Skeggi


Skeggi - 16.03.1918, Blaðsíða 3

Skeggi - 16.03.1918, Blaðsíða 3
SKEGGI landseyjum; Svíar höfðu þar lið fyrir. Símstöðin opin virka daga kl. 8 árd. til 9 síðd. Helga daga 10—12 árd- og 2—7 síÖd. Póstafgr. opin alla virka daga kl. 10—6. Lyfjabúðin alla daga kl. 9—10. íshúsið alla virka daga kl 4—7 síðd. Sýslubókasafnið sunnud. 9—11 árd. Hjeraöslæknirinn heima daglega 12-2. á það bættust svo óeirðir í land- inu. Harðsnúinn flokkur reis upp og fór með her á hendur stjórninni. Vill flokkur sá halda áfram sambandinu við Rússa, og þeir standa auðvitað á bak við. Sendu þeir hina svo nef'ndu „rauðu hersveit“ til að hjálpa uppreisnarmönnum. Óaldar- flokkar þessir hafa gert hin mestu spellvirki, rænt og brent, myrt og meitt saklaust fólk og þar fram eftir götunum. Sulturinn og kuldtnn veita þeim lið, Stjórnin hefur til þessa borið hærra hlut og haft til þess einhvern liðstyrk frá þjóðverjum öðru hvoru. En sultinum hefur hún ekki getað afstýrt. Svíar hafa verið að reyna að bæta úr bölinu eftir megni, vilja sumir þeirra heyja stríð með þeim, en fá því ekki ráðið. það er þrautatíð þetta hjá Fínnum. Blómin. þýðviðrið þessar síðustu vikur, minnir mann greinilega á komu vorsins, þó snemt sje. Glugga- blómin eru tekin að vaxa, áður en tóm er til að „skif'ta um“ á þeim. Nú er auðvelt að ná í þýða mold. Ættu húsmæður ekki að sitja sig úr færi með að taka hana og skifta um á blóm- unum, því að óvíst er að betra verði síðar. þau frost geta komið síðar í vetur að góð mold náist ekki fyr en í ótíma. Frá ófriðnum. Á vesturvígstöðvun- u m stendur yfir stórorusta. Ekki getið um nein úrslit þar. þjóð- verjar sækja á, en bandamenn hrinda áhlaupum. Loftárás á París. Snemma í vikunni fóru 60 þýskar flugvjelar til Parísar, og vörpuðu niður sprengikúlum. Um 100 manns biðu bana, en margir særðust og miklar skemdir urðu. Fyrirspurn, það var í vetur, dag þann sem Guðlaugur í Gerði ljet moka snjónum af götunni móts við Ás- byrgi og Svalbarð, að jeg ók slori á leið heim til mín. En þar sem jeg gat ekki komið því alia leið fyrir snjóþyngslum á götunni, þá lagði jeg það af mjer einhver- staðar við eina af aðalgötum plássins. En minni mitt er farið að förlast, og jeg get ómögulega munað, hvar jeg ljet slorið. En sökum þess hve langt er síðan, þá þykist jeg vita að það sje farið að úldna, býst því við að vegtarendum þyki lítill þrifnaður að því svona alveg við götuna. Mundi nú ekki „Skeggi" geta hjálpað mjer, og bent mjer á stað þann sem jeg skyidi eftir slorið. Hugsast gæti að jaf’n víð- f'örull og „Skeggi" er um götur bæjarins, að hann hefði rekið sig einhverstaðar á það, og væri þá svo velviljaður, að benda mjer á hvar það er. Karl hinn skegglausi. Sem betur fer, getur „Skeggi" orðið „Karii hinum skegglausa" að liði í þessu efni. Hann hefur í nefnil. á hverju laugardagskveldi I stðan þetta bar við, gengið götu | þá sem siorið liggur við, og er | hún við Nýjabæjarveginn. Nær neðri endi slorhrúgunnar nær á ; móts við efri enda Heiðartúns- i grjótgarðsins og svo þar dálítið í upp með götunni; þaðan má j kenna hunangsþefinn. 1 ■ _ R ú s s a r hafa sett ráðsamkomu j í Moskva, til að ráðgast um hvort j taka skuli gilda og skrifa undir friðarsamninga þá, er gerðir hafa verið við Miðríkin. þar eru fulltrúar af hálfu hermanna, verka- manna og bænda. Samningana ] á að undirskrifa þ. 17. þ, m., ef samkomulag næst. þjóðverjar hafa samið frið við Finna og sent stjórninni lið gegn uppreistarmönnum Liðið var sett á land í Aabo og á Á- ■1 , Abdul Hamid, fyrrum soldán Tyrkja er nýlega látinn. Hann kom víða við sögur, en var ekki að því skapi vinsæll. þótti hann næsta grimmur og illur viðureignar, en duglegur ákafiega og stjórnvitur að vissu leyti. Ríki tók hann eftir bróður sinn árið 1876. það var þá alt í óreiðu og ástandið hræðilegt bæði af innlendri óstjórn og á- sælni annara þjóða Nokkur lönd á Balkanskaganum, sem nú eru i gengin undan Tyrkjum, voru þá | að krefjast rjettar síns með vopn- | um. Gerðist þá mikill ófriður á ] Balkan, sem lauk með þvt að Tyrkir mistu í raun og veru Búlgaríu og fleiri lönd. Um þær mundir (1878) var hinn nafn- frægi Berlínarfundur haldinn, þar sem ákveðin voru landamerki á Balkan. Löngum var agasamt í ríkinu á dögum Abdul Hatnids, ; gerðu ýmsir upphlaup, en aðrar þjóðir rjeru drúgum undir og náðu víða yfirráðum. Bretar tóku Kyprusey og yfirráðin í Egiftalandi, Frakkar í Tunis og Bardohjer., Grikkir þessalíu, Búlgarar A.