Skeggi - 05.02.1920, Blaðsíða 4

Skeggi - 05.02.1920, Blaðsíða 4
i SKEGGI £eot$ SxsU^on selur danskan skófatnað með líku verði og aðrir selja amerískan, en amerískan skófatnað selur hann nær helmingi ódýrari. Athugið að bestu hversdags- stígvjelin eru dönsk vatnsleðursstígvjel frá Kolaskortur. Alvarlegt útlit er orðið með kolabirgðir landsins. Menn voru að vona að eitthvað mundi skipast um til hins betra með kolaverslunina er landsstjórnin slepti henni, verðið lækka að minsta kosti og kapp hlaupa í kaupmenn með að versla með kol sem aðra vöru. f>ví var haldið fram að betur yrði sjeð fyrir með kolaforðann ef verslun með þau væri frjáls. En reyndin ætlar að verða önnur. það fylgdi þegar með fregninni um frjálsa verslun að verðið mundi hækka þegar í stað, framleiðsla vörunnar er ekki þvílik sem menn ætluðu, og skipakostur næsta knappur. Örðugleikarnir litiu minni en á verstu stríðsárunum. Víst erþað að fáa kaupmenn fýsir að flytja kol tii útsölu, á þrí eru svo margir og stórir annmarkar. Fram úr þessu hefði þó eflaust ráðist á sæmiiegan hátt, ef nokk- urt jafnvægi í verslun og sigling- um hefði getað komist á í heim- inum. En því er ekki að heilsa. Rjett í þeim svifum sem kola- verslunin verður frjáls, kemur fregn um það að stórfelt kola- verkfall vofi yfir í Bretlandi, og jafnveUönnur verkföll í sambandi við þafð, sem oft vill verða. Og þeirri fregn fylgir sú raunasaga, að koiaflutningur sje bannaður frá Bretlandi meðan ekki er sjeð fyrir enda verkfallsins. Kolaskip sem liggja í breskum höfnum, fá ekki útflutningsleyfi á farminum og má ekki vita hversu lengi það stendur. Ein- hver kolaskip eru þar, sem fara eiga hingað til lands, þ. á. m eitt hingað til Eyjanna, og eru þau auðvitað í sömu fordæmingunni. Ekki þarf að fjölyrða um það hverju slíkt veldur. Mælt er að um 100 smál af kolum sjeu til í landinu, en óvíst hvort það er I að skipakolum meðtöldum eða auk þeirra. Skiftir það að vísu , miklu máli, því að ef svo er að ! skipakol eru þar með talin, þá má segja að landið sje gersam- [ í versl Árna J. Johnsen’s sem nú er flutt í hina svo neíndu Brauðsölubúð (við Krossgötu) fást eftirtaldar vörur; Eldhúsgögn allsk. svo sem : Prímusar — Prímushausar — Pottar (emill.) — BHkkföfur o. fl. — Balar — Barnabaðker — Mjólkurfötur — Olíubrúsar — Axir — Hnífapör — Salt-skóflur — Rekur — 'Safflar — Kaffi — Kaffibrauð 8 teg. — Sykur — Öl 4 teg. Leikföng og ótal margt íleira Ath. Peir sem hafa beðið mig að útvega timbur tii húsagerðar, eru vinsaml. beðnir að koma með pantanir sínar hið fyrsta Virðingarfyllst Hinn ágæti sjófataáburður „Exelsior” ' " I • b\í &, 3* 3of\nsetv. lega kolalaust. Forðinn leyfir þá naumast þeim skipum burt sem hjer eru nú og ekkert til handa fiskiskipum. Hjer í Eyjum er svo ástatt að nærri stappar algerðum vandræð- um ef kolin koma ekki mjög bráðlega. Skólinn er um það bil enn hættur af kolaleysi. Versianir hafa neyðst til að farga af þessu litia sem þær fengu á dögunum, hugðu það Vera óhætt, því að kolaskipið var sagt á leiðinni. Fáist ekki útflutnings- leyfið, verður aftur sú tíð að menn þurfa að brenna steinolíu nærri einni saman, eins og þegar verst var á stríðsárunum. Breska stjórnin vinnur af al- efli á móti verkfallinu, en jafnvel Lloyd George sjálfur er talinn óviss um úrslitin. Hann hefur til þessa, jafnan reynst færastur til að afstýra verkfalla-vandræðum en nú segir mönnum þyngst hugur um áhrifhans. Koigraftar- menn í Wales fylgja honum raunar enn þá, en víða er fylgi hans að rjena. Mikið er komið undir hversu þau mál snúast. ,Borg“ og „Wilemoes* bíða kolafarms í Bretlandi Ný fregn hermir að .Willemoes* megi fá 300 smál. en verður látin biða í von um að fá meira. Kolabrestur er nú svo tiifinnan- legur í Bretlandi að atvinnufyrir- tæki hafa stöðvast og Lundúna- búar kvarta um húsakulda. Orsakirnar eru taldar verkafólks- ekla og styttur vinnut'mi. Alt bendir á að kol fáist ekki nema með tregðu það sem eftir * er vetrar. B.,Suðurland“. —o— Loksins er nú lokið við að semja ferðaáætlun „Suðurlands“. Eftir henni á skipið að koma hingað 12 sinnum á tíma- bilinu frá 1. apríl fram í okt., á það að fara til Austfjarða og Vesturlands. Ferðum er hagað þannig, að þeir sem fara hjeðan með skipinu tii R.víkur hafa þar 10 daga dvöl þangað til skipið fer hingað aftur. Á þeim tíma á skipið að skreppa vestur Auk þess á skipið að koma hingað eftir ástæðum á tímabilinu til 1. apr'l, og aftur frá október tii áramóta. „Sterling“ á að koma hjer öðru hvoru, en ætlast er þó til að „Suðurland“ taki sem mest af strandferðum tii þess að „Sterling“ komist sem oftast til útlanda. • Nærföt og Peysur eru sem annað ódýrast f Yersl Páll Oddgeirsson Frjettir. Sóttgæsla. Enn á <iý eru settar strangar skipanir um sóttgæslu við skip þau er frá útlöndum koma. Menn af þeim mega ekki fara á land fyr en liðnir eru að minsta kosti 5 dagar frá að þeir fóru úr síðustu höfn. Orsökin til þessara sóttvarna er inflúensan, sem nú gerir vart við sig víða um lönd. Annars er talið kvillasamt mjög í Rússlandi, svarti dauði, kólera og taugaveiki, en þaðan eru engar samgöngur hingað til lands. Aðrar þjóðir gera alt sem mögulegt er til að varast sóttirnar þaðan. Vínar- börnin þau komu ekki á „Gullfossi® síðast, og koma sennilega ekki fyr en undir vorið. þykir ekki áhættulaust að senda þau um vetrartímann. Ofsaveður af austri gerði hjer á sunnudag. Slitnaði þá fjöldi síma og ljós sloknuðu í flestum húsum. Flestir símarnir eru biiaðir ennþá. • Gæftaleysi hefur verið síðan um helgi, fjórir bátar rjeru í gær en margir í dag. Pingmenn ' ekki komnir að austan og norðan til R.víkur. „Sterling* hefur tafist vegna óveðra. Var á Hólmavík í gær. Mælt er að Magnús Torfason bæjarfógeti, telji sig rjettkjörinn þingm. ísfirðinga og sæki þing. Alklæði - Cheviot Og Rykfrakkaefni ódýrast í versl. 6dd$eussot\. Agætur G-raffófón til sölu. — Ritstj. vísar á. Hú s til sölu í miðbænum. Ritstj. vísar á. Preirttm. Vectmannaeyja.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.