Skeggi - 05.02.1920, Blaðsíða 2

Skeggi - 05.02.1920, Blaðsíða 2
SKEGGI »Skeggi* kemur venjulega út e i n u sinni í viku, og oftar ef ástæður leyfa. V e r •: 5 kr, árg. (minst 50 blöð). A u g 1 ý s i n g a v e r ð: 1 kr, pr. « m.; kr. 1,50 á 1. bls. Útgefandi: Nokkrir eyjarskeggjar. % Afgreiðslu- og innheimtum. Ounnar H. Valfoss, Ritstjóri og ábyrgðarm. Páll Bjarnason. • Hjá Sápuspænir sem gera þvottinn hvítan sem mjöll fást í verslun G. J. JOHNSEN. kaupa allir sínar ^ TóbaksYörur' ustu landa í nýja heiminum og hinum forna. »Vits er þörf, þeim’s víða ratar“, var vorri þjóð kveðið á morgni sögunnar, og það spakmæli hefur ekki breytt merkingu, þó að tímarnir breytist og mennirnir með. Til athugunar fyrir formenn. Að gefnu tilefni, eru allir bifbátaformenn alvarlega ámintir um, að sleppa ekki legufestum sínum á höfninni fyrr enn merkið er gefið, því auk þess sem slíkt veidur óreglu, þá getur það líka, ef til vill, valdið meiru eða minna tjóni, enda bannar 3. gr. róðrasamþyktarinnar fortakslaust, að bátar leggi á »Leiðina“ of nærri hver öðrum, heldur með hæfilegu millibili. — Yfir höfuð munum við gera alt sem í okkar valdi stendur tii að tylgja róðrasamþyktinni í þessu atriðl sem öðru, með aðstoð annara þar tii kvaddra manna. Illugaheliir Og lllugaskip. —o— Færri munu þeir Eyjabúar vera, sem hjer hafa dvalið mörg ár æfinnar, að þeir þekki ekki 111 ugahellir og Illugaskipið, og jafnframt hafi heyrt munnmæla- sögur þær, sem þar við eru tengdar. Steinnökkvinn er ein- kennilegur, sjerstaklega er hag- lega gerð röndin, sem er eptir endilangri skipshliðinni, þeim megin sem að Ofanleitis-veginum snýr. Mun margur, sem nemur þar staðar og athugar röndina spyrja: Hvemig er þetta til orðið? þar á eru þó áreiðanlega hvorki meitils- eða axarför, en þar má berlega sjá ósvikin fingra- för hinnafr umbrotamiklu náttúru, sem tönn tímans hefur enn ekki tekist að afmá. Jeg leiði hjer hjá mjer að gefa nánari skýringu þess, hvernig röndin er tilorðin, því að það var ekki tilgangur minn með línum þessum. — Hitt vil jeg taka fram, að mjer brá dálitið, er mjer fyrir nokkru var reikað þar um, að sjá, að farið var að brjóta skipið — skemma það að óþörfu. Hafði jeg órð á því við mennina sem unnu þar að, og skal það sagt þeim til hróss, að þeir hafa hætt uppbrotinu þar, enda óhægt að vinna á skipinu, eftir því sem einn þeirra tók fram, og betra til grjótfanga annarstaðar. En saga mín er ekki á enda. Ný- lega var mjer enn reikað um þessar slóðir, og þá sá jeg enn ný mannaverk. Nú voru ein- hverjir byrjaðir á því að vinna á hellinum. — Jeg er ekki hjá- trúarfyllri en aðrir menn, jafnvel síður, en það verð jeg að segja, að það særir mig, og eflaust marga þá sem hjer eru uppaldir, hafa dvalið hjer lengst af æfinni og bera að sjálfsögðu hlýjan hug til hólmans litla, að sjá þá staði afmáða, sem einhverjar sjerstakar sagnir eru tengdar við og hafa því í hugum margra á sjer sjer- staka helgi. » Ekki datt þeim í hug, sem f. d. tók móann tii ræktunar umhverfis Sængurkonu- stein, að hrugga við steini þeim og mátti þó vel brjóta hann niður og sljetta yfir minningu hans. Hví þá ekki að lofa honum Illuga gamla að vera í friði í hellinum sínum og skípinu hans að hvolfa óskemmdu enn nokkrar aldir yfir auðæfum gamla mannsins? það er búið að hreyfa margan steininn þarna umhverfis fyrir löngu, þá þegar fyrirrennarar okkar hjer bygðu þarna, sem viða annarstaðar, fiskigarðana og fiskbyrgin sín, en engum þeirra kom til hugar að bera járn á menjar Iiiuga gamla. Látið því staðar numið hjer, góðir menn, en reynið að bæta gamla manninum það sem þið hafið brotið fyrir honum; það er enn hægt, því að vel gæti svo farið, að geigur yrði í aug- um ef hann ljeti brúnir síga og ] yrði sjálfur að heimta bæturfyrir spjollin á híbýlum og skipi. það eru eflaust engin þau iög til, sem verndað geti menjar lliuga gamia, en það ætti að geta verið tii það sem heitir virðing fyrir því sem gamalt er, og þar sem sú virðing fær að njóta sín, er hún jafnaðarlegast máttugri en lög, sem lítið erhirt um að hlýða og ef til vill því síður hugsað um að framfylgja. J. A. G. Bæjarstjórnar- fundur. 