Skeggi


Skeggi - 07.09.1918, Blaðsíða 2

Skeggi - 07.09.1918, Blaðsíða 2
SKEGGI ... ... TftaxvvWa. Eg hefi nú fengið birgðir þær, af þessari vöru, er eg áiti von á. Þeir sem hafa pantað gjöri svo vel að gefa sig fram sem fyrst, ella verður varan seid öðrum. S. 3. 3°fov$etv. »Skeggi« kemur venjulega út e i n u sinni í viku, og oftar ef ástæður leyfa. Verð: 5 kr. árg. (minst 50 blöð). Augiýsingaverð: 50 aur. pr. «.m.; 60 aur. á 1. bls. Ú t g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Ounnar H. Valfoss, Ritstjórl og ábyrgðarm. Páil Bjarnason. svo dýr að fæstir geta keypt þó efnaöir kallist. Rekur óðum að því að til almennra vandræða horfi. Meginþorri íbúðarhúsa er úr timbri, og þau eru mjúk fyrir sínagandi tönn tímans, sem öllu eyðir á endanum. Húsin hrörna óðfluga með hverju misseri, því nú skyrrast menn við að gera að þeim nema í ýtrustu nauðsyn, enda leigist hvert greni, sem falt er, fyrir okurleigu. Tjónið við húsahrörnunina er margfalt. Fyrst eru skemdirnar á sjálfum húsunum þegar við- haldið er ófullkomið. þar næst eyðing á innanhúsmunum, mat- vælum 0. fl., sem leiðir af lje- legri geymslu. Hið þriðja og alvarlegasta er það hver hætta vofir yfir heilsufari þeirra hinna mörgu, sem verða að hafast við í hinum verstu híbýlum, hvort heldur er við sjó eða í sveit. Sú hætta fer sívaxandi með hverju ári dýrtíðarinnar, en allra geigvæn- legust er hún þegar minstar eru vonirnar um matarafla og klæðn- aðar. Um eldiviðinn eru menn nú hætttir að tala. Húsnæðisskortur leggur eflaust þyngri skatta á þjóðina en margan grunar í fljótu bragði. Gefur hann góðum mönnum tilefni til að íhuga hvort þjóðin hefur ekki ráfað á villigötum í húsagerðinni síðustu árin. Menn lofa timbur- húsin fyrir það hve ódýr þau eru í upphafi, og hve auðvelt er að hita þau. Má hvorttveggja til sanns vegar færa eins og ástatt var fyrir ófriðinn. Sennilega verður þó annara ráða í að leita, áður en afráðið er að halda á- fram sömu stefnu í húsagerðinni. Eldeyjar-för. Tveir bátar fóru hjeðan fyrir miðja vikuna til Eldeyjar. Erindið var hið venjulega, að veiða súlu. Bátarnir sem fóru, voru „Enok* (form. þórður Jónsson) og ,þór“ (form. Finnb. Finnbogas.). Sjö menn voru á hvorum bát. þrjá daga voru þeir í ferðinni, lágu þó einn sólarhring um kyrt i Höfnum, vegna þess að óhag- stætt var þá að leggja að eynni. Að öðru leyti hepnaðist ferðin ágætlega, veður gott og veiði nóg. Fyltu þeir báða bátana. Urðu það alls um 4000 af ungri súlu og ófleygri. Nemur fengur- innn um 3000 kr. ef hver súla er metin á 75 aura, sem ekki mun fara fjarri sanni eftir verði á annarri matvöru. í förinni voru þeir bræður Ágúst Gíslason í Valhöll og Stefán Gíslason í Ási, er fóru fyrstir manna, ásamt Hjalta skip- stjóra Jónssyni, upp í eyna 1893. Eignuðust þeir fjelagar, og aðrir fleiri, þá veiðirjett í eynni, í 30 ár. Rjetturinn hefur verið not- aður flest sumur síðan, stundum verið farið tvisvar á sumri. þykir þessi síðasta för ein af þeim bestu. Svar frá Jes A. Gísiasyni 111 Gunnars Ólafssonar út af „gula bæklingnum“. —0— (Framh.). þá kemur sá kafli „gula bækl- ingsins", sem Gunnar hefur gefið fyrirsögnina „Hafnarmálið", og mætti ætla, að nú væri hann loks kominn að efninu. í þessum kafla skáldskapar-ritsins fer höf- undinum líkt og mörgum skáld- um, sem vinna að miklum verk- um, að hann dottar og rekur sig óþægilega á, en þess á milli fer hann á gandreið yfir láð og lög, svo að naumast verður hönd á honum fest; er hann þá ýmist fram á fremstu tryntum í „Bratta", niðri í „Fúlu“, uppi á Naust- hamri, eða hann er að fleyta kolryðguðum gufukatli eftir haf- fletinum eða hann veifar, tryltur af geðshræringu, gamla skjalinu ógleymanlega og kemst síðan á sprettinum inn á mislingasvæðið, en út frá honum í allar áttir hrjóta skammirnar eins og eld- glæringar og hyggst hann auð- sjáanlega með þessum hama- gangi, að ríða alt um koll ogrota allar röksemdir og rjettar hugs- anir. En þótt hlassið virðist þungt, þá verður þó raunin sú, að það er ljett þegar það er athugað. Höf. byrjar á því, að halda því fram, að jeg og fleiri hjer höfum leynt og Ijóst unnið hafnarmálinu ógagn bæði