugsunar í þeim efnum.
Málefnum þessa hjeraðs er
nokkuð öðruvísi varið en áhuga-
málum margra annara hjeraða,
þar eð menn lifa hjer langflestir
á sjávarútveginum einum saman.
Hann hlýtur því að liggja mönn-
um hjerna mjög á hjarta er um
landsmál er rætt. í nánu sam-
bandi við hann standa svo öll
fjárinál landsins, samgöngur á sjó
og viöskiftásambönd, útlend og
innlend. Mentamál þjóðarinnar
skifta aila jafnt, hvort sem menn
búa í eyjum úti eða inni í afdöl-
um. Svona mætti fleira telja,
sem er sameiginlegt fyrir alla
þjóðina í heild sinni.
En þar sem svona er mann-
margt og þjettbygt, bygðin ung
og blómleg atvinna eins og verið
hefur hjer að undanförnu, þá
hljóta málefni að vera nokkur
og veruleg, sem valdið geta
skoðanamun. Nær það bæði til
þess, sem þegar hefur verið gert
og hins, sem ógert er. Bygðin er
að vaxa og biómgast með hverju
árinu sem líður, og því skyldi
síður vera verkefni fyrir blað
hjer, en í smærri bæjum og
bygðum landsins, þar sem fólk
er jafnvel færra en hjer?
Blaðið ætlast líka til, að geta
gert ofurlítið gagn með því að
flytja lesendum sínum ýmsan
fróðleik öðru hvoru. Mætti það
verða unglingum nokkur hvöt tii
meiri mentunar, ef laglega væri
á haldið. Á ýmsa fleiri vegu
gæti blaðið gert gagn ef góðum
starfskröftum væri á að skipa.
Mesta gagnið, sem blaðið gæti
unnið, væri líklega það, að fá
menn til að hugsa með alvöru
um tímann, sem vjer lifum á, og
samband hans við fortíð og
framtíð.
En eins og áður er sagt, vill
blaðið gjarnan vera mönnum til
skemtunar líka. þeim tilgangi
‘ vill það reyna að ná með því
| að flytja sögur og sitthvað fleira,
sem væri fallið til þess að koma
fólki í gott skap. Frjettir alls-
konar mun það reyna að flytja
svo fjöibreyttar sannar, sem
það hefur frekast föng á.
Að síðustu er þess að geta,
að nokkrir menn í öðrum bygð-
arlögum hafa heitið b'.aðinu lið-
sinni, svo aö það geti orðið góður
kunningi allra hinna mörgu, sem
unna Vestmannaeyjum, eftir dvöl
sína hjer, en þeir eru víða um
landið.
Upphlaup
í þýska sjóliðinu.
Liðsmenn á fjórum vígskip.
um í Wiihelmshafen gerðu
sanisæri móti foringjunum.
Lík yfirforingjans á einu skip-
inu, „Westfalen*1, var ekki
fundið er síðast frjettist.
Að þessuleknu hjcldu sjóliðs-
er engin stofnun betri, en
„Ekknasjóðurinn
á næstkomandi vetri.
mennirnir í land. Sjóliðsmenn
af öðrum skipum neituðu að
veita þeim atgöngu. Var þá
skipað fram herdeiíd frá Oiden-
burg og hún tók þá fasta.
Um sömu mundir varð upp-
þot á þýsku beitiskipi, »Núrn-
berg«, sem þá var úti á rúm-
sjó. Lögðu liðsnienn hendur
á toringjana og hjeídu svo í
áttina tii Noregs A Seiðinni
mættu þeir nokkrum þýskum
tundurbátum.
Foringinn fyrir einum tundur-
bátnum gaf Núrnberg merki,
en fjekk ekki svar. Grunaði
hann þá að ekki væri alt með
feldu og sendi ioftskeyti tii
Wilhelmshafen. Paðan fjekk
hann skipun um að taka skipið
fast eða sökkva því ella.
Strokssmenn sáu sig um-
kringda og gáfust þegar upp,
Var svo farið með skipið til
Wi’.helmshafen.
Svona er sagan sögð í ensku
blaði frá 13. þ. m., sem kom
með ensku skipi núna í vikunni.
Viðtökurnar.
Keisari og kanslari skunduðu
á vettvang. Keisari vildi láta
skjóta sjöunda hvern upphlaups-
mann, en kanslari taldi það úr,
Var látið nægja að skjóta 5 menn.
Hinir voru dæmdir í stranga
nauðungarvíhnu.
Ein orsökin til uppþotsins, er
talin ill og ónóg fæða.
A þingi Þjóðverja.
Sama blað skýrir frá því að
þessir atburðir hafi verið til um-
ræðu í þýska þinginu og hafi
„óhábum socialistumft þótt drótt-
að að sjer hluttöku í uppþotinu.
Vildu þeir ekki kannastvið hana,
en áttu að hafa ámint valdaflokk-
inn um að gefa gætur að friðar-
óskum alþýðunnar og afleiðingum