Skeggi


Skeggi - 04.05.1918, Side 1

Skeggi - 04.05.1918, Side 1
!. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 4. apríl 1918. 28. tb!. Hafnarmálið. —:o:— 1. Asiand. Allir Vestmanneyingar munu vera sammála um það, að hahiar- málið sje hið mikilsverðasta fram- faramál fyrir hjeraðið, af þeim málum, sem enn hafa verið tekin upp, Sjávarútvegurinn hlýtur að verða aðal-atvinnuvegurinn, og þar næst verslun sú sem af hon- um leiðir. Hvorutveggja byggist að miklu leyti á góðri höfn. Um þ e 11 a hafa menn a l d r e i þ r á 11 a ð. Hafnargerð sú, sem nú stendur yfir, var ætluð til að bæta úr brýnustu þörfinni, en hitt hefur víst fáum komið til hugar að hún skyldi nægja um aldur og æfi. Hún var hnitmiðuð þannig, að hana mætti stækka smám saman, er frá leið, ef aðalverkið (þ. e. garðarnir) hefði gefist vel. En nú er þegar fengin sú sorg- lega reynsla, að ekki er á það að treysta, nema síður sje, og; Verður nú að taka því eins og það er. Saga málsins hefur verið rakin í blaði þessu eftir þeim gögnum sem fyrir hendi voru. Raunar var ekki farið yfir skjöl þau, er að málinu lúta; þau eru auðvitað geymd í skjalasafni sýslunnar. það er ekki ástæða til að rekja feril málsins að sinni, andmæli gegn því, sem blað þetta flutti munu vera á leiðinni, og gefst þá færi til að athuga þau, er þau koma. „Skeggi“ er reyndar þeirrar skoðunar að það skifti ekki mestu fyrir þetta mál, hvað gerst hefur í því, heldur hvað gera ber. þetta hafa menn ekki athugað sem skyldi, og á meðan er engra umbóta að vænta. Höfnin sjálf er að engu bætt með því, þó að færðar yrðu fullar sannanir fyrir því hver á sök á hinu og þessu glappaskotinu, nje heldur því, þó að sanna mætti með rökum að engum sje gef- andi sök á óhöppunum, því að garðarnir eru að hrynja og grjótið á leið- inni inn á h ö f n i n a. það er mergurinn málsins, eins og nú stendur, og þ a ð verð menn að gefa sjer f y 11 i l e g a 1 j ó s t. 2, Horfur. Málunum er nú komið svo, að hafnargerðarmaðurinn (Mon- berg) er farinn að þreytast á þessu starfi, þykist hvorki hafa af því fje nje frama. Erindreki hans, Kirk verkfr., var á ferðinni fyrir helgina til að ræða þetta mál við sýslunefndina. Sagði hann að hætt yrði við verkið þegar í stað, vegna þess að fyrir- sjáanlegt væri, að upp úr því hefðist ekkert annað en s t ó r- tjón fyrir báða málsað- i 1 a, meðan unnið er á sama grundvelli og áður. Hann lagði brjef um þetta fyrir sýslunefndina og óskaði að fá svar upp á það. Sýslunefndin fór með verkfræð- ingnum til að skoða skemdirnar á Hörgaeyrargarðinum, og átti svo tal um málið á eftir. það kom brátt í ljós, að hún er hjer í töluverðum vanda stödd, þar sem Monberg er annarsvegar, en Ægir hins vegar; verður hún að koma sjer vel við báða, eða hafa stórtjón ella. 3. Úrræðin. Engum manni blandast hugur um það að hjer verður að taka fastan ásetning og framtíð máls- ins er mikið undir því komin hver sá ásetningur verður. Hjer skal engin tilraun gerð til þess að gefa nefndinni ráð. En hitt má hún gjarnan vita, að augu allra þeirra, sem þrá góða úrlausn málsins, hvíla á henni nú, jafnvel fastara en nokkru sinni áður. N»st lægi að taka málið fyrir frá rótum og athuga hvort ekki væri rjett að arka upp á nýjan stofn að öllu leyti, þar sem margt bendir á að innan skams verði endilega að koma hjer trygg stórskipahöfn. En þá er þess að gæta að það verk kostar svo miljónum króna skiftir, og kemur því ekki til mála fyrst um sinn. þá er að bjarga því, sem bjargað verður, en það er hafnargerð sú, sem nú stendur yfir. Hún hefur kostað allmikið fje, eins og kunnugt er, og væri ilia farið ef því yrði ekki bjargað og höfn- j inni eins og hún þó er. Enginn neitar því, að mikil bót er að j syðri garðinum, ef hann hrynur j ekki meira (sem hann auðvitað j gerir, nema hann verði endur- ! bættur). Monberg hefur þegar neitað að ; j halda garðinum áfram, nema 1 hann verði neyddur