Skeggi


Skeggi - 25.05.1918, Blaðsíða 2

Skeggi - 25.05.1918, Blaðsíða 2
SKEGGI »SkeggÍ« kemur venjulega út einu sinni í v iku, og oftar ef ástæður leyfa. Verð: 5 kr. árg. (minst 50 blöð). Auglýsingaverð: 50 aur. pr. c.m.; 60 aur. á 1. bls. Ú t g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Ounnar H. Valfoss, R i t s t j ó r i og ábyrgða'rm. Páll Bjarnason. aðferð Lavals, ekki síðar en næsta vor. 4. Skógarhögg. Skal höggva og höggva láta sem mest má, skógum að skemdar- lausu. d. Að afia bátaviðar og láta sjávarhjeruð hafa báta til fiskveiða á næstu haustver- tíð; að leggja fyrir menn að herða sem mest af fiskinum og að leggja fyrir öll hjeruð eða sveitir að koma upp íshúsum. Að sjá sjómönnum fyrir vinnu í landlegum, t. d. með því að láta verslanir flytja nóg af hör hingað til færa- gerðar og netja o. fl. þ. h. e. Að fá hingað tæki til að vinna salt úr sjó. f. Að leggja svo fyrir og fylgja því fram með fullum krafti, að allur búskapur færist til forns lags um nytjar búpenings, svo að mjólk úr ám og kúm verði eingöngu hagnýtt til fæðis. Að leggja fyrir hjeraðs- stjórnir, að sjá um að menn skeri hross og eti, en fjölgi sauðfje að því skapi. g. Að sjá búöndum fyrir fyrir verkafólki og ráða helst menn frá sjávarsíðunni í ársvistir til þeirra. II. Alþingi ályktar að veita stjórn- inni heimild til að verja fje úr landssjóði til þessara ráðstafana, eftir því sem þörf krefur. Verði það nauðsynlegt að taka ráð af mönnum um lög fram til þess að koma fram þessum ráðstöfunum, felurAl- þingi stjórninni að bera nú fram nauðsynleg frumvörp til laga, er heimili slíkar aðfarir, ef hún telur sig ekki hafa heimildina í lögum nú, eða gefa út bráðabirgðalög um það efni, ef þinginu vinst eigi tími til nauðsynlegrar lagasiníðar sökum heimfýsi þingmanna. Eldsneytisskorturinn er, nú sem stendur, eitt af erfiðustu við- fangsefnum stjórnarinnar. Sum hjeruð eru í svo miklu hrakl með hann að full vandræði mega heita. Einna lakast munu Vest- mannaeyjar vera settar í því efni, mólandið er ekkert nje þang eða surtarbrandur; ekkertheimafengið eldsneyti nema bein fiska og fugla og hrökkva skamt handa fjöldanum. Hjer er því nærri eingöngu á olíuna að treysta, nema ráðstafanir verði gerðar til aem k\^\t\\x a? tafea Jxsle W vevliutiax í \>essu sumt\, fovott foetdut \>ve$\t\t\ eía 6\>ve$\t\n, st\u\ $\er sem J^ts^ W vetal. &. S' 3of\t\set\ að flytja hingað innlent eldsneyti, mó eða surtarbrand. Bjargráðanefndin í N. d. ber fram þessa till.: Alþingi ályktar að skora á landsstjórnina að gera ráðstaf- anir til þess: 1. Að vekja athygli sveitar- og bæjarfjelaga á því að sjá sjer fyrir nægilegu útsæði í haust og tryggri geymslu þess í vetur. 2. Að afla útsæðis til geymslu, innlends og útlends, af bestu tegund, og heimilast henni að verja fje úr landssjóði til þess að láta gera tryggan geymslu- stað fyrir útsæðið. 3. Að annast um, að gefinn verði út leiðarvísir til almenn- ings um trygga geymslu út- sæðis yfir veturinn. Gert er ráð fyrir því að valin verði úr þau afbrigði af kartöfl- um er best hafa gefist hjer, og útvega frá útlöndum það sem vanta kann til þess að telja megi nóg útsæði næsta vor. Sú ráð- stöfun hefði átt að vera gerð fyrir mörgum árum, og gott að hún kemur nú. Ólíklegt er að þessi tillaga verði drepin á þingi, því hún er bæði í senn, bjargráð og búnaðarframför, ef hún nær tilgangi sínum. Fossanefndin hefur nú setið að störfum síðan í haust og verið ráðgert að hún færi til út- landa, til að kynna sjer málin betur. Fyrirspurn um störf nefndarinnar báru tíu þingmenn fram í N. d. á dögunum og höfðu orðið töluverðar umræður um hana. Lauk þeim svo, að ákveðið var að krefja nefndina svara um hvaða breytingar sje nauðsynlegt að gera á núgildandi fossa-löggjöf landsins, og með hvaða kjörum megi veita erlend- um fjelögum leyfi til að starf- rækja fossa hjer á landi. Á svo nefndin að ljúka störfum sínum að nokkru eða öllu leyti. Meirihl. fjárveitingarnefndar í N. d. flytur frmv. um að stjórn- inni verði heimilað að hækka læknagjöldin um 100%- Mála- leitun um það er komin frá stjórn