Skeggi - 09.01.1920, Page 4

Skeggi - 09.01.1920, Page 4
SKEGGI Kol. Loksins komu þá kol með „Willemoes" um 100 smál. Má heita kolalaust marga mánuði, engu þetra e'n á stríðsárunum. Kol hafa ekki komið hingað svo heitið geti nema einn seglskútu- farmur, sem kaupfjel. „Bjarmi“ fjekk í sumar. þrjú önnur skip hafa lagt á stað frá Englandi í haust með kol hingað, en öllum hefur þeim hlekst á. Nú er það fjórða um það bil að feggja á stað frá Englandi með um 300 smál. af kolum og batnar þá í búinu er það kemur, ef það fer ekki eins og hin fvrri. það mun eiga að taka hjer fisk þann er hin fyrri skipin áttu að taka. 'Kolunum úr „Willemoes“ verður skift niður svo að sem flestir geti fengið nokkuð. Skól- inn varð kolalaus fyrir miðs- vetrarpróf og síðan hefur ekki verið mögulegt að kenna, sem ekki er heldur von', þegar kuldi er kominn í veggi. Allmikil kol þarf til lifrarbræðslu, víst einar 50—60 smál eða meira. Öllum kolaþörfum verður fullnægt í vetur ef þetta væntan- legt skip frá Englandi kemur.J .Nærföt kvenna úr uII, floneli og Ijerefti. Versi. bestar 'og ódýrastar hjá Gr. J. Jolmsen. Símfrjettir. Rvík 8. jan. 1920. v4» Prentaraverkfalli, er hófst um áramótin, lauk í gær. Blöðin farin að koma ,út aftur. Aðal-krafa prentara er um A 0 % launahækkun og styttr* vinnutíma. Flestum kröfunum fallnægt. Póstmenn neita að þiggja laun sín; þykir dregið af sjer. Vjelbátur hjeðan (R.vík) með fjórum mönnum, fórst á þriðjud - nótt. Maður fjell út af sejlskútu og druknaði. Togarar fiska vel. Sandgerðisflotinn er að búa sig út. Búist við verkfalli hjá þeim er stunda landvinnu, þegar eftir- spurn fer að verða eftir fólki. Fyrstu Vínarbörnin, 50 að tölu, iioma með „Gullfossi" næst, önnur 50 síðar, Pg nokkur enn síðar. Frjettir. Kjðrskrá til kosninga í bæjarstjórn liggur frammi til athugunar í versl. A. Bjarnasen, til 15. þ. m. Grfmudnnsar. Tveir grímudansleikar í sömu vikunni, t'ekki minna. Einn í fyrrakvöld og annar verður á laugard.kvöld, fimti til sjötti dandsieikurinn nú á stuttum tíma fyrir utan aðrar skemtanir. Vertíðin byrjar,stirt. Nokkrir bátar hafa róið og fiskað tregt nema tvo fyrstu dagána. Veður óhagstætt. Fáeinir bátar eru enn í srn'ðum og aðrir sem verið er að gera að. Bátar verða heldur fleiri en í fyrra, því fleiri hafa verið smíðaðir en þeir sem seldir Voru, og fáeinir hafaverið keyptir að. Mesðufall varð í bæjarstjórn í gærkv.; ljósin sloknuðu þegar byrja átti; ákveðið í myrkrinu að auglýsa eftir ljósmóðir! 10 trjeð var hengt brekán til þerris, stal hann því í skyndi, batt það sem fána á grein og hljóp á stað með það til dýranna. „Færið mjer nú börnin ykkar, jeg el þau upp í snatri“, sagði hann v*ið dýrin. þau flýttu sjer með kálfana, folöldin, lömbin, kiðin, hvolpana og ketlingana og svo kom hvert dýrið með unga sína. Kálfarnir bauluðu, folöldin hneggjuðu, lömbin jörmuðu, kiðin kumruðu, hvolparnir gjálfruðu, ketlingamir emjuðu, en allra. verst ljetu þó grísirnir. „þegi þið hljóðabelgir", sagði apinn, tók síðan sex grísina sem verst ljetu, lagði þá á brekanið góða og reyrði fast að; lagði síðan böggulinn á laufríka svíf- andi grein. Sjálfur s'tökk hann upp í trjeð og vaggaði greininni 11 til og frá með löppinni. En er minst varði brast greinin og böggullinn skall á jörðina, og grísirnir steinþögnuðu í honum í sama svip. „Sjáið nú! þetta gat jeg þó. Nú ætla jeg að sýna list mína við eldri börnin“. Ungvíðinu var nú safnað saman kring um apann. Fyrst setti hann upp mesta spekingssvip og skoðaði dýrin, því næst kysti hann þau öll með skorpnum vörunum mjög bhðlega, en síðast sagði hann: „Bíðið, það besta er eftir!