Skeggi


Skeggi - 20.04.1918, Blaðsíða 1

Skeggi - 20.04.1918, Blaðsíða 1
SKEGUI 1. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 20. apríl 1918. 26. tbl. Samgöngu leysið. Raddir kveða nú við hvaðan- æia um ólagið á þeim litlu sam- göngum sem vjer getum vænst að hafa á þessum tímum. þar er þremur um kent, ófriðnum, hafisnum og landsversluninni. Við tvo þá fyrstu vili enginn deila. Annað mál með lands- verslunina. Hjer kemur símskeyti er Stjórnarráðinu var sent hjeðan um síðastl. áramót: 3. jan. 1918. Stjórnarráðið, Reykjavik. Vjer undirritaðir kaupmenn og útgerðarmenn í Vestmanna- eyjum leyfum oss hjer með, að benda hinu háa stjórnar- ráði á það, að vjer álítum mjög óheppilegt að „Sterling« Var hvorki látinn koma hjer við eða á Austfjörðum í síöustu ferð sinni. Eystra bíður fjöldi vermanna eftir færi hingað til að stunda fiskiveiðarnar, sem eru að byrja, og útvegurinn hjer í stór-vandræðum vegna háseta- skorts. Einnig leyfum vjer oss að fara þess á leit, að „Villemoes* verði látinn fiytja fólk hingað frá Austfjörðum og að Stjórnar- ráðið vildi hlutast til um, að „Lagarfoss“ komi hjer við og taki hingað vörur, ef hann ter sunnanlands, og almenningi verði tilkynt þetta í tíma. Jafn- framt leyfum vjer oss að skora . á Stjórnarráðið, að láta skip þau, er fara sunnan-lands, koma hjer í hverri ferð, enda teljum vjer, að það eigi að vera sú gildandi regla. það sjest á sjálfu skeytinu hvort tilefni var til, að það var sent. Um áramótin leit út fyrir að nægur fiskur væri kominn og vildu menn fara að róa, með því líka að ekki veitir af að bera sig eftir björginni, þegar hún býðst á þessum tímum; nógu margir eru atvinnulausir og bjarg- arlitlir. „Sterling0 var á leiðinni austan og norðan um land og rendi hjer framhjá. Komust því vermenn, að austan, ekki hingað fyr en löngu seinna, með „Botníu" Hestir. Annar hópurinn var í Reykjavík, en komst ekki. „Lag- arfoss" fór þó austur um þær mundir, en auglýstvar í Reykja- vík að hann ætti að fara rak- leitt til Akureyrar, þ. e. hvergi að koma við á leiðinni. Af þessu hættu menn auðvitað við að fara með honum hingað, og mikið af póstflutningi varð eftir af þessari ástæðu. það var sem sje afráðið að skipið kæmi hjer alls ekki við i þessari ferð, En þó kom það hjer, öllum f'jöldanum að óvöru. Vermennirnir úr Reykja- vík komu löngu síðar. Hefði það valdið formönnum þeirra stór-tjóni, ef eigi hefði svo staðið á, að tíðarfar var hið grimmasta meðan þeir biðu, en þ a ð vissi enginn fyrirfram. „Villemoes® fraus inni á Siglu- firði í þeirri ferð, er getur um í skeytinu, svo að hann var lög- iega afsakaður. Síðasta atriðið í skeytinu er þess eðlis, að full ástæða er til að fjölyrða frekara um það, í skeyt- inu stendur „að það eigi að vera sú gildandi regla“, að skipin komi hjer í hverri ferð, sem þau fara sunnan-lands. Kemur hjer nokkur skýring á því. það niun flestum kunnugt að „Eyjarnar" liggja alveg við alfara- veg skipa, sem koma til Reykja- víkur, frá þeim löndum í Norður- álfunni, sem mest viðskifti eru við. Raunar sagði einn þjóð- fulltrúi á síðasta alþingi, að Vest- mannaeyjar væru „klettur úti í sjálfu Atlantshafinu“, og líkti þeim við Dranga og Eldey og því var ekki mótmælt. Hann gat þess ekki um leið að þessi „klettur" gefur miklu meira í landssjóðinn, heldur en kjördæmi hans, sem er þó eitt af blómlegustu hjeruðum lands- ins. En þó einstaka þjóðfulltrúa hendi það, að gera sig svona beran að fáfræði, þá ætti lands- stjórnin að vera hafin yfir það; en af vanþekkíngu landsstjórnar eða landsverslunar hlýtur það að vera sprottið hve sjaldan skipin koma hjer. „Sameinaða gufuskipafjel." danska, var fundið ýmislegt foráttu í fyrri daga, en það hafði vit á því, að láta skip sín koma hjer við í hverri ferð; það vissi að það borgaði sigi Sama gerðu og önnur fjelög, alt þar til íslendingar tóku sjálfir við. Útgerðarstjórninni má þó skiljast að annar eins mannfjöldi og hjer er muni þurfa talsverða