Skeggi - 21.02.1920, Blaðsíða 2

Skeggi - 21.02.1920, Blaðsíða 2
SKEGGI »Skeggi« kemur venjulega út e i n u sinni í viku, og oítar eí ástæður leyfa. Verð: 5 kr. árg. (minst 50 blöð). A u g 1 ý s i n g a v e r ð: 1 kr. þr. «.m.; kr. 1,50 á 1. blS. , Útgefandi: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. ' Ounnar H. Valfoss, Ritstjóri og ábyrgðarm. PáU Bjarnason. Hjá & 33 kaupa allir ^ sínar Tóbaksvörur, hefur verið sú að vísa skipum til Reykjavíkur, ef mikil hætta þykir fylgja því að flytja menn- ina í land, og getur það farið nógu vel þegar gufuskiþ á í hlut. Oðru máli að gegna með seglskip. Sjaldan er byr svo hagstæður ,aÖ seglskipi veiti af að ætla sjer nokkra daga til Reykjavíkur, oft fer vika í ferð- ina eða meira. Á þeim tíma getur öll skipshöfnin sýkst og skipið þar af leiðandi farist með öllu. Geta má nærri hversu það er geðfelt samviskusömum lækni að vísa mönnum út í þvílíkan voða. Enginn getur láð honum þó að hann taki þann kostinn heldur að .flytja sjúklinginn í land. En þá kemur að þeirri mikilvægu spurningu: „Hvar á að láta sjúklinginn?". Spítalinn er stundum fullur af sjúklingum, enda ekki vel heppilegt að flytja farsóttina fyrst þangað. f annað hús er nú samt ekki að venda eins og stendur. Menn munu, ef til vill, segja sem svo, að nýji spítalinn sje bráðum kominn og þá rakni úr með þetta. En það er síður en svo. Margar drepsóttir geta komið áður en spítalinn er kominn upp, eftir þeim gangí sem er á málinu, og þó hann væri kominn upp, þá væri litlu nær hæfi með þennan vanda; það kemur sem sje aldrei til mála að gera spítalann að sóttvarnarhúsi. það er ofmikil hætta fyrir þá sjúklinga, sem á spítalanum dvelja. Enn má líta á þaþ að sóttir geta auðveldlega komið upp í bænum, þó að spor þeirra verði ekki rakin til útlanda eða megin- l^ndsins. * Setjum svo að næmur sjúkdómur t. d. taugaveiki kæmi úpp í byrjun vertiðar. Mundi ekkí1 hver maður heimta það að veikin yrði heft meðan nokkur von væri til að halda henni í skefjum ? Engum manni er fært að reikna út það feikna tjón, sem sóttarfaraldur getur I >' ’ Sorglegt slys, Fimtudaginn 12. þ. m. rjeri allur fjöldi báta í góðu sjóveðri um morguninn. En er fram á dagínn kom fók að hvessa af austri * og spiltist þá sjórfnn á svipstundu. Hjer heima var veður þó ekki mjög vont og datt mönnum ekki slys í hug, en suður í sjó var veðrið miklu verra, að sögn sjómanna, kvikan kröpp og harðtæk og straumur stríð-fallandi. Mistu þá flestir nokkuð af veiðarfærum og sumir meiri hlutann. Siðari part dagsins var svo komið sjó og veðri að ekki þótti lengur fært að fást við veiðarfæri og hjeldu menn heim hver sem mátti. Um kvÖldið voru allir bátar komnir nema „Már“. Hafði sjest til hans um daginn þar sem hann var að leita veiðarfæra sem aðrir, og vissu menn ekki frekar til hans. Seint um kvöldið var þó fenginn breskur togari, og kunnugir menn úr landi, til að leita og fór þeir þangað er líklegast þótti, en bæði var það að dimt var -f nóttu og jeljagangur, og svo hitt að líklegt þótti að báturinn kynni að hafa komist heim meðan á leitinni stóð. þó að þeir yrðu ekki varir við. Var svo leitinni hætt um sinn. Morguninn eftir var „Már“ enn ókominn, var þó gott ýeður og byr hagstæður. Voru þá enn fengnir tveir togarar og kunnugir menn úr landi, til að leita betur. Leituðu þeir allan daginn til kvölds í björtu veðri en fundu ekkert. Eftir það þótti mötlnum úti öll von þess aÖ" „Már“ væri ofansjávar. þetta er ekki ný saga hjer. Saga Eyjanna er full með slíkum atburðum, langt aftur í aldir. Á hverju ári verður nokkurt mann- fall í sjóliðinu, því að sóknin er hörð með köflum. Skipshöfnin á bátnum voru fjórir menn : Bernótus Sigurðsson, formaður, 35 ára. Lætur eftir sig ekkju ungan son og aldraða móður. G í s I i Þórðarson, bróðir konu formannsins, 24 ára. Lætur eftir sig ekkju og tvö ungbörn. Guðm jndur Sigu