Skeggi - 09.01.1920, Page 1

Skeggi - 09.01.1920, Page 1
III. árg. Vestmannaeyjum, Föstudaginn 9. jan. 1920. 2. tbl. Póstgjöld og símgjöid. Um áramótin urðu mikilvægar breytingar á símagjöldum og póstgjöldum. En sitt er það á hvorn veg, pósígjöldin innan- lands lækka, en símgjöldin hækka. Á þinginu 1917 var gripið til þess ráðs að tvöfalda mörg póstgjöldin, þó ekki tyrir blöð og tímarit. Afleiðingin varð það dásamlega samræmi að burðareyrir un,dir einfalt brjef varð 20 aurar milli Re'ykjavíkur og Hafnarfjarðar, en 10 aurar milli Reykjavíkur og Kaupm.- hafnar. Gjaldskráin hefur þó verið látin haldast til þessa, enda mikil aukin útgjöld við póst- störfin. Póstgjöldunum hefur nú verið mikið breytt, flest í þá átt að lækka gjöldin innanlands og greiða fyrir' um afnotin t. d. hækkuð leyfileg upphæð síma- póstávísana úr 720 kr. upp í 1000 kr. Alt mun þetta vera gert að undirlagi póststjórnar- innar. Burðargja'd til Danmerkur hefur aftur á móti hækkað mikið t. d. undir 1 kg. böggla úr 30 aur., upp h 1 kr. það er póst- sambandið sem því veldur, Lækkunin á póstgjöldunum inn- anlands, nemur 25°/9 og meiru á sumu. Símgjöldin *ru farin að verða tilfinnanlega há. Fyrir tveimur árum var einfalt samtal hjeðan til R víkur 75 aur., síðar kr. 1,25 og nú er það orðið kr. 1,75 Látum svo vera þó að eitthvað yrði að hækka gjöldin, hitt er lakara hve nauða stirt gengur að fá sambönd. Varla vinnandi vegur að fá samband við R.vík nema hraðsamband, nema með því að bíða von úr viti, oft dög- um sáman. Einfalt hraðsamband kostar nú orðið á sjöttu krónu og munar um minna fyrir þá er oft þurfa að „fara í fóninn“. Símaleiga hefur hækkað úr 40 Símfrjettir. R.vík 8. jan, 1920. Bolsjevikkar hafa unnið mikla sigra í Suður- Rússlandi. Þeir hafa náð mörgum helstu borgum — Her Denikins í voða. — Koltchak hefur iíka farið ófarir fyrir þeim. Sinn-Feins hafa gerf ítrekaðar tilraunir til áð myrða French landsijóra; almenningur neitar að leita morðingjanna. Ríkisforseti Serbiu hefur beðið bana af dyna- mitsprengingu « Rússar og Eistur hafa samið vopnahlje. Ráðherrasamkunda stórveldan a á að koma saman í París þessa dagana, til að útkljá friðar- samningana. Lloyd George vill setja tvö þing í Irlandi, annað fyrir Ulsterbúa, hitt fyrir katólska ira. Róstur miklar út af Irfandsmáium. Miklar óeirðir í Indlandi. kr. upp í 52 kr. um árið og annað þar eftir. Algengt er það hjer að talsímanotendur hafa litil eða engin not af talsíma sínum dögum saman og enda vikum saman; eitthvað þá í ólagi. Oftast mun það vera skiftiborðið, sem talið er mjög úr sjer gengið og of lítið. Lög munu vera til fyrir því að tal- símanotendur verði að þola slíkt bótalaust, því símalögin eru ná- kvæm og ströng, en nærri má geta hvort slíkt fyrírkomulag er heppilegt fyrir viðgang símans. það er fyrir löngu vitanlegt að línurnar til R vikur eru of fáar, skaðlega fáaV, vantar algjörlega sjerstaka línu fyrir Vestm.eyjar. þar við bætist að bilanir eru tíðar, svo að æði oft verður að senda símskeyti gegn um tal- símann og tefur það ekki lítið fyrir tilætluðum afnotum. það kom fyrir á dögunum, og stóð svo víst mánaðartíma áður en bætt var. Vitanlega er það j ófyrirgefanlegt tómlæti af lands- símastjórninni að draga. viögerð á símanum svo lengi ef þess er nokkur kostur að gera við hann á skemri tíma. Símaþörfin er æfinlega mikil hjer í Vestm.- eyjum, afgreidd þetta um 100 1 samtöl út og Nannað eins inn ! daglega. það munar um minna og veitir sannarlega ekki af að J halda símskeytunum utan við talsímann ef mögulegt er. það er æði-oft að erindið þolir enga bið t. d. þau erindi er standa í sambandi við ‘skipaferðir. Kaup- maður einn kvartaði undan þvi nýlega, að hann hefði orðið af all-mikkim vörum, beinlínis fyrir það að síminn var í ólagi. Líkar I sögur mundu margir geta sagt ef eftir væri leitað. það var eðlilegt að símasam- bandið væri upphaflega miðað við þær kröfur er þá voru gerðar til símasambands. Menn rendu þá ekki grun í þann geysi- lega vöxt sem hljóp í viðskiftin á ófriðarárunum. þar við bætist að ^llur almenningur hefur verið svo flugnæmur á að nota símann, sem best sjést á hinni miklu að- sókn og tekjum símans. Stöðv- unum er altaf að fjölga og kröf- um um nýjar símalínur rignir niður. Alt þetta vinnur að því að knýja fram fullkomnara sam- band, en í fyrstu var ætlað að nægja mundi fyrstu 10—15 árin. Enginn vafi er á því að not- kun símans hjer í Vestm.eyjum mundi aukast stórum ef sam- bandið væri í lagi. Menn léika sjer ekki að því að standa margar kl.st. á símstöðinni um mesta anna-tímann; gera það ekki nema af nauðsyn. Hraðsamtölin eru talandi vottur um þörfina fyrir símasambandið. Hver maður sjer og viðurkennir að ástandið á símanum er algerlega óviðunandi eins og það er nú. það þykir dýrt að greiða yfir 5 kr. fyrir þriggja mínútna samtíil, en þó er oft miklu dýrara að fá ekki erindi sitt afgreitt; þarf engin dæmi um það að nefna. það hefur komið fyrir að sæ- síminn „milli lands og Eyja“ hefur bilað og vita menn af reynslu hver þægindi fylgja því. • Fyrir það verður ekki girt full- komlega nema með varasíma, eða loftskeytastöð. Munur er þó á því tvennu. Talsímasambandið má tryggja með varasímanum, og samband við fieiri stöðvar en R.vík. Loftskeytastöðin tryggir aðeins skeytasambandið við R.vík og skip; talsímasambandið er jafnt slitið fyrir henni ef síminn bilar. Sá galli er á stöðinni hjer að hún er orðin of lítil, all-margir er gjarnan vilja fá síma heim til sín geta ekki fengið hann því að stöðin rúmar það ekki. Vit- anlega dregur úr þeirri eftirspurn ef sá „siður“ tekur mjög að tíðkast, að notendur talsímans sjeu sambaqdslausir vikum saman. Síminn er orðinn almennings- gagn, rekinn á ábyrgð rikis- stjórnarinnar, og kostaður af þeim sem nota hann. Hann er sem hvert annað verkfæri, að betfa er að slitni af eðlilegri notkun en eyðist af ryði, þó er meira í hitt varið, að hann fullnægi Vefnaðarvöruúrvalið mest, verðið lægst. £. 3. 3olvn$en. /

x

Skeggi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.