Skeggi


Skeggi - 07.09.1918, Blaðsíða 4

Skeggi - 07.09.1918, Blaðsíða 4
SKEGGI Kven-vetrarkápur. Nokkrar kvenkápur, úr vandaðasta efni og með nýtísku sniði, fást með tækifærisverði hjá Soffíu Jónsdóttur Garðsauka. Sióvátryggingar annast Bjarni Sighvatsson. N æ r f ö t best og ódýrust selur Seor^ £\sfo$on. leysinu, og svo það að of fátt var kúa áður í nágrenni við höfuðstaðinn. Hvernig fer í vetur þar sem enn örðugra er með mjólkurframleiðslu en þar? Síms itin. Sagt var á dög- unum að síminn mundi verða kominn í lag um þessa helgi. Ekki er þó enn frjett um að við- gerðinni sje Iokið. Loftskeyii berast öðru hvoru til Reykjavíkur. þykir lítið að græða á ófriðarfregnum eftir þeim. Helst lítur út fyrir að alt gangi í þófi á vígvöilunum, þar sem annars er nokkuð barist. „Fálkinn“ er farinn til Fær- eyja og á að vera „milli-stöð“ fyrir loftskeyti, þangað til aðgerð- inni á símanum er lokið. Grengi á eiiendri mynt. (Pósthús) 5. sept. Florin........ 170 aur. Dollar........ 360 — Sterlingspd. . 1570 — Franki........ 61 — Sænsk króna. 116 — Norsk — 103 — Mark............. 62 — Franki svissn. 82 — Króna austurr. 37 — @-=5®^ Nýkomiðl Dönsk stígvél Amerísk stígvél Ensk Gummí-stígvél. Seovg %\staso«. Kviknaði í húsi. í gær- kvöld var vart við eld í húsi á Vesturhúsum. Slökkviliðið var kallað á vettvang. Hafði það lítið að starfa, því að eldurinn var slöktur að fullu er það kom. Eldurinn kom frá umbúnaði við brauðabakstur. Vissara mun að hafa gát á olíuvjelum þegar brauð eru bökuð á þeim, því að þær eru vandstiltar sumar. Mjólkurskoriur er orðinn svo mikill í Reykjavík, að mjólk fæsi ekki nema eftir seðlum og þó aðeins 3 pelar á dag handa börnum. Smábörn og sjúklingar fá mjólk aðeins eftir læknisráði. Einn læknir hafði gefið 57 ávís- anir einn daginn, svo að nokkur hefur eftirspurnin verið. Kemur hjer fram ein afleiðingín af gras- Nýkomið! Skóhlífar kvenna, karla, barna og unglinga. Seota £\stasot\. 5 hurðin opnuð og inn kom Lára, sú hin sama sem flutt var með svo mikilli leyndí burðarstólnum. Hún var frábær að fríðleik og yndisþokka, og aðeins 17 ára. Hár hafði hún mikið og sítt, dökkjarpt, og fjell mjúklega niður um herðarnar, augun voru blá eins og heiðskírt himinhvolfið, en býrnar svartar og fagurlega bogadregnar. Roði færðist snögg- lega yfir andlit hennar, er hún sá Capitao. Hann hneigði sig fyrir henni, og tók svo til orða ljettur í máli: „Loksins erum við þá komin að endimörkum þessa hjeraðs, eftir miklar þrautir; hingað hafa örfáir rannsóknarmenn hætt sjer áður. Mjer finst nú vera kom- inn tími til þess að við förum að gera okkur fulla grein fyrir sam- bandi okkar“. 6 Donna Lára brosti fyrirlitlega, greip hvatvíslega fram í fyrir honum og benti honum að þagna sem skjótast: Jeg tala ekki við yður, þjer eruð bófil þjer hafið ekki komið fram sem maður af gamalli aðalsætt, eins og þjer gortið af að vera. Var það göfugmannlegt af yður að gjalda föður mínum, sem tók yður af flækingi heim í kastala sinn, með því að nema mig burt, saklausa stúlku, einkadóttur hans og varnarlausa, fara með mig í út- legð, og steypa frændum mínum í sorg og örvæntingu ?“. Capitao gekst hugur við ásak- anir hennar, en ljet þó ekki á því bera. „Jeg veit vel hvað jeg hef gert, en segið mjer, hef jeg komið öðruvísi fram við yður en aðalsmanni sæmir, síðan jeg nam yður burtu?“. 7 „þjer hafið yðar ástæður“, svaraði hún hrærð í huga. „þjer eru að reyna að snúa huga mínum með góðu, og það með föntum yðar, til að ljóstra upp hvar demanta-hjeraðið er, sem einn af forfeðrum mínum fann. þetta leyndarmál, sem hamingja ættar minnar hvílir á framvegis, hafið þjer, eftir því sem yður segist sjálfum frá, lokkað upp úr einum svikulum þjóni föður míns, og haft mig svo á burt til að neyða mig til sagna. En jeg segi yður einu sinni enn, að þjer skuluð hvorki með illu nje góðu hafa neinar upplýsingar hjá mjer, hvað sem það kostar". „Lára“, svaraði hann og stilti sig um leið, „guð hefur ekki skapað auðæfin til að þau skyldu vera falin í jörðu alla eilífð. Gullið og demantarnir þurfa eins Nýkomiðl K r i n g I u r og T v í b ö k u r (Skonrok væntanlegt). £\slasotv. Bruninn á Isafirði. Hann varð ekki eins ægilegur og menn bjuggust við eftir fyrstu fregnum. Tvö hús brunnu alveg og eldur komst í fleiri. Tókst með harðfengi að slökkva í þeim. Tjónið metið nær 50 þús. kr. Alt mun hafa verið vátrygt. Sód\ fæst á mánudag í verslun £< 3- Jjofvtvsetv. Nýkomiðl s— Reyktóbak 12 tegundir best og ódýrast. £cota £\sUsotv. Prentsm, Vettmannaeyja. 8 að sjá sólina, eins og mennirnir að anda að sjer hreinu lofti. Gætið nú að yður, gefið mjer nákvæmar upplýsingar, svo skal jeg gefa yður frelsið aftur og koma yður óskaddaðri heim til föður yðar“. Hann þagnaði. Hún stein- þagði eins og hún hefði ekki heyrt eitt orð af þessu, síðan Ieit hún á Capitao með hinni dýpstu fyrirlitningu og gekk síðan inn í hitt herbergi tjalds- ins. Capitao stóð kyr og horfði undrandi á eftir henni. Síðan tók hann viðbragð, strauk svitann af enninu, leit reiðulega þangað sem sem Lára hafðist við og sagði við sjálfan sig: þessarar svívirðu skal verða hefnt með hræðilegum kvölum. Að svo mæltu fór hann burt úr tjaldinu. (Framh.).

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.