Skeggi - 05.02.1920, Síða 1

Skeggi - 05.02.1920, Síða 1
III. árg. Vestmannaeyjum, Fimtudainn 5. febr. 1920. .5. tbl. Ný stefna. —o— Endurreisnarbarátta íslensku þjóðarinnar er ekki auðug að stór-viðburðum, þeim er þykja mikillá frásagna verðir er aldir renna. Hún fer fram í kyrþey, hávaðalítið og án blóðsúthellinga. Framfarirnar gægjast fram undan gömlum venjum eins og grös undan fönn á veðurblíðum vor- degi, og laga sig eftir loftslaginu í heimahögum þjóðarinnar. Furðu- legur gróður er kominn í landinu áður en verulega er tekið eftir, frændþjóðirnareinar hafa nokkurn grun um breytinguna í landinu síðasta mannsaldur; hinar fjar- lægari heyra hennar naumast getið. Landið liggur utan við stór- viðrastreng mannkynssögunnar. Heimsveldi fæðast og hverfa, án þess að verulega beri á því hjer heima. Heimsstyrjaldir eru háð- ar án þess að leikurinn berist nokkurn tíma hingað. Vjer heyrum aðeins vopnabrakið. úr fjarlægð og sögur liðinna atburða. f>ær berast hingað sem bergmál frá fjarlægum fjöllum eða sem gnýr stormviðris álengdar. Oldu- rótið á reginhafi sögunnar berst ekki hingað nema í smásogum, fyr en síðustu árin að landið vár aukið með samgöngutækjum siðaðra þjóða. Landið er fjölbreytt að náttúru- fari þó lítið sje, og svo er þjóðin Hka. Hún á sjer klakasæla ör- æfajökla, er anda köldum gusti og illúðlegum gegn veikum vor- grösum og vegmóðum farfuglum. Hún á sjer eldfjöll gapaskaparins er spúa heimskunni himinhátt í loft upp, en skilja síðan eftir svört og lífvana hrafntinnuhraun fyrirlitningar fyrir sönnum um- bótum. Hún á sjer ódáðahraun ómælistór er gretta sig þúsund- falt við hverju frækorni er langar til að lifa og dafna, en gjósa svo öðru hvoru eldi og ösku eyði- leggingar, svo að þar fær ekki svöng lóa í nef sjer, þegar hún kemur sunnan um haf til að syngja um söl og fagurt vorið. Roksanda rifrildis á hún næga, og rjúka þeir ferlega hvenær sem blær bærist af einhverri átt, og hvað þá helst er hollur heið- svali fer yfir landið. Vorblærinn þíðir fannirnar, og leysingastorm- arnir brjóta jöklana og hrekja hafísinn. það þola eyðisandarnir ekki; þeir þjóta upp til að kefja grösin en fylla augu og eyru á mönnum og skepnum. þeir telja það hlutverk sitt að gera aðra blinda. Vindurinnflytur frækornin víðsvegar og breiðir út gróðurinn; slikt sama gera og syngjandi farfuglarnir. Landið var i fornöld mikils- verður reitur menningar, hjeðan var Grænland bygt og hjeðan fanst Vínland hið góða. Hjer var varðveitt hið fegursta mál og víðfræg sagnavísindi. þjóðin geymir enn arfinn forna og á hon- um mikið að þakka. Á honum byggir hún þjóðlega menningu sína eftir háttum landsins. Landið liggur enn þar sem það var í fornöld og á því enn að geta orðið dýrmætur staður fyrir samskiftin milli hins forna og nýja heims. Leysingarveður síðustu tíma hafa sent hingað margan gustinn; er þar margt að telja. Fjölmargir ljóðsvanir hafa baðað landið í söng. Flestir hinna raddskærustu eru nú flognir á æðri vegu, til fjallanna ókunnu, en koma munu aðrir yngri síðar. Málmhljómur- inn tekur við þar sem svanirnir hætta, það glymur í járntólum vinnandi atorkumanna og í gulli og silfri víxlaranna. Göml^i moldarhreysin eru rifin, en stein- hús reist í staðinn, því að nú er ný öld í landinu, og gerð h býli fyrir umbætur þær er endast skulu fyrir nokkrar kynslóðir. Hvert hús er gert með 'stærri gluggum en áður tíðkaðist, ó- lýginn vottur þess að nýja öldin ann meira deginum en nóttunni. Eftirtektarvert er það að maður- inn, sem fann ráðið til að lækna með ljósgeislum, er af þessari þjóð, yngstu þjóðinni. 