Skeggi


Skeggi - 04.05.1918, Blaðsíða 3

Skeggi - 04.05.1918, Blaðsíða 3
.SKEGGI Hvers vegna getur G. J. JOHF<iSEN’& verz.un ennþá selt tvinnakeflið á 25 AURA og alla vefnaðarvöru eftir því ? Vegna þess að sd verzlun hefur best sambönd erlendis — auðvitað ekki frekar í vefnaðarvöru en öðru — og gerir því heppilegust innkaupin. f! Íp «—------------ s) &------sD <ir-—-T») yti tL- ^ i5 Minnisblað. Símstöðin opin virka daga kl. 8 árd. til 10 síðd. Heiga daga 10—7. Póstafgr. opin alla virkadag' kl 10—6. Lyfjabúðin alla daga kl. 9—10 íshúsið alla virka daga kl 4 7 síðd. Sýslubókasatnið sunnud. 9 11 árd. Hjeraðsiæknirinn heirna daglega 12-2. gerast ókyrr. í grendinni er næg fæða og mamma er ung og frísk, og því eigi lengi að því sem lítið er. Hún kveður börnin sín í snatri og hoppar glöð á stað. Skilnaðurinn verður aðeins nokkur augnablik. En hvað skeður? Hún á sjer einskis íis von, því hún hefur engum gjört mein. Henni sortnar fyrir aug- um við þá ægilegu sjón er bíður hennar. Hvernig víkur þessu við ? Á Eyjan litla ræningja í fylgsnum sínum ? Bærinn hennar rændur og sundurtættur, aleigan hennar horfin með öllu. Litlu afkvæmin sundurkramin, höfuðin skorin af að hálfu eða öllu leyti, eða litlu fæturnir eða vængirnir. Ó, hvað örlögin eru hörð og grimm! því fjekk hún ekki að fylgja með í dauðann? Hversu sælla en lifa eftir e i n sorgum þjökuð, fyrst engum er framar aö treysta. Örvingluð hoppar hún stein af steini, þúfu af þúfu, hún er svift öllum sálarfriði Nú kemur spurningin, hver hefur unnið slíkt herrndarverk? Engum með rjettum skilningi eða þroska má gefa slíkt að sök, en hverjum þá? Æskulýðnum, börnunum, sem sjálf eru eins glöð yfir tilverunni og litlu ung- arnir, ó t r ú 1 e g t en því miður grátlegur sannleiki. Alt of mörg dæmi get jeg fært upp á slikt. LÍtlu börnin mín hafa svo oft með angistarsvip hrópað á þessa leið: „Mamma, hreiðrið er rænt“, og svo fylgir frásögnin um ástandið, sem þið nú hafið heyrt. Sem betur fer unna mörg börn litlu fuglunum, og leita uppi hreiðrin, með forða handa ung- unum, svo sem sagógrjón, smjör og mjólk. Fleiri slík dæmi finnast, t. d. sætir ritan oft voðalegum dauð- daga af völdum drengjanna. Hann er þessi: þeir krækja iausum önglum í lifrarbrodda og kasta í sjóinn. Óðar en varir láta þessir veslings svöngu fuglar ginnast. Gjörið aldrei framar slík grimdar verk. Reitið ekki fjaðrir af Hf- andi fuglum. Ykkur þykir slæmt ef aðrir en mamma fara höndum um höfuð ykkar, það togar i hár og skrækur heyrist, kambin- um er stungið beint niður í hvirfilinn og alt eftir þessu. En hvað segið þið þá ef einu eða mörgum hárum væri kipt upp með rótum? Slíkt væri óbærilegt. Á sama hátt er tilfinning fugl- anna, aðeins geta þeir ekki gjört sig skiljanlega, eða við viljum ekki skilja þá; til þess vantar okkur nægilega miskunsemi. Kastið ekki steinum í fuglana, og skiljið þá svo eftir, þjakaða og ósjálfbjarga, leggið eigi heldur mannskap ykkar á smá-seyðin inn við bryggjurnar. Leitið ekki uppi krabba til að slíta angana af þeim lifandi. þannig mega stálpaðir drengir síst verja h e 1 g i- dögunum. Kæru litlu börn, ljáið þessum orðum mínum athygli Ef þið ski!jið þetta ekki sjálf, þá biðjið foreldra ykkar um skýringar Jeg get ekki hugsað mjer neina for- eldra svo innrætta, að þau ekki hrygðust sáran yfir slíku athæfi barna sinna, og vildu leggja hart á sig til að uppræta slíkt innræti. Barnssálin er svo "’ineðtækileg fyrir gott og ilt, að hana má leiða til hvers sem er. Jeg bið til guðs, að mjer berist aldrei framar að eyrum neinar slíkar sögur um grimdarverk barnanna á litlu Eyjunni okkar. Móðir. Frá útlöndum. —o— Af ófriðnum berast fáar fregnir og ómerkar. Sókn þjóðverja í Norður-Frakklandi heldur áfram, en miðar hægt, nokkur þorp tekin og skærur öðru hvoru. Mælt er að Bretar sjeu að undir búa gagnsókn. frar eru í þann veginn að fá hin margumræddu heimastjórnar- lög sín. Búist er við að Lloyd Georgc verði að fara frá völdum út af því máli. Rauðu hersveitirnar í Finnlandi ; hafa beðist friðar en enga áheyrn fengið. þess er krafist að þær ■ hafi sig á burt úr landinu með öllu á friðsamlegan hátt þegar í stað. Annars þurfa þær ekki griða að biðja. Finska stjórnin ! og þýsku hersveitirnar hafa þegar fengið nóg af leiknum við þær. Miðríkin eru að gera út um deilumálin á Balkanskaga og landamerki á austurstöðvunum. Mikiil vígbúnaður er í Banda- ríkjunum í N.