Skeggi


Skeggi - 24.08.1918, Blaðsíða 3

Skeggi - 24.08.1918, Blaðsíða 3
Þeir sem hafa pantað hann, eru beðnir að vitja hans strax; verður annars seldur öðrum. Nokkrar rúilur ennþá óseidar. Brynj, Sigfússon. Minnisblað. Símstöðin opin virka daga kl 8 árd. tillOsíðd. Helga daga 10-7. Póstafgr. opin alla virka daga ki 10—6. Lyfjabúðin alla daga kl. 9—10. Ishúsið alla virka daga kl 4—7 síðd. Sýslubókasafnið sunnud. 9 — 11 árd. Hjeraðslæknirinn heima daglega 12-2. bandalagi Norðurlanda á sínum tíma. Mikils væri um vert að brjóta ekki af sjer slíka samúð. Stórþjóðirnar hafa enn ekki látið uppi álit sitt um þetta mál, en vitanlega skiftir það miklu hvað þær leggja til málanna. Vera má að þær láti sjer lynda, það sem þjóðirnar, íslendingar og Danir, semja sín á milli og viður- kenni ísland sem fullvalda riki. Næsta þingi er nú falið málið til fyrirgreiðslu. Alvarlegra mál hefur ekki verið lagt fyrir neitt íslenskt þing á síðari tímum. Hugir landsmanna fylgja þing- mönnum nú af meiri einlægni en nokkru sinni áður. þingið hefur takmarkalaust traust þjóðarinnar til að leiða þetta mikla mál far- sællega til lykta. Svar frá Jes A. Gfslasyni 411 Gunnars Ólafssonar út af „gula bæklingnum®. —o— »Fjöllin tóku jóðsótt«. Jafnhliða því sem greinar mínar um höfnina og hafnar- málið í Vestmannaeyjum komu út í „Skeggja", fór það að kvis- ast um hjeraðið að hr. Gunnar Ólafsson kaupmaður væri að stritast við að taka saman svar til að andmæla þeim sannleika og þeim upplýsingum, sem komu fram í þessum greinum mínum. Vildu sumir ekki trúa því, að Gunnar hefði það í hyggju, að j fara að berja á sannieikanum, | en aðrir fullyrtu, að við því ( mætti þó búast. Síðan fóru ýmsir að koma fram, sem sögðust hafa lesið handritið hjá Gunnari, sem ætti að vera svar gegn greinum mínum um hafnar- málið, og kom þeim öllum saman um, að svarið væri bæði langt og svæsið. Svo elnaði sóttin smámsaman ®ftir því sem nær dró sólstöðum, °g eftir mikil harmkvæli, og margfalt strit, ótal svitadropa og andlega og líkamlega áreynslu, þegar búið var með öllum lífs °g sálar kröftum að safna á einn stað, öllu því sem óstjórn- lega reiðar, en þröngsýnar manns- sálir geta af sjer getið, þá fæddist loks á Tanganum bæklingur sá, sem alment er hjer kallaður „gula hæiian“. Við vitum hvað felst í hug- takinu, gula hættan, að þar er át» við hættu þá, sem stafar frá þjóð, sem svo er þröngt orðið um heima fyrir, að hún verður að leita út, og hyggst þá með ofbeldi og ójöfnuði og allskonar óleyfilegum meðulum að kúga undir sig nágrannaþjóðirnar og bægja þeim frá landi þeirra og eignum með harðneskju samfara yfirgangi. En við þetta geta menn naumast átt þegar þeir eiga við svar-bækling G. Ól., einkum þegsr þess er gætt, að hann er runninn undan tungu- rótum hvítta manna og að það eru þó hvítir menn, sem hafa lagt til fóðrið í hann og kostað tötra hans. Mun hjer eflaust annað búa undir nafni, sem sje það, að bæklingur þessi hefur það eina markmið að troða undir fótum og misþyrma augljósum sannleika og leitast við að blekkja þá sem ekki þekkja til, nteð því að þyrla upp fjallháum mekki af blekkingarþoku, rangfærslum, hártogunum, og öðru líku góð- gæti, og á þann hátt að Ieitast við að vinna ógagn mönnum þeim, sem sjá lengra og betur en þeir, hvað til heilla horfir og jafnframt stuðlar að því að halda framfara- og áhugamálefnum í því botnlausa feni, sem ekki er annað fyrirsjáanlegt, en að alt muni fyr eða síðar sökkva ofan í og hverfa í, ef ekki er bráð- lega tekið alvarlega í taumana og augu manna opnuð,'svo að þeir sjái hvað er að gerast. Sem merkisberi þessarar stefnu, mun rit þetta hata hlotið nafnið „gula hættan" og er það að maklegleikum, enda hefur það að kalla má vakið megnasta viðbjóð hjá flestum, sem það hafa sjeð og lesið að undanteknum einum skraddara og einum lyfsala þó. það sem meðal margs annars sjerstaklega rýrir gildi bæklings- ins í augum allra sjáandi manna er það, að hann er ritaður í ein- hverju óstjórnlegu reiðis-kasti, þannig að mennirnir sem þar hafa lagt orð í belg, vita alls ekki hvað þeir segja og snúa því Hestu öfugt þar. Stóru skotin i bæklingnum sem skella eiga aðallega á mjer og Gísla J Johnsen á víxl, eftir því hvor betur þykir horfa við skot- marki og sem öll bera hið al- kunna „firmamerki", svo að ekki verður á því