1 , Margur er enn bletturinn í hörundi þjóðlífsins ær heilnæma ljósgeisla þarf til að græða. Mentunarþráin héfur brotist út VIÐSKI FTAFJ E LAG IÐ REYKJAVIK Símnefni: Póstsveinsson. Talsími 701. Útvegar verslunum út um land vörur úr Reykjavík með lægsta heildsöluverði. Útvegar tilboð í íslenskar afurðir. Gefur upplýsingar um vöruverð og fleira. Annast ýmiskonar erindi kaupmanna og kaupfjelaga. Fyrirspumum svarað símleiðis eða brjeflega. með ótrúlegu magni, á síðustu árum, og er hún ekki annað en andleg ljósþrá. Skólar eru reistir í hópum.landslólkið streymir þang- að í hundruðum á hverju hausti, nærri alt í höfuðstaðinn og aðra kaupstaði. því hefur verið tekið eftir, að fleira er lært þar en það &em kent er í skólunum. Glaumur kaupstaðanna seiðir að sjer sveitafólkið meir en góðu hófi gegnir og gerast nú margir hugsandi um það efni. þar liggja ræturnar til hinnar nýju stefnu, sem raunar er forn í eðli sínu, að flytja skólana í s v e i t i r n a r. Skóíarnir eiga að vera varnarvígi þjóðlegrar menningar, og um leið skuggsjá þess er gerist með öðrum þjóð- um. þeim er ekki hent nje holt að vera ofurseldir áhrifum hinna pólitisku loddara, er hafa völd og velferð landS og þjóðar að'leiksoppi. Og sýnu verra er þó að leggja þá alla í kjöltu hinna ósvífnu fjárplógsfanta, sem nú eru farnir að státa sig á stræturn og gatnamótum í höfuð- staðnum og víðar. Engum manni kemur til hugar að flytja þá skóla úr höfuðstaðn- um, sem þar (^ru komnir; að því liggja margýíslegar ástæður. Nýja stefnan miðar að því, að reisa sjerstaka mentaskóla fyrir bændalýðinn, og hafa þá skóla í sveitum. það er bygt á því að mentun sveitafólksins yfir höfuð megi ekki sníða nákvæmlega eftir sömu lögum sem nú virðast mestu ráða í skólalífi kaupstað- anna. Byrjunin er gerð með stofnun bændaskólanna og síðan Eiðaskólans. Enginn vill breyta þar um aftur. Aðrir sveitaskólar, (t. d. Hjarðarholtsskóli og Hvítár- bakkaskóli) hafa gefist upp í dýrtíðinni, báðir seldir og býlin með. En mikils þykir hjeraðs- búum um þá vert, því nú bjóðast þeir til að taka á sig þungar byrgðar þeirra vegna. Borg- firðingar hafa nú myndað fjelag til að kaupa Hvítárbakkaskólann og reka hann, og Dalamönnum er mjög í mun að missa ekki sinn skóla. All-merkileg er hreyfing sú, er vakin er á Suðurláglendínu. þar var skólastofnun á döfinni fyrir nokkrum árum en fórst þá fyrir. Síðan hefur altaf lifað í kolunum með þá stofnun og kom upp aftur á þingmálafundi fyrir Árnessýslu og Rangárvalla- sýslu, sem haldinn var við þjórsárbrú fyrir skömmu. þar var rætt um skóla þennan og ákveðið að leita samskota í báðum sýslunum. Bestu undir- tektir hefur málið fengið, t. d. komu 6000 kr. úr Grímsneshr. einum eftir stuttan tíma. þeim er að verða alvara með að verja sig gegn yfirgangi höfuð- staðarbúa, búnir að fá nóg af jarðapranginu, ábyrgðunum og öðrum fylgifiskum framfaranna. Frægð skólanna fornu,*i Hauka- dal og Odda, stendur enn. Gagn mættu nýju sveitaskólarnir gera þó það yrði nokkru minna en hinir fornu gerðu. Land og þjóð eru þegar tengd með dragseilum við umheiminn. þess er ekki langt að bíða að landið verður dregið norðan úr Dumbshafi gleymsku og afskifta- leysis, með fimbulorku bræðra- þelsins suður í hlýjan Atlants- álinn, sem laugar fætur lýðfrjáls- mr Vefnaðarvöruúrvalið mest, verðið lægst. £. 3,

x

Skeggi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.