aðflutninga. það má ekki meta flutningaþörflna hingað og hjeðan, eftir meðaltali í öðrum hjeruðum landsins. Menn stunda hjer nær eingöngu fiskiveiðar og verslun. Alt eldsneyti verður að fiytja að sjer, ekki aðeins til heimanot- kunar, heldur líka olíu handa 60 vjelbátum 4—5 mánuði á ári hverju. Saltið mun varla mega vera minna en 2000 smál. og hrekkur ekki til ef aflabrögð væru ágæt, hjá almenningi, yfir vertíðina, eins og flestir óska þó eftir. í fyrra þraut olíuna á ver- tíðinni, þegar fiskur var nógur fyrir. Enginn getur sagt um, hve miklu tjóni það hefur valdið, því að örðugt er að meta til verðs þann fisk, sem ekki aflast. En það þarf að flytja meira en salt og eldsneyti. Matvörur ná- lega allar, verður að flytja inn, nema fiskinn. Afrásin af búun- um ep varla nema handa þeim fáu, sem þau stunda, ekki svo vel að ræktaðar verði kartöflur að marki (vegna sýkinnar). Útflutningur á vörum er að þvílíku skapi sem aðflutningur- inn. Kom það sjer ágætlega í fyrra þegar „Ceres“ var að sækja kolin til Englands og ekkert var til að flytja þangað. þá var gott að koma hjerna og fá góða sleikju af lýsi, svo að skipið færi ekki tómt til Englands. Nú vill máske einhver segja að ekki sje rjett að gera sjer of- mikla fyrirhöfn fyrir rúml. 2 þús. manns, sem búa hjer. En það er hin mesta fjarstæða. Mann- talsskýrslan er hjer ekki öruggur mæiikvarði, vegna þess að hjer er margt fólk um manntalið, sem er skrifað í öðrum sveitum, kemur á haustin og fer á vorin. þar við bætist svo fjöldi háseta. þeir koma, eða komu flestir t vetur, eftir að manntal var tekið og eru því ekki taldir hjer. Mannfjöldinn mundi vaxa drjúg- um, ef þeim sjálfum og skulda- liði þeirra væri bætt við það, sem fyrir er. Mannflutningar hingað og hjeðan verða að geta gengið sem greiðast. Verkafólkið á manna mest í hættunni, ef þeir ganga illa. Margt af því er ráðið í aðra vinnu um miðjan mánuð, ýmist upp til sveita, „austur á fjörðu“, í Reykjavík og til og frá um landið. Allir geta sjeð hve nauðsynlegt því er að komast leiðar sinnar. { vertíðarbyrjun liggur oft ekki minna við. Mannflutningarair eru hjer, því allmerkiiegt atriði, ekki aðeins fyrir verkafólkið sjálft, heldur líka fyrir atvinnu- rekendur víðsvegar um landið. þetta ætti stjórn landsverslunar- innar að skilja. Geta má þess, að dálítið skán- aði um þetta, er breytt var til um skipulag landsversl. síðast, enda veitti sannarlega ekki af því. Landsvetslunin er sett til þess að greiða úr ýmsum örðug- leikum, sem nú þvinga verslun | landsins, en ekki til að leggja á hana ný höft. Frjáls samkeppni á að ríkja í verslun meðan mögu- legt er, og yfir þvi á landsstjórnin og þingið að vaka. það er þá ekki ofmælt, sem stendur í skeytinu, að það á að vera „sú gildandi regla“ að skip, sem landversl. á eitthvað með, komi hjer við í h v e r r i f e r ð sem þau fara hjá. Fyrirspurnir um fræðslumál. I Menn rekur eflaust minni til þess, er það frjettist frá síðasta alþingi, að í ráði væri að loka öllum barnaskólum landsins og flestum hinna líka, þ. e. lög- banna skólakenslu í vetur. Nokkrar skólanefndir sendu þing- inu mótmæli gegn þessu tiltæki og forsætisráðh. (J. M.) beitti sjer fyrir því á þinginu að kenslan yrði leyfð. Hafðist þó því aðeins fram að málinu var vísað til stjórnarinnar. Liðkaði hún svo um í haust, að kent hefur verið að meiru og minna ieyti í flestum skólum landsins í vetur; þó ekki öllum. Jafnframt þessu var stjórninni falið að taka alþýðufræðslumálin til athugunar og undirbúa breyt- ingar á þeim, ef nauðsynlegt þætti. Nefnd var skipuð til að aðstoða stjórnina í þessum mál- um. í henni eru kennararnir við kennaraskólann og umsjónarm. fræðslumálanna. Sú nefnd mun hafa athugað raddir þær er komið hafa fratn um breytingar á nú- gildandi fræðslulögum. Raddir þær eru mjög ósamróma og býsna örðugt að gera gott lag úr Nýtt, fjölbreytt úrval af vefnaðarvörum.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.