Skeggi - 13.03.1920, Blaðsíða 1

Skeggi - 13.03.1920, Blaðsíða 1
KEGG III. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 13. marz 1920. 9. tbl. Skólahaldið. —:o:— .' það ætlar ekki úr að aka með vanhöldin á skólahaldinu. Feigðar- spáin frá því vorið 1917 hefur ræst of rækilega. þá ura sum- arið stóð mikið til á alþingi með að ' loka öllum skólum landsins, og var því afstýrt með öflugum mótmælum almenningsí nokkrum kaupstöðum. Eldneytis- skortur var þá að vísu mikill um alt land, nema í sveitunum, en þá varð viðast komið nafni á skólahald. Varð þó minna úr en ætlað var, sakir ómunafrost- harka lengi vetrar. Næsta vetur 1918—'19 stóð til að reka skól- ana með meira krafti og var það víða gert þrátt fyrir dýrtíðina. Spanska sýkin gerði þó mikinn glundroða í skólahaldið víða, og svo varð hjer. Einnig skorti þá húsrúm í skólanum og vinnu- kraft til að reka skólann í full- um stíl þann tíma sem veikin tafði 'ekki. Úr þessu vildi skóla- nefndin og bæjarstjórn bæta fynr síðastliðið haust, auglýsti eftir tveim kennurum í viðbót, og gerðu ýmsar ráðstafanir til þess að skólahúsið yrði notað að fullu. Ætlunin var að reka skólann að öllu til þess að bæta /yrir það er brostið hefur á skólahaldið tvo undanfarna vetur. Gerðar voru og ráðstafanir til þess að skólinn fengi nægan forða af kolum þeim er koma áttu á haustnóttum. Nú fór það svo að skipunum hlektist á hverju eftir annað og komu engin kolin; hlutu þar margir baga af, einstakir menn og ' stofnanir. Kol voru fengin úr Reykja- vík, lítilsháttar í bráðina, því að altaf var von á kolum frá út- löndum. Loksins, er^ sjeð var að drátturinn yrði langur, fjekst leyfi landstjórnarinnar fyrir 10 smál. handa skólanum. »Wille- moes" flutti kolin.hingað, en er til kom, vildi skipstjóri ekki sleppa svo miklu, kvað sig vanta kol til ferðarinnar, en ljet þó rúml. 3 smál. þettavar skömmu eftir nýjárið og síðan hefur skólinn engin kol fengið. Skipið sem átti að taka kolin í Bret- landi beið þeirra vikum saman og fór þaðan án þeirra, því að þá var útflutningsbannið komið á. þessar eru ástæðurnar fyrir kolaskortinum og mun öltum sanngjörnum mönnum skiljast að hjer er um eðlilegar ástæður að ræða. Einstakir menn og versl- anir hafa orðið fyrir sömu ó- höppunum. það er sjaldgæft að margar atrennur þurfi að gera til að koma einum kolafarmi frá Englandi, og þessa síst að mönn- um detti í hug útflutningsbann á kolum þar úr landi á friðartím- um. En alt þetta átti sjer stað að þessu sinni. þessvegna er skólinn kolalaus, þessvegna eru flest heimili á Eyjunni kolalaus. Tilraun sú sem gerð var á dögunum með að brenna grút .með öðru fleiru, gefur ekki miklar vonir. Mikill óþefur fylgdi þeirri brenslu og vafa- samt hvort fólk vill láta börn sín hafast við í því andrúmslofti dag eftir dag. Til þess kom heldur ekki. Grúturinn fæst ekki, róðrar fáir síðan og mikil eftirspurn eftir öllu því er brent verður. Önnur ástæða er fyrir lokun skólans. Tvær farsóttir hafa gengið, kíghóstinn fyrst, inflú- ensan svo. Við báðum sóttun- um voru settar varnir. Ekki hefur landsstjórnin fundið ástæðu til þess að hlaupa undir bagga með skólanum og senda honum „koks". Góður eldiviður er það þar sem miðstöðvarhitun er, en stjórnin mun ekki eiga ofmikið af þeirri vöru. Einasta úrræðir sem nú gæti verið um að ræða, er að kenna í húsinu óhituðu. Heldur má það heita óefnilegt úrræði, og alls ekki hættulaust. Steinhúsin eru köld þó að veður sje gott úti. Fjölda mörg börn þolaekki kuldann og hráslagann í óhituðu steinhúsi og mikill vandi er það fyrir kennara að skera úr hver kuldann þola og hver ekki. þau láta sum ekki á sjá fyr en þeim er of-gert. Vanhöld þessi á skólahaldinu ár eftir ár eru stórtjón fyrir bæjarfjeiagið í heild sinni. Krónur þær er við það sparast vega Alúðar þakkir til allra þeirra, sem á einn eða annan hátt, sýndu okkur hluttékningu við ffráfáll okkar kæru dóttur og systur, Theédóru Pedersen. Jóhanna. Ámadóttir, Gísli Lárusson og börn þeirra. Líftry ggingafj elagið „T H U L E" iangstærsta líftryggmgafjelag á líorðurlöndum Allur meginhluti árságóðans í „THULE" fer til hinna líf- tryggðu sem Bonus á hverju ári, eftir fimm ára tryggingu, enda nemur hann stundum 40-50% af ársiðgjöldunum. * „THULE" hefur mjög hagkvæmt tryggingafyrirkomulag, og ættu allir sem hug hafa á því að tryggja líf sitt, að leita upplýsinga hjá undirrituðum umboðsmanni fjelagsins í Vestmannaeyjum. Jóhann Þ. Jósefsson. ekkert upp á móti óhagræðinu ÖHum aðstandendum skólans, skólanefndinni og kennurunum, er full-ljóst hvert stefnir ef ekki fæst nein úrbót þessa máls. Reynsla síðustu 'vetra er nokkuð lærdómsrík, og mun skólanefndin hafa það í hyggju að gera hvað hún má til að taka ráð í tíma fyrir næ'sta vetur. það þóttist hún reyndar gera síðastl. haust þó að svona færi. Hún verður naumast sökuð um þó hún reyndist ekki margfaldlega fram- sýnni en allir aðrir í bænum í haust, ríkisstjórnin íslenska, og ríkisstjórnirnar í nágrannalönd- unum; það væri ósanngjörn krafa. En afleiðingarnar eru slæmar fyrir alla þá er skólann nota, og ekki síst fyrir kennarana, er mega horfa á starf sitt og vönirnar um árangur af-því, að engu orðið. það er ekki upplífgandi að vera kennari síðustu ár, þegar grunn- urinn er grafinn undan skólunum öllum megin frá, að sjálfráðu og ósjálfráðti. Stokkseyrar- báturinn. Flesta kunnuga menn furðar á meðferð þeirri er Jón Stur- laugsson hafnsögum. á Stokks- - eyri og fjelagar hans sættu í ferðalaginu á dögunum. Ýmsum sögum fór af því hver atvik lágutil þeirra hrakninga. „Skeggi" hefur leitað sjer upplýsinga hjá' Jóni sjálfum og hefir hann leyft að hafa eftir sjer það er hann verður borinn fyrir hjer. Hjer koma helstu atriðin úr ferðasögunni: Fór frá Stokkseyri 16. febr. kl. 12, kom til Vestm.eyja kl. 4l/». þegar að „Steinbryggjunni" kom var þar maður fyrir sem kallaði eitthvað til okkar, en jeg heyrði það ekki fyrir hávaðan- um í mótornum; ekki var hann í neinum einkennisbúningi. Litlu Vefnaðarvöruiírvalið mest, verðið lægst.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.