Skeggi - 19.01.1920, Blaðsíða 1

Skeggi - 19.01.1920, Blaðsíða 1
KEG& III. árg. Vestmannaeyjum, Mánudaginn 19. jan. 1920. 3. tbl. Símfrjettir. R.vík 18. jan. 1920. Fullnaðarundirskrift friðar- samninganna fór fram 10. jan. Bolsjevikkar sigra í öllum áttum bæði í Rússlandi og Síberíu. Taugaveiki og kólera geisa í Rússlandi. — Samgöngubann. Austurríska krónan metin á 2 aura. Blóðug uppþot í Berlín út af lögum um lán til iðnreksturs. Tveir stjórnmálaflokkar taldir standa fyrir grimmum æsingum í sambandi við útlenda undir- róðursmenn. í uppþotunum fjellu um 300 manns. Hermála- ráðherrann hefur bannað útgáfu tveggja blaða vegna æsinga. Allsherjar-verkfalli hótað af þeim „rauðu". Ríkisþing Dana er komið saman. Stjórnarandstæðingar heimta nýjar kosningar. Forsætisráðh. lofar að verða við kröfunni, þegar grundvallarlagabreytingin og nýju kosningalögin eru komin í gifdi. Atkvæðagreiðslan um Suður- Jótland á að fara fram 9. og 10. febr., og 1. og 2. mars næstk. Tekjuhalli við póstmál Dana hefur orðið 5V2 milj. siðustu 9 mánuðlna. Sendimaður Rússa er enn í París að leita friðarsamninga. Bæjarstjórnarkosning fór ný- lega fram í Hafnarfirði- Verka- menn biðu algerðan ósigur, komu engum fulltrúa að. Listi þeirra fjekk um 60 atkv. en annar listi á 3. hundrað. Brunamál bæjarins, —o— Framfaramerki þótti það er sett voru lög um stofnun innlends brunabótafjelags. Ákveðið er í þeim lögum að sjötti partur bygg- ingar skuli vera ótrygöur, þ. e. 162/3 % virðingarverðs húsa í landinu, eftir því verðlagi er gilti er metið var. það liggur í augum uppi að eftir þeirri reglu mundi hverjum manni verða ærið tjón að missa hús sitt í eldsvoða, eftir því sem byggingaefni og vinna kostar nú á dögum. En auk þessa ótrygða hluta í hús- eignum er mest alt lausafje ó- trygt hjá öllum fjöldanum. Og lausafjeð nemur ekki smáu, veið- arfæri, búsgögn og húsbúnaður, fjenaður og matvælf. Flest mun i þetta vera ótrygt. Getur naum- ast brunnið einn húskofi án þess að eigandi og ibúar bíði stór- tjón. Mikil hepni er það að ekki skuli hata brunnið þessi árin, svo dýrt sem orðið er að byggja upp aftur. Lög eru til um slökkvilið í bæjum og kaup- túnum, og annað ér að bruna- hættu lýtur. Nafni hefur verið komið á að íramkvæma þau lög á þeim stöðum þar sem þau ná til, stofnað slökkvilið og útveguð slökkviáhöld. það er ákveðið að hjer í bæn- um skuli sjerstök nefnd, bruna- málanefnd, stjórna brunamálum bæjarins. Nefndin var kosin á fyrsta fundi bæjarstjórnarinnar og er oddviti formaður himnar. Ekki hefur sú nefnd komið saman ennþá, þegar þetta er skrifað- Verkefni brunamálanefndar er ekki all-lítið. Siökkviliðsáhöldín og annað það er lýtur að slökkvi- tiíraunum heyra undir hana. En auk þess er margt annað sem hæfir verkahring hennar. það er mál kunnugra manna að víða um bæinn sje illa gengið frá eldstæðum innan húsa, og vita allir hvað af því getur hlotist. Siður var það áður fyr að sjer- VIÐSKIFTAFJELAGIÐ REYK J A VI K Símnefni: Póstsveinsson. Talsími 701. Útvegar verslunum út um land vörur úr Reykjavík með lægsta heildsöluverði. Útvegar tilboð í íslenskar afurðir. Gefur upplýsingar um vöruverð og fleira. Annast ýmiskonar erindi kaupmanna og kaupfjelaga. Fyrirspurnum svarað símleiðis eða brjeflega. stökum manni var falið að líta eftir frágangi á eldstæðum, en nú er sá siður lagður niður, enda ekki borgað fyrir það. Má nú ekki lengur dragast að sú starfsemi verði tekin úpp aftur, þó að nokkuð kunni hún að kosta; dýrari verður stórbruni. Hreinsun reykháfa framkvæmir hver hjá sjer og er henni víst mjög ábótavant hjá mörgum; á það benda eldslogarnir og gneista- flugið upp úr reykháfunum á björtum degi og dimmri nótt. Hjer verður að taka í taumana áður en stórtjón hlýst af. Bær- inn verður að ráða sjer sótara, helst þegar í stað, kostnaðurinn má ekki hamla þar; ber þeim sem hreinsað er hjá að greiða kostnaðinn. Sótarastarfið er mikilsvert fyrir verndun á lífi og fjármunum bæjarbúa, og ríður á að það sje falið vandvirkum manni. Olíugeymsla. Hreyft var því á síðasta fundi bæjarstjórnar að nauðsyn bæri til að setja eftir- lit með olíugeymslu. Mönnum þykir viðurhlutamikið að geyma olíuna um allan bæ, pg þykir sem af því stafi mikil hætta ef eldur kemur upp í miðbænum. Sumir sjá í anda, allan miðbæinn i einu eldhafi af þessum orsök- um. Brunamálanefndin íhugar seanilega þetta atriði og leggur á ráðin um það hversu með skuli fara. Ótrúlegt er að hún geri olíuna útlæga meö öllu úr bænum, gæti enda vafa- samt hvort hættan minkaðiveru- lega við það. Enginn neitar því að sönnu að hætta fylgir miklum olíubirgðumj en miklu er hún minni þegar eigandinn geturhaft alt eftirlit með henni. það er gömul og ný reynsla að því er hættara við áföllum, sem geymt ' er í aimenningi, utan við daglega umsjá eigandans. Áíeðferð elds- Varúðarvert líka er það að bika veiðarfæri og hita tjöru á ófullkomnum eld- stæðum tnni í húsum, þó físk- hús sjeu. Margoft hefur kviknað i við þá vinnu, og stundum brunnið til skaða, að vísu ekki brunnið hús, en oft legið nærri. Vafalaust mætti koma þessu öðruvísi fyrir. Brunamálanefndin mun íhuga þessi atriði innan skamms og gera tillðgur um þau, enda er tími kominn til þess. Eitt atriði er enn sem stendur í nánu sambandi við tryggingu bæjarins. það er byggingasam- þyktin. í henni eiga að vera ýms mikilsverð ákvæði til að draga úr brunahættunni. Sum ákvæðin eru um afstöðu hús- anna hvers gagnvart öðru, en önnur um gerð húsanna sjálfra. Nefndin sem kosin var til að semja byggingasamþyktina, hefur ekki verið kölluð saman síðan snemma í marsmán. síðastl. ár. Hefur því þó oft verið hreyftaf nefndarmönnum að samþ. verði fiýtt, en oddviti ekki fengist til þess. Nú er hver síðastur með að koma samþyktinni fram fyrir vorið, áður en tekið verður til að byggja AugJýsingum, í blaðið, skal koma til ritstjóra eða í prent- smiðjuna. Vefnaðarvöruiírvalið mest, verðið lægst. S- 3. JSohnjen.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.