Skeggi


Skeggi - 04.05.1918, Blaðsíða 4

Skeggi - 04.05.1918, Blaðsíða 4
SKEGGI hinn þjóðkunni landi vor vestan haf er nýlega látinn — varð bráðkvaddur. Talinn var hann mestur mentamaður með Vestur- íslendingum, gáfumaður mikill og rithöfundur góður. Helstur mál- svari og merkisberi þjóðernis vors vestra var hann hin síðari ár. Mikil afskifti hafði hann af kirkjudeilunum vestrafyrir nokkr- um árum og hafði orð fyrir hinum frjálslyndarl mönnum. Síðasta rit hans (Um trú og þekking) hefur mikið verið lesið hjer heima og haft töluverð á- hrif á hugi margra manna. Tíma- rit gaf hann út öðru hvoru, Aldamót, Breiðablik og Vafur- loga. Margt skrifaði hann einnig í blöð og önnur rit. Hann ferðaðist hjer víða um land alda- móta-árið og skrifaði bók um þá för sína. Honum var manna best gefið að skrifa rækilega og læsilega í senn. ii « 1 t'-SjCrJUlJ. Takið eftir! | Nú hefi jeg íengið mikið af úrum karla og, kvenna, s í o f u k I u k k u rn siórum og smáum og ailskonar gullstássi, Verðið mjög sanngjarni. Uppboðsauglýsing, Miðvikudaginn 8. þ m. kl. 4 síðdegis, verður opinbert upp- boð haldið í „Botninum" og þar seldur hæstbjóðanda PW v é 1 b á f u r - án vélar 1M — tilheyrandi herra Hirti A. Fjeldsted frá Reykjavík. Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Vestmannaeyjum, 1. maí 1918 Sveinn P. Scheving. Leiðrjetting. —o— Fallið hafði úr lista yfir gjafir til kvenfjel. „Líkn“, sem birtur / var í 25. tbl.: Kristján Ingi- ' mundarson, Klöpp 10 kr. þar stóð einnig bátsnafnið „Baldur*, en átti að vera nafn formannsins, Sig. Oddson, því að h a n n gaf fiskinn. gjaÆT* Qtlrl *'* söiu. gp**l?3$e> OIILS Ritstj. vísar á Peningabudda töpuð, skilst til Sáem. Steindórss., Staðarfelli. SÁUMÍIR báta og stifti galv og ógalv., flesiar lengdir, í verzlun Kaupendur ,SKEGGJA‘ sem hafa bústaðaskifti, eru beðnir að gera af- greiðslunná aðvart. Prímusar á kr. 19,50. Prímushausar á kr. 7,60, H r i n g i r á kr. 1,00, £ 3« 3of\t\set\ AUGLYSING. Hjer með gefst almenningi til vitundar, að eftir iok yfir- standandi aprílmánaðar lánar ísfjelag Vestmannaeyja enga beitu, hvorki einstökum mönnum nje útgerðarfjelögum. þeir sem eiga hjá fjelaginu geta fengið síld meðan hún endist, út á inneign sína, en að öðru leyti lætur fjelagið ekki af hendi neina beitu, nema fyrir borgun út í hönd, og einungis til þeirra, sem hafa borgað að fullu það, sem beir hafa fengið lánað hjá því á umliðnum vetri, Vestmannaeyjum 24, apríl 1918. r nii/ r*í r * a • I*! Karlmannafatnaðir. Stórí úrval. Fötin vönduð að efni og frágangi. Hvergi betra verð á tiibúnum f a t n a ð i. Páll Oddgeirsson. Þakkarorð. „Sjúkur var jeg og þjer vitj- uðuð mín“. Síðan jeg varð fyrir siysi því og sjúkdómi, sem gjörði mjer ómögulegt að vinna fyrir nauð- þurftum mínum og minna, hafa fjölda margir mannvinir hjer í Eyju rjett okkur hjálpfúsar hend- ur með gjöfum og aðhlynning til þess að mýkja meinin og bæta úr þörfum okkar. Kvenfjelagið „Líkn“ hefur fyr og síðar veitt okkur rausnarlega hjálp, og nú fyrir skemstu geng- ust forstöðukonur þess fyrir gjöfum handa okkur með góðum árangri (sjá „Skeggja" 25. tbl. 13. f. m,). Síðan hafa okkur enn gefist: frá vjelbátnum „Braga“ 12 fiskar, vb. „Víkingi“ 10 f. og vb. „Skarphjeðni“ 10 f. Auk þess hafa 15 menn fært okkur peninga að gjöf. Fyrir þessar og a 11 a r gjafir og aðstoð okkur veitta, biðjum við guð, sem ekki lætur einn vatnsdrykk ólaunaðan, að endur- gjalda ö 11 u m okkar velgerðar- mönnum með blessun sinni í bráð og lengd. Langholti, 3. maí 1918, Jónína Guðmundsdóttir Einar Pálsson. fsest í verslun £. 3* 3°^5etv. Aflabrögð Ágætur afii hefur verið hjer þessa viku hjá mörgum. Sumir sökkhlaðnir dag eftir dag. Salt- skortur er orðinn tilfinnanlegur, en tvö saitskip á leiðimii. Við Faxaflóa ágætur afli síðan um sumarmál, en ljelegur afli fram að því á suðurnesjum. Austanfjalls sjaldróið og fiski- fátt. Einn bátur af Eyrarb. sem fór suður á „djúp-banka“, fjekk þó 1100 á skip síðastl. laugard. Skipafregnir. „Geir“ fór á mánudag með „Fædres Minde“, sem hann dró úr Botninum á sunnud. „Drekann" dró hann líka út, en hann varð eftir og tók farm. „Geir“ fór með nokkra farþega hjeðan. Meðal þeirra voru Kirk verkfr., Bened. Jónasson verkstjóri við hafnargerðina alfarinn með fjöl- skyidu sína, og einhverjir fleiri. „Haabet“ og „Frem“ danskar skonortúr, komu frá K.höfn á miðv.d. með seglfestu. þær eiga að taka saltfisk hjá h/f. „Fram“ og flytja til Spánar fyrir Copland stórkaupmann í R.vík. M/s. „Valborg« kom frá R.vík á fimtudag með póst og nokkra farþega, þ. á. m. Forberg land- símastjóra til að gera við sæ- símann innan við Eiðið. M/s. „Skaftfellingur" (Víkur- báturinn) koni í gær frá Dan- mörku eftir 3ja vikna útivist. Báturinn er fallegur að sjá og hæfilega stór. Sjúkra- vaxdúkur ódýrastur í verslun s. 3* 3o«vY\set\, MUNIÐ að gjalddagi blaðsins va r 30. Apríl. i.TATfcT.yii.Tii.Tii.TAT< Prentsm. Vestmannaeyja.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.