Skeggi


Skeggi - 16.02.1918, Blaðsíða 2

Skeggi - 16.02.1918, Blaðsíða 2
SKEGGI »Skeggi« kemur venjulega út e i n u sinni í viku, og oftar ef ástæður leyfa. Verð: 5 kr. árg. (minst 50 blöð). Auglýsingaverð: 50 aur. pr. c.m ; 60 aur. á 1. bls. Ú t g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Qunnar H. Valfoss, Ritstjóri og ábyrgðarm. Páil Bjarnason. á stærð við franskar hneifar, en þeir eru of litlir. Mátulegir voru hákarlaönglar álitnir að vera þegar karlmannshnefi hafði rúm milli agnhalds og legg öngulsins, en þeir önglar aðeins hafðir á færi og eru of stórir á lóð. Milli öngla hafði hr. Söbstað 10 faðma. í 9. árg. 9. tbl. „Ægis“ er minst á aðferð þessa, og er þess þar getið, að Norðmenn sjeu farnir að veiða hákarl á lóð og noti sjálfan hákarlinn til beitu. þeir höfðu þá markað fyrir alt af skepnunni, fyrir lifur, fiskinn eða ketið og skrápinn. Fari nú svo, að hákarlaveiði verði hjer stunduð framvegis, hvort heldur með gamla laginu eða þá með lóðum, þá mega menn ekki fleygja því, sem pen- ingavirði er. þær upplýsingar sem fengist hafa benda á það, að skrápur sje dýr vara, því auk þess, sem hann er hafður til bókbands, eru úr honum gerðar peningapyngjur, veski og kven- töskur, sem þykja mesta gersemi. öm hákarlskjöt og markað fyrir það hefir engin vissa fengist, enda afarörðugt að fá ábyggileg svör þótt spurt sje um sltkt, eins og sakir standa nú. Kunnugur maður skýrir svo frá, að best sje að fara með há- karlsskráp eins og gærur til út- sendingar, salta hann litið eitt, vefja saman og binda utan um. Ekki hjelt hann að belgurinn þyrfti að vera í heilu lagi, þar eð hann aðeins væri hafður í smágjörfa hluti, en hvað sem því líður, þá verður að athuga þetta alt. Hverju er ekki fleygt hjer vegna fákunnáttu og ósamheldni manna. Lítum t. d. á Sandgerði. þar í fjörunni eru þúsundir króna látnar fara til ónýtis meðan á vertíð stendur. Kinnar og gellur eru matur, bein má mala og hafa til ýmislegs, roðið af hausunum er dýr vara, notuð í lím — öllú þessu er fleygt hjer. Hákarls- skrokkum í heilu líki er fleygt þegar búið er að ná iifrinni og ekkert verið að hugsa um, hvort það sje peningavirði eða ekki sem fleygt er, og þó kvarta allir um peningaleysi og bjargarskort. Svíar og Ameríkumenn munu nú einna lengst komnir í því að nota alt úr fiskinum. Úr þorsk- beinum eru nú t. d. tilbúnir hnappar, hárkambar o. fl. og alt kemst það á heimsmarkaðinn og hirðingin borgar sig, og enginn vafi á, að mörgu af því, sem nú þykir sjálfsagt að fleygja hjer, verður innan fárra ára haldið saman og komið á markað sem 3 rúmgóð herbergi og eldhús hetugt fyrir kaffi- og matsölu- hús og á góðum stað í bænum. verða mikill hjer á Eyju, þar sem alt að helmingur báta ætlar sjer að gera út með netum. 7. Að endingu vil jeg biðja alla útgerðarmenn og kaupmenn og eins þá sem fisk hafa undir hendi frá öðrum, að hafa það hugfast, sem jeg hefi hjer tekið fram, svo að vjer Eyjabúar get- um boðið eins góða vöru, eins og önnur sjávarpláss á landinu. Steinholti 16. febr. 1918. hefi jeg verið beðinn að úivega. Kristm. þorkelsson. s. 3' oi Mm. annari verslunarvöru. Spurningin er aðeins sú, hve lengi ætla menn að Heygja í sjóinn og f'jörurnar ígildi beinharðra peninga. „Ægir“. Aths.: það, sem sagt er hjer um með- ferð á f'iskiúrgangi, á ekki við Vestm.eyjar, því að hjer er stór og myndarieg verksmiðja til að gera fóðurmjöl úr fiskiúrgangi, hún verður þó ekki rekin sem stendur, vegna kolaskorts. Leiðbeiningar um meðferð á íiski, sem veiddur er á bifbáta og opna báta þar ti! hann er kominn í salt. Til þess að sá fiskur, sem veiddur er á bifbáta og opna báta, geti orðið góð og vönduð vara, verður að hafa það hug- fast, sem hjer fer á eftir: 1. Á hvaða veiðarfæri, sem fiskur er veiddur, hvort heldur er lóðir, net eða handfæri, ber að skera hann á háls, eftir að hann er innbyrtur, og láta hon- um blæða, svo vel sem hægt er; skera hann sem næst tálkninu, svo að himnan framan við innýflin haldist heil og lifrin ekki skemmist. þetta