rðsson, mótoristi, 26 ára. Frá Syðstu-Grund undir Eyjafjöllum. . F i n. n u r Guðmundsson, 24 ára. Frá Pjetursey í Mýrdal. Alt vaskleika menn og dugandi vel til starfa síns. það er sama sagan, blóðtaka fyrir þjóðfjelagið og syrgjandi hópur forstöðulausra kvenna og barna. gert hjer á vertíðinni, þó að engum verði það að aldurtild. Einn Iandlegudagur fyrir hvern bát, væri ekki mikil truflun af farsótt, en þó er það svo hár skattur að miklu nemur meiru en sóttvarnarhúsið kostar, þó að reíknað sje aðeins með meðat- afla. þó er ekki litið á óþæg- indin og fjárútlát, sem veikindum eru samfara. Kostnað við gerð sóttvarnar- húsa á að greiða úr ríkissjóði og sýnist.ekki ástæða til að hlífast við að ganga eftir að húsið verði reist við fyrstu hentugleika. Fólkið er orðið það margt hjer og vinnur svo vel fyrir sjer, að fullrar vernd- unar er vert. Nauðsynin ,er því meiri hjer en víðast annarstaðar á landir.u, að. mesta útlenda sótthættan mæðir á Eyjunum, og komist farsótt hingað og nái fótfestu, getur Reykjavk og nær- sveitirnar átt von á góðfc. Hjer væri sóttvarnarbús því ekki bygt fyrir þennan bæ eingöngu. það er alkunna að verkamenn, sem hjeðan fara á Nvorin, dreifa sjer svo að segja k'ring um alt landið. Farbann hjeðan úr Eyj- um í vertíðarlok er nærri ó- framkvæmanlegt og kæmi herfi- lega niður á atvlnnurekendum í öðrum bygðarlögum. Sóttvarnarhús þarf hvorki að véra stórt nje margbrotið, og þess vegna heldur ekki dýrt móti öðrurn húsum. Fljótlegt er að reísa þesskonar hús, og út- búnaður allúr hinn einfaldasti. Reksturkostnaður fer vitanlega eftir því hve mikið húsið er notað. Sennilega yrði sóttvarnar- hús hjer lítið notað að jafnaði, en hinsvegar getur verið ómetan- legt að hafa það í viðlögum. Marconi-Coda. Ekki var ritsíminn orðinn gamall í heiminum er menn tóku að leita bragða til að spara skeytakostnaðinn og dylja erindi sitt sem best fyrir starfsmönnum símanna. það þótti fljótt koma í ljós að síminn vildi „leka“ því sem látið var í hann, eins og kjaftakind. þeír sem mikil við- skifti áttu saman, gerðu dulmáls- bækur, og varð það alsiða á skömmum tíma. Síðar voru lög- leyfðar aðrar stærri bækur, svo- kallaðar Codur, og heimilað að nota þær í almennum viðskiftum. Afarmikið er notuð -bók sú, sem kölluð er „Code A B C 5th. Edition“; hún er fyrst gefin út 1872, og fjekk þá strax mikla útbreiðslu. Síðan hafa margar aðrar verið gefnar út. þær eru á ýmsum málum og með ýmsu móti. Allar hafa þær þann kost, að skeytin verða styttri eftir þeinj heldur en almennu máli og miklu ódýrari. Afgreiðslan gengur þá miklu greiðar. Ekki var leyft að nota þær meðan ófriðurinn stóð yfir. Til eru skeytabækur sem hafa eingöngu tölustafi eða staka bókstafi. Að- ferðirnar eru orðnar margar og býsna ólikar þó tilgangurinn sje sami. Maraþons-hlaupið í verslunar- heiminum síðustu árin, heimtar sí og æ ný ráð til að flýta fyrir afgreiðslu „í símanum*; aldrei hefur hann undan hversumargar línur sem lagðar eru. Mikið þykir að því kveða hjer á landi, en þó er sagt verra af í sumum löndum t. d í Indlandi, Kína og Ástralíu. Loftritunin flýtti mikið fyrir með nauösynlegustu skeyti framan af, en nú er aðsóknin að loftskeytastöðvunum orðin býsna mikii, og þarfeinnig þar að neyta bragða til að sþara vinnukraftinn. Umsvifamiklir verslunarm. kunna illa við að skeyti þeirra tefjist lengi, og því hafa þeir látið leita ráða til að afstýra því. Merkileg bók er nú að koma út, það er skeytabók heldur mikil og ætluð fyrir loftskeyti, en nota má hana einnig við sendingu símskeyta. Hún er gefin út í 4 bindum, hvert bindi á ensku og tveimurtungumöðrum,einhverjum af þessum málum, frakknesku, spönsku, rússnesku, japönsku, ítölsku, portugisku, þýsku og hollensku. Talin er bókin svo vönduð að frágangi og haglega gerð, að hver sá er skilur eitt-

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.