Skeggi


Skeggi - 07.09.1918, Blaðsíða 1

Skeggi - 07.09.1918, Blaðsíða 1
1. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 7. sept. 1918. 46. tbl. Fræðslumál. Erindi eftir messu i Hrepphólum 1. apríl 1918. Eftir Magnús Helgason. —o— (Framh.). Svo er líka þess að gæta, að með þessum mörgu kenslustöð- um, þá eru börn hópuð saman til kenslunnar eingöngu eftir því, hvar þau eiga heima, en alls ekki eftir aldri og þroska. þó að kenn- arinn hafi ekki nema 4—5 börn, geta þau verið sitt á hverju reki og fyrirhöfn kennarans marg- föld við það, sem vera þyrfti, ef þau væru hópuð eftir kenslu- reki. Sumir halda nú, að það geri ekki neitt til; það komi bara á kennarans bak, og hon- um er ekki ofvaxið, þó að hann eigi að vera að dútla við þetta allan daginn. þetta er svo sem ekki mikil vinna. En það er fáviskan einber. Um þetta get g talað af reynslu. Jeg hefi staðið við orf 12 tíma á dag, og mjer er nær að halda, að jeg hafi ekki slegið öllu minna sein- asta tímann en þann fyrsta — að fráteknum fyrstu dögunum. Jeg hefi líka kent 6 st. á dag, og það er víst, að ef jeg hef átt að gera það dag eftir dag, þá mundi jeg hafa kent miklu ver þann síðasta en þann fyrsta. Jeg þekki ekki vinnu, sem þreytir eins mikið, einkum ef mörgum er kent saman. því er kennurum víða b a n n a ð að kenna yfir 5—6 st. á dag, og þó ekki í stryklotu. Jeg tel engan kennara jafn góðan af að kenna meira á dag til lengdar. það má hanga við það lengur. En það borgar sig ekki og kemur niður á börnunum og náminu. Kennari Þarf altaf að vera með fullu fjöri. það er lítil sanngirni, að búa svo í haginn fyrir kennarann, að hann leggi of mikið á sig við kensluna og kenna honum svo um, ef börnin verða leið af því, að bæði hann og þau eru of þreytt. þetta er ein ástæðan til leiðans, er börn fá á náminu. Og ein ástæðan til þess, að margir bestu kennararnir gefast upp á fáum árum, og snúa sjer að öðru. Kennari, sem skilur starf sitt og metur, þ. e. a. s., skoðar það eins og það er, þjóð- heillaverk og meir áríðandi en flest önnur, sem hugsar um árangurinn fyrir börnin, en ekki einungis um atvinnu fyrir sig — slíkur kennari unir ekki vetri lengur við þetta fyrirkomulag, en leitar heldur fyrir sjer annars staðar, Af þessu leiðir sífeld kennaraskifti. Altaf kemur nýr kennari og ókunnugur börnun- um, Nú er það eitt meginatriði að kennarinn þekki börnin, til þess að kenslan verði happasæl. það verður aldrei kært með honum og þeim að öðrum kosti. þarna er þá enn ein afleiðingin af þessu vandræða fyrirkomulagi, sem gerir alla kenslu lítt nýta, móti því sem hún gæti verið. Og svo er sökinni kastað á kennarann. Og enn má nefna eina af- Ieiðinguna af þessu húsnæðis- leysi. það eru þessi vandræði, sem fræðslunefndin er í á hverju ári með að koma kennaranum niður og útvega kenslustaði; það hjálpar til að gera það starfhvim- leitt fræðslunefnd og hrepps- búum, og allir skilja, að það dregur úr áhuganum og gerir jafnvel kensluna sjálfa og alt, sem að henni lýtur, mönnum hvimleitt, eins og einhver sveit- arvandræði, sem best væri alveg að vera laus við. Viijið þið snöggvast hugsa ykkur í spor kennara, sem kemur ungur og óreyndur úr kennaraskólanum í ókunnugt hjerað og hlakkar til að kynnast börnunum, fræða þau og láta þeim í tje það, sem hann á best til í hugarsjóði sínum. En það sem hann fyrst fær að heyra er þá það, að hann sje lítill aufúsu- gestur, af honum stafi sveitar- vandræði og í rauninni sje hann lang-þyngsti sveitarómaginn, byrði, sem öll sveitin stynji undir. Jeg veit til þess, að þeim hefir sum- ' um brugðið ónotalega fyrst í stað við þessa fregn, Og jeg veit að ykkur finst það vorkunn, þó að þeim geti kólnað um hjartaræt- urnar í svipinn