Skeggi - 21.02.1920, Síða 1

Skeggi - 21.02.1920, Síða 1
I Bernótus Sigurðsson formaður? Hann var fæddur 20. apríl 1884 í Landeyjum. Foreldrar hans voru SigurÖur þorbjarnarson og Guðrún Jónasdótcir mesta myndar- kona. Var Sigurður kunnur formaður og sjósóknari á sinni tíð, og druknaði hann við Sandinn" fyrir 26 árum. Eftir það ólst Bernótus upp með móður sinni, og vandist snemma allri algengri vinnu og iðjusemi. Snemma þótti hann líklegur til sjómensku, sem faðir hans, og fór til sjávar þegar er hann hafði þroska til. Rjeri hann nokkrar vertíðir hjer í Vestm eyjum, en fluttist hingað að fullu og öllu fyrir 13 árum. Gerðist hann síðar formaður og fyrir 4 árum gerði hann sjer vandaðan mótorbát í fjelagi við Gísla Lárus- son kaupfjelagsstjóra og var með ha'nn jafnan síðan. Formaður þótti hann með þeim allra bestu er hjer eru, kappsamur og djarfur, en þó gætinn vel, fylginn sjer og snarráður til hvers er til þurfti að taka. Fáskiftinn var hann um hag annara manna og óáleitinn við alla, en ákveðinn og fastur fyrir ef á hann var wmmmmmmmmmmamammmmtím Frú Tkeódóra Pedersen Sú sorganfregn barst hingað simleiðis 18. þ. m. frá Kaup- mannahöfn, að hún hefði látist þar þann sama dag. — Teódóra sál. sem var dóttir þeirra hjóna, Gísla Lárussonar og Jóhönnu Árna- dóttur, Stakagerði hjer, var fæddmars 1887. Fór hún hjeðan fyrir tæpum 11 árum (1909) ásamt manni sínum, Ravn Pedersen, til Ameríku, en nú voru þau á leið hingað, ásamt tveim dætrum, til að heimsækja vandamenn og vini. Theódóra sál. var fríð kona sýnum, gædd ágætum hæfileikum og hvers manns hugljúfi er henni kynntist. það þarf því ekki að lýsa hvílíkum sársauka hið skyndilega fráfall hennar er samfara öllum hinum mörgu hjer sem vonuðu að fá að sjá hana innan skamms og gleðjast með henni hjer á þessum .leikvelli lifs hennar eptir hina löngu fjærveru. — Blessuð sje minning þessarar góðu dóttur Eyjanna okkar. /. A. G. leitað. Ekki ljet hann almenn mál mjög til sín taka, en ákveðnar skoðanir hafði hann og ljet ekki glepjast af fagurgala nje skrumi. Hann var kvæntur Jóhðnnu þórðardóttur, frá Ámundakoti í Fljótshlíð, og áttu þau einn son, enn á ungum aldri. Með Bernótusi sál. er fallinn enn einn úr fylkingu hinna vösku sjómanna, sem af alhuga leggja fram fje og krafta sína, til að auka veg og gengi þessa bæjar. — þjóðin átti dyggan og dugandi borgara þar sem hann var. Sóttvarnarhús í Vestm.eyjum. —o— Hungur, dýrtíð og drepsóttir, það eru afleiðingar styrjaldanna. Mannkynssagan er full með frá- sagnir um þær stallsystur; at- burðirnir endurtakast öld eftir öld. Heimsstyrjöidin mikla enginn föðurbetrungur i þessu efni, sem ekki var heldur við að búast, hún risti plógfarið of djúpt í akri lífsins til þess að þar yrði alt skrúðgrænt aftur á skammri stund. Daglega berast fregnir um geigvænlegar far- sóttir í öðrum löndum. Gætnum mönnum þykir nærri óhugsandi að takast megi að verja landið fyrir sóttfárinu. Samgöngum er nú einu sinni svo varið nú á tímum, að sóttgæsla getur varla verið óyggjandi, hversu nánar gætur sem hatðar eru á. og s st eru engin á landi tíl að einangra þá sjúklinga er að garði ber og grunsamlegir þykja. Enginn staður á landinu er jafn berskjaldaður fyrir sóttar- faraldinu sem Vestm.eyjar. Hvergi við strendur landsins er þvílíkur sægur af fiskiskipum sem hjer, frá öllum þeim þjóðum er sigla hingað tii lands. Kaupskip öll, er til suðurlandsins koma frá Evrópulöndunum, eiga hjer leið um og þeim er hendi rtæst að leita hjálpar hjer ef í nauðir rekur. Bann gegn samgöngum við erlend skip er örðugt að halda, löggildur sóttgæslumaður getur að sönnu fylgt settum reglum, en hvorki hann nje nokkur annar getur varnað því að einhverjir laumist í skip svo lítið ber á, einhverra erinda; það er gott til vígis kringum eyjarnar í þeirri grein, Og enn er það, þó allir landsmenn hcföu hina ströngustu aðgæslu þá er vörnin sa nt eKki full-trygg það ■■i er ekki ótítt að fiskimenn sumra þjóða t d. Frakkar og Færeyingar komi á skipsbátnum í land fyr en nokkurn varir. -Bótin er raunar sú, að þeir fiskimenn eru oftast á seglskipum, sem lengi eru á leiðinni frá öðrum löndum; þó getur seglskip komist hingað frá Færeyjum, ef leiði er hag- stætt, áður en ugglaust er að þeir flytji veiki með sjer, og svo geta seglskip haft samgöngur við önnur skip úti á hafi, sem kunna að vera nýkomin frá öðrum löndum. En þrátt fyrir alla að- gæslu frá öllum hliðum, getur nauðsyn brotið lög í þessu sem öðru. Hingað koma oft skip með. sjúka menn til að leita læknis. Honum getur borið all- mikill vandi að höndum þegar svo stendur á. Sjúklingur getur verið svo veikur að iæktys- hjálpin megi ekki dragast, og skipshöfnin öil i hættu ef um megna sóit er að ræða Venjan varð þegaa tækin l«r Vefnaða. vöruúivaiið mest, veiðið lægst. &. 3, 3<Atv$eti.

x

Skeggi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.