til að upp- fylla samninginn, en það telur hann hið mesta óráð, vegna þess að þá hrynji alt jafnóðum, eins og áður. Aftur á móti gerir hann kost á að semja á ný og gera tillögur um breytingar á gerð garðanna. það mál liggur nú fyrir sýslunefndinni. Náist ekki samkomulag, verðurgerðardómur látinn rannsaka málið og skera úr því. Vel gæti úrskurður gerðardóms dregist svo lengi að ný skörð yrðu komin í garðana, þegar hann fjelli, en í það má þó ekki horfa ef engin leið er vænni, því ekki er gerandi ráð fyrir því, að verktakandi verði látinn hlaupa frá verkinu laus- beislaður. Sýslunefndin á hjer töluverðan vanda fyrir höndum og niðrunar- laust væri fyrir hana að leita sjer fróðari manna um verkleg fyrirtæki. Sú uppástunga hefur tvívegis komið fram hjer í blað- inu, að leita aðstoðar hjá „Verk- fræðingafjelagi íslands"; kom hún fyrst frá hr. Sig. Sigurðssyni og síðan hr. Jes A. Gíslasyni. Hún er skynsamleg og vel þess verð að henni sje gaumur gefinn. En auðvitað verður að athuga jafn- framt hvað verktakanda ber að gera samkvæmt samningum og jafna þann ágreining, sem vera kann milli hans og sýslunefndar. 4. Vonirnar. Síðastu árin hafa menn þótst sjá höfnina fullgerða í anda, og bygt á því framtíðarvonir sínar. Útvegurinn hefur tekið mestum framförum síðan skriður kom á málið og framtíð hans er að miklu leyti komin undir góðum úrslitum þess. En samfara út- veginum hefur risið upp blóm- leg verslun og mannfjöldinn aukist stórkostlega. Á næstu árum hyggja menn til margvís- legra fyrirtækja, ýmist til fram- leiðslu eða annara nauðsynlegra umbóta. En alt ber að sama brunninum, trygg höfn er aðal- atriðið; annars er alt bygt í lausu lofti. það hefur komið ótvírætt í ljós síðari árin að eyjaskeggjar hafa fullan hug á að hagnýta auðæfin í hafinu umhverfis Eyj- arnar, og ekki telja þeir á sig kostnað nje fyrirhöfn. Viðleitnin hefur borið góðan ávöxt hjá flestum og væri illa farið ef hún dapraðist, einmitt um það leyti, sem vonir manna eru að vakna um það að ófriðarokinu fari að ljetta af. Hitt væri nær rjettu lagi, að sá hópur manna, sem bíður eftir batnandi tíðarfari, til að byrja atvinnurekstur, mætti óragur búa sig undir dagsverkið í þeirri von að skilyrðin versn- uðu ekki af völdum mannfjelags- ins. En til þess verða þeir, sem um hafnarmálið fjalla, að jafna sem best þeir geta þann ágrein- ing, sem bólað hefur á hjá þeim, en leggja heldur alla stund á að koma fram varanlegum umbótum á því, sem úr lagi hefur gengið. það væri drjúgt spor í áttina til að koma bygðarlaginu úr þeim meinlegu álögum, sem mest þjá það. þau eru það, að útlend- ingar eru að verða lítt fáanlegir til að sigla hingað þó þeim sje boðið ærið fje til. þeir þykjast ekki þora að treysta höfninni, og fara með þeim ummælum sumir, að hjer skuli þeir ekki koma framar. það þarf ekki að spá neinu um hverjar afleið- ingar þetta getur haft fyrir bygðarlag, sem á tilveru sína undir siglingunum; það sjer hver maður í hendi sjer. Sýslunefndin gæti ekki unnið Eyjunum þarfara verk, en að bfenna þennan á- Iagaham, ef hún er þeim vanda vaxin. Gjörvalt mannkynið dreymir um bjartari daga þegar er ófriðn- um lýkur, og býr sig af alefli undir að fylla þau skörð, sem komið hafa síðustu árin. Hafnar- garðarnir eru þeir virkismúrar, sem hrunið hafa hjer, en síst mega hrynja; framtíðar-vonir margra manna eru bygðar á þeim. Umbótastarfið er mikið og margbrotið, en h ö f n i n kallar mest að, hún er aðalvigið. Hún þykir lítil í sniðum, eins og hún er. Ekki er að vita nema hún geti af sjer aðra fullkomnari meðan þeir lifa, sem nú eru á Ijettasta skeiði. þá væri hún góðu heilli gerð! Fánamálið á þingi. —o— Menn höfðu búist við því að flutt yrði frumvarp um siglinga- fána á þessu þingi. það hefur þó ekki orðið enn þá, heldur Nýtt, fjölbreytt úrval af vefnaðarvörum. £. 3. ISofin^en.

x

Skeggi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.