Skeggi


Skeggi - 16.02.1918, Page 1

Skeggi - 16.02.1918, Page 1
I. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 16. febrúar 1918. 17. tbl. Ölium þeim, nœr og fjær, sem sýndu okkur hiut- tekning við fráfai! okkar ástkæra sonar, þorsteins, þar á meða! þeim vinum hans og stúkunni „Bára“ nr. 2, sem, til minningar um hann, sendu okkur fagurlega gerðan siifurskjöid, vottum við okkar hjartans þakkiæti. Steinum á Vestmannaeyjum, 15. febr. 1918. þórunn Guðmundsdóttír, Heigi Jónsson. Sveitastjór n og bæjarstjórn. Fyrir skömmu var vikið að því hjer í blaðinu hvort skipulag hjeraðsstjórnarinnar í Vestm.eyj- um mundi eigi þarfnasta umbóta, og því þá skotið fram í svipinn hvort bæjarstjórn mundi ekki verða besta úrræðið. En áður en ráðist er í breytingu verður fyrst að leggja niður fyrir sjer í hverju hún er helst fólgin og einnig það hvort hún er nauð- synleg eða heppileg. Verður þá að bera núverandi skipulag saman við hið tilvonandi, og velja svo það er betra virðist. Hjér kemur þá lauslegur samanburður á sveit- arstjórn og bæjarstjórn, eins og hvort fyrir sig tíðkast víðsvegar um landið, í þeirri von að mönn- um verði augljósari mismunurinrt á þessu tvennu. Verkefni sveitastjórna er á- kveðið með »lögum um sveita- stjórn" er sett voru 1905, Með þeim er hreppsnefndum falin málefni hreppanna undir yfirstjórn sýslunefnda og stjórnarráðs að nokkru leyti, og gildir það einnig fyrir Vestm.eyjar þó alt öðruvísi standi á en í öllum öðrum sýsl- um landsins, þ. e. a. s. að sýslan er aðeins einn hreppur. Verksvið hreppsnefnda er í aðalatriðum að stjórna fátækra- málum hreppsins, sjá um fast- eignir hans, sem hann hefur afnot af, og landatperki, sjá um afrjetti, fjallskil o. s. frv., fóðurforða, slökkvilið og barnafræðslu að nokkru leyti, hreppsvegi, fjárhald hreppsins og að góð regla haldist í sveitinni. Nokkur fleiri eru störf hreppsnefnda yfirleitt, en flest og flóknust eru þau í þjett- býii við sjávarsíðuna og fara þau störf sívaxandi. Sýslunefndir hafa, sem áður er sagt, umsjón með gerðum hreppsnefnda og svo nokkur önnur mál, sem helst varða fleiri en einn hrepp, t. d. sýsluvegi, verkleg fyrirtæki og samþyktir o. fl. þetta fyrirkomulag þykir fara vel í sveitum landsins, en þegar stór kauptún myndast bólar fljótt á þeirri hugsun að bæjarstjórn eigi betur við. Kemur það nokkuð at því að þau vilja losast úr bandalagi við fjarlægar sveitir, þar sem ólíkt hagar til. Hjer er því ekki til að dreifa, því þessi eini hreppur sýslunnar kýs 3 menn í sýslunefndina, en 2, sýslumaður og sóknarprestur eru sjálfkjörnir samkvæmt em- bætti sínu. Hreppsnefnd og sýslunefnd eru þá báðar úr ein- um og sama hreppi, eins og bæjarstjórn mundi vera. Verksvið bæjarstjórna er að mestu leyti hið sama sem hrepps- j nefnda og sýslunefnda, nema hvað | þær eru meira háðar umsjón j stjórnarráðsins heldur en sýslu- j nefndir. þær eru að öllu lcyti kosnar af gjaldendum bæjarins, en enginn maður sjálfkjörinn í ! þær nema oddviti í sumum bæj- ■ um. Raunin hefur orðið sú að bæjarfjelög taka sjer fleiri f'yrir- tæki fyrir hendur, heldur en sýslunefndir og stækkar það auðvitað starfssviðið fram yfir það, sem lögmælt er. S tarfsaðferðin veldur mestum mismuninum. Hreppsnefndin kemur saman svo oft, sem henni þykir nauð- syn til bera, og heldur fundi sína í einrúmi. Venjulega láta hrepps- nefndir sjer nægja með það verk- efni, sem þeim er sett fyrir í lögum, en brjótast ekki mikið í umbótum. Eitt aðalstarf þeirra er niðurjöfnunin og íyrir það fá þær margt orðið; sumir hafa fyrir sið að dæma nefndina eingöngu eftir því. Yfirleitt mun mega segja' um hreppsnefndina hjer, að henni farast störfin i engu ver en sýslunefndinni, nema betur sje. Hún er undir öllu ríkara eftirliti almennings og á hina nefndina yfir sjer; getur það