Skeggi


Skeggi - 16.03.1918, Blaðsíða 2

Skeggi - 16.03.1918, Blaðsíða 2
SKEGGI »Skeggi« kemur venjuiega úí e i n u s i n n i í v i k u, og oftar ef ástæður leyfa. Verð: 5 kr, árg. (minst 50 blöð). Auglýsingaverð: 50 aur. pr. c.m.; 60 aur. á 1. bls. Ú t g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Gunnar H, Valfoss, , Ritstjóri og ábyrgðarm. Páll Bjarnason. sökudólgum, sem undir brjefinu stóðu, á sinn fund til hirtingar, eins og henni muti hafa verið ríkast í huga hjer 1912, þegar völlurinn var sern mestur á henni, þá þegar nefndinni fanst hún um- fram alt þurfa að hirta Gísla John- sen og mig út af undirskript okkar, ásamt 96 mönnum öðrum, undir umkvörtunarskjali til netndarinnar, aðallega út af Ijósaleysi þá á Sýslu- ,bryggjunni. Nefndin taldi þá, að við hefðum afvegaleitt þessa fyrr- nefndu, og erum við þakklátir nefndinni fyrir það ótakmarkaða álit sem hún hafði þá, og kann að hafa enn á okkur, sem Ieiðandi mönnum. Auðvitað höfðum við þá ekki skap í okknr til þess að mæta fyrir þessum sjáifskipaða hæstarjetti, og varð nefndin því að láta sjer nægja að nöldra við sjáifa sig. Okkur minti, að það hefðu v$rið »háttvirtir kjósendur*, sem kusu meiri hluta nefndarinnar á sínutn tíma og mundi sú regla enn giidandi að þjónarnir yrðu að svara fyrip verk ssn. Jeg er viss um, að hver sem hefði sýslunefndargerðina frá 1912 með höndum, hefði gaman af, ein- hvern landlegu-daginri, að lesa þar þann feiknar gorgeir ojg misskilning, sem þar er haugað saman út af þessu 98-manna skjali. En aðaí- tilganginum var náð, Ijósin komu á bryggjuna, og má heita að þau hafi aldrei sloknað þar síðan, hvorki dag nje nótt. Aftur á móti virðist neíndinni hafa farið það fram síðan, að hún virðíst algjörlega æt!a að skella skoileyrunum við pg stinga undir stól því eríndi frá 1916, sem ræðir um bryggjustæðið. Enginn skyldi þó ætla að nefndiri þyröi ekki að leggja þetta atriði fyrir alm. fund? En hvað veldur? Trassaskapur eða hvað? En við vesiingarnir, sem undirskrifuðum skjalið, bíðum ró- legir; bjuggumst fyrst við því dag- lega, síðan í hverri viku og mán- uði og síðan á hverju ári síðan 1916, að einhverntíma yrði sú auglýsing staursett bjer, sem boð- aði tii alm. fundar tii að ræða um fyrirhugaða »Bratta«-bryggju, og við bíðum enn, bíöum þangað ti! andinn kemur yfir nefndina. Áður en jeg vík af sýslubryggj Sparið tíma • yðar og peninga! í>að gerið þjer hvorttveggja best með því að skoða vörurnar og gera kaupin þar sem ruest og besí er úrvaiiö, og þar sem mestar líkur eru til að þjer getið fengið það sem yður vanhagar um, alt á sama stað, hvort það er til faíar eða matar, útgerðar eða annars, en öll þessi mikilvægu skilyrði uppfytíir best verzlun S 3« 3í&wset\/ unni rek jeg mig á þrengslin þar, á henni ofantiJ, sem stafa af húsum, eða aðallega húsi, sem stendur þar upp og fram meö henni að vestan. Það hefur lengi þótt nauðsyn að reyna að fá þetta hús fjarlægt. í fyrra bauðst fækifærið; þá voru húsin vestanmegin seld, og jeg vissi til þess, að einn af sýslu- nefndarmönnutium gerðí formanni nefndarinnar aðvart um þessa söiu, en af einhverjum ástæðum, auð- vitað aiveg óskiljanlegum almenn- ingi, slepti nefndin þessu fækifæri, ræddi elcki einn sinni málið, og kaupmaður nokkur hjer keypti. En hvernig fer nefndin að afsaka þetta tómlæti sitt? H/er var um nauðsýn að ræða, sem snerti al- menning, en ekkert er aðhafst. Þeir ættu, þeir herrar sýsiunefndar- menn, að koma þarna niður á bryggjuna þegar umferðin er að marki þar: Þegar tugum vagna, ýmist fullum eða tómum, er ekið fram og upp og alt stendur fast við hornið. Að jeg minnist ekki á óþægindin og tafirnar, sem af þessu leiðir, þá er mildi, að ekki skuli opt slys af hljótast. Enginn taki orð mín svo, að jeg iáí þeim er keypti, þótt hann keypti þessi hús, því hann þarfnaðist húss þarna. Þrátt fyrir það væri ekki j : óhugsandi, að hann seldi sýslunni ‘ fremsía húsið, sem er versti þrösk- j uldurinn á veginum, og ætti sýslu- ; nefndin að reyna að ná samningi við hann sem fyrst, því að mál þetta þolir enga bið, og ekki víst ef eigendaskipti yrðu, að hægra yrði að semja síðar, því aö fafllað taka húsið og lóðina eignanámi, eins og jafnvel einhver úr sýslu- nefndinni hefnr látið sjer um munn fara, að reka muni að fyrr eða síðar, er leitt, og ætti ekki að þurfa, ef