Skeggi


Skeggi - 23.03.1918, Blaðsíða 3

Skeggi - 23.03.1918, Blaðsíða 3
SKEGGI Minnisb'að. Símstöðin opin virka daga kl. 8 árd. #til 9 síðd. Helga daga 10—12 árd. og 2—7 síðd. Póstafgr. opin alla virkadag'. kl 10—6. Lyfjabúðin alla daga kl. 9—10 íshúsið alla virka daga ki 4 — 7 síðd. Sýslubókasafnið sunnud. 9—11 árd. Hjeraðsiæknirinn heima daglega 12-2. breytingunni. Sóknarpresturinn sem dvalið hefur hjer nærri þrjá áratugi, verið hjer manna lengst í sýslunefnd og auðvitað þaul- kunnugur kjörum manna hjer, er alveg á sömu skoðun og þeir hinir. Hjeraðslæknirinn, sem líka hefur verið í sýslunefnd og stöðu sinnar vegna nákunnugur ástandi öllu, telur ekki annað skipuiag geta átt við en bæjarstjórn. Lyfsalinn, sem fyrstur vakti máls á því í „Skeggja“ hve ó- hönduleg starfsaðferð sýslu- nefndar.væri, er bæjarstjórn ein- dregið fylgjandi. Undirtektir undir málið eru þá eins og best verður á kosið, allir með — enginn á móti. Næst liggur þá, að hafast eitt- hvað að til framkvæmda. Al- þiugi á að koma saman snemma í næsta mánuði. Ætti vel við að fela þingmanni kjördæmisins að flytja málið þar; dráttur á því verður aldrei til bóta. Málið getur hvort sem er engan skaðað, en allir telja það til framfara. það verður borið upp á væntan- legum þingmálafundi, eða jafnvel sjerstökum almennum fundi. þar ætti það að fá ekki lakari undir- tektir, en það fær manna á milli, sem lýst er hjer að framan. Færi svo, þá sjáum vjer ekki neitt á móti því, að málið gæti gengið fram á alþingi fyrirstöðulaust við fyrstu atrennu. Ægilegur sjóhrakningur. Á þriðjudagskv. var símað hingað, frá Vík í Mýrdal, að þaðan sæist seglskip, í nauðum statt og þyrfti hjálpar við. „Njörður", togari frá Reykja- vík, var hjer staddur á leið til Englands. Hann brá við þegar að vitja skipsins og kom með það hingað á miðvikud.morgun. Var það flutt inn í Botninn svo nefndan, og liggur nú þar. Sklpið. Skipið heitir „Skandia®, þrí- sigld skonorta frá Marstal í Dan- mörku. Skipshöfnin er dönsk, skipstjóri heitir Hansen. það var svo útleikið, er það kom,að á það vantaði tvö möstrin Rakarastofan í Hafnarstræti 16 Reykjavík, hefur nú fengið mikið af ágætis rakhnffum og rakvjelum og rak- sápu. Einnig mikið af hárvötnum, svo sem Vílixir, Eau du Quinine, Bay-Ruhm, Honeywater, sömuleiðis hið ágæta Pixilflösupomade (sem er eitthvert hið besta flösu-meðal), ennfremur andlitsáburð, svo sem Mentólatum og Alabastakrem, að ógleymdu hinu ágæta sóttvarnarmeðali sem ætti að brúkast á hverju heimili Desin- fecktor. — Allar pantanir afgreiddar gegn póstkröfu. Reykjavík 16. mars 1918, Kjartan & Sig. Ólafssynir. (rakarar). og bugspjótið. Skjólborðið var brotið báðu megin um alla miðju skipsins, báturinn farinn og alt aflaga, sem aflagast gat. Skipið var á leið til Spánar, með fiskifarm, sem það tók hjá hf. „Kvöldúlfi" í Reykjavík, alls um 300 smál. Útivistin. „Skandia® ljet í haf frá Rvík í lok janúarm. Hafði góðan byr í vikutíma suður eftir Atlants- hafi. þá gerði ofsastorm af út- norðri og fjekk skipið áföll slór, misti bátinn o. fl. Var þá komið á 52. gr. N. Br. og 31. gr. V. L. þ. e. suður á móts við Landsend á Englandi. Tíu dögum síðar gerði annað ofviðrið af útnorðri með ægilegum sjógangi. Tók skipið brotsjó einn svo mikinn að burt svifd möstrunum tveimur, bugspjótinu, skjólborðinu og ein- um skipverja; hann náðist þó aftur alheill eftir einn fjórðung stundar. Úr því tóku við sífeldir hrakningar. Enskt gufuskip hittu þeir fyrir sjer og vildi það bjarga þeim, en það tókst ekki, því að vjelin í því var biluð. Sáu þeir enska skipið um tíma á hrakningi skamt frá sjer, en vissu ekki hvað um það varð síðast. Síðan reistu þeir upp stöng nokkra í stað framsiglu, gerðu sjer segl- bleðla eftir föngum og sigldu jafnan er tækt var. Fyrir nokkr- um dögum sáu þeir danskt segl- skip fara skamt frá sjer í vestur- átt; hugðu það vera á leiðinni til Ameríku. þeir drógu upp fárveifu og báðust hjálpar með merkjum. En dólgurinn danski ljet sem hann sæi ekki nauðsyn landa síns, og hjelt leiðar sinnar. Sigldu þeir nú enn og ætluðu að leita sjer bjargar á einhvern hátt, er þeir kæmu í nánd við ísland. Nokkru af farminum urðu þeir að kasta fyrir borð til þess að ljetta skipið. Vistir höfðu þeir