Skeggi


Skeggi - 24.08.1918, Blaðsíða 4

Skeggi - 24.08.1918, Blaðsíða 4
SKEGGI „AGLEJ A“. Sjúkratrygging alþýðu. Engin læknisskoðun. Upplýsingar gefur Páll Bjarnason Kirkjubóli. Heima kl. 9-11 f. h. — Sími 62. F i n n a r hafa sagt Bandþjóð- unum stríð á hendur og berjast með Rússum og þjóðverjum við bresku hersveitirnar við Hvíta- hafið. Ráðagerðir eru miklar um það hverjir skuli verða konungar í hinum nýju ríkjum í Austur- Evrópu, Ukraine, Póllandi, Rúss landi og Finnlandi. Koma þar ekki til mála aðrir en þeir, sem hlyntir eru Miðveldunum eða af þeirra sauðahúsi. íhaldssamari menn vilja láta þær ráðstafanir bíða þangað til alsherjárfriður verður saminn.' Spánverjar hafa gert upp- tæk þýsk skip í spænskum höfn- um, og þykir það vottur fjand- skapar. C z c k o-S 1 a v o n ar, flokkur- inn sem berst frekast gegn Maxi- malistum í Síberíu, hefur fengið viðurkenningu Breta, sem banda- þjóð þeirra í ófriðnum. Maximalistar hafa kosið sjer alræðisnefnd. í henni eru Lenin, Trotzky og Zinoviev. Frjettir. —:o:— Kvöldskemtun var haldin hjer síðastl. laugardagskvöld í Templarahúsinu, til ágóða fyrir fátæka konu. Dr. Alexander Jóhannesson hjelt fyrirlestur ,um fegurð"; snjalt erindi og greina- gott. Ríkarður Jónsson mynd- höggvari skemti með vísnakveð- skap og skrítlum. Síðan var dansað fram á nótt. Síid (nokkrar tn.) veiddi einn bátur hjeðan, eina nóttina í vik- unni. Töldu menn líklegt að þá hefði verið talsvert af henni hjer úti fyrir. Fuglatekjan gengur tregt, tíðin óhagstæð og fuglinn »illa gerður“ sem kallað er. Oæmalausir óþurkar hafa gengið hjer, aldrei komið þurkur, sem heitið geti síðan snemma í júlímán, nema tvo daga fyrir síðustu helgi og í dag. þeir dagar urðu mörgum að góðu liði til að bjarga fiski undan skemdum. Samt er mestallur fiskurinn óþurkaður ennþá, ýmist hálf-blautur eða alblautur og sumt óvaskað ennþá. Horfurnar með hann eru farnar að verða ískyggi- legar. „Christiena1, skipið sem strandaði hjerna á dögunum, liggur ennþá í fjörunni á Eiðinu, en timbrið úr því í stöflum til og frá um Botninn. Ekki heyrist getið um uppboð á strand-góssinu, , og kominn þó hálfur mánuður síðan skipið kom þarna í fjöruna. SífdveiOin nyrðra, gengur afarstirt. Um síðustu helgi lifnaði eitthvað yfir henni en tók fyrir hana aftur. Búist er við að flest skip fari að hætta veið- um nema að bráðlega rætist úr. Á Vestfjörðum gengur miklu betur. Nokkuð síðan að tveir bátar af ísafirði hættu, af því að þeir voru búnir að fá það sem þeir máttu salta. Tvö seglskip, sem Duus-verslun á og salta á Álftafirði vestra, höfðu fyrir skömmu fengið 2600 tn. til sam- ans. þykir það gott á þessum tímum. Á Reykjarfiríji hafði verið góður afl um tíma. Mokafli af þorski og smá- ufsa var við ísafjarðardjúp á dögunum. Var þá mannekla og saltekla um tíma. Af Ausifjörðum frjettist ekkert nu um tíma að sagt var. Grasbresiur um alt land og vesaldar-heyskapur. Verður fjenaði eflaust fargað stórkost- lega í haust. Landsbókasafnið verður 100 ára 28. þ. m. Einhver við- höfn á þá að vera í Reykjavík og er verið að undirbúa hana. Landsbókavörður sjálfur heldur aðalræðuna. Brauðagerð hefur Reykja- víkurbær komið upp á gasstöð- inni. Er það búhnykkur góður. Skóasmiðju ætlar sami bær að koma upp í haust, til að útvega fátæklingum ódýra aðgerð á skóm. Almenningseldhús er í ráði að þar verði einnig sett upp um næstu áramót. Mundi þess ekki þörf hjer um það er fólkinu fjölgar sem mest? Leiðrjeiiing. í 42. tbl. í kvæðinu „Vestmannaeyjar" síð- ustu vísu, 2. línu, stendur fleyg- inn, á að vera f 1 e y i n. Ollufötin margþráðu (jakkar og buxur) eru komin í verlun s. 3- 3ofwsen. Auglýsing. Fiskifjel.deildin „Ljettir" heldur námskeið { sjómanna- fræði I haust, ef nógu margir sækja. Námsgreirnar verða frum- atriði stýrimannafræðinnar,alm. reikningur, tslenska, danska, enska, Nemendur gefl slg fram sem allra fyrst. Nánarl upplýsingar gefur Páll Bjarnason Kirkjubóli — Sfmi 62. Kaupendur „Skeggja" geri svo vel að gera afgreiðslunni aðvart, ef vanskil verða á blaðinu. Skipafregnir. „GuHfoss* er nýfarinn til Ameríku. „Fálkinn" fór vestur nýlega til að sækja alþingismenn. Aðrir þingmenn fara á Sterling. „Botnia" er kominn til Reykjavíkur. Meðal farþega var fossanefndin. „Viiiemoes" er væntanlegur hingað á hverri stundu að norðan með nokkur hundruð tn. af fóðursjd. 1500 tn. á hann að setja upp á Stokkseyri, halda svo áfram til Reykjavíkur, en fara svo til Ameríku tii að sækja steinolíu. „Skaftfelllngur" kom snemma í vikunni á leið til Víkur. Meðal farþega voru kaupmenn- irnir Gunnar Ólatsson, Páll Oddgeirsson og Kristján Gísla- son. Tveir vjelbátar komu um síðustu helgi frá Stokkseyri með saltfisk til geymslu. Verslanir austanfjalls verða að flytja allar innlendar vörur á aðrar hafnir, hingað eða til Reykjavíkur, og afgreiða þær þar til útflutnings. Kosta þeir snúningar ærið fje. „ZEBRÁ’ (ofnsvertan ágæta) fæst í verslun S 3- 3°^sen» Hið ágæta H V E I T I er kómið aftur, sömuleiðis mola-sykur og púður-sykur. Brynj. Sigfússon. Blásteinn fæst sem stendur í verslun S 3* 3°^nsstx* Prentsm. Veitmannaeyja.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.