Skeggi - 19.01.1920, Blaðsíða 2

Skeggi - 19.01.1920, Blaðsíða 2
SKEGGI »Skeggi« kemur venjulega út einu s i n n i í v i k u, og oftar ef ástæður leyfa. Verð: 5 kr. árg. (minst 50 blöð). A u g 1 ýs i n g a v e r ð: I kr. pr. •.m.; kr. 1,50 á 1. bls. Ú t ge f an di: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Ounnar H. Valfoss, Ritstjóri og ábyrgðarm. Páll Bjarnason. Hjá ríX kaupa allir ^ sínar .0 Tóbaksvörur. fesssSftsssg)^sss^c<ssssg^sssg(gsss$5sssgSsssg "T" Vegabæturnar Með „Willemoes” kom: Kaffibrúsar — Borðvigtir — Vatnskönnur Salthylki — Vatnsausur, stórar og smáar. — Pottar, Flaggstengur — Myndarammar f. margarm. — Kerti, smá. Glerbretti — Þvottaballar — Hamrar — Borar Kranar — Hurðaskrár — Koffortsskrár Stormkrókar — Sagir, o. fl. r \ S. 3* Soktvsen. Hinn marg-eftirspurðí sjóklæðnaður er kominn. eign, og skal meta þær sjer- staklega. 37. gr. Skaíabóta, er af vegagjörð eða vegaviðhaldi leiða, skal krefjast innan árs frá því, er verk það var unnið, sem skaðanum olli, ella fellur rjettur til skaðabóta niður. Á þessum brotum sjest að lítil ástæða er til að vera í mikl- um vafa um aðferðina, og að bæjarfjelagið er ekki jafn rjett- laust gagnvart umráðamanni lánds, og margir vilja ætla. þetta' at- riði er ekki nærri þýðingarlaust, því að bæturnar geta numið mörg þús. kr. á ári ef 1)ænum er ætlað að greiða líkt og tiðkast i lóðasölu manna á milli. Dýrmæt jarð- efni á Islandi. —:o:- Þeir sem hafa pantað komi sem fyrst. r Arni Sigfússon. Tak* þið nú eftir. Vasahnífar Vasaklútar — Handsipa fl. teg. Raksápa fl teg. Grænsápa — Stangasápa — Hárgreiður Höfuðkambar. Kex fl. teg. Fínar kökur Strausykur. Reyktóbak — Vindlar Cigarettur (50 aura pakkinn). þær húsmæður sem vilja eiga fallegan þvott, ættu að kaupa ódýrt Þvottaduft hjá Jóni í Hííð. það mun flestum finnast að mikið sje enn ógert til að koma götum bæjarins í gott horf. Veganefndin hefur ekki sjeð sjer fært að taka fyrir nema fáa vegi í.einu, þá sem hún álítur nauð- synlegasta fyrst, sakir kostnaðar. Hitt dylst henni ekki að þörf væri á að gera miklu meira en hún hefur farið fram á að gert verði. Efnin hljóta þar að ráða. Lagningarkostnaðurinn er vit- anlega tilfinnaniegastur. Vinnan hækkar von úr viti, og kostn- aðurinn við vegalagningu lendir að mestu í vinnulaunum. Horfur eru á því, að skortur verði á verkafólki í vor, meiri en áður, ekki síst ef svo ræðst að byrjað verði á hafnargerðinni. Húsa- gerðin útheimtir fjölda verka- manna í vor og sumar. það er bersýnilegt að vegagerðirnar hljóta að verða dýrar næsta sumar. En það er fleira en verkalaunin sem þar kemur til greina. Víða verður að fara yfir lönd og lóðir, sem einstaka menn hafa umráð yfir, og hleyþir það kostnaðinum ekki lítiö fram. Lóðasalan er að komast í al- gleyming í bænum, þó undarltgt megi virðast, þar sem ríkið á nærri aliar lóðirnar. Ábúendur á jörðum og aðrir, selja ,afnota- rjettinn" dýru verði, eins og þeir ættu sjálfir lóðirnar, og sjeu lóðir teknar undir vegi, þá skortir ekki fjárkröfur, meir að segja miðað við söluverð lóða, og þó tekur rjettur eigandi