sanugirni rjeði á báða bóga. ■ ■ CD Dömi íiiká i- dut S- nýtt úrval 3» 3«^\set\. Um auðkenni á veiðarfærum. því var hreyft á formanna- fundinum 26, f. m. að ein um- bótin, sem gera þyrfti við sjávar- útveginn væri það, að menn merktu veiðarfæri sín greinilega. þessu sama hefur áður verið haldið fram í öðrum veiðistöðv- um, og það var til umræðu á síðasta fískiþingi. Raunar er það gamall siður að merkja veiðar- færi, t. d. lóðir með leðurspjaldi og dufí með brennimarki, en þessi mörk hafa reynst miður en skyldi, þar sem mikill yfír- gangur er á miðum, eins og verða vill þegar fjölment er úr ýmsum bygðarlögum og sjósókn mikil, svo er t. d. hjer við Vest- mannaeyjar, kringum Garðskaga og víðar. Á þessum stöðum hefur veiðarfæratjónið verið mesta plága á síðari árum og það sem lakast er, að margt af því er skeð af mannnvöldum. Vitaskuld er örðugt að merkja svo glögt að full vörn sje í fyrir yfirgangi þeirra manna, sem hann temja sjer, en örðugra verður þeim ætíð að helga sjer hluti, sem eru greini- lega merktir öðrum. Fleiri á- stæður má telja fyrir því að merkin eru nauðsynleg. Ein er sú, að veiðarfæri sem finnst í sjó, og ekkert merki er á, getur enginn einstakur eignað sjer, jafnvel þó hann haldi sig þekkja það; er það þá eign hins opin- bera og ekki þess, sem finnur. Enn er það, að hásetar, sem ekki mundu vilja vera samsekir for- manni í yfirganginum, ættu miklu auðveldara aðstöðu til að spyrna á móti; enda ættu þeir þá meira í hættunni. þetta, sem hjer er sagt að ofan, viðurkenna flestir sjómenn, telja enda sumir nauðsynlegt að lögbjóða ákveðin merki á veiðar- færum. Mál þetta var til um- ræðu á síðasta fiskiþingi, sem fyr segir, og borið þar fram samkv. ályktun sambandsþings Sunnlendingafjórðungs. Umræður urðu töluverðar um málið, og lauk þeim svo að samþykt var áskorun til alþingis um að setja lög um þetta efni. Frumvarp um það kom fram á alþingi, en það var tekið aftur. Alþingi virðist ekki hafa þótt ástæða til að setja lög um þetta efni, hefur ef til vill litið svo á, að þess þyrfti ekki með, menn væru skyldugir til að merkja eftir eldri lögum eða samningum við aðrar þjóðir. En hvernig sem því er varið, þá er það vist að töluverður ruglingur er á um merkin, vantar yfirleitt einhverja reglu, sem menn gætu svo hagað merkjunum eftir. Fiskimenn verða sjálfir að taka til sinna ráða um þetta efni, úr því að lögstjórnin leiðir sinn hest frá því. Greiðast væri að formenn í hverri veiðistöð kæmu sjer saman um merkin og ljetu gera skrá yfir þau, og væri hún geymd á góðum stað, t. d. hjá hreppstjóra. þar með væri því afstýrt, að nágrannar ættu sam- merkt. Kostnaður við þetta þyrfti sama sem enginn að vera, en það væri ofurlítið spor í þá áttina að friða veiðarfærin á fiskimiðum vorum. Sú.forganga verður að koma frá fiskimönnum sjáltum, og fiskifjelögum, úr því að þjóðfjelagið vanrækir meö öilu þá skýlausu skyldu sína. Hjer er verkefni fyrir deildir fiskifjelagsins. Ástandið —o— í hverri viku berast hinar á- takanlegustu raunasögur frá Finn- landi. Sultur og hernaður, það er upphafið og endirinn. Ófriður- inn kemur víst ekki eins ómak- lega niður á neinni þjóð sem Finnum. þeir fóru í bardagann með þeirri þjóðinni, sem hefur þjáð þá öldum saman, gerðu það af borgaralegri hlýðni, í von um það, að rjettur þeirra kæmi því fremur til greina, þegar friður verður saminn. En þegar keis- aradæmið var afnumið t fyrra, þóttust þeir lausir allra mála við rússneska ríkið. þá var upp- reisnaralda um alt Rússland og þóttust Finnar eiga einir að ráða öllum sínum málum, er svo var komið. Gekk það í þófi lengi vel, en þó höfðu þeir sitt fram, og fengu ríkið viðurkent snemma í vetur. Settu þeir stjórn hjá sjer og komu upp her. En stjórnarstarfið ervandasamt, þjóðin er kúguð af áhrifum hernaðarins, samgöngur við útlönd sáralitlar, nema við Rússland, en þaðan var þeim lítillar bjargar von. Atvinnuvegir hafa lagst mjög niður af samgönguleysinu. Aðal- útflutningsvaran er timbur, og ekki verður þeim það að vöru nema því verði komið burtu. Korn- yrkjan brást, og rjett ógerningur að ná sjer korni og öðrum nauð- synjum meðan Eystrasalt er lok- að; ástandið í Rússlandi bætti heldur ekki fyrir. Tók brátt að sverfa að fólki og gerðist hung- ursneyð víða um landið. Ofan

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.