Skeggi


Skeggi - 25.05.1918, Blaðsíða 1

Skeggi - 25.05.1918, Blaðsíða 1
1. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 25. maí 1918. 31. tbl. Frá útlöndum. —0— þaðan hefur fátt borist stórra tíðinda nema það, að miklar málaleitanir hafa farið fram milli ýmissa þjóða og margskonar ráðabrugg. Fregnir af því eru flestar óljósar og sundurleitar. það má þó sjá á þeim öllum að í raun og veru er margt að gerast, þó fátt sje opinbert. R ú s s 1 a n d. þar er helst rætt um málefni Ukrain-ríkis, friðarsamningana við Miðríkin og ýmsar eftirhríðir eftir ófriðinn. Rússneska stjórnin hefur viður- kent sjálfstæði hins nýja ríkis og virðist nú sem komin sje spekt á í landinu Öðru máli er að gegna með rússneska ríkið sjálft. þar fjand- skapast fiokkarnir hver við annan. Sterkastir eru Maximalistar og Kadettaflokkurinn. Ónýta þeir málin hvor fyrir öðrum eftir mætti. Vináttan við þjóðverja virðist og nokkuð blandin, því að nýlega tóku þeir Rostov, borg í Rússl., og báru fyrir sig æs- ingar Maximalista. Hungurs- neyö er sögð mikil í Petrograd og víðar í Rússl. Er það að visu eigi ný bóla þar í landi, því að í flestum árum hefur fólk orðið hungurmorða í útskefjum landsins. En almenn hungurs- neyð í höfuðborginni er þó altaf talin með stórtíðindum. Ástandið f Petrograd o. fl. rússneskum borgum hefur verið voðalegt í vetur. Ékki verður sjeð að nein lögun sje að komast á innan- landsstjórnina, nema síður sje, því að nú eru stjórnleysingjar farnir að láta til sín taka, en þeir eru margir og harðsnúnir þar í landi. R ú m e n í a. Friðarsamningar við Miðríkin eru fullgerðir. Eftir þeim eiga Rúmenar engar hern- aðarskaðabætur að greiða, en láta Dobrudshca, land við Doná og Svartahaf, af hendi við Búlg- ara. Ýms rjettindi hafa Miðríkin áskilið sjer í landinu, en fara verða þau með herinn. Mælt er að Rúmenar sleppi sæmilega úr ófriðnum, eftir því óefni sem komið var i fyrir þeim. Balkanskagi. þar eru einhverjar ráðagerðir með að sameina serbneska þjóðflokka í eitt riki eftir ófriðinn. Annars gera Miðríkin alt, sem þau geta til að tryggja stöðu sína sem best þar suður frá eftir ófriðinn. Er verið að mynda bandalag þar suður frá, og sagt að það geti orðið vísir til alsherjar bandalags síðar meir. Salonikiherinn hefst lítið eða ekki að og þykir hann nú dýr orðinn og afrekafár, nema til að stöðva frekari framrás hers Mið- ríkjanna að Grikklandshafi. Grikkir láta nú ekki á sjer bera í seinni tíð. Svo er að sjá sem þar sje góður friður í landi eftir því, sem verið getur á þess- um tímum. Annars verður ekkert gert út um þrætumálin á Balkanskagan- am, fyr en allsherjar friður verður saminn. Ófriðurinn hófst út af þeim, og þau koma auðvitað mest til greina. um það er ófriðn- um lýkur. F i n n 1 a n d. þar er nú kom- inn á friður. „Rauðu hersveit- irnar" eru brotnar á bak aftur að mestu leyti og sumar reknar úr landi. þingið er komið saman og stjórn mynduð. Er nú verið sem óðast að ræða um hvernig æðstu stjórninni eigi að vera fyrir komið. Einna helst lítur út fyrir að Finnland verði konungsríki í sambandi við Austurríki; þó mun það ekki afráðið. Bretar hafa viðurkent sjálfstæði Finnlands. Hungursneyð er í nokkrum borgum í Finnlandi og skortur yfirleitt mikill í landinu. Ná- grannaþjóðirnar eru að reyna að bæta úr bjargarleysinu eftir mætti, en hafa sumar ekki orðið miklu að miðla. Pólland og Lithauga- land eiga að verða konungs- ríki í einhverju sambandi við Miðrtkin eða með tilsjá þeirra fyrst um sinn. v B