Skeggi - 13.02.1920, Page 3

Skeggi - 13.02.1920, Page 3
SKEGGI Þríkveikjurnar margþráðu erU komnar aptur í versíun S« S* Mikið úrval af * T v i s 11 a u i nýkomið í verslun 3- 3ofo\sew, Minnisblað. Símstöðin opin virka daga kl. 8 árd. til 9 síðd. Helga daga 10—8. Póstafgr. opin alla virka daga kl 10—6. Lyfjabúðin alla daga kl. 9—10. . íshúsið. Afgr. beita: 9-11 og 4—6. Afgr. kjöt: 6-7. íslandsbanki 1 —3. Hjeraðslæknirinn heima daglega 12-2. út innanlands. Hættan er hvergi eins mikil sem meðal kolamanna j og járnbrautaþjóna, og því ber jafnan mest á er þeir taka að kurra Heyrst hefur um kolaskort t Frakklandi og í Bandaríkjum N.-Ameríku. það spilliT vitanlega stórmikið fyrir og gerir raunar ókleyft að kolatramleiðslan komist í gott horf á skömmum tíma. Steinolía kvað vera nóg til hjer á landi. Von á olíuskipi innan fárra daga, og öðru eftir þrjár vikur. það er betra en ekki neitt, en nægir þó hvergi nærri tii alls eldsneytis. Gengi á erlendri mynt. (Pósthús) 12. febr. Florin.......... 270 aur. Dollar....... 725 — Sterlingspd. . 2350 — Franki .... 513/* — Sænsk króna. 135 — Norsk — 125 — Franki svissn. 125 — þýsku mörkin eru nú metin á rúma 6 aura (í stað 89 aur. áður fyr) eða 100 mörk minna en 1 dollar. Verðhækkun. —:o:— „Lengi getur vont versnað" má nú fara að segja um verð- hækkunina. Allar vonir um verðlækkun eftir ófriðinn hafa orðið til skammar. þessi litla tilslökun sem varð á verði á sumum vörum fyrst í stað, ætlar að hefna sín grimmilega. Nú hjálpast alt að til að spenna verðlagið á útlendum vörum upp úr öllu valdi, kröfur verkamanna, skortur á efnivörum, skipaskortur og síðast en ekki síst, geysileg verðhækkun á erlendri mynt. Matvörur hækka taumlaust, sagt er að 1 hveitipoki (126 pd.) frá Ameriku hækki nú um 25— j 28 kr. vegna verðsins á dollar- anum; þar eftir má búast við að ! olían fari, og alt annað er kemur frá Ameríku. Byggingaefni hækka nú óðum. Talið er að þakjárn verði hálfu dýrara nú en í fyrra og þótti nóg sem þá var. Timbur hækkar stöðugt í Svíþjóð, og sænska krónan þvi meira. Hún er nú komin svo hátt að meiru nemur en fjórðungi verðs. Aðrar vörur til byggingar eru taldar fara þar eftir, og þá er ekki að spyrja um verkalaunin. þetta hefur haft þau áhrif að fjölmargir menn í Reykjavík, sem ætluðu sjer að byggja í sumar, hafa orðið að hætta við það sakir hækkandi verðs á öllu. Af því leiðir vitanlega sömu húsnæðis- ekluna, sem verið hefur, og sennilega atvinnutjón fyrir all- marga er höfðu ætlað sjer að vinna við húsagerð. Skipaverð er sagt að hækki mjög í Bretlandi, gömul botn- vörpuskip komin upp í 24 þús. stcrl pd. og pundsverðið orðið yfir 22 kr. í stað 18 kr. er áður var talið. Mörg skip eru nú i smíðum í Bretlandi, sem hingað eiga að fara, og auk þess er verið að leita fyrir sjpr um kaup á eldri skipum. Nokkur botn- vörpuskip eru einnig í smíðum í þýskalandi, og munu þau ekki fást þaðan nema gegn greiðslu í dönskum peningum, og getur það orðið dýrt spaug ef til vill. Mesta ahyggju^fnið fyrir íslenska kaupsýslumenn er hið sí-lækkandi verð á dönskum peningum í öðrum löndum. Dollar er nærri kominn upp í tvöfalt verð, sterl.pd. kr. 23,50 á pósthúsi, sænska krónan