í hjeraði og út á við, en að Karl Einarsson sje sá, sem vakið hefur upp hafnarmálið og „frá upphafi sýnt í því mikinn áhuga og dugnað að mörgu leyti“. — það er eflaust öllum kunnugt hjer nema höf. að hafnarmálið var fyrir löngu vakið áður en Karl sýslumaður kom hingað, eins og jeg hefi sýnt fram á í greinum mínum í „Skeggja" og því óþarft að fara að endurtaka hjer, læt mjer nægja að vísa til þess, sem þar er sagt, og ætlast jeg til að allir geti lesið það nema höf. Aptur á móti skal það tekið fram um hinn mikla áhuga og dugnað sýslumanns í því máli, að eins og kunnugt er, hefði verið æskilegra og jafn- framt notadrýgra fyrir það mál, að áhuginn hefði gengið í aðra átt og að einhver fyrirhyggja hefði verið samfara áhuganum og dugnaðinum, og finnst mjer, að þetta hefði vel mátt svo fara, einkum þar sem sýslumaður hafði annan eins bita-mann og höfund „gula bæklingsins“. Og sagt get jeg Gunnari það, efhann veit það ekki áður, að fyrlr brýn- ing skjalsins ógleymanlega, frá 10. jan. 1912, þar sem meðal annars er fundið að aðgerðar- leysi sýslunefndarinnar (en sem Gunnar heimfærir alt til sýslu- manns) í hafnarmáli Eyjanna, fór fyrst að koma hreyfing á málið, annars ekki ólíklegt, sem, ef til vill, hefði verið best, að það hefði sofnað í höndum valdhaf- anna. Og svo hreinskilinn get jeg verið við höf. „gula bæklings- ins“, að segja þeim það, að Eyja- búar telja það meðal óhappa sinna, að hafnarmálið og fram- kvæmd þess skyldi lenda á ríkis- stjórnarárum þeirra Gunnars og Karls. Annars skilja og vita það li allir Eyjaskeggjar, að hafnarmálið stendur ekki í órjúfanlegu sam- bandi við persónu Karls Einars- sonar eins og Gunnar heldur fram. Um þær mundir, sem Karl kom hingað var að verða hjer stórfeld breyting á útgerðinni og vita allir, að sú breyting er lítið honum að þakka, aðrir hafa orðið að hafa meira fyrir og leggja meira í áhættu. þeir menn krefjast þess að fyrirhyggju og atorku sje beitt við hafnarmálið. þeir hafa gert sjer vonir um að geta litið hjer sæmilega lendingu | og legu eftir alt sem búið er að leggja til þess og þeir teljast ekki undan nauðsynlegum út- gjöldum til fyrirtækisins. En þeim 1 er fyrir löngu farið að blöskra ráðleysið við hafnargerðina og þykir illur kostur, að láta þann mann blaða einan í spilunum, sem leggur nauðalítið fram sjálfur og hefur bersýnilega lítinn skiln- i ing á því hvað gera ber í málinu sbr. ráðstafanirnar um vinnuna í sumar og fyrra. — það er sitt hvað að hafa róðrarskip, sem sett eru upp á hverju kvöldi eða vjclarbáta, sem verða að liggja á floti allar nætur hvernig sem veður er. Einmitt þessi breyt- ing hefur hrundið hafnarmálinu úr nausti; með öðrum orðum: dugnaður Eyjabúa alment, en ekki skörungskapur valdsmanns- ins, þótt mikill sje á mörgum sviðum öðrum. — Kröfur t'mans hafa komið málinu af stað og þagna ekki fyr en því er farsæl- Iega til lykta ráðið. Gunnar lofar sýslunefndina og þá sjerstaklega sýslumann (og sig) fyrir allan dugnað og fram- kvæmdir í hafnarmálinu en skellir öllum óhöppunum á útlendan mann og fjærstaddan, en afsakar ráðleysi nefndarinnar með því, eins og hann sjálfur kemst að orði á bls. 15 í bæklingnum: „Sýslunefndin hafði vitanlega enga þekkingu á þessu“. þekkingu þóttist nefndin hafa til að bera þegar hún ákvað að nota móberg í stað blágrýtis í Hörgaeyrargarðinn. — þekkingu þóttist hún hafa þegar hún að- hyltist þá tillögu að hafa alla járnbrautarteinana fasta (steypta) ofan í garðinn, til þess að vera viss um að þeir fylgdu steypunni ofan í hylinn. — þekkingu þóttist nefndin hafa þegar hún ljet 20— 30 menn vinna að viðgerð garðs- ins í fyrrasumar, sem alt hrundi á hælum verkamannanna. — þekkingu þóttist hún hafa á því hvernig garðurinn væri gerður þegar oddviti nefndarinnar kvað upp úr með það og jábræðurnir játtu, að Jón þorláksson verk- fræðingur hefði ekki meira vit á því verki en þeir. Og þótt, eins og kunnugt er, að sumar af þess- um ráðstöfunum hafi mætt öflug- um andmælum tveggjasýslunefnd- armanna, þá varð þó þekking meiri hlutans þyngri á vogaskál- inni og þar við sat auðvitað.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.