r e 11 a n d. þar hefur mest kveðið að deilunni, sem varð út af írsku málunum. Henni er nú lokið í bráðina, en samt er eitt- hvað á seiði. Frjálslynd flokkur- inn(Asquith) og hinir „rót-tækari“ hafa gert bandalag gegn Lloyd George, en vantraustsyfirlýsing var feld með 293:106 atkv. Maurice hershöfðingi bar þær sakir á Lloyd George og Bonar Law að þeir hefðu gefið þinginu rangar skýrslur um hernaðinn. Honum var stefnt fyrir dreng- skaparrjett og settur af embætti fyrir vikið. Herbúnaðurinn er enn aukinn af kappi á sjó og landi. Sóknin mikla. Friðar-fregnirnar á dögunum snerust upp í það, að verið væri að undirbúa stórkostlega sókn í Frakklandi. Nú er sagt að hún sje um það bil að hefjast og sje vígbúnaður ægilegur báðumegin. Skiftir eigi all-litlu um aðstöðu hersveitanna hversu henni lyktar. Búist er við fyrstu og frekustu áhlaupunum fyrir norðan Amiens, á þeim slóðum sem fyrri sóknin var stöðvuð. Mikill her hefur komið frá Ameríku til að taka þátt í orustu þessari. Meira hafnbann. Svo er sagt að verið sje að girða betur við austurströnd Englands með tundurduflum, og eins í Norðursjónum, svo að venjulegar skipaleiðir fara að verða torfarnar. Tvö ríki enn. Tvö ríki hafa nýlega sagt Miðríkjunum stríð á hendur. það eru smáríki tvö í Mið-Ameríku, Guatemala og Nicaragua, lítið stærra en ísland hvort fyrir sig. Frá alþingi. Bjargráðanefndin í N. d. flytur svohlj, tilögu: Alþingi ályktar að fela lands- stjórninni að láta gera ræki- lega rannsókn á mómýrum, sjerstaklega við Faxaflóa, til þéss að komast fyrir hvort móiðnaður með Lavals-aðferð væri tiltækilegur, og heimilast nauðsynlegt fje til rannsóknar- innar. Bjarni frá Vogi kemur fram með svolátandi breytingartill. viö þingsál.till.: Tillöguna skal orða svo: I. Alþingi ályktar að fela stjórn- inni að gera og láta gera það, sem hjer verður talið: a. Að sjá um að sem flestir einstaklingar leggi kapp á að rækta allar manneldis- jurtir, þær er hjer mega vaxa, og safna þeim, er sjálfkrafa vaxa. Og auk þess að láta gera hvort- tveggja á alþjóðarkostnað, þar sem svo stórum má vinna, að ofvaxið sje ein- stökum mönnum. Telur alþingi þessar helstar ætijurtir, er safna má sjálfvöxnum: 1. Úr sjó: Söl, Fjörugrös, Purpurahimna. 2. Á landi: Fjallagrös, Heim- ula, Krækiber, Bláber, Aðalbláber. þessar má rækta helstar: Jarðepli, Bygg, Grænkál, Hvítkál, Blóm- kál, Rósakál, Hnúðkál, Savoykál, Næpur, Gul- rófur, Ræfla, Gulrót, Kvifill. b. Að setja menn með sjer- þekking til þess að leið- beina almenningi og standa fyrir alþjóðarfyrirtækjum. c. Að láta þá skipun fara til allra að afla innlends eldi- viðar til vetrarins, og láta einnig gera það á alþjóðar- kostnað. Telst hjer til: 1. Surtarbrandstekja.— Skal ljetta mönnum hana með þeim hætti, að gerðir verði á alþjóðarkostnað akvegir eða sporvegir frá námum til sjávar eða flutningabrautar. Heim- ila má mönnum surtar- brandstekju ókeypis á landssjóðsjörðum. Vinna ella á landssjóðskostnað að skaðlausu. 2. Mótekja. Umhanaverður hjer sama um mælt að breyttu breytanda. Skulu hjeruðum fengnir mó- leitarmenn, er sje goldið að hálfu af alþjóðarfje. 3. Kolmóvinsla. Skal láta rannsaka mómýrar, til þess að vita, hvar sje staðir, er fallnir^sje til kolmógerðar, vídd og dýpi °g gæði, og gera annan undirbúning allan, sem nauðsynlegur er að sjerfróðra manna viti, til þess að setja á stofn hjer á landi kolmóvinslu með §flU'~ Nýtt, fjölbreytt tírval af vefnaðarvörum. S. 3.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.