2. febr. 1920 1. Fundargjörð hafnarnefndar 31. jan. og 1. febr, Hafnargerð. Oddviti skýrði frá för sinnitil Danmerkur í þarfír hafnargerðar- gerðarinnar. Upphaflega var ætlast til að hann yrði þar sam- tímÍ8 forsætisráðherra og skyldu þeir báðir leita samninga við ! Monberg um framhald verksins og samkomulags um eldri reikn- inga. Forsætisráðh, var farinn heimleiðis er fógeti kom til K- hafnar og hafði heidur eigi verið falið erindið af neinum. Ekki kvað fógeti Monberg með neinu móti fáaniegan til að takaverkið að sjer fyrir ákveðið verð, taldi þá aðferð ekki tíðkast nú á þess- um tímum, þar sem alt verðiag er á hverfanda hveli. En tilboð gerlr hann um að vinna verkið fyrir reikning bæjarins og fá sjálfur sem svarar 20% af vinnu- kostnaðijo.fl. í ómaksiaun. Tilboðið sem lagt var fram hljóðar aðeins um hafnargarðana. Áætlun fylgir ekki því að hún er ekki fullger og verður ekki sjeð nje sagt hversu há hún kann að verða. Ennfremur viil Monberg seija bænum áhöld þau, er hann á hjer fyrir 40 þús. kr. Gömiu reikningunum heldur hann enn fram og telur sig eiga fuifa kröfu tii að fá þá greidda, yfir 270 þús kr., og enda meira. þó býðst hann til að sætt sig við að fá greiddar 240 þús. kr., ef hann fær þær refjalaust. Meira vili hann ekki slaka til. þá gat oddviti þess, að þafnar- nefnd hefði haft málið til með- ferðar á tveimur fundum; þætti nefndinni kostirnir harðir, en þó vildi nefndin ekki iáta leggja málið á hilluna. Lagði hann síðan fram tilboð Monbergs og tiilögur hafnarnefndar. Næstur honum tók til' máls Jón Hinriksson. Taldi hann kostina afar-harða, og miklu verri en bæjarstjórn og hafnar- nefnd hefðu gert sjer vohir um. Taldi það illa farið að slík ókjör væru nú boðin, er verktakanda hetði verið skýrt frá málavöxtum öllum af þeim manni, sem kunn- ugastur var málinu, nefnil. bæjar- fógetanum. Lítið þótti honum gert úr kröfum vorum um íviln- anir á greiðslu eldri reikninga, og ófýsilegt að fela sama mann- inum alt á vald „e'ftir reikningi* framvegis. þó kvað hann málið horfa svq við frá sínum bæjar- dyrum, að hann mundi hika við að greiða atkvæði gegn til- boðinu, því að þá væri hætt við að hafnargerðinni yrði að fresta Iengur en hóf er að. Fleiri tóku ekki til máls í það sinn, og var fundinum frestað þangað til daginn eftir. 3 febr. Oddviti Iagði málið enn fram og óskaði eftir bendingum og breytingartillögum. Páli Bjarnason taldi frestinn til umhugsunar of stuttan fyrir svo stórt mál, hefði getað verið lengri því að langt væri síðan fógeti kom heim. Kostirnir í tilboðinu afar-harðir, einkum að þvi er iýtur gömlu reikningunum, og mikið í húfi að ákveða að ráðast í hafnargerð „eftir reikn- ingi" meðan ekki lægi fyrir svo mikið sem áætlun. Taldi ófært að landsstjórnin hjálpaði ekki til við að jafna ágreininginn um gömlu reikningana og búa í haginn fyrir nýja samninga. Henni bæri brýn lagaieg og sið- ferðisleg skylda til að greiða fyrir málinu á alla lund, bæði sem stjórn og landsdrotni. Vildi þó að lokum ekki greiða atkvæði á móti tilboðinu því að þá væri málið komið í strand, en óvíst hver ráð gæfust til að koma því í gott horf bráðlega. Garðarnir

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.