-Rúmelíu, og Austur- ríki Bosniu og Herzegoviníu, og telja sumir það upphaf núverandi ófriðar. Tyrkir v^oru býsna lamaöir eftir allar þessar hrakfarir, fjár- hagurinn hræðilegur, herinn tvístraður og þjóðin full örvænt- ingar. En soldán ljet ekki hug- fallast, hann einsetti sjer að rjetta hag ríkisins og vann eins og vík- ingur að umbótum í hernum, skólum og samgöngum. Leitaði hann sjer einkum aðstoðar hjá þjóðverjum, en átti þó margt gott við aðrar þjóðir líka. Hann þótti vinur þeirra er hann hafði hag af. Miklar umbætur ljet hann gera á samgöngum í Litlu- Astu, því hann mun hafa sjeð hvernig fara mundi um yfirráðin í Evrópu. Örðugast átti hann í • baráttunni við Ung-Tyrki, og bar ! margt til þess. Urðu þeir hon- um að síðustu oíjarlar, gerðu ! uppreisn og ráku hann frá ríkj- um í aprílm. 1909, en settu til valda hálfbróður hans, þennan sem nú er soldán og nefnist Muhamed V. Abdul Hamid var stórauðugur maður, þótti margt af þeim auði misjafnlega fengið og var gert upptækt, en hann sjálfur settur í fangelsi. Sat hann þar það sem eftir var æfinnar; þótti þá fátæklegt um hann, hjá því sem verið hafði áður. Nokkrir vinir hans skildu ekki við hann lifandi. það segja menn að jafnan hafi hann fyigst með í því sem gerðist í heiminum, meðan hann var í fangelsi, og lagt þar á ýmsa dóma, sem þóttu viturlegir. því er jafnan haldið fram af sumum að forlög Tyrkja hefðu orðið öll önnur hefði hann ráðið þar ríkj- um síðustu árin. Hefði það auð- vitað ráðið geysimiklu um gang heimsófriðarins og óvíst að hann he'ði þá komið svona fljótt. Abdul Hamid var þjóðhöfðingi í fornum stíl, járnkarl duglegur, vitur og skrautgjarn, en tortrygg- inn og grimmur ef því var að i skifta; fengu kristnir menn óspart að kenna á því. það varð hon- um um megn að „bjarga“ Tyrk- landi, þó duglegur væri. Gjalddagi „Skeggja* er 30. apríl. Auglýsingum í „Skeggja" sje skilað fyrst um sinn fyrir mið- vikudagskvöld. Sæluhús þar sem jafn mikið hefur verið ræti um björgunarmál sem hjer; væri ekki úr leið að minnast lítið eitt á annað atriði, sem er því mjög skylt og næsta lífs- skilyrði. það er verndun heils- unnar! það er óneitanlega mikið fengið með því að kjósa „nefnd“ til að gangast fyrir þvt að mönn- um og bátum sje bjargað úr sjávarháska. En það Htur út fyrir að flestum eða öllum hafi yfir- sjest það atriði, sem heilsuna varðar hvað mest. það ætti þó engum að geta dulist hvað alvar- legt það gæti orðið fyrir „for- mennina" hjer, að þurfa að standa klukkutímum saman um hánótt í misjöfnum veðrum austur á „Skansi" að gá til veðurs og hvort nokkur rói. Uppástunga mtn er því sú: að kallaður verði saman formannafundur í þriðja sinni á vetrinum, til að ræða þetta mál, og sýnist mjer þá heppileg- asta fyrirkomulagið að bygt yrði sæluhús á „Skansinum" annað- hvort á sýslunnar kostnað eða þá formannanna sjálfra, sem er það auðvitað tilfinnanlegast sjálf- um, að þurfa að fara þangað svo að segja á hverri nóttu og sumir jafnvel með háseta sína 'í eftir- dragi, og standa þar oft þangað til birtir. Trúlegt þykir nijer að menn horfðu ekki í þann kost- nað, sem þetta hefði í för með sjer, því hann gæti naumast orðið mjög tilfínnanlegur fyrir svo marga. Glugga þyrfti ekki að hafa nema á norður- og austur- hliðinni, því þaðan mætti bæði sjá til veðurs og bátaumferðar. Líka sýndist vel viðeigandi að hafa þar suðuvjel t. d. „prímus“ til að hita sjer kaffi, því óþægi- legt getur verið að þurfa að fara heim til þess, einkum fyrir þá Dóttir fiskimannsins. Verðlaunasaga eftir Johann von Rotterdam. —o— (Framhald). er hún afhenti Dóróteu klútinn. Raunar hafði hún þverneitað að taka við honum, en þeir hjeldu að það væri ekki nema látalæti. Voru þau þrjú svo færð fyrir rjett, en höfð í gæsluvarðhaldi nóttina áður. þeim tókst að sanna sakleysi sitt og var slept lausum fyrir góðra manna til- stilli. Hjeldu þau svo út i sveit- ina aftur og fengu gistingu hjá malara nokkrum um kvöldið; urðu þó að sofa í hlöðunni. Um nóttina fjekk Bout hitasótt, sem snerist upp í taugaveiki; þann kvilla (130)

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.