Skeggi - 05.03.1920, Blaðsíða 2

Skeggi - 05.03.1920, Blaðsíða 2
'SKEGGI »Skiggi« kemur venjulega út e i n u sinni í viku, og oftar ef áttaður leyfa. V e r ð: 5 kr. árg. (mintt 50 blðð). A u g I ýt i n g a v e r ð: 1 kr. pr. «.m.; kr. 1,50 á 1. bls. Ú t g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Gunnar H. Valfots, Rifstjóri og ábyrgðarm. Páli Bjarnason. Hjá Í3 kaupa allir ^ sfnar ^ Tóbaksvörur. Ctfsss^. %sss@ <sss®c«sss®^sssggsss^gsssgiSsssg yðar inn e i t u r* (fyrirgefið óvinum yðar) o. s. frv. Frægastur allra þýskra harð- stjóra í Suður-Jótlandi varð H. von Köller; hann var landstjóri í Sljesvik-Holstein frá 1897— 1901. Köller rak um hundrað manna burt úr Suður-Jótlandi. Einu sinni gerði hann kaupmann einn í Haderslev útlægan vegna þess, að vildi ekki láta raka sig á þýskri rakarastofu. Um það leyti bygðu Suður-Jótar fjölda samkomuhúsa, því baráttan sam- einaði, en þær voru ekki altaf veigamiklar ástæðurnar, sem lög- reglan notaði til þess að hindra samkomur í þeim. Oftar en einu sinni var fólkið rekið heim aftur, þegar það var komið að samkomuhúsunum, vegna þess að nokkrir menn voru með staf. þeir voru wvopnaðir“ sagði lögreglan, og þess vegna var samkoman ekki leyfileg. þegar þjóðverjar sáu fram á það, að ekKi var hægt að gera Suður- Jótana þýska, hvernig sem að var farið, tóku þeir það ráð að ná jörðunum í þýskar hendur. Ríkið veitti margar miljónir marka, sem þýskir menn gátu fengið að láni tii að kaupa jarðir af dansk- lunduðum Suður-Jótum. Lánin voru veitt til 50 ára með 3°/0 rentum. þetta var óspart notað; lánskjörin voru girnileg og það var hægt að bjóða hátt í jarð- irnar. Einstöku maður, sem var hálfvolgur í þjóðernismáiinu eða illa staddur efnalega ljet því freistast. þá mýnduðu Suður- Jótar „landvarnarfjelagið*, það hafði það markmið að hindra sölu á jörðum til þjóðverja. Árangurinn af öllu saman var sá, að þau ár, sem lánsheimíldin gilti, náðu Suður-Jótar stærra landsvæði frá þjóðverjum heldur en þjóðverjar frá þeim. Erfiðustu tímarnir voru auðvitað stríðsárin. það var sárt fyrir Suður-Jóta að verða að fórna lífi og limum fýrir kúgara sína, sem þeir hefðu Símfijettir. R.vík 28. febr. 1920. Bandamenn hafa ákveðlð að IJetta vlðsklfia- bannlnu af Rússlandi eg lofa Bolsjevikkum þvf að selja ekki óvinum þelrra vopn. Ennfremur hafa þelr bannað Pólverjum að ráðast á Rússa, en þelr voru þess albúnlr. Hins- vegar hafa þeir heltið Pólverjum llðvelslu, ef Rússar ráðist á þá. — Þetta mun vera árangur af frlðar- samningatilraunum þeim, sem staðlð hafa yflr undan- farið eða einhver ný tegund frlðarsamnlnga. Heyrst hefur að uppþot vaeru vfða f I r I a n d i götubardagar dag eftir dag f Dyflinnl. — Annars eru fregnlr þaðan óljósar. (Englendingar hafa haft þar allmikið setulið, en ekki voru þeir búnir að senda þangað liðsauka síðast þegar frjettist). Erzberger sakaður um fjárdrátt, hefur hann helmtað rannsókn á málinu og lagt nlður embaetti * um sfundarsakir. langstærsta líftryggingafjelag á íforðurlöndum- Ailur meginhluti árságóðans í „THULE“ fer til hinna líf- tryggðu sem Bonus á hverju ári, eftir fimm ára tryggingu, enda nemur hann stundum 