Skeggi


Skeggi - 21.09.1918, Blaðsíða 1

Skeggi - 21.09.1918, Blaðsíða 1
SKEGGI 1. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 21. sept. 1918. 48. tbl. Mannflitningar Yið strendur landsins. —o— Fár er sá nú á dögum að ekki vilji heita framfaramaður í ein- hverri grein. Sparnaðarmenn vilja reyndar sumir heita, og trúa ekki á það, að batna muni þó breytt sje. Breytingamenn hafa samt orðið ofan á í mörgum greinum, sem raun ber vitni um. Breytingar frá fornu lagi eru orðnar æði miklar s'ðasta aldar- fjórðunginn. Menn greinir að vísu á um nytsemi sumra þeirra, en í einni grein eru menn sam- mála um að engu hafi verið breytt nema til bóta; það er í samgöngumálunum. Fram undir síðasta tug 19. ald- arinnar hafði lítil breyting orðið á samgöngutækjum vorum síðan í fornöld; muna því miðaldra menn eftir helstu þjóðvegum og farartækjum likum því sem tíðkaðist fyrir 500 - 1000 árum. Hn á s'ðustu 30 árum hefur breytingin orðið svo hraðfara að menn eru farnir að nota þau farartæki, sem voru lítt kunn og enda sum óþekt fyrir eir.um mannnsaldri. þetta hratt hefur breytingin gengið, og þó kvarta menn um kyrstöðu. Menn vilja fá járnbrautir og flugvjelar af nýjustu gerð, og varla líða mörg ár enn áður en þær koma. það verður ófriðn- um að kenna, ef þeirra þarf lengi að bíða. Menn eru að hætta að hugsa og tala sem svo að „umbætur eigi ekki við hjer á landi“, af því að landið sje svo fátækt og kalt. Á síðasta tug 19. aldarinnar var hreyfing mikil og farfýsi í þjóðinni. Fólk flyktist til Amer- íku og að sjávarsíðunni, umbæt- ur í sjávarútvegi voru þá sem óðast að komast á, varð þó betur síðar. þær útheimtu verka- fólk og það varð að flytja sig úr einum stað í annan. Mörgum eldra manni eru minnisstæðar haustferðirnar austan afFjörðum, þegar skipin brugðust, og fara varð fótgangandi alla leið vestur að Faxaflóa. þætti það harður kostur nú. þetta lagaðist mikið undir aldamótin og eftir þau. Síld- veiðar Norðmanna við Austur- land, og hvalveiðarnar, bæði þar og á Vestfjörðum, jafnframt sumar-útræðinu, útheimtu fjölda verkafólks, mest af Suðurnesjum og Reykjavík. Menn sáu þegar, að strand- ferðirnar varð að auka sem mest að mögulegt var. Enn meiri urðu mannflutningarnir eftir að farið var að veiða síld við Norður- land. Mannflutningar við strend- ur landsins hafa aldrei verið meiri en 2—3 fyrstu ófriðarárin. Allmikið hafa mannflutningar aukist við það, að nú fara allir, sem nokkur ráð hafa, í Reyjavík, í sumarleyfi víðsvegar um land. þeir hópar eru oft æði rúm- frekir á skipunum. Margar sögur ganga af mann- flutningum þessum, þrengslunum á skipunum, framkomu ferða- fóiksins og ráðdeild o. s. frv. Merkilegt er það að enginn rit- höfundur skuli hafa tekið sjer söguefni, eða „myndir“ þaðan; nógu er af að taka. Sannast að segja, er furðulegt til þess að vita hvað fólk verður oft að láta sjer lynda á ferðum þessum bæði um aðbúnað og þá ekki síður móðganirnar, sem sak- lausir verða oft að þola þar af hinum og þessum dónum. það er oft sannarleg hugraun að sjá og heyra framferðið á ferðum þessum, og sárast þegar mentaðir útlendingar eru með í hópnum og sjá ef til vill lítið annað en þetta af þjóðinni. það er ekki undarlegt þó að dómar þeirra um hana verði ekki sem mild- astir, þegar þess er gætt, að svokallaðir heldri menn, prestar, valdsmenn og alþingismenn eru oft engu betri en aðrir. Framkoma skipverja er oft miður en skyldi; þó mega þeir eiga það margir hverjir, að þeir draga úr óþægindum eftir fremsta megni. Töluverður galli var það lengi vel að skipshafnir skyldu ekki mál landsmanna; fyrir