Skeggi


Skeggi - 13.04.1918, Blaðsíða 1

Skeggi - 13.04.1918, Blaðsíða 1
I Höfnin og hafnargerðin í Vestm.eyjum eftir jes A. Gísiason. (Niður!) Á Hörgaeyrargarðinn reyndi ekki til muna fyr en í ofsaveðr- inu 19. febr. þ. á., en eptir það veður kom það í ljós, að garður sá var stór-skemdur, og að skemdirnar á honum komu fram eins og á syðri garðinum: hleðslan bilaði aðallega vestan-megin. það er því ekki annað fyrirsjáanlegt, en sömu forlög bíði þessa garðs sem hins garðsins, ef haldið verður áfram á sama grundvelli, og ekki breytt til. Jeg leiði hjá mjer að lýsa hjer skemdunum á Hörgaeyrargarðinum, því að bæði blasa þær við almenningi að nokkru, og svo mun sýslu- neindinni vera þær orðnar vel kunnar, því að jeg geng út frá því, að hinn daglegi eptirlits- maður hafi gefið nefndinni skýrslu um bilanirnar og jafnframt komið með tillögur um, hvað nú skuli til bragðs taka. Reyndar var hinn daglegi eptirlitsmaður ekki búinn að því 28. febr., þegar nefndin kom saman, en svo getur einnig vel verið, að honum beri ekki að gera það; getur líka verið að hann sje búinn að segja af sjer starfinu. Um þessí atriði er mjer ókunnugt; nefndinni hlýtur að vera það kunnugt og þá einnig hvaða skyldur hinn daglegi eptir- litsmaður hefur haft gagnvart henni. En furðulegt væri það í meira lagi, ef nefndin hefði þarna megin engan eptirlitsmann, eða ef eptirlitsmaðtírinn væri svo tómlátur að gera nefndinni ekki aðvart þegar í stað um eins alvar- legar bilanir og Hörgaeyrargarð- urinn varð fyrir 19. febrúar. En hvað sem þessu líður, þá má þó segja nefndinni það til hróss, að eptir óþarflega langt þóf, þó, fjelst hún á tillögu eins nefndar- manns, á fundinum 28. febr., í þá átt, að láta nú rannsaka hvernig þessi garður yrði gerður svo, að hann gæti staðið, sam- kvæmt áliti og samkomulagi við verktakanda. það er óskandí að sýslunefndinni takist að koma þessari hugsun sinni í fram- kvæmd, og að við því hefðum annan garðinn í lagi upp úr öilu braskinu, þótt það sje álit margra, að hjer sje um svo mikin mun garðanna að ræða til að skýla höfninni, að Hörgaeyrargarðurinn væri betur ógerður ef Hring- skersgarðurinn hefði fengist nægi- lega traustur. Jeg hefi nú sagt sögu hafnar- innar og hafnargerðarinnar hjer, og hei'ur það mál orðið nokkru lengra, en jeg hafði hugsað í byrjun, en hjá því varð þó ekki komist, og ýmsu slept sökum rúmleysis, sem vel hefði verið þess vert að minnast á, en áður en jeg lýk máli mínu, vil jeg með nokkrum orðum minnast á hvað næst liggur fyrir að gera hjer, úr því sem komið er. það sem þá liggur næst fyrir er: að útvega hæfilega traustar festar, til þess að leggja hafskip- um við hjer innan-hafnar. Aldrei hefur það komið betur í ljós en í vetur, hversu þessu er stórlega ábótavant, talsvert ijelegra en fyrir nokkrum árum, veruleg apturför á því svæði, og var mesta mildi að spjöllin á bátum, sem stöfuðu af rekandi hafskip- um innan um vjelarbátana, urðu þó ekki enn tilfínnanlegri en raun varð á hjer 19. febrúar. Óskiljanlega lítið hefur um langan tíma verið gert hjer til að bæta þessar festar, en verði það ekki gert hið bráðasta, þá mun það verða til þess, að skip fást ekki til að koma hingað, og er þá illa farið, svo mikil sem flutnings- þörfin er hingað og hjeðan flestan ársins tíma. þessu kann að verða svarað á þá leið, að nú sje? ekki hægt að útvega þessar festar. Jeg fyrir mitt leyti held samt, að það sje ekki ókleift. Innan sýslunefndarinnar sjálfrar eru, svo sem alkunnugt er hjer, svo góðir útvegu-menn, að þeim væri vel til þess treystandi að útvega höfninni þessi bráða- nauðsynlegu legutæki, og mundu einnig með ánægju gera það, en hitt er einnig víst, að sjálfkrafa koma þessi tæki ekki hingað. — þá er þessu næst annað verk- efni fyrir hendi, sem, eins og áður hefur verið minst á, þolir enga bið en það eru umbætur á sýslubryggjunni: að lengja hana fram, hækka hana og breikka á nokkru svæði, Sýslunefndin hefur þegar stigið spor í þá átt, samkv. því sem gerst hefur á ný-afstöðnum sýslufundi, og mun eflaust leiða það mál farsælfega til lykta. Efnið í þessa bryggju- bót er ýmist við hendina eða skamt