Skeggi - 05.02.1920, Blaðsíða 3

Skeggi - 05.02.1920, Blaðsíða 3
SKEGGI i Karlmannafatnaðir mjög vandaðir frá kr. 93 - 128 Versl. Páll Oddgeirsson. væru í veði eins og er og höfn- inni ekki að treysta. Lagði alla áherslu á gerð garðanna, að *^lr yrðu sem allra fyrst gerðir traustir. Einhver ráð kynnu að koma síðar meir með innri hafnarvirkin, því að von væri þegar á nýjum framleiðslufyrir- tækjum. Magnús Guðmundsson taldi sjer ekki vonbrigði að kostunum; hefði ekki átt von á ,betra eftir því sem með málið hefur verið farið. Kvaðst litla von hafa utn mikinn árangur af að leita gerða- dóms, þó að beiskt væri að borga suma reikningana. Vildi að lokum aðhyllast tilboðið, til að firra bæinn þeim voða að málið færist fyrir. , Oddviti taldi kostina ,góða eftir atvikum“ og ekki hafnandi. Nauðsynlegt taldi hann að fá sjerstakan verkfræðing, þann er vit hefði á málinu, til að standa fyrir verkinu, og vinna að undir- búningi þess. Fje taldi hann að fást mundi hjerlendis eða erlendis, jafnvel mætti reyna að fá það hjer í bænum. þakkaði að lok- um fulltrúum fyrir liprar og gæti- legar undirtekttr undir málið. Að lokum var samþykt svo- hljóðandi tillaga, og ákveðið að sfma Monberg hana: Að því er snertir tilboð þetta um byggingu hafnargarðanna leggur nefndin til að gengið sje að því, en hún lítur öll svo á að ekki geti vírið ætlast til að 20% viðbótin eigi að greiðast afandvirði keypts byggingarefnis, svo sem cements, timburs og járns, fremur en verkfæra og áhalda og kostnað við þau, enda getur ekki samþykt annað. Ennfremur liggur í hlutarins eðli að þetta verk verður ekki £ram- kvæmt nema bæjarstjórn sam- þykki væntanlega áætlun um verkið. Ennfremur leggur nefndin til að tilboðið um greiðslu i-eikning- anna sje samþykt, en því aðeins að umrætt verk nái framgangi, og er þetta aðeins sau.þykt til samkomulags. I sambandi við hið breytta fyrirkomulag á framkvæmd verksins, leggur nefndin loks til að samþykt sje að kaupa verk- færi og annað, sem um ræðir í tilboðinu eins og þar segir, þó dregst það frá, sem kann að upplýsast að ekki hafi verið til eða verið ónothæft, eða flutt á burtu. • Allar þessar samþyktir eru því skilyrði bundnar að byrjað sje á verkinu á komandi vori, með 'hæfilegum verkfærum og mann- afla. Sjóstígyól með tróbotnum ágæt tegund - fæst hjá S. 3* Ennfremur getur bæjarstjórnin ekki bundið sig samkvæmt sam- þyktum þessum, nema henni takist að útvega það fje er með þarf. Auðumla, Furðu-ótrúlegt til , frásagnar virðast Norðurlandabúum márgt í átrúnaði fornþjóðanna í Austur- löndum og Suðurlöndum. Sagt er að sumir Indverjar tilbiðji enn í dag tígrisdýr, apa og krókódíla, og fórni þeim jafnvel mönnum. Dæmi eru þess að indverskar mæður hafa borið kókóhnetur og blóm, sem fórn vegna barna sinna, fram fyrir járnbrautarvagn, haldið hann vera ,eld-guð“, því að hann væri svo „sterkur og hjálpsamur“. Fyrir nokkrum árum tóku trúboðar í Burmah eftir því að sjúklingar nokkrir voru farnir að tilbiðja tómar meðalaflöskur, sem kólerumeðal hafði verið í, hugðu verndarvætt búa í flöskunum. í uppreisninni miklu 1857, skutu herflokkar Sepoya á aðgerðalausar fallbyssur Englendinga, því að þeir hjeldu að í þeim byggju goðunum bornar vættir. það er ekki að undra þó að k ý r i n komist til hárra met- orða þar sem trúarbrögðin eru svo einföld. Hún stóð fyrir augum ýmsra fornþjóða, sem lífgjafi og næringarlind. Hjer á landi hefur hún lengi verið kölluð „bjargargripurinn* og mjólkin hennar sætasti safi, næst hunangi. þess er getið í sköp- unarsögunni í Snorra Eddu, að kýr fæddi fmi jötnaföður og er það orðað svo: „Næst var það að hrímið draup, og þar varð af kýr sú, er Auðumla hjet, ejl fjórar mjólkár runnu úr spenum hennar, og fæddi hún Ými. — þá mælti Gangleri: „Við hvað fæddist kýrin ?