nægar það sem til þurfti. Að síðustu var afráðið að leita iands í Vík í Mýrdal, og það fór sem áður segir, að þaðan voru boðin gerð hingað. Skipverjar voru furðu hressir eftir allan þennan hrakning er þeir komu hingað 52 dögum eftir að þeir ljetu í haf. r Alyktun bæjarstj. Hafnarfjarðar. Á fundi bæjarstjórnarinnar 26. f. m. var samþykkt svolátandi tillaga: „Til þess að komast hjá því að gera að líkindum árangurs- lausa tilraun til lántöku, eftir kröfu borgarafundar 7. þ. m., handa efnaminni borgurum kaup- staðarins, þeim tii lífsviðurhalds og annara nota, samþykkir bæjar- stjórnin að styrkja sjómenn og verkafólk með því móti: 1. að bæjarstjórnin geri sitt ítr- asta til þess að botnvörpuskipin „Ýmir“ og „Viðir“ verði gerð út til fiskjar yfir vertíðina frá 14. marz n. k., en til þess vill bæjar- stjórnin beiðast aðstoðar lands- stjórnarinnar um útvegun á kol- um, og í öðru lagi tryggja að nokkru leyti eigendur skipanna fyrir tapi, þannig að bæjarsjóður taki þátt í því allt að Vs parti. — 2. að styrkja sjómenn til þess að eignast nauðsynleg veiðarfæri til allskonar fiskiveiða á opnum bátum, svo og til þess að gera við forna báta og jafnvel kaupa nýja ef kostur er á, gegn því að sá styrkur verði greiddur með aflanum á komandi vertíð og næsta sumri að svo miklu leyti, sem kleift er. — 3. að útvega svo mörgum sem hægt er, atvinnu við vegagjörð, af þeim, er ekki eiga þess kost að stunda sjó eða aðra fram- leiðsluatvinnu, og þá sjerstaklega við vegagerðina milli Hafnarlj. og Reykjavíkur. 4. að skora á landverslunina að sjá um, að svo miklu leyti sem því verður viðkomið, að hæfilegar birgðir af salti, kolum og steinolíu verði ætíð fyrirliggj- andi í Hafnarfirði eftirleiðis, til þess þar með að styrkja sem best að fiskframleiðslu og þar með aukinni atvinnu í bænum. — Ennfremur samþ. bæjarstjórn- in að skora á stjórn verkmanna- fjelagsins nHlff°, að hún veki athygli alls verkalýðs á því ástandi, sem nú er, að því er snertir skilyrðin fyrir lífsframfærslu sem mest á egin ramleik, en þau eru: sparsemi og sjálfsafneitun í sem flestum greinum, iðjusemi og at- orka eftir hvers eins mætd; að þiggja heldur atvinnu, ef býðst þó ekki hrökkvi fyrir öllum dag- lsgum útgjöldum, heldur en ganga iðjulaus, og að missa ekki kjark eða trú á sjálfan sig, 'hvað sem að höndum ber. („Morgunbl.*). Frá útlöndum. R ú s s 1 a n d. það varð niður- staðan á ráðstefnunni í Moskva, að gengtð yrði að friðarsamning unum, sem gerðir voru við þjóð- verja. Samnin^arnir hafa verið undirskrifaðir og friðsamleg við- skifti komin á milli þjóðanna. Rússar hafa sent sendiherra til Berlínar, en þjóðverjar hafa sent fulltrúa til Rússlands, sem á að hafa hönd í bagga með stjórninni; synjunarvald á hann að hafa. Trotzky hefur látið af embætti. Tchelscherev heitir sá er tók við af honum. Lenin er talinn fastur í sessi. Á dögunum var sagt að borgarastyrjöld væri í aðsigi og Alexieff safnaði liði. Stjórnin flutti sig frá Petrograd til Moskva, Trotzky bjóst til að verja Petro- grad fyrir þjóðverjum. Rússar hafa slept tilkalli til Kúrlands, Lithauen og Batum. Við friðarsamningana tálgaðist af landinu um 1400 km.smeð um 50 milj. íbúa. K ú r a r hafa boðið Vilhjálmi keisara hertogatign. þýskaland. þjóðverjar tóku Odessa (borg viðSvartahafið) á dögunum. Flugvjelar sendu þeir þá til Lundúna og Parísar. Mikinn kornforða fluttu þeir til Volhyniu. Okurmál kom þar upp um þær mundir. J a p a n. Japanar fóru þess á leit við Bandaríkin í N.-Ameríku, fyrir nokkru, að þeir sendu her til Síberíu til að koma í veg fyrir afskifti Rússa þar austur frá. þeirri málaleitun var neitað. þá beiddust þeir leyfis að mega gera leiðangurinn út sjálfir, en Banda- ríkin neituðu því. þeim hefur lengi þótt nóg um uppgang Jap- ana þar eystra. K í n a. Kínverjar voru farnir að vígbúast gegn Rússum, en síðar sömdu þeir við Maximalista, svo að ekki varð af herförinni. T y r k i r. Sagt er að þeir hafi myrt menn unnvörpum í Armeníu. R ú m e n a r hafa látið Dobru- dscha af hendi við Búlgara. Kon- stansa, þýðingarmikil borg við Svartahaf, á að vera hlutlaus höfn. P o r t u g a 1. þar hafa nýlega orðið stjórnarskifti. Frakkland. Ciemenceau

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.