Skeggi


Skeggi - 04.05.1918, Blaðsíða 2

Skeggi - 04.05.1918, Blaðsíða 2
SKEGGI »Skeggi« kemur venjulega út e i n u sinni í viku, og oftar ef ástæður leyfa. Verð: 5 kr, árg. (minst 50 blöð). Auglýsingaverð: 50 aur. pr. c.m; 60 aur. á 1. bls. Ú t g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Gunnar H. Valfoss, Ritstjór: og ábyrgðarm. Páll Bjarnason. er kosin sjerstök nefnd í báðuiin deildum alþingis til að íhuga fánamálið og önnur sjálfstæðis- mál í sambandi við það, og leggja á ráðin með það hvernig eigi að ná fullu valdi yfir þeim og fá það viðurkent. Nefnd þessi er enn að starfi sínu og koma þaðan engar frjettir. Ekki verður betur sjeð en að þingið fylgist I alt að einu máli um þetta (þ. e. ! skipun nefndarinnar og tilgang- | inn). En þingið er ekki nema annar aðillinn. Danska stjórnin mun þykjast eiga þar hlut að máli og líta svo á sem undir hana verði alt að sækja. Til máia hefur komið að hún sendi hingað mann, til að semja við þingið um skilyrðin fyrir tilslökun af hennar hálfu. Við framsögu málsins (þ. e. skipun nefndar- innar) í neðri deild, var gert ráð fyrir þessu. Reykjavíkurblöðin minnast undarlega lítið á þetta mál, og kemur það sennilega af því hve skamt það er á veg komið. Ýmislegt bendir á að þinginu sje ætlað að sitja þangað til komin eru svör frá dönsku stjórninni, hvort sem hún sendir nokkurn mann eða ekki. Verða það nokkrar vikur enn og því góður tími til að vinna fleira þarft. Telja má víst að þingið leggi kapp á að koma fánamáiinu fram, úr þvt það hvarf að þessu ráði að fara að fjalla um sjálf- stæðismálið í heild sinni. ,Austur í blámóðu fjalla' og Vestmannaeyjar. —0 — Nýlega er komin út bók, með ofangreindum titli; höfundurinn er hr. Aðalsteinn Kristjánsson fasteignasali í Winnepeg og bókin er gefin þar út s. 1. ár. Efnið er eiginlega ferðasaga frá Ameríku til íslands. Jeg hefi rekist þar á kafla um Vestm.eyjar; og þó það sje hreinn sannleikur sem þar stendur, þá er hann þess eðlis að almenn- ingur ætti að hafa gott af að íhuga hvernig aðkomumenn reka jyrst augun í það, sem fjöldinn ekki virðist sjá hvað tilfinnanlega er ábótavant hjer, sem sje hrein- lœtið. Höfundurinn skrifar þannig: „Til hafnar í Vestmannaeyj- um komum við kl. 8 síðdegis þann 14. (júlí 1915) og stóð- um þar við í tíu tíma. Við fórum allmörg í land, en hjeld- umstekki við fyrir úldnu fiskslori og óþverra, og tók mig það sárara | en jeS Set m£ð orðum lýst; ekki svo mjög sjálfs míns vegna, j heldur vegna útlendinganna, sem með okkur voru frá helstu menningarlöndum Norð- urálfunnar,að þeir skyldu mæta öðrum eins viðtökum á fyrstu höfninni er þeir komu á við strendur íslands. þar er bæði prestur, sýslumaður og læknir í eyjunum og ef jeg man rjett, var mjer sagt, að þar væri heilbrigðisnefnd; en ekki var sjáanlegt, að hún liti betur eftir þorskhöfðunum heldur en hinir. það varð dálítið rætt um þetta á leiðinni til Reykjavikur, og samlandar mínir sögðu sem svo: „þetta væri nú aðeins fiskiver, og í raun og veru kæmi hvorki sýslumanni nje lækni það neitt við, hvernig þeir fara með þorskhöfuðin þar í eynni“. Jeg get vitaskuld ekkert um það sagt, hvað þeir læknir og sýslumaður þeirra Vestmanneyjinga