Skeggi


Skeggi - 31.08.1918, Blaðsíða 1

Skeggi - 31.08.1918, Blaðsíða 1
/ 1. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 31. ágúst 1918. 45. tbl. Undirbúnings- fræðslan. —o— ------Ekki veit jeg hvernig jeg á að fara með börnin mín í vetur. Skólinn starfar víst ekki nema að nokkru leyti, það er verið að spara. Og þó hann starfaði að öllu leyti, þá nægir mjer það ekki. Hann kemst ekki yfir að taka nema skóla- skyldu börnin, 10 ára og þaðan af eldri. þau sem yngri eru, voru um síðustu áramót talsvert á 7. hundrað, og eitthvað af þeim hlýtur að vera komið nærri skóla-aldri, ef til vill eitt hundrað. Skólinn má ekki taka börnin 10 ára nema þau sjeu orðin sæmi- lega læs og dálítið skrifandi. Hvar fær maður svo kenslu í lestri og skrift fyrir 100 börn? Jeg er í vandræðum og veit að svo eru fleiri. —- þetta var „Skeggja" skrifað nýlega, og hann beðinn að upp- lýsa málið og leggja ráð til. Hann spurðist fyrir um þetta hjá þeim mönnum, sem best gætu svarað því, formanni skólanefndar og kennara þeim, sem einna helst hefur haldið uppi þeirri kenslu, sem höf kvartar um að vanti svo tilfinnanlega. Skóla- stjóri barnaskólans er fjærverandi, svo að hans umsagnar varð ekki leitað. Hjer verður því mest bygt á umsögn þessara tveggja manna, og svo því sem maður veit um tilhögun í öðrum hjer- uðum, þar sem líkt stendur á og hjer. Enginn vafi er á því að um- kvörtun þessi er á nokkrum rökum bygð. Kennarinn hefur nú um nokkur ár tekið börn heim til sín á eigin spýtur og fengið mikla aðsókn. Mest hefur hann haft um eða yfir 50 börn í einu „og neitað víst eins mörgum", sagði liann. þetta er þá eftirspurnin, um 100 börn, sem hann er beðinn fyrir sama haustið. Búast má þó við að einhverjir hafi ekki beðið hann fyrir sín börn, þó þess þyrftu, því að oftast eru einhverjir, sem draga það í lengstu lög. Talan er þvi naumast of há, ef gert er ráð fyrir öllum börnum í hjer- aðinu 8 og 9 ára. Heimafræðslan er að leggjast niður um alt land, og valda því breyttir lífshættir. Einkum er gert orð á því hvað lítið sje orðið um heimafræðslu í sjávar- plássum. Mun þar ilt satt mál að verja, En hjer í Vestmanna- eyjum stendur alveg sjerstaklega á. Veturinn er aðal-annatími ársins. það er engu minna annríki á heimilunum hjer á vertíðinni en í sveitinni um há- sláttinn og þó landlegudagar sjeu nokkrir í röð, þá nýtist samt fæstum heimakensla nema að litlu leyti. Af þessu er auðsætc að heim- ilunum er nokkur vorkunn þó þau kvarti í þessu efni. Afleið- ingin af þessu verður sú, að heimilin verða að kaupa kensluna, þau sem þess eiga nokkurn kost, eða þá iáta hana farast fyrir á kostnað barnanna. Skólanum er svo ætlað að taka við öllu saman og það verður til þess að hann verður að fara að kenna sumum börnunum, það sem þau eiga öll að kunna þegar þau koma, og eyða miklum tíma og fyrirhöfn í það. Verður þetta stundum til þess að hann kemst litlu lengra en að því markinu, sem hann átti að byrja við. Sjá allir að það er alt annað en heppilegt, svo að ekki sje meira sagt. Flestum foreldrum er þetta mjög á móti skapi en fá ekki aðgert, meðan ekki eru gerðar ráðstaf- anir til að bæta úr vandræðun- um með undirbúningsfræðsluna. Beinast lægi við að bæta úr þessu á þann hátt að skólinn tæki að sjer undirbúningsfræðsl- una að nokkru eða öllu leyti, enda er heimild til þess í fræðslu- lögunum að færa aldurstakmarkið niður þ. e. að láta skólaskyldu ná til yngri barna en 10 ára. Sá hængur er þó á því, að eins og nú standa sakir munu varla tök á að hita upp skólahúsið meir en í fyrra, svo að um hósrúm þar getur varla verið að ræða, þó alt annað, sem þarf til auk- innar kenslu, væri fyrir hendi. Kostnaðarauki mundi sjálfsagt verða talsverður við þessa aukn- ingu. Mætti vinna hann nokkuð upp með kenslugjaldi, ef börnin