þá sök varð fólki ver til með legu- rúm og aðbúnað. En þó að mörgu væri fundið á ferðum þessum, þótti þó ilt er úr þeim dró aftur. þá gripu menn það ráðið að fara að ferðast á vjel- ! bátum. Hefur mikið verið gert að því þrjú síðustu misseri. það liggur í augum uppi að 10—30 smál. bátar muni ekki vera vel fallnir til mannflutninga svo miklu nemi. Fyrst er það, að ekki stærri skip rúma auð- vitað ekki margt fólk, og svo hitt að bátarnir eru alls ekki gerðir fyrir mannflutninga. Lestin er oftast fyit vörum og þilfarið líka. Farþegar verða svo að búa um sig í farangrinum á þiljum uppi og niðri í háseta- rúminu, þeir sem þar komast fyrir, því að það virðist vera orðin regla á bátum þessum að skipshöfnin gangi alveg úr rúmi fyrir farþegjunum, og er það ekki þakkað svo sem vert er. En þrátt fyrir alla lipurð og vel- vild skipshafnar, fer oft fjarri því að allir farþegar komist undir þiljur, verða þeir svo að hýrast uppi á þilfari hverju sem rignir. Sök sjer er þetta þegar ekki er nema um örstuddar vega- lengdir að ræða. En þegar bátar fara langferðir svona útbúnir þá fer málið að vandast. Starsýnt varð mönnum á bát einn, sem fór úr Reykjavík í sumar vestur á Firði. Fyrst var hann hlaðinn sem venja er til, síðan staflað miklu háfermi af tunnum á þil- farið. þar ofan á urðu svo far- þegar að hreiðra um sig. Sú var bót í máli að báturinn hrepti blíðasta veður alla leið; annars hefði verið övistlegt á 1 tunnustaflanum. þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum þess hve illa er stofnað til langferða, síðan gufuskipaferðum fækkaði. það er neyðarúrræði að sæta slíkum feröum og eins fyrir far- menn að bjóða nokkrum manni slíkan aðbúnað, en hvað skal segja þegar menn verða endilega að komast leiðar sinnar og ekki er betri farkosta völ ? Stjórn og þing gerðu þarft verk með því að greiða eitthvað fyrir með mannflutningana um þann tíma árs, sem mest er þörfin (vor og haust). Vitaskuld ganga gufuskip kring um landið og flytja fólk. En þær ferðir eru svo strjálar að fjöldi fólks verður að sæta þeim ferðum er áður var lýst. Svo er annað atriði í þessu efni. Sumir síldarútvegs- menn flytja verkafólk sitt — mest kvenfólk — „frítt báðar leiðir". Til þess nota þeir veiði- bátana og spara þá ekki að hrúga á þá sem mestu, því að margt er að flytja. Getur þetta farið sæmilega vel á stórum bátum, en á minstu bátunum er það harla ógætilegt. Full ástæða væri til að setja eftirlit með slíkum mannflutningum, og setja skorður við því að fólki sje stofnað í bersýnilegan háska. þeir sem taka að sjer að flytja fólk, þó aldrei sje nema „frítt“, mega ekki vera alveg einráðir um hvaða meðferð þeir láta það sæta. Blómgresið í Botninum. Botnverjar gera áhlaup 1 Yfir-foringi Botnv. hefursent .Skeggja* svohljóðandi: Leiðrjetting. f 47. tölubl. Skeggja er grein með fyrirsögninni: „Enn um Botninn“. Er þar meðal annara ósanninda sagt að verið sje að leigja Botninn í sjó fram, um 60 dagsláttur, og að vinna sje boðin við ræktun á þessu landi fyrir 50 aura um klst. Jafnframt gefið þjer herra ritstjóri í skyn að síðar eigi sýslufjelagið hjer að kaupa af þessu landi þegar farið verður að ná í vatn fyrir þorpið eins og nú er ráðgert. Ennfremur segið þjer að meiri hluti sýslunefndarinnar hafi farið fram á það við mig, meðan jeg gengdi sýslumannsembætrinu í fjærveru sýslumanns, að sýslu- fundur yrði haldinn er fregnin um landnám þetta barst, og að jeg hafi ekki viljað kalla til fundar. Mikið úrval af allskonar vörum nýkomið. S- 3. 3oívn>en.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.