*. — Hárr segir: „Hún sleikti hrímsteinana, er saltir voru, og inn fyrsta dag er hon sleikti steinana, kom úr steininum að kveldi mannshár, annan dag mannshöfuð, þriðja dag var þar allur maður; sá er nefndur Búri; hann var fagur álitum, mikill og máttugur. . .*. 4 Hjer vakir ljóslega fyrir sam- bandið milli mannsins og dauðu náttúrunnar, kýrin er þar ómiss- andi mllliliður til að vekja mann- inum (bóndanum?) líf og nær- ingu af hjeludögg þeirri er hún aflar sjer af dauðum steinum. Forn-Egiftar >gerðu mynd af „móðurgyðjunni“ Hathor, er þeir kölluðu' svo, og höfðu kýrhöfuð á. þá gekk ekki lítið á er kálfurinn Apis fæddist. Enn ,rótgrónari er þó átrúnaður á ‘kúnni í Indlandi. „Móðir vor kýrin‘ segja Hindúar „gefur okkur mjólk og ghee (indv. smjör), áburð á akra og cldiviðinn“. Stundum synda Hindúar yfir ár, á þann hátt að þeir haída í hala kúnna, og láta þær draga sig yfir. þá hafa þær starf Charons með ferjubátinn, er flytur sálir framliðinna yfir „Ána dimmu'* í ósýnilega heiminum. Sannur Hindúi etur aldrei nauta- kjöt, og trúir því, að dræpi hann kú. þá færi hann beina leið í kvalastaðinn. — Englendingur nokkur spurði einn þeirra: „Hvað ætli verði um Breta, sem slátra kúm og eta þœr?. Hví skyldi þeim ekki fyrir löngu vera eytt af jörðinni?“, Hindúinn svaraði: ,’,þetta var ekki í trúnni upphaf- lega; það er komið frá presíun- um“. Kýrin er í þeirra augum ímynd auðsveipni, hógværðar og auðmýktar. Eftirfarandi smásaga sýnir dá- laglega hvað segist á því að lóga nautkind í Indlandi: Nautahirðir nokkur bar heim ungkálf á ,herðum sjer, en fjell með hann óviljandi, og hrygg- brotnaði kusi. Brahma-prestarnir dæmdu hann stjettarrækan og settu hann í hið strangasta bann, sem lög Hindúa leyfðu, og skyldi hann sitja í banni sex mánuði. þeir tóku fram í dómnum að hann hefði ekki getað drýgt stærri synd en þetta, aö drepa kú, en þar eð hann væri óment- aður maður þá vildu þeir hlífa honum. Honum var gert að skyldu að lifa á betli meðan hann sat í banni, skyldi binda kaðal um háls honum og stúf af róf- unni af kálfinum sálaða við öxl honum; með þetta átti hann að fara pílagrímsferðir til nokkurra helgra staða í landinu. Frændum hans var forboðið að veita hon- um mat eða húsaskjól; skyldu þeir sæta sömu forlögum sem hann ef út af væri brugðið. Lok^ins fjekk þó veslingshirðir- inn að koma aftur heim í þorpið sitt, búa varð hann í grasi þökt- Kvenna og karla (stórt úrval). 6dd^eussott um kofa sem honum var reistur, þangað til „hreinsunin“ hafði farið fram. Maður af auvirði- legustu stjett var fenginn til að „hreinsa'* hann. Rakari var fenginn til að skera hár hans og neglur og afhenti hann „hreinsar- anum“ afklippurnar; skyldi sá brenna þær, því rakarinn þótti of góður til þess. Að því loknu var hirðirinn ataður í kúamykju og honum síðan varpað í ána Sarju; kom hann þaðan upp „hfeinsaður“. En þetta þótti þeim ekki nóg. Hann varð að halda veislu fyrir 50 Brahma- presta og hundrað frænda sinna. Eftir það fjekk hann von uin að verða tekinn aftur upp í stjett nautahirðanna. Ekki verður Brahmaprestunum ámælt fyrir að þeir hafi ekki rekið rjettar ungkálfsins svika- laust. Verkaður fiskur og útfluítur 1918 og 1919. —:o:— 19 18: Skipp. kg. þorskur............. 11382 96 Langa.................1901 152 ísa................... 595 40 Smáfiskur .... 83 150 Keila.................. 69 30 Upsi.................. 116 Labradorfiskur . . 15 10 Alls 14163 m.. 158 V 1919: Skipp. kg. þorskur 12487 24 Langa 2605 52 ísa 910 25 Smáfiskur .... 94 21 Keila 65 116 Upsi 187 148 Labradorfiskur. . . 22 Alls 16372 66 Frá f. ári er óafskipað 8546 skippund. • um Vestm eyjum 27. jan. 1920. Kristm. þorkelsson.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.