“. Og svo löðrungaði hann hvert á fætur öðru, svo að þau hlupu burt skrækjandi og öskrandi, en folöldin brugðu á leik af óhemjuskap. Meðan þessu fór fram fór gamla gyltan að gá í böggulinn, til að sjá hvernig litlu grísunum 12 liði þar, og fann hún þá alla stein-dauða. þá var dýrunum nóg boðið. þeim skildist þ«á loksins að apinn væri ekki annað en fávíst dýr, sem þóttist vita alt betur en önnur dýr, en vantaði vilja og elju til að læra nokkuð til hlítar. þau ráku hann burtu, en snjeru sjálf aftur til mannsjns, sem áður var útvalinn herra þeirra, og gerðust búfje hans. Apinn er enn að hugsa um að ná valdi yfir dýrunum, og hermir hann alt eftir manninum; en af því að hann gerir ekkert nema til hálfs og aðeins til að skemta sjálfum sjer, þá er hann og verður aldrei annað en — api- Auglýsingum, í blaðið, skal S;oma til ritstjóra eða í prent- smiðjuna. Kaupgjald sjóróðramanna er talsvert lægra en áhorfðist i haust, sakir þess hve margir komu óráðnir austan af fjörðum. Sagt er að eitthvað af mönnum muni verða að leita úr bænum eftir atvinnu. Mesti skortur er á vinnukonum, gætu sjálfsagt fengið jafnvægi sitt í gulli fyrir vertíðina, sagði hústpóðir ein á dögunum. þær fá núannaðeins í dagkaup eins og árskaup tíðk- aðist fyrir einum mannsaldri. K'ghósta hefur orðið vart á fáeinum* heimilum hjer í bænum. Börnum frá þeim heimilum verður varnað skólagöngu fyrst um sinn. Skólinn tekur til starfa á laugardag. Prentun „Skeggja“ hefur seinkað aö þessu sinni vegna prentaraverkfallsins í R.vík. Svefnsýkin stingur sjer niður í R.vík. Þjóðverjar eru nú teknir að flytja til Suður- Ameríku, einkum Argentina og Uruguay. þeir áttu þar blóm- legar bygðir og stór fyrirtæki fyrir ófriðínn, þ. á. m. hið mikla og arðsama raforkufjel. Um 100 ár eru síðan þeir tóku fyrst að festa þar fætur og blómguðust bygðir þeirra og fyrirtæki ótrú- lega, alt fram að friðslitam. Yfirburðir þeirra að gáfum og starfsemi, umfram suðrænu þjóð- irnar, Spánverja og Portúgals- menn, báru góðan ávöxt. Við ófriðinn var slagbrandi skotið fyrir framkvæmdir þeirra í bráðina, en nú ætla þeir að taka til óspiltra málanna aftur. Talið er að þeir sem nú fara vestur hafi nóg fje í höndum, sumir höfðu geymt fje sitt í bönkum í Sviss meðan striðið stóð yfir. Fara þeir nú í önnur lönd til að ávaxta fje sitt, m. a. til að sleppa við hörðustu á- lögurnar út af friðarsamningun- um. þessir útflytjendur ætla sjer flestir að kaupa Iönd þar vestra og koma á fót iðnaði, og vinna úr því efni sem fyrir hendi er þar vestur frá; en það er margs- kona. — Hagsýnir jafnan karlar þeir- Peysufataklæði og Rykfrakkaefni. Versl. Páll Oddgeirsson Maður, vanur að fella net, óskar eftir vinnu nú þegar. Ritstj. vísar á. Prentsm. Vestmannaeyja.

x

Skeggi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.