telja fyrir utan eða innan verkahring sinn, en hitt veit jeg fyrir víst að hjer í landi mundi liggja stór sekt við því, að láta hausa og slóg úldna niður meðfram götum og ktingum íbúðarhús um hásumar". þó þetta sjeu ekki mörg orð, þá eru þau því miður altof sönn. þegar þetta aðkomufólk stígur fyrst fæti sínum á íslenska mold, þegar komið er þessa leið frá útlöndum, þá helst það ekki við í landi fyrir ódaun af úldnu fisk- slori og öðrum óþverra. T. d. þessi landi okkar, sem búinn er að dvelja þrettán ár í Ameríku og gleðst af því að komast aftur austur í blámóðu fjalla. Hvílík blámóða tekur við honum hjer! Fyrsta blámóðan sem hann teigar ofan í lungun, þegar hann stígur aftur á móðurmoldina, er slíkur ódaunn af slori og óþverra, að hann og fjelagar hans — útlendir og innlendir — verða að hröklast um borð aftur. Á hvaða menn- ingarhillu skyldu þessir menn ætla okkur! Hreinlæti er þó einn stór liður í sannri mentun. og manninum tók það sárara en hann gætt með orðum lýst; ekki sjálfs síns vegna, heldur útlend- inganna vegna. Skyldi nokkurn furða á því! Og hann minnist á að hjer sje bæði prestur, sýslu- maður, læknir og heilbrigðisnefnd, og það lítur svo út, sem hann hafi sjeð árangurinn af starfi þeirra í þarflr hreinlætis og heil- brigðis. En — hvernig líður hreinlœtinu núna, og hvernig er umhorfs? Hefur hreinlætið nokkuð batnað, síðan þessi maður var hjer á j ferð? því miður er sannleikur- inn sá, að slíkur endemis óþverra- skapur hefur aldrei verið hjer í kringum fiskhúsin, beituskúrana, í sorpræsunum og jafnvel á göt- unum og einmitt nú í vetur og vor. Og það lítur svo út, sem ekkert eftirlit sje haft með þessu frá hálfu hins opinbera. Aptur á móti er sjórinn kringum bryggj- urnar hjer heima tiltölulega hreinn. En inni á Eiði hefur verið kastað í sjóinn (sunnanmegin) kynstrum af þorkhausum og fiskúrgangi. Vitanlega er strangl. bannað að láta þar fiskúrgang í sjóinn alveg eins og hjer heima. Engum ætti að vera hægara að koma fiskúrgangi á öruggan stað en þeim, sem þar salta fisk, því norðan á Eiðinu er áreiðanlega öruggur staður, þar sem sjórinn nær til. þetta er því verra, sem það er beint fram undan sund- skálanum. Og svo eiga veslings börnin að súpa seyðið af þessu í sumar, þegar þau fara að læra sund! Ein tegund óþrifnaðar er enn ótalin, sem er sloríð í matjurta- görðunum. Aðal- eða eini áburð- urinn, sem hjer er notaður er slor. sem er eðlilegt; því lítið er af öðru. En það er venjan, að það er látið ofan á moldina, án þess að moka yfir, Náttúrlega veldur þetta hinum mesta ódaun og óþrifnaði, sjerstaklega af því að garðar eru hjer miklir, þar sem þjettbýlast er. það virðist auðskilið að það besta vegna gróðursins, sem væntanlegur er af sloráburði, er að moka strax yfir hann, annars rignir eða þornar hann upp og notin verða varla hálf. Til eldneytis þurkar margur hryggi, hausa og háf, en flestir gera það úti á túnum, svo það kemur minna að sök, enda er sú viðleitni til eldiviðar-sparnaðar sjálfsögð á þessum tímum. í lögreglusamþyktinni er ýmis- legt um þrifnað og hreinlæti, en það virðist flest vera dauður bók- stafur. VI. hafli hennar, 49. gr. hljóðar þannig: „Heilbrigðisnefndin