Læknafjel. íslands. Landlæknir leggur til að gjald fyrir læknis- ferðir hækki um 150°/0, en fyrir læknisverk 50%. Sumarútgerðin. —o— Sá tími er nú kominn að fólk er farið að ráða sig til sumar- vinnunnar. Er þar úr vöndu að ráða fyrir mörgum meðan þessi óvissa ríkir um verð á íslenskum afurðum og úrræðin til að reka atvinnu. Nóg býðst samt at- vinnan nú bæði við sjó og til sveita og hátt kaupgjald. Samt hafa margir tekið þann kostinn að ráða sig ekki í vinnu, en stunda heldur sjóróðra, meðan afli býðst. Hjer ganga nokkrir bátar enn og hafa aflað allvel síðan um lokin, og enda ágæt- lega í netin. Á Stokkseyri ætluðu flestir formenn að stunda langræðið f vor, og svo er víðar. Við Faxaflóa er bátfiskið stundað af mesta kappi. Á Austfjörðum og Vestfj. verður útgerð stunduð í sumar meira en áður, svo framarlega, sem næg steinolta fæst. Síldveiðin dregur þó að sjer athyglina fram annari atvinnu. Að henni eru mikil uppgrip þegar vel gengur, en ilt ef hún bregst. Að þessu sinni vofa yfir henni þrjár hættur, sem menn hafa lítt óttast áður. þær eru, aflabrestur, olíubrestur og útflutningsbann. Um þá fyrstu, aflabrestinn, er það að segja, að fram að síðastl. sumri töldu menn lítinn vafa á því að afla mætti mikla síld svo framarlega, sem ekki væru haf- þök fyrir landi. En sumarið í fyrra sýndi, að þessu er valt að treysta. Önnur ástæðan, olíu- skorturinn, er þess eðlis að þar er alt komið undirnáð og miskun útlendrar hernaðar-þjóðar. Menn mæna vonar-augum á landsstjórn- , ina, að hún reynist ráðsnjöll um framkvæmdir til að afstýra því ' óláni að þorri fiskimanna verði að sitja í landi fyrir skort á olíu. þriðja hættan,útflutningsbannið, stafar einnig frá útlendingum, er eflaust eitthvað um það í samn- ingunum við Breta. þarf nú víst ekki lengi að bíða vissunnar um það, hvort þar er um nokkra hættu að ræða. Menn vona hið besta um það að vel ráðist fram úr öllu þessu með síldarútveginn. þörfin er stórkostleg. Verkafólkið, sem ætlar að vinna við síidveiðina skiftir mörgum hundruðum. Út- vegsmenn hafa lagt of-fjár í út- veginn, sumir alt sem þeir hafa ráð á og meir en það. Útgerðin í fyrra-sumar gerði þeim lífið svo súrt að nú verður að láta skeika að sköpuðu. En vinningur- inn er líka mikill ef hepnin er með. það má segja yfirleitt að sjaldan hafi verið jafn-almennur áhugi manna, hin síðari ár, um að bjarga sjer, en einmitt nú. Svo heppilega hittist líka á, að fiskur er sagður spakari á grunnmiðum, en venja er til á þessum tíma árs. Fer vel á því, að sem flestir verði samtaka um að safna sem mestu saman úr jörðinni og sjónum. Kaupmót í Gaufaborg. »Verslunartíðindin“ segja svo frá undirbúningi undir það: „Eins og getið hefur verið hjer í blaðinu, hófst í Svíþjóð síðast- liðið haust undirbúningur undir kaupmótsstofnun (vörusýningu) með svipuðu sniði og kaupmótið í Leipzig. það hefir nú tekist að koma málinu í framkvæmd, og ákveðið er að kaupmótið skuli haldið í Gautaborg 8.—1 4. j ú 1 í í á r. Eru þá orðin tvö föst kaupmót á Norðurlöndum; hitt er danska kaupmótið í Fredericia á Jótlandi, sem haldið hefur verið árlega síðan 1913. Verslunarráð Gautaborgarhefur átt mikinn þátt í stofnun kaup- mótsins, og er formaður ráðsins aðalmaðurinn í framkvæmdarnefnd kaupmótsins. Til stofnkostnaðar hafa verið veittar 15 þús. kr. úr bæjarsjóði, en auk þess hefir verið myndaður tryggingarsjóður, sem gripið verður til, ef tekjur mótsins hrökkva eigi fyrir kostn- aðinum. Húsnæði fær módð í nýrri stórbyggingu, „Göteborgs Handelsinstitut", ogefþað reynist eigi nægilegt, þá verða einnig notaðar skólabyggingar, er liggja í nánd. Aðeins sænskar vörur verða sýndar, og smásala á sjer ekki stað á kaupmótinu. Öllum inn- lendum atvinnurekendum hefur verið boðin þátttaka, og er gert ráð fyrir, að sýningin skifdst í 25 vöruflokka. Eru flokkarnir þessir: 1) vjelar og verkfæri, 2) gas- og rafmagnstæki, 3) málm- smíði, 4) tæki til vísindalegra rannsókna, 5) gull- og silfursmíði/ 6) lisdðnaður, 7) hitunartæki, ljóstæki o. fi., 8) glcrvörur, postu-

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.