gildir um allar tegundir fiskjar, sem ætlaðar eru til út- flutnings. Sá fiskur, sem ekki er skorinn á háls, eða illa skor- inn, getur aldrei orðið fyrsta flokks vara. 2. Að gæta þess svo vandlega sem föng eru á, að það sje farið vel með fiskinn í mótorbátunum, eða í þeim bátum sem hann er fluttur á land; að honum sje ekki kastað óþvrmilega, og sem allra minst sje troðið ofan á hon- um, eins og oft hefur átt sjer stað hjer síðan mótorbátarnir fóru að ganga ti^ fiskjar. Eins hefi jeg orðið þess var, að menn hafa kastað bjóðunum ofan á fisk þann, sem þeir hafa verið að flytja í land á smábátum, og enn- fremur að menn hafa kastað sjer sjálfum ofan á fiskinn. Einnig er að gæta þess vandlega, þegar á land er komið, að fiskurinn sje þá ekki marinn eða kraminn til skemda; þess ber að gæta þegar gert er að fiskinum, að hann rifni ekki frá þunnildum eða skemmist á annan hátt, og eins að fiskurinn sje vandlega þveg- inn í saltið, því að sá fiskur, sem rifinn er frá þunnildum eða illa flattur og á annan hátt illa farið með, getur aldrei orðið fyrsta flokks vara. 3. Ennfremur vil jeg áminna alla þá er fisk eiga, og sömuleiðis þá sem hafa fisk undir hendi frá öðrum, að vanda alla hirðingu á fiskinum og einnig söltun á honum. 4. Jeg hefi einnig orðið þess var undanfarin ár, að menn hafa vandað illa vöskun á fiskinum, og hefur það verið aðallega á- bótavant baka til á fiskinum, aðal- lega undir öllum bakuggum, og vil jeg enn áminna menn að vanda vöskunina betur, en áður hefur átt sjer stað, því að það er enginn flýtir fyrir þá sem eiga fiskinn, þegar til búðar kemur, að verða þá að bursta fiskinn. 5. Ennfremur vil jeg biðja þá útgerðarmenn og kaupmenn, sem eiga stakkstæði sín í óhirðu, að hafa þau í betra ástandi, en þau hafa verið, og eru ennþá niður- grafin í grasi og óþverra, því það er afarvont að þurka fisk á sltkum reitum, og ekki síður á þeim reitum, sem liggja við aðal- götu bæjarins; yfirleitt hefur fiskurintt alt annan lit, sem þurk- aður er fyrir utan bæinn og ofan. það getur orðið mönnum dýrt, þótt ekki sje nema um sól- brenda fiskinn að ræða, sem menn hafa fengið hjer undan- farin ár, en slíkt verður oft á grösugum reitum, illa hirtum. 6. Ennfremur vil jeg tilkynna öllum útgerðarmönnum og kaup- mönnum, og þeim sem versla með fisk hjer á Eyju, að hjer eftir verður n e t a f i s k u r og I í n u f i s k u r flokkaður í tvo flokka; netafiskur kemur til að —o — Fyrir nokkru var grein um þetta í ensku læknablaði (Bishop Harmon. Brit. tned. Journ.); var því haldið fram þar, að sjóndepra á börnum færi injög í vöxt og kvikmyndasýningum kennt um. Verstur fyrir augun er titring- urinn á myndunum, ljósleiftrin, sem eru tíðust á slitnum mynd- um og munurinn á myrkrinu í áhorfendasalnum og skellibjört- um sýningarfletinum. Enn er talið að hreyfingum leikendanna sje jafnaðarlega hraðað um of á sýningunum, svo að börnin megi haf'a sig öil við, til þess að geta skilið efni myndarinnar. Til þess að bæta úr þessu ráðleggur blaðið: 1. Meiri biitu í áhorfendasaln- um, 2. að sýna ekki mjög slitnar myndir, 3. að forðast að hraða sýningunni um of, 4. lengri tima milli þátta, 5. að láta börnin hafa bestu sætin, 6. að hafa sýning- arnar ekki lengri en 1 klukku- stund. þá er og efni sumra mynda ekki við hæfi barna. H. G. Skáidastyrkurinn. —o — Samkv. tillögum skáldastyrks- nefndarinnar hefur stjórnarráðið nú úthlutað styrk þeim, „til skálda og listamanna", sem síðasta þing veitti tii 12000 kr. fyrir árið 1918, þannig: Einar H Kvaran rithöf. 2400, Einar Jónsson mynd- höggvari 1500, Guðm. Magnús- son rithöf. 1200, Guðm. Guðm- undsson skáld 1000, Jóh. Sigur- jónss. rith. 1000, Valdem. Briem vígslubiskup 800, Guðm. Frið- jönsson skáld 600, Jakob Thor- arensen skáld 600, Sig. Heiðdal sagnaskáld 600, Ásgr. Jónsson málari 500, Brynjólfur þórðarson málari 500. Jóh. Kjarval málari 500, Rikarður Jónsson myndasm. 500, Hjálmar Lárusson myndsk. 500. (»Lögr.“).

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.