og áhuginn og tilhlökkunin dofnað. Jeg sje ekki neitt ráð til að bæta úr þessum bresti, húsnæðis- leysinu, annað en að byggja skólahús, alstaðar þar sem ekki er hægt að fá 2—3 verustaði í fræðsluhjeraðinu, sem rúmi til kenslu um 20 börn í einu, og börnin geti haft þar heimavist, dvalið þar að öllu leyti, ásamt kennaranum, þann tíma, sem þau njóta kenslunnar. Jeg hugsa mjer svo, að skólinn stæði 30 vikur, og börnin skiftust í 3 deildir eftir því hvað langt þau væru komin, og fengi 10 vikna kenslu hver deild. Jeg geri ráð fyrir svo stóru hjeraði, að börn frá 10—14 ára væru alt að 60. Og jeg tel, að einn kennari dygði þar þá betur en 3—4 með sleif- arlaginu, sem nú er. það gerir svo mikinn mun, að hafa gott húsnæði og að hafa saman börn á líku reki. Ef hjer væri kom- inn góður skóli nálægt Grafar- bakka fyrir báða hreppa, og notaður jarðhitinn til eldunar og hitunar, þá mundi auðfengnari góður kennari og verða fastari í vistinni (Niðurl. næst). Hagur almennings. —o— Blöð landsins hafa í hverri viku, nú tvo síðustu mánuði, Hutt raunalegar fregnir um at- vinnuhorfur við sjó og í sveitum. Einkum fara miklar sögur af grasleysinu um alt land, síldar- leysinu fyrir norðan og fiskileys- inu á Austurlandi. Maður, sem nýkominn er norðan úr Eyjafirði og þingeyjar- sýslu, segir horfurnar hörmu- legar þar. það er eitt með öðru, að í byrjun ágústmánaðar var hann á ferð norður í Fnjóskadal. Var þá verið að taka þar upp móinn. þótti honum það kyn- legt og spurði hverju það sætti. Var honum sagt að mótakan hefði verið reynd tvisvar áður, en ekki tekist fyrir klaka í jörðu. í þetta skifti (í byrjun ágústm.) var klakinn orðinn það þunnur að vel mátti brjóta, en þó ekki nærri horfinn. Ekki var þá farið að slá neitt að ráði í Köldukinn, en þó skár sprottið þar, en í hlýrri sveitum vegna þess að vetrarklakinn hafði haldist þar lengur fram á vorið og jörðin því minna kalin. Á Akureyri var vandræða- atvinnuleysi, svo sumir verka- menn voru ekki matvinnungar yfir sumarið. Svipað er sagt frá síldarstöðvunum nyrðra og koma margir slyppir þaðan. Heyskapur er hinn aumasti fyrir norðan. Sum tún ekki al- slegin og það sem af þeim fæst svo smátt að varla tollir í reip- um. Smjör er ófáanlegt í búðum nyrðra, því að erindrekar úr öllum áttum raka saman því litla sem bændur geta látið. Kjöt var lítt fáanlegt og ekki nema afar- dýrt. Stefnir að því sama og í fyrra að það verði selt lands- mönnum talsvert dýrara en út- lendingum. Af Sigufirði eru sagðar ískyggi- legar horfur, fjöldi manna atvinnu- laus lengi í sumar og útvegsmenn margir beðið stór-tjón af afla- leysinu. þótti fullhart í fyrra, en sýnu verra nú. Munurinn sá, að í fyrra gekk mikill þorskur en nauðafátt um hann í sumar. ; þessar eru sögurnar, sem ber- ast að norðan. En ekki tekur betra við af Austurlandi. Fiski- laust suður að Seyðisfirði og þó rýrt þaðan. Beituleysi og ótíð er talin aðalástæðan. það kemur sjaidan fyrir að þar náist ekki í beitusíld einhverntíma sumars. Lítið eittaf beitusíld var flutt þangað í sumar úr Reykjavík. Grasvöxturinn sagður ljelegur þar eystra, en nýting ekki frá- leit; heyskapur því sæmilegur þar eftir því sem nú gerist um landið. Verðlag á útlendri vöru þykir bændum eystra allþungur kross, enda reynt að ná í vörur hjeðan. Segja þeir afurðir búanna hrökkva skamt fyrir nauðsynjum í þessari tíð. þurfa hvorugir aðra að öf- unda, sveitabændur nje sjávar. þjóðin er öll í vanda stödd og horfir fram á dimma daga, á næstu haustnóttum. Húsnœðisleysi verður tiifinnan- legra með hverju árinu sem líður. Byggingarefni eru torfengin og mr Mikið úrval af allskonar vörum nýkomið. S- 3. 3ohtt>e».

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.