Skeggi


Skeggi - 28.09.1918, Side 1

Skeggi - 28.09.1918, Side 1
SKEGGI arg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 28. sept. 1918. 49. tbl. Biöreunar- málið. Aðal-umræðuefni manna hjer í Eyjum síðustu vikurnar hefur verið björgunarmálið eða björg- unarskipið væntanlega. Tiiefnið l'l þess er það að vonir manna um að fá loksins björgunarskip eru komnar þetta næst því að faetast. Mannskaðarnir og báta- tjónið þessi 4 ár og þar áður hefur knúð fram almennan áhuga a málinu, svo sem sjá má á því hvaö menn vilja á sig leggja fyrir haö. Hluttaka eyjabúa í heild í nýstofnuðu björgunárfjelagi er mjög myndarleg og þeim til sóma, svo að aðrir mættu hafa það til fyrirmyndar er um svipað fyrirtæki væri að ræða. Sjer þar a aö þeim er þetta ekkert hje- Sómamál. Vitaskuld vantar enn mikið á nauðsynlegt fje sje fengið, °g þarf engan að undra það þó ekkt fáist öll upphæðin saman á svipstundu. Sá er nú einu sinni S'Öurinn í heiminum að nauð- synjamál verða nærri æfinlega jyrir skaðlegum drætti sakir fastheldni mannanna. Fjárhæðin, sem hjer þarf við, er svo há að aHur fjöldi manna þykist þurfa að hugsa sig um áður en henni er snarað fram, þó í nauðsyn- *egum tilgangi sje. Hreyfing sú, sem varð um Þetta mál fyrir kosningarnar 1914 hjaðnaði brátt aftur og varð hljótt um málið þangað til síðast- hðinn vetur. Andinn lifði þó, og haföi líka á nógu að nærast. ^átar fórust á hverju ári, að e'nu undanteknu, og sumir með tbönnum. Enn bættist það við ah útlendum fiskiskipum sífækk- ah‘ á miðunum, en það var tbönnum oft áður mikil rauna- höt, að vita af þeim mörgum er e'tthvað varð að bátum á sjó, eha að leita þurfti. Á þingi kom túálið aldrei fram á þessum árum ng Htu menn svo á að þar ætti hao litlum vinsældum að fagna; otfndi ekki vera kallað tímabært a öögum dýrtíðarinnar. . Á síðasta fiskiþingi var því °eint til fiskifjelagsstjórnarinnar a 'huga björgunarmálið i heild I sinni. Var svo um það ritað í málgagni fjelagsins af ráðanaut þess og ritstjóra tímaritsins. Benti annar þeirra (ráðan ) sjer í lagi á það að hjer bæri að feta í fótspor nágrannaþjóðanna til framkvæmda og um tilhögun á þeim. Hvatti hann menn mjög til framkvæmda í ræðu og riti, Undirbúningur var hafinn, í veiöi- stöðvunum á Reykjanesi, til þess að útvega einn björgunarbát, en þó fórst það fyrir. Hingað náðu þessar öldur þó ekki beinlínis og áttu þær ekki verulegan þátt í því, sem hjer gerðist í málinu. Fiskifjelagsdeildin hjer „Ljettir“ hafði haft mál þetta til meðferðar í fyrstu. Fjell það svo niður um sinn, sem annað starf hennar. „Skeggi" flutti grein eftir hr. Guðna J. Johnsen kaupm. og aths. um þetta mál (12. tbl.) og síðar aðra grein, líks efnis, eftir hr. Magr.ús Jónsson útvegsmann (13. tbl.). Nokkru síðar var fundur haldinn í „Ljetti“ til að ræða þetta mál og ýmislegt, sem stendur í sambandi við það. Kom það brátt í ljós hver vilji manna var og eins hitt að flestar nauðsynlegar upplýsingar vantaði alveg. Fundinum lauk svo að kosin var nefnd, sjö menn, til að útvega upplýsingar. Kosnir voru: þorsteinn Jónsson af hálfu fiski- fjelags- „Ljettis“, Magnús Guð- mundss.af hálfu sýslunefndar,Árni Filppusson af bátaábyrgðarsjóðs- ins hálfu, Gunnar Ólafsson af hálfu Samábyrgðarinnar, Gísli J. John- sen af hálfu ísfjelagsins, Símon Egilsson af hálfu hreppsnefndar og Magnús Jónsson af hálfu for- manna. Nefnd þessari auðnaðist ekki að afreka neitt verulegt, sem varla var heldur við að búast um þann tíma árs og erfitt um vik að öllu leyti. Samt varð kosning nefndarinnar og umræðurnar á fundinum orsök til þess, að málið var borið upp á þingmála- fundi í vor og skorað á þing- mann kjördæmisins að beita sjer fyrir því, að landsjóður legði fram styrk til að kaupa björg- unarskip. Málinu hreyfði Jes A. Gíslason en Jón Jónsson í Hlíð bar fram tillöguna. Umræður urðu fjörugar á fundinum og duldist það engum, sem þar var