gert nokkuð um. Sýslunefndin heldur einn fund á ári, eða fleiri e f á s t æ ð a þ y k i r t i 1. Sá fundur á að i vera haldinn fyrir opnum dyrum, j og vitanlega ætlast til að almenn- 1 ingur geti hlustað á. Venjulega koma nefndarmenn óviðbúnir á sýslufund, og er það harla ó- heppilegt ef um vandamál er að ræða. Heimild mun þó sýslu- nefnd hafa til að setja undir- nefndir, en það er gert lítið að því. Sýslunefnd sýnist því ekki hafa rnikið til að bera fram yfir hreppsnefnd í þeim málum er hana varðar. Hr. Sig. Sigurðs- son lyfsali benti rjettilega á gall- ana, við starfsaðferð sýslunefndar, í góðum greinum í „Skeggja“ í haust. Sýndi hann þar fram á hve óheppilegt það er að almenn- ingur hefur ekki gott færi á að hlusta á hvað gerist í sýslunefnd. það veldur óþarfri tortrygni og i margskonar misskilningi, og það ! sem verst er, að mjög er örðugt að kjósa í sýslunefnd eftir fram- komu manna þar; en þar með er líka sorfinn broddurinn af hinutn almenna kosningarrjetti. það gæti líka farið svo að af þessu leiddi andvaraleysi almenn- ings um málefni hjeraðsins, og til hvers væri kosningarrjettur- inn þá? Samkomulag sýslunefndar og hreppsnefndar mun vera gott, en þó segja menn í báðum nefnd- unum að greiðara væri að nefndin j væri ekki nema ein; mætti þá útkljá með atkvæðagreiðslu, sem er betra en uppgerðar samkomu- lag, þar sem það á sjer stað. Bæjarstjórnir koma | saman mánaðarlega, þar sem j almenningi gefst færi á að hlusta ! á umræður. Hafa þær ýmsar , fastar nefndir, sem undirbúa j málin milli funda og gera grein fyrir störfum sínum á hæfilegum : fresti; helst þeim ekki uppi að ■ liggja á málunum árum saman. ; Af sltkum nefndum má nefna t. d. | niðurjöfnunarn., skólan., vegan., j byggingarn.,heilbrlgðisn., hafnarn. j o. fl. Vekur þetta áhuga á mál- j um bæjanna og felur í sjer j i 1 nokkra tryggingu fyrir því að um málin sje þó hugsað af fleir- um en þeim, sem ber þau fyrst fram. þetta lauslega yfirlit, yfir skipu- lag og starfsemi sveitarstjórna og bæjarstjórna verður að nægja í bráðina. Verður hjer talið upp sitthvað, sem telja má bæjar- stjórnarfyrirkomulagi til gildis fram yfir núverandi skipulag: Athygli almennings, s e m greiðir gjöldin, er haldið vakandi. Sannfæringmanna kemur því betur til greina við kosningar. Atkvæðagreiðsla við kosningar er Ieynileg og minnih'uta trygður rjettur með hlutfallskosningunni. Hlutfallskosning er líka viðhöfð er kosið er í nefndir. Kosningar- rjetturinn er því trygður sem best má verða. Yfírgangur ein- stakra manna á því ekki að geta átt sjer stað, og getur það engan sakað. Kröfurnar um almennan kosningarrjett eru einmitt komnar fram til að koma á jöfnuði og ryðja nýjum skoðunum braut. Nefndirnar eru fyrirskipaðar og knúðar til starfa; málunum því haldið betur vakandi.. það hef'ur verið borið fyrir að bæjarstjórn hjermundi ekki verða vandanum vaxin. Um það skal ekki vera fjölyrt að sinni. Hitt vita Hestir að bæjarstjórnir eru yfirleitt starfsamari ensýslunefndir og engu ógætnari. það er lög- mál í heiminum að frelsið vekur ábyrgðartilfinningu borgaranna og áhættan, sem því fylgir er oft hin besta leiðarstjarna til fram- fara. Öll framsókn er bundin áhættu. Hluttaka borgaranna í almennum málum lyftir þjóðun- um á hærra menningar- stig. (Frh) Hákarlaveiðar. Síðastl. sumar mun hákarlaveiði í fyrsta sinn hafa verið stunduð með lóðum hjer við land. Var það hr. Söbstað á Siglufirði, sem gerði út mótorbát til að stunda veiði þessa, sem hepnaðist mæta vel. í strenginn hafði hann 8 pd. línu eða mjóan kaðal, í öngul- tauma 3 inetra af mjóum vír, s\ o segulnagla, síðan 3 metra keðju næst önglinum, sem hann hafði Yefnaðarvörur, smekklegastar, mest úrval, ódvrastar. S.3,3.k«5.«.

x

Skeggi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.