-Ameríku. VeriÖ að æfa miljónaher, sem á að senda til Frakklands. Samsöngurinn. þess var getið á dögunum að í aðsigi væri að halda samsöng, og hvernig á honum stæði. Hann var haldinn síðastl. laugardag og sunnud. í Borg og húsið troðfult bæði kvöldin. Sungin voru aíls 16 lög, öll eftir sama höfund (Helga Helgason). Mörg afþeim eru þjóðkunn fyrir löngu og þó sem ný. Söngsveitin er um 30 manns, karlar og konur. Söng- stjóri er Brynjólfur Sigfússon organisti. Hjer verður engin tilraun gerð til þess að dæma um lögin eða sönginn, en rjett þykirað minn- ast lítilsháttar á starf söngstjórans. Hann er kaupmaður, eins og allir vita og organisti við kirkjuna en verður að hafa annað í hjáverk- um. Nú er það ekkert áhlaupa- verk að þaulæfa 30 rnanna í 15 —20 lögum. og þeim erfiðum sumum. Söngfólkið er auð\itað ýmsum önnum bundið líka og getur þvi ekki sótt æfingar eins rækilega og æskilegt væri; svo er t. d. um sjómenn. það var þó ekki á söngnum að heyra að æfingar hefðu verið vanræktar. Vitanlega á söngstjóri sinn góða þátt í því. Hann hefur sýnilega rækt starf sitt með mestu alúð, og á þakkir fyrir; annað mun hann ekki fá. Samsöngurinn fór hið besta fram, og öllum, sem að honum, unnu, til sóma. Gott væri að mega eiga von á samskonar skemtun oftar. Húsið er eins óhentugt fyrir samsöngva, eins og það er ágætt fyrir fundi. Frá alþingi. Úr Reykjavík er símað: Fundir ör.j-ldan í efri deild. Neðri de ildar fundir reglulegir þetta 5 —10 mínútur í einu, og gerist ekke'rt markvert. þingsályktunar- till um Landsbanka-útibú í Vest- mgnnaeyjum tekin af dagskrá. þingnefndir eru önnum kafnar að rannsaka ritningarnar, einkum þær sem hafa skýrslur stjórnar- innar, um fjárhag landsins og landsverslunina til meðferðar. Búist við meira fjöri er líður á þingtímann. Bending. íþróttafjel. „þór“ auglýsti 18. f. m. knattspyrnuæfingu — í fyrsta skifti á þessu vori — á fiskhellraflötinni. En þar sem þetta er eiginlega eini staðurinn sem nýtilegur er til knattspyrnu, því ennþá hefur hvorki þessu fjelagi nje öðru orðið neitt ágengt til að mynda nýjan völl, þá vil jeg af besta hug ráða þeim til að byrja ekki þ a r n a of snemma að sparka, því það er áreiðanl. fyrsta spor til að eyðileggja völlinn, þar sem ennþá er lítill gróður kominn, en jarðvegur sendinn mjög. Aftur á móti vil jeg eggja þá og aðra á að sparka sem fyrst og sem mest. En meðan fisk- hellaflötin er eini tiltækilegi staðurinn, vil jeg ráða þpim til að spara hana sem mest, en nota heldur lakari stað á meðan, t. d. á sandinum inni í Botni. Gamall sparkari. Dánir. Friðbjörn Steinsson bókbindari á Akureyri er látinn fyrir nokkru. Hann var um eitt skeið einn af fremstu borgurum þess bæjar. Gaf út ýmsar bækur, og hafði því þýðingu fyrir bók- mentir vorar um það leyti og var einn af brautryðjendun bindindismálsins þar nyðra. Hann varð áttræður og tveim dögum betur. Einar Jónsson útvegs- bóndi og fyrrum hreppstjóri á GarÖhúsum í Grindavík er ný- lega látinn. Allir Sunnlendingar munu við hann kannast. Var hann talinn mestur jarðeigna- maður um Suðurland, og sjó- sóknari mikill á sinni tíð. Hann ljest hjá syni sínum Einarikaup- manni á Garðhúsum og var orðinn háaldraður. Sr. F r i ð r i k J. B e r g m a n n,

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.