viist, hvar þau eru tilbúin, eru þessi: „illgirni“ og „heimska", „heimska" og „fá- fræði“, „gert móti betri vitund“, „dylgjur“, „ósannindi“, „hrein ósannindi", „vísvitandi ósannindi" o. s. frv. — Jeg var alveg hissa þegar jeg sá að Gunnar Ólafsson kynokaði sjer ekki við að láta nafns síns getið við útgáfu bæklings þessa, og jeg gat ekki, og get ekki enn skilið til fulls hversvegna hann er svo reiður, að hann hikar ekki við að mann- skemma þá, sem alls ekki hafa átt orðastað við hann. Nema að reiði hans stafi af því, að jeg læt hans hvergi getið í greinum mínum um hafnarmálið, sem reyndar var eðlilegt og átti að vera mjer fyrirgefanlegt, því að hann var fyrir Iöngu horfinn úr sýslunefndinni, fyrir löngu búinn að vinna sjer þar til óhelgis svo sem alkunnugt er hjer, þegar jeg i reit greinar mínar. En þó er Gunnar furðu kvikusár og mun jeg síðar minnast á ástæðuna til þess, en hvernig sem því er varið, þá er þó óhætt að fullyrða það, sem karlinn sagði einu sinni við kerlinguna sína: „Mikið vinnur þú fyrir Höskuld, gæzka“. það er ekki í fyrsta skifti í bæklingi þessum, að Gunnar Ólafsson mokar haugi að mjer síðan hann kom hingað til Eyja og gerir hann aðallega vegna hinna alkunnu tengsla hans við sýslumanninn, sem hann af ímynd- aðri uppgötvun, heldur fram að við’ Gísli Johnsen sjeum ávalt að ofsækja að ósekju, sem aftur stafar af því að Gunnar er alger- lega sneyddur þeim hæfileika að greina að menn og málefni, heldur rennur þar alt út í eitt fyrir honum, og verður að óaðgrein- anlegu mauki í hugsunardalli hans þegar til þess kemur að hann á að dæma um hvað er maðurinn og hvað er málefnið. Jeg ann Gunnari vel vinsemda hans við sýslumanninn og hefi aldrei, hvorki í orði eða verki reynt til að ræna hann því mikla happi og því síður er það ætlun mín nú, að styggja hann, þótt jeg leyfi mjer að líkja sambandi þeirra við samband samgróinna tvíbura, sem hafa sameiginlegt hjarta og sameiginleg andfæri. Af þessu, samfara ofbirtunnj sem ljómar afþessum fóstbróður hans, stafar það :dn^g,í;.^þ ^uauari förlast svo oft sýn, hikar ekki við að svívirða og mannskemma þá sem verið hafa kunningjar hans og aldrei lagt honum til lastyrði hvorki leynt nje ljóst. Hjelt jeg, að eftir að Gunnar hjer um árið mokaði kappsamlegast að mjer „Á krossgötum", þegar hann viltist þar sem oftar, er hann skammaði ýmist mig eða Björn H. Jónsson kennara, og vildi báðum um kenna að við hefðum hætt sig og fleiri, en sem hann að ýmsra sögn tók svo sára iðrun fyrir, að hann mundi hafa virt þá svo við mig þá kurteisi mína að jeg ljet hann afskiptalausan út af því frumhlaupi hans á hendur mjer, sem hann ljet mál- gagn sitt, blaðsnepilinn „Frjettir* undir ritstjórn óskabarns þeirra V. Ottesen’s, birta hjer um hjer- aðið, að hann ekki enn á ný brendi sig á sama soðinu, ljeti ekki enn á ný hafa sig til að moka fúkyrðum í þeirra garð, sem vitanlega vilja verja hjeraðið slysum, og forða því frá besýni- legum asnahnykkjum. En verði þjer að góðu kunningi, þar sem þú húkir í austursrúmi, á hrip- leku fleytunni, sem helst hefur ekki sjest annarstaðar, síðan þú komst þar innanborðs, en brölt- andi á skerjum óframsýninnar og þvergirðingsins, og víst er um það, að of mikið vinnur þú þar fyrir Höskuld. Læt jeg svo staðar numið við þessar hugleiðingar, enmun þessú næst snúa mjer að þvt að kveða niður og koma fyrir helstu öfgunum í „gulu hættunni“. Frá útiöndum. —o— Berst fátt stórra tíðinda frá útlöndum. Bardaga er lítið getið nema í Frakklandi og í Rúss- landi. Bandamenn sækja á seigt og fast en þjóðverjar þoka undan á stöku stað og þó heldur hægt. Mikilsverðum stöðvum hafa þeir slept, látið margt manna og her- gögn talsverð. Síðasta framsókn Bandamanna var í nánd við Noyon, komust þeir þar 8 km. áfram. Búist er við að þjóðv. hörfi enn lengra undan, en ætli svo að búast um því betur og veita örugt við. Flokkar af flugvjelum Bandamanna hafa flogið yfir ýmsar þýskar borgir og látið rigna sprengikúlum yfir þær, svo að nemur tugum smál. Aftur skerpa þjóðverjar kafbáta- hernaðinn, bæði við England og Ameríku og sökkva skipum unnvörpum. Óeyrðirnar i Rússlandi halda enn áfram. Maximalistar hafa látið þau boð út ganga, að þeir sjeu á góðum vegi með að „friða landið", með tilstyrk þjóðverja.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.