landsins, ríkissjóður, ekki neinar bætur. Vegalögin kveða þó svo á, að landeigandi eigi bætur allar fyrir „landnám, jarðrask og átroðn- ing“ af vegalagningu og viðhaldi vega. Sumar lóðir stór-hækka i verði fyrir tilkostnað bæjarins við vegagerðir, en samt fær bæjarsjóður ekki neitt af þeim ágóða, meira að segja verður að greiða þeim mun meira fyrir landspjöllin, eða svo munu sumir „landeigendur* álíta. Skoðanir almennings eru nokk- uð á reiki um þetta atriði, margir halda að þeir geti sjálfir ákveðið gjaldið; en þar taka vegalögin/af öll tvímæli. þar stendur skýrt og skorinort að samkomulags skuli leita við landeiganda, en láta meta ef samkomulag næst ekki; skulu tveir dómkvaddir menn meta. Heimta má yfirmat ef illa þykir metið, og fram- kvæma það 4 dómkvaddir menn. ’ Hjer koma brot úr lögunum um það efni: 35. gr. Mat skal fram fara á vætt- vangi þá er jörð er snjólaus. Við mátið skal hafa tiilit til árlegs afraksturs af landi því, er um ræðir, svo og til þess, hvort girðingar þurfi að flytja eða nýjar að setja og athuga vandlega allt það er getur haft áhrif á verðmæti þess ermeta skal; sjerstaklega skal hafa tillit til þess, ef ætla má, að land hækki í verði við vega- gjörðina. — — 36. gr. Landeigandi á bætur allar fyrir landnám, jarðrask og á- troðning, en sje jörð leigð öðrum, greiði landeigandi honum 4 af hundraði árlega af skaðabótaupphæðinni, meðan leigusamningur sá er í gildi, sem var, þegar bæturnar voru ákveðnar. Ábúandi á þó bætur fyrir skemdir á mann- virkjum þeim, sem eru hans Frá því er sagt á nokkrum stöðum í fornsögunum að menn höfðu rauðablástur (þ. e. járn- gerð) á íslandi; svo var um Skallagrím, þorstein Kuggason o. fl. það járn bræddu menn úr mýrarauðá, og þótti gott að hafa þegar betra járn skorti. Einnig er þess getið að menn höfðu saltbrenslu hjer á landi fyr á öldum t. d. á Vestfjörðum. Brennisteinsnám við Krisuvík og í þingeyjarsýslu hafa menn lengi þekt og vita að þar er mikið að hafaí, Um önnur dýrmæt jarð- efni, nema mó og surtarbrand var fátt talað fram á síðustu ár, að undanteknu dýrmætasta jarðefninu, sem til er, gróður- moldinni; hún er of algeng til þess að menn minnist hennar þegar getið er um „gull í jörðu“. Fram undir síðustu aidamót vissu menn lítt til góðmálma og annarra dýrra jarðefna í þessu landi, en þá skiftir líka um. þá fóru að koma fregnir úr ýmsum áttum um kolalög, mestu gæða- kol, betri en ensk kol o. s. frv. Litlu síðar kom Eskihlíðar-guilið, sem alt ætlaði að gera vitlaust. Fáum árum síðar kom gullið í ^ Mosfellssveitinni og kolin á Vestfjörðum. Nú gerðust menn glöggsýnir á jarðefnin. Frægter „þjóðsaltið* hans Páls Torfa- sonar, sem hann ætlaði að vinna úr sjó með fossafli. Siðar ætlaði hann að grafa surtarbrand í stórum stíl, vinna úr honum olíu og kol, nóg handa landinu fyrir það fyrsta; ætli það hefði verið munur. Til þeirra starfa fjekk hann verkfræðing sunnan frá Kongó í Afríku, og varhann talinn allvel fær í sínu starfi. Sá verkfræðingur gerðist síðar skipstjóri á seglskútu og strand-

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.