Skeggi - 05.03.1920, Síða 1

Skeggi - 05.03.1920, Síða 1
III. árg. Vestmannaeyjum, Föstudaginn 5. 'marz 1920. 8. tbl. Suður-jótiand. Hörmulegt slys. —o— Sú frjett hefur borist hingað, að nú sje atkvæðagreiðslan um garð gengin í nyrsta hluta Suður- Jótlánds og áð niðurstaðan hafi orðið sú að 67% hafi atkvæði með því að hverfa aftur undir Danmörku en 33% þjóðverja- megin. þessi hluti Suður- Jótlands,. hverfur því aftur undir Danmörku og munu margir unna þeim þess að fá hann. En hitt er þó margfalt meira gleðiefni, að Suður-Jótar losna nú við það ófrelsis-ok, sem þeir hafa orðið að bera nauðugir í 56 ár. Við íslendingar stöndum í óbeinni þakklætisskuld við Suður-Jóta því aðstaða þeirra hefur átt meir þátt en nokkuð annað í því að skapa og glæða þann pólitiska skilning, sem við höfum átf að mæta hjá meiri hluta dönsku þjóðarinnar á síðari árum. það er mjer kunnugt um. Allar Norðurlanda-þjóðirnar standa í beinní þakklætisskuld við Suður-Jóta; þeir hafa verið útverðir norrænnar menningar og hafa þar orðið að standa þeim heitasta eldi sem hægt er að hugsa sjer. þeir hafa að vissu fengið liðsinni bræðra sinna norðan landamæranna, en Danir hafa engu síður sptt and- Iegt gull í greipar þeirra, því þjóðernistilfinningin hefur verið sterkari hjá þeim en flestum öðrum Dönum. þjóðverjar hafa sjeð um það, þótt ekki hafi þeir gert það viljandi, íslandsvina- fjelagiö hefur nýlega sent með- limum sínum hjer á landi bók um baráttu Suður-Jóta þessi ár, sem þeir hafa lotið þjóðverjum. Bókin er eftir Arne Möller, prest. Allir, sem læsir eru á danska tungu, ættu að ná í þá bók og lesa hana, bæði vegna þess, að hún er mæta-vel skrifuð og ekki síður til þess að kynnast ofurlítið Suður-Jótum og þjóð- ernisbaráttu þeirra. Nokkrar smásögur geta ef til vill gefið lesendum „Skeggja" Vélbáturinn ,Ceres’ V, E 151 ferst með öllu saman. það voru nokkrir bátar á sjó hjer 2. mars og fóru skamt austur fyrir Eyjar. Hægur útsynningskaldi um morguninn, en brátt bre'yttist áttin og skall á austan afspyrnurok með fannkomu. Um kl. 3Va voru flestir bátarnir komnir í höfn, en um það bil fórst vjelbáturinn „Ceres" á heimleið suður af Bjarnarey. Annar vjelbátur, „Málrney", sem einnig var á heimleið, sá er slysið bar að, og fór þar um, en sá aðeins bátinn á hvolfi en engan mann. Báturinn var eign þeirra Jóns Hinrikssonar kaupfjeiagstjóra, Kristmanns þorkelssonar yfirfiskimatsmanns, formannsins á bátnum og frú Sigríðar Eyþórsdóttur. — þeir sem druknuðu voru: Magnús HjörleifssOn, formaður 29 ára; lætur hjer eftir sig ekkju og 2 börn. Halldór Hjörleifsson, bróðir formannsins, 23 ára, frá Norðfirði. Guðjón Norðfirði. Sveinbjörrrsson, vjelamaður, 28 ára, frá Grímur Grímsson, 25 ára, frá Nikhól í Mýrdal. Voru þetta allt vaskleikamenn í blóma lífsins og er þeirra því sem vonlegt er, sárt saknað. — Hún ætlar að reynast okkur ömurleg þessi vertíð, skamt slysanna á milli, enda eru veðrin afskapleg, og þótt ávalt megi hjer búast við þessum slysum, þá standa menn þó alla jafnan höggdofa er slíkt ber að höndum. Samt er það aðdáanlegt hversu sjómennirnir hjer harka af sjer hörmungarnar og hversu þrek þeirra virðist óbilugt í hinni óvið- jafnanlegu baráttu þeirra við æðandi storma og stórsjó, semiðulega ógna lífi þeirra og heilsu. dálitla hugmynd um sambúð Suður-Jóta og hinna voldugu húsbænda þeirra, þjóðverja; en fyrst verður að skýra stefnu þjóðverja gagnvart þeim, eða aðaldrætti hennar. Takmark þjóðverja var fyrst og fremst það að gera Suður-Jóta þýska. þeir álitu að þeim væri það fyrir bestu, þó ekki hefðu þeir vit á að meta það. þess vegna var sjálfsagt að taka þá eins og óþæga krakka og neyða þá til að láta undan. þeir voru svo óendanlega miklu meiri máttar að þeim datt ekki í hug að beita neinum öðrum meðulum en valdinu. þeir neyddu Suður- Jóta til þess að senda börnin í þýska barnaskóla þegar þau voru orðin 6 ára og þar var farið með þau eins og málleys- ingja þangað til þau voru búin að læra þýskuna. þeir neyddu börnin til að syngja þýska sigur- söngva frá þeim tíma, er þeir unnu Suður-Jótland. Ungur Suður-Jóti sagði mjer einu sinni smásögu af því, þegar hann var 11. ári var það einu sinni, að kennarinn, sem var þjóðverji, hafði sagt börnunum frá því, er þjóðverjar sigruðu á Dybböl 1864! Gerði hann mjög lítið úr Dönum og hæddist að frammi- stöðu þeirra en dáði þjóðverja í hverju orði. Telpurnar fóru að gr-áta en drengirnir bitu í sig gremjuna og hugðu kennaranum þegjandi þörfina, er færi gæfist. þegar sögutímanum var lokið, skipaði kennarinn börnunum að syngja með sjer sigursöng þjóð- verja, sem ortur hafði verið um það efni. Ekkert af börnunum tók undir. Nú voru drengirnir látnir fara út og svo voru stúlk- urnar hræddar til að syngja. Á eftir voru drengirnir kallaðir inn og átti að fara eins með þá, en þeir ljetu sig ekki. þá voru þrír þéir stærstu teknir og þeir hýddir með gamla laginu. . En þeir ljetu sig ekki að heldur. þá var þeim hótað því að lög- reglan skyldi send heim til þeirra til þess að taka allar danskar bækur, sem fyndust í heimilun- um. þá þorðu drengirnir ekki annað en láta undan, því þeir þektu ófyrirleitni lögreglunnar. En jafnskjótt og þeir voru komnir i hvarf við skólann, sungu þeir fullum halsi hvern danska föðurlandssörginn á fætur öðrum. Lengi vel áttu prestarnir að prjedika á dönsku við og við; það var eina nærgætnin sem þjóðerni Suður-Jóta var sýnd. En það var oftast fremur hneyksl- unarhella og hlátursefni en upp- bygging fyrir söfnuðinn, því prestarnir kunnu illa dönskuna og kom því alt á afturfótnnum hjá þeim. — Dæmi: „Orðið var flesk og bjó með oss“. „Jesú reis upp úr skurðin- u m“ (gröfinni). „Gefið óvinum í^r Vefiiaðarvöruúrvalið mest, verðið lægst. S- 3. 3olvn5«n.

x

Skeggi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.