væru ekki gerð skólaskyld. það gjald þyrfti ekki að vera ýkja hátt. Nú eru borgaðar 5 kr. fyrir barnið. Væru þau samtals um 100 og kenslan stæði 6 mánuði eins og nú gerist þá yrðu tekjurnar 3000 kr. yfir veturinn eða nóg kaup handa 2 kennurum og mundi þykja fullboðlegt. Fimm kr. á mán. mundi sennilega þykja of hátt gjald ef það ætti að ganga yfir allan fjöldann, enda ekki ástæða til að láta skólann græða fje á þessu. Aðra leið mætti fara. Hún er sú að hafa aðeins einn kennara við þetta og skifta börn- unum í tvo hópa. Kæmu hóp- arnir til skiftis, sinn dag hvor og stæði skólinn (þ. e. sú deildin) sjö mánuði á ári. Mætti þá ^ færa gjaldið niður í 2 kr. á mánuði. það mundi nægja vel handa kennara, eftir því sem þeim er launað nú. Skólinn legði þá til húsnæðið, hitann og ljósið. Húsið og ljósið hefur hann þegar. það er þá hitinn einn, sem þarf að bæta við. Á hinn bóginn mundi hann bæta úr mjög brýnni þörf með þessu, ekki aðeins í þágu almennings, heldur einnig sjálfum sjer í hag. Er vandalaust að færa rök að því. í þetta sinn verður ekki farið frekar út í fræðslumálið, þó enn sje margt um það að segja. Mönnum er t. d. að verða það mikið áhyggjuefni, að fræðslan skuli vera svo takmörkuð sem orðið er. það eru engin smá- vegis rangindi sem með því eru framin á uppvaxandi kynslóð, og ekki er ósennilegt að hún dæmi þá ráðstöfun hart á sínum tíma. Aðrar þjóðir reyna að verja börnin skemdum af völdum ófriðarins, en við leiðum hallærið inn í skólana löngu áður en nokkrum manni dettur í hug að draga úr óþörfum munaði sbr. kvikmyndahúsin, bifreiðarnar og glysvarninginn, sem komið hefur nógur til þessa. í þessu hjeraði mætti bæta dálítið upp halla þann, sem börnin bíða við takmörkun skólahaldsins, með framhalds- deild, er stæði fram að vertíð. Allur þorri barna gæti sótt þá deild sjer að bagalitlu. Mætti nota sama húsnæði, Ijós og hita, sem nú er notað við barnaskól- ann, en kensluna þyrfti auðvitað að auka. Væntanlega tekur skólanefnd þessi atriði til meðferðar fyrir haustið, og bætir úr brýnustu þörfunum, ef mögulegt er. Hún man það eflaust að henni er trúað fyrir vandasamasta máli mannfjelagsins. Fræðslumál. Erindi eftir messu í Hrepphólum I. apríl 1918. Eftir Magnús Helgason. —o— (Framh.). Jeg tel þá f y r s t, hversu illa þess er gætt, að börnin sjeu orðin sæmilega læs, þegar þau eru 10 ára. Landstjórnin hefur ekki enn treyst sjer til, að veita heimilunum hjálp til barna- kenslunnar fyr en þau eru 10 ára, en ætlast til að þá sjeu heimilin búin að kenna nokkurn veginn lestur og byrjun til skriftar. Og víðast hvar af landinu hefir verið svarað spurningum um þetta efni á þá leið, að flestöll heimili geti þetta. það finst mjer líka þar sem jeg þekki til. En sjeu einstök heimili, sem ekki geta það, þá má s v e i t a r- f j e 1 a g i ð til að hlaupa undir baggann; landið vill ekki gera það, enn sem komið er. Ef sveitarfjelagið vanrækir skyldu sína í þessu efni, þá verður af- leiðíngin sú, að hjálpin, sem landið leggur til uppfræðslunnar, kemur ekki að hálfum notum; og þess gjalda ekki einungis ó- læsu börnin, sem væri fullilt því að saklaus eru þau — heldur öll hin börnin líka, sem eiga að njóta kenslunnar með þeim. Jeg vona, að menn skilji þetta. þegar kennari tekur við barnahóp til kenslu, sem eru mjög misjafnt undir búin, og á að veita þeim öllum fræðslu, hverju við þess hæfi, þá má ekki undirbúningur- inn vera minni en svo, að þau sjeu öll sjálfbjarga á bókina. þau geta átt nógu illa samreksta samt. Kennarinn á ekki og má ekki tefja sig á að kenna undirstöðu t lestri. Sá tími væri tekinn frá öðru, og tekinn frá hinum börnunum, sem hafa fengið þann skyldu-undirbúning. það vita Mikið urval af allskonar vörum nýkomið. S. 3.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.