hefur eftirlit með öllu því, sem að almennum þrifnaði lýtur, eftir þeim ákvæðum sem þar um eru sett í heibrigðissamþykt fyrir kauptúnið eða samkvæmt henni“. Alt þetta endemis óþverraástand þarf endilega að lagfæra — og það hið bráðasta. Eftir þvi sem hlýnar í veðri, því verra verður loftið og óhollara. þess vegna þarf skjótra tilþrifa. Mjer er ekki kunnugt, hvað gert hefur verið þessu málefni til bjargar; en víst er það, að hjer er bæði sýslumaður, læknir, heilbrigðisnefnd og tveir hrepp- stjórar; og ef þeir hefðu allir verið samhentir í að koma þessu í betra horf, þá trúi jeg ekki öðru, en að sjá mætti einhvern árangur af samvinnu þeirra. Hafi þeir ennþá ekki unnið saman, þá verða þeir að vinda bug að því. Leiðirnar geta þeir komið sjer saman um. Ef ekki duga rjettmætar áminningar eða sektir, þá verður aö fara aðra leið, nfl. hafa vissa menn til að hirða allan ónotaðan fiskúrgang, og koma honum á öruggan stað. Frumorsökin til þessa óþverra- skapar er sú, að verkafólkið er ekki, af vinnuveitendum, yfirmönn- um, formönnum, útvegsmönnum o. fl. — ámint um nægilegt hrein- læti. Önnur orsök er líka sú, að ekki er ákveðinn siaður t. d. austur á Urðum, þar sem viðkomendur gætu flutt allan úrgang í sjóinn, og svo vantar þar helsta atriðið sem er vegur. Jeg vil hvetja alla, bæði verka- fólk og vinnuveitendur til að gæta sem mest hreinlætis, því allir hafa hina mestu ánægju og blessun af því. það er sorglegt að hjer, þar sem gæti verið hið heilnæmasta andrúmsloft — sjávar- og fjalla- loft — að það skuli vera eitrað af vanhyggju og trassaskap. Brynj. Sigjússon. /Eskulýðurinn. Oft og mörgum sinnum hef jeg fundið til löngunar hjá mjer að tala nokkur orð til æsku- lýðsins hjer. En mig hefur æfin- lega brostið kjark, eða máske vantað kraft því til framkvæmda. Litlu fuglarnir virðast hrópa mjer til hvatningar, enda er málið mest um þá og framtfð þeirra. Vorið er komið og grundirnar gróa, náttúran er vöknuö á ný, litlu fuglarnir byrjaðir að kvaka, sjer og öðrum til yndis. Eflaust hafa þeir ekki síður en margur maðurinn átt við marga þraut og erfiðleika að stríða, en öll slík barátta virðist nú gleymd. þeir fagna vorinu sem að vanda, gleðjast yfir tilveru sinni og láta öllum gleðilátum, en ekki eyða þeir öllum stundum til þess. Nei langt frá, þeir hugsa um komandi tíma, um heimilið og börnin sín. Skýli fyrir sjálfa sig eiga þeir auðvitað, en það nægir ekki fjölskyldunni Sumarbústað verður að byggja þrátt fyrir alla dýrtíð, endurgjöldin koma síðar meir, og þá er öllum erfiðleikum gleymt, fögnuðurinn einn er eftir, þeir hugsa að minsta kosti svo. Verður þetta æfinlega þannig? því fer fjærri. Einn góðan veður- dag er alt klappað og klárt, bú- staðurinn er fullgjör og gerður af mikilli snild. Smámsaman gengur alt af sjálfu sjer. Ys og þys heyrist í bænum, það er fjölgað. Móðirin ræður sjer ekki fyrir kæti, náttúran úti fyrir fullkomnar fögnuðinn með öllum sínum yndisleik, geislar sólarinnar verma bæinn, og sjálf er hún vafin örmum litlum, mjúkum og blíðum. Alt leikur í lyndi. Nú nálgast matmálstíðin. það sjest á litlu afkvæmunum, þau fara að

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.