40—50% af ársiðgjöidunum. „THÖLE“ hefur mjög hagkvæmt tryggingafyrirkomulag, og ættu allir sem hug hafa á þvi að tryggja líf sitt, að leita upplýsinga hjá undirrituðum umboðsmanni fjelagsins í Vestmannaeyjum. Jóhann Þ Jósefsson. heist barist á móti En þeir uppfyltu hinar borgalegu skyldur sínar, flestir þeirra, og það svo vel, að þjóðverjar urðu að dást að þeim. — 25000 Suður- Jótar urðu að fara í stríðið og af þeim fjellu 6000. Hlutfalls- lega svarar það til að hjeðan úr Vestmannaeyjum hefðu farið 250 menn og af þeim fallið 60. En nú hafa þeir fengið hina dýrustu ósk sína uppfylta og það er einn af hinum sorglega fáu, góðu ávöxtum stríðsins. B. H. J. Slitbuiur níðsterkar * fást hiá S- 3. 3ot\nse \ * PYLSA alveg sjerstök að gæðum og eftir því bragðgóð og saðsöm nýkomln f verslun S. 3* 3of\nsen. Litur margar teg. fasst f verslun 3- 3of\\\sen. Börnin. það er engin vafl á því að ekkert gæti verið jafn ískyggilegt fyrir þennan bæ, eins og það, ef allur sá barnahópur, sem nú er að alast upp, yrði götuskríll. Og jafnlítill vafl leikur á því, að bjartasta vonin, sem bærinn getur átt, er sú að það verði alt góðir menn og nýtir, vitrir og vandaðir. Ekkert er jafn hættu- legt og jafn svívirðilegt fyrir nokkurn bæ eins og það að eiga mikið af ómentuðum og ósiðuðum skríl. Öreiga-skríll er bölvun og blettur á hverri þjóð, ef hún er annars sæmilega efn- um búin. En auðugur skríll er þó hundráð sinnum hættu- legri. Ásum stóð ekki mest hættan af jötnunum, en þegar Loki læddist inn i hópinn, varð það bani Baldurs, hins besta og bjartasta allra guða. Siðlausir gulinemar, sem hafa dottið ofan í einhvern peningapottinn, eru oft hinir verstu Lokar. Á hlnn bóginn sannar saga allra alda og þjóða það, að gæfa hverrar þjóðar veltur á þvi að miklu mennirnir og góðu, sjeu nógu margir. Og tala þeirra þarf að tí-faidast í hvert skifti, sem tala kjósenda tvö-faldast. þó að bærinn keypti sjer 2 eða 3 togara og fiskaði svo vel á þá, að slíks þektust ekki dæmi, þá mundi það samt ekki borga sig líkt því eins vel, eins og að leggja fjeð í góðar uppeldisstofn- anir, ef rjett væri á haldið. Tog- ararnir gefa þó aldrei annað en peninga en gott uppeldi er hyrningarsteinninn að gæfu hvers manns. það eru til menn sem trúa aðeins á einn guð: Mammon, Og lifa fyrir hann en deyja þó frá honum og „flytja á einum cins og jeg allra scinast hjeðan*. þeir munu fremur kjósa togarana. En þeir menn eru áreiðanlega ekki í meiri hluta. Væru þeir það ekki, væri það dauðadómur sannrar þjóðargæfu. Foreldrasálin er sú lífsins lind, sem flestir heilnæmir mann- lífsstraumar eiga upptök sín í. Flestir foreldrar eru fúsir að fórna lífi og limum fyrir börnin sín, ef með þarf, og margur faðirinn gerir það, ekki síst hjer. Hversu fúsir mundu því ekki margir foreldrar á að ieggja nokkuð á sig, til þess að upp- eldi barna sinna geti orðið sem fullkomnast. Allir vita hvernig ástandlð er. Mörg heimili géta alls ekki ann- ast uppeldið svo f nokkru lagi sje. Fyrst er nú það, að for- eldrar sem hafa fengið misjafnt uppeldi sjálf og altaf frá blautu barnsbeini verið önnum kafnir

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.