að mönnum var þetta áhugamál. það fór sem ætlað var, að þing- maðurinn bar þetta fram á þing- inu og hafði það fram, styrknum var heitið, þriðjung verðs, ait að 40 þús. kr. Skýrði hann frá þessu á sýslufundi i vor, en , annars gerðist ekkert í málinu , hjer heima fyr en á fundinum, 1 sem sýslumaður boðaði til 3. ágúst og sagt hefur verið frá hjer í blaðinu. Tvö aðalverkefni láu fyrir bráðabirgðastjórninni, að safna fje og afla sjer nauðsynlegra upplýsinga til að byggja á fyrir- ætlanir til framkvæmda. Var hr. Sig. Sigurðsson sendur til Reykja- víkur og var hann þar nokkrar vikur. Hann sendi svo bráðab,- ' stjórninni skýrslu um ferð sína, og segir hann þar* að sjer hafi hvarvetna verið vel tekið, hvort heldur var að ræða um upp- ' lýsingar, eða loforð um fjárfram- lög. Fjekk hann loforð margra þeirra manna er síst munu verða smátækir, ef á reynir. Upplýs- ingar fjekk hann margar og mikilsverðar. Stjórnin hjelt svo fund um málið og boðaði síðan til almenns fundar, sem skýrt var frá í síðasta blaði. Framkvæmdir í málinu hvíla auðvitað allar á stjórninni, og vonandi greiðist svo fyrir mál- inu að henni verði fært að semja um kaup á skipinu hið allra fyrsta. Hún telur þurfa um 200 þús. kr. höfuðstól, með lands- sjóðsstyrk og lánsfje, en ekki fengin greinileg loforð nema fyrir 50—60 þús. kr. í framlögðu hlutafje. Hjer þarf því að taka fastara á áður en lýkur og er enn ekki örvænt um að svo verði. Allmargir eru fjærverandi og nokkrir eflaust, sem hafa í hyggju að bæta við framlög sín þegar ástæður leyfa. Drátturinn er að vísu slæmur, og í þessu málí kemur hann sjer afar-illa, vegna þess að fjelagsstjórnin á óhægt með að semja um kaup eða smíði á skipinu fyr en hún á stofnfjeð víst. Skipið kemur þeim mun síðar, sem lengur er verið að hafa saman hlutafjeð. En hjer kemur að því, að til allra sannra framfara skal hafa nokkra þolinmæði, menn eru ekki’.allir jafnskjótir til að átta sig á nýmælum. Geldur nú málið þess hve lítið hefur verið unnið fyrir það undanfarin ár, og að glöggar upplýsingar í því eru alveg nýlega fengnar. Nú er því síður ástæða til, fyrir þá, sem nokkuð geta lagt af mörkum, að láta ~a sjer standa meö að taka hluti í fjelaginu. Fyrir- ætlanirnar eru ráðnar og stjórnin þarfnast fjársins mikil lega Henni nægja ekki fáar krónur í viðbót, hún þarf að fá margar þúsundir, tugi þúsunda! En sú upphæð kemur brátt, ef allir, sem nokkuð geta, leggjast á eitt sem einn maður við að velta steininum. Rjett- er að athuga það að fjelagsstofnun þessi og fjársöfnun er svo skjptlega ráðin með það fyrir augum, að ná skipinu sem allra fyrst. Eru tvær ástæður fyrir því. Önnur er sú almenna ástæða að jafnan er best að fá nauðsynlegn hlut sem fyrst. Hin er sú sjerstaka ástæða í þessu efni að útlend skip verða alt af fá hjer á miðunum meðan styrj- öldin varir. En einmitt fyrir þá sök eina er skipið ómissandi. Ekki er vert fyrir menn að reiða sig á það að fje sparist at þeirri upphæð, sem stjórnin ætlar að þurfi; hún er vafalaust ekki of há, frekar of lág. Hún reynist því síður nægileg, sem framkvæmdirnar dragas.t lengur, nema þvl að eins að öllu verði skotið á frest fram yfir ófriðinn,. en það hefur víst enginn látið sjer detta í hug. Ófriðarlokin eru jafn ófyrirsjáanleg eins og þau hafa frekast verið áður, og þora menn. ekki enn að byggja neitt á þeim. Skipið getur í fyrsta lagi komið seint á næsta hausti, sje öllu hraðað mest sem má, og enn lengur dregst það, ef stjórnin lendir í kreppu með að fá fjeð. Grein þessi átti að koma í síðasta blaði, en varð að bíða ásamt öðrum greinum sakir þess að blaðið varð þá að bera hönd fyrir höfuð sjer í öðru máli. Meira um björgunarmálið næst eða síðar. Kaupendur „Skeggja“ geri svo vel að gera afgreiðslunni aðvart, ef vanskil verða á blaðinu. Mikið úrval af allskonar vörum nýkomið.

x

Skeggi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.