kr. 1,35 og sú norska kr. 1,25. Ástæðan er ekki kunn almenningi; þess er raunar getið til að ráðstöfunin um innlausn ríkisskuldabrjefa á stríðsárunum eigi mikinn þátt í þessu Hn sjálfsagt er það eitt- hvað fleira sem veldur. þjóð verjar hafa snúið sjer þann veg við verðlækkun á sinum pen- ingum, að þeir selja til útlanda eingöngu gegn útlendri mynt Talið er að þeir hafi þegar ijen- ast vel á þeirri aðferð. Krydd m. teg. Rúsínur Svezkjur v Kúrennur Agúrkur fæst í versl. S. 3* 3ofa\setv. Brenslnspritt V (glært) nýkomið. Brynj Sigfússon 7 Nótt í Sahara (Framh.) Að því loknu hjeldum við inn í einu ölkrána, sem þar var og drukkum skál setu- liðsins. þar voru haldnar stuttar ræður en gagnorðar. Víkinga- blóð sauð í okkur öllum. Einn fjelagi minn kallaði okkur „víkingana á þurra hafinu” og það vorum við sannarlega. Hyði- mörkina kallaði hann „þurra hafið“. Mjer er enn í minni hann fóstbróðir minn þessa nótt. Hann var efnismaður, það segi'jeg satt. Hann var fríðasti maðurinn og hugrakkasti sem jeg hef þekt um dagana. Hann var kosinn foringi 8 okkar ef við skyldum þurfa að fara í óleyfi; enginn grunaði hann um bleyðiskap. Við vorum skólabræður og mestu mátar frá því að við sáumst fyrsta sinni. Systir mín hafði bundist honum með mínum vilja, en móti vilja foreldra minna; þau hótuðu að gera hana arflausa og ættræka ef hún ætti þennan mann; henni var ætlaður einhver aðalsmanns- ræ^ll. jeg tók upp þykkjuna fyrir systur mína og fóstbróður og þannig atvikaðist það að við hættum báðir námi og hjeldum þarna suður eftir. Við heit- strengdum báðir að hverfa ekki heim aftur fyr en við hefðum unnið okkur eitthvað til frægðar, alt átti það að vera fórn fyrir ást systur minnar, hún hjet því að sitja i ólöglegum festum þang- 9 að til hann kæmi heim aftur, en lifa ógíft elia, og hún efndi það. En hverju hún fórnaði, það veit enginn nema jeg og guð. Jeg segi yður satt, að þið ungu læknar, sem alt þykjast vita og skijja, þið verðið oft að leita likamsmeinanna utan við líkama sjúklingsins. Læknirinn, sem stundaði hana í banalegunni, grunaði það síst að sjúkdóms- orsöki lægi í sandinum suður i Sahara, og systir mín var of trú sjálfri sjer til þess að fara að fara að geta um það við hann, ókunnugan manninn; hún vildi heldur veslast upp, auminginn þessi. Liðsforinginn þagnaði óg horfði beint fram undan sjer. það kom þungur raunasvipur á and- litið á honum, brýrnar sigu og hrukkurnar i andlitinu dýpkuðu. t \ 10 Augun stækkuðu og stóðu star- andi, e n andardrátturinn varð djúpur og óreglulegur. Læknirinn fiýtti sjer að panta glas af góðu vini handa hvorum þeirra, og kom þjónn með það að vörmu spori. Lækninum var orðin forvitni á að heyra fram- hald sögunnar, og bauð líðs- foringjanum hæversklega að drekka með sjer. það lifnaði yfir gamla manninum og þági hann boðið. „Mig langar að heyra hvað þið tókuð til ráða um morguninn, ef þjer viljið gera svo vel að segja mjer það“, mælti læknirinn auðmjúklega. „Jeg ætlaði líka einmitt að fara að segja yður frá því, en hitt blandaðist inn í hjá mjer. það blandast æfinlega inn í hugsanir mínar þegar jeg er einn,

x

Skeggi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.