undan, aðeins nokkuð steinlím þarf að fá-að, og verk þetta getum við unnið sjálfir, að mestu. | þá er þriðja verkefnið, sem er óaðskiljanlegt frá hafnar-bóta- hugmyndinni, og það er vatn. ‘ Hefði hafnargerð sú, sem verið hefur hjer á prjónunum, hepp- nast svo, að skip hefðu iðulega leitað hingað, þá mundi hinn til- ; finnanlegi vatns-skortur hjer hafa | gert bagalega vart við sig. — Um ; þetta atriði var auðvitað ekkert I hugsað þegar ráðist var út í hafnargerðina. það skoðað sem auka-atriði þvert á móti því sem venja er annarstaðar; en vatns- laus höfn, hvernig sem það er skilið, er ekki nútíðar-höfn og verður því síður framtíðar-höfn. Reyndar er hjer, að öllum lík- indum, nægilegt vatn í jörðu, og það skamt frá höfninni, eptir því sem síðustu rannsóknir hjer benda til og verður þess von- andi ekki lengi að bíða, að farið verði að gera alvarlegar ráðstaf- anir í þá átt, áð notfæra sjer þennan iangþráða fjársjóð, því að það er ómótmælanlegur sann- leikur, að vatnsskorturinn og slæmt vatn hefur að ýmsu staðið hjeraðinu fyrir þrifum, bæði hvað þrifnað og heilnæmi snertir; hefur skortur sá oft og tíðum verið sannkailað böl. þegar búið er að leysa við- unanlega af hendi þau þrjú verk- efni, sem nú hefur verið drepið á, þá er komið að fjórða verk- efninu, sem er ný hafnargerð. Jeg hefi tekið það fram áður og þótst færa rök fyrir, að hafnargerð sú, sem nú um nokkur ár hefur verið unnið að, sje ónýtt verk og að þess vegna verði að hætta við það verk á þeim grundvelli, sem til þess var stofnað. En þar með er ekki sagt, að hverfa verði frá hafnar- hugmyndinni fyrir fult og alt. Hafnar þörfnumst við, óhultrar hafnar, sem verði til frambúðar. Reynslan er búin að sýna það, að það þarf að vanda betur til þess verks, en átt hefur sjer stað. Til þess þarf fyrst og fremst vel hæfa menn til að undirbúa verkið og í öðru lagi vel hæfa menn til að líta eptir allri framkvæmd verksins. Hjer verða hyggindi og framsýni að taka höndum saman við þrek og atorku, en láta þá menn hvergi koma nærri slíku verki, sem virðast skapaðir til þess að gera ekkert og fram- kvæma ekkert. — Við þurfum að leita okkur manna í þessu efni, þeirra manna sem sjá hvað hjer við liggur, hvað hjer eigi að gera, hvaða leiðir sjeu hyggi- legastar úr því sem komið er, og væri í því efni ekki óhugsandi, eptir því sem mjer hefur verið bent á, að verkfræðingafjelag íslands mundi reynast okkur heiliadrúgt, ef til þess væri leit- að og það spurt ráða í þessu vandamáli, sem nú má með rjettu nefna vandræðamál. En hvaðan á að taka fje til nýrrar hafnargerðar hjer, mun margur spyrja. Gamla hafnar- gerðin er að líkindum búin að binda okkur svo þunga bagga, að óhugsandi er, að við getum bætt bar við nokkru til muna, einkum þegar þess er gætt, hversu margt annað bráðanauð- synlegt, og jafnframt óhjákvæmi- legt, en kostnaðarsamt eins og t. d. hafnarfestar, bryggja, vatns- veita og margt, mar&t fleira kallar að. Hjer verður því annar aðili að koma til og hlaupa undir bagga, þótt þungur sje, og það er landssjóður. Og sú krafa er alls ekki ósanngjörn, að lands- sjóður geri hjer höfn, ástæðurnar fyrir því eru: Að Eyjarnar eru landssjóðs eign, sem verða hon- um því arðvænlegri, sem þær verða byggilegri og fjölmennari, og að Eyjarnar eru sá eini staður hjer fyrir Suðurlandi, sem bætt geta úr hinu tilfinnanlega hafn- leysi fyrir Söndum. Væri hjer óhult höfn hafskipum, mundu útlendar og innlendar vörur verða lagðar hjer upp, sem síðan væru í sjódeyðum, fluttar í stórum mæli til allra hjeraðanna austan frá Ingólfshöfða og vestur að Eyrarbakka, og einnig mundu jafnhliða verða fluttar frá þess- um hjeruðum ýmsar innlendar vörur, sem síð.an yrðu fluttar ýmist til útlanda eða annara landshluta t. d. Reykjavíkur, sem hjeruð þessi skipta við. Meðan flutningstækjum á meginlandinu er eins háttað og nú, munu flestir þeir sem til Eyjanna nq, kjósa þá leiðina helst að draga að sjer vörurnar hjeðan, og flytja afurðir sínar hingað sjóleiðis. það verður þeim ódýrasta flutningsleiðin, Nýtt